Morgunblaðið - 02.09.1992, Síða 12
FÓLK
Vilhelm
hættir hjá ÚA
Hlox(xunliíní»ií»
úkVERINU
'
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
Tindabikkja í hvítvínssósu
SIGURÐUR L. Hall er matreiðslumeistari Versins að þes6u
sinni og hann kynnir okkur tindabikkju.
Við veltum henni uppúr
IjjgyyUjyMWmHÍ hveiti áður en hún er steikt.
Sumir nota heilhveitiblöndu og jafnvel setja smá rúgnyöl
líka. Við notum bæði olívuolíu og smjör til að steikja
uppúr. Er það gert, bæði vegna þess að við getum þá
gefið fiskinum sneggri steikningu og gefur olívuolían
gott bragð af þessum rétti sem er:
Tindabikkja með hvítvínssósu og
ferskum kryddjurtum.
Fyrir fjóra.
Fjögur meðalstór tindabikkjubörð
2—3 shaliott laukar (eftir stærð)
1 dl hvítvín
1 dl fisksoð (má gjarnan vera úr
teningi)
1 msk. smjör.
2 msk. ferskt estragon
1 matsk. ferskur graslaukur
2 matsk. ferskt basilikum
1 matsk. fersk salvía
salt og hvítur pipar úr kvörn.
Steikið fískinn snöggt, eins og áður var sagt og krydd-
ið með salti og pipar úr kvörn. Setjið í eidfast form.
Hellið mestu af feitinni og steikið fínt hakkaðan shall-
ott laukinn á sömu pönnu. Hellið yfír hvítvíninu og látið
sjóða kröftuglega. Setjið yfir í pott og bætið í fisksoðinu
og látið sjóða áfram og siðan tjómanum. Látið sósuna
sjóða áfram, þangað til hún hefur þykknað og bragðið
eflst. Bætið þá fint sneiddum eða hökkuðum kryddjurt-
unum í og hrærið smjörinu saman við með sleif eða skeið.
Bragðbætið með hvítum pipar og salti ef vill.
Klárið að elda fískinn ef með þarf í 200° C gráðu
heitum ofni i 3—5 mín.
Berið fram með kryddjurtasósunni, nýju léttsoðnu
grænmeti og nýjum kartöflum. Nú er rétti timinn.
Gámur, 40 fet. + 2°C. Ferskur lax. Afhending Boulogne. Á mánudag kl.02:00
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
VIÐHALDINU SINIVIT
SJÓMANNASAMBAND Nýja Sjá-
lands hefur tekið upp á þeirri ný-
breytni að halda stutt námskeið fyrir
sjómenn um grundvallaratriði fiski-
fræði, stofnstærðarmat og mat á
veiðiþoli viðkomandi fiskistofna.
Leiðbeinandi á námskeiðunum verður
þekktur fiskifræðingur, Paul Starr, sem
hefur mikla reynslu af námskeiðahaldi
sem þessu. Hann starfar nú fyrir sam-
tök fískiðnaðarins á Nýja Sjálandi við
sjálfstætt stofnstærðarmat og veiðiþol
fískistofnanna. Sjómenn búa yfir mikilli
þekkingu, sem getur nýtzt við mat á
veiðiþoli og því nauðsynlegt að kynna
þeim grundvallaratriði fískifræðinnar til
þess að þekking þeirra nýtist betur.
MorgvnblaöiðAIón Páll Ásgeirsson
ÁSGEIR Arnarson, háseti á varðskipinu Óðni, sinnir viðhaldi skipsins
í höfn, enda verður aUt að líta vel út á varðskipunum okkar, þegar
þau sinna fjölþættu starfi sínu á miðunum. Að vísu verður Óðni nú
lagt ura tíma og útgerð varðskipanna sniðin að fjárveitingum.
íslenzku skípín góð og
þeim afar vel við haldið
Sjómenn
kynna sér
fískifræði
„ÉG er kominn hingað alla leið
frá Nýja Sjálandi til að leita mér
að togara til kaups, vegna þess
að íslenzk skip eru yfirleitt góð
og þeim vel við haldið. Við höf-
um nú skoðað nokkra ísfisktog-
ara og líst vel á suma þeirra,
en næsta skrefið er að kanna frystiskip. Hins vegar virðist lítið vera til
hér af þeim á góðu verði, svo hugsanlega verðum við að leita til ann-
arra landa, svo sem Færeyja, Danmerkur eða Noregs eftir þeim,“ segir
Ginger Gibbs, útgerðarmaður á Nýja Sjálandi.
Nýsjálendingurinn
Ginger Gibbs falast
eftir íslenzkum togara
Ginger Gibbs er hér staddur ásamt
Sigurgeir Péturssyni, stýrimanni á
búrabátnum Perseverance, sem gerð-
ur er út frá Hamilton á Nýja Sjá-
landi. Sigurgeir er Gibbs til aðstoðar,
en hann er fyrrum skipstjóri á Lýtingi
frá Vopnafirði og hefur búið ytra um
tíma. Ginger er framkvæmdastjóri og
eigandi útgerðarfyrirtækisins Great
Barrier Trawling í Auckland á Nýja
Sjálandi. Hann gerir þar út nokkra
smærri báta, en hefur í hyggju að
sækja dýpra. „Kvótakerfið neyðir mig
til að leita út fyrir 200 mílurnar, allt
upp í 1.000 mílna íjarlægð frá heima-
landinu til að sækja fisk. Gjöful búra-
mið hafa fundizt milli Nýja Sjálands
og Ástralíu og þangað gæti borgað
sig að sækja, en til þess þarf öflugt
og gott skip búið fiystitækjum.
Við höfum þegar litið á nokkra tog-
ara, en það er eins með ísland og
önnur lönd, að fyrst reyna menn að
selja það, sem þeir vilja losna við eða
fá mikið út úr. Því þurfum við góðan
tíma til að kynna okkur hvað raun-
verulega er á boðstólum og að því
erum við nú,“ segir Gibbs.
Þarf tíma og fyrlrhöfn tll að leita
nýrra tæklfæra
Gibbs segist hissa á því, að svo
mörg skip, sem raun ber vitni, skuli
liggja aðgerðarlaus við bryggju, þ.egar
jafndýrmæt fiskitegund og búrfiskur-
inn sé nánast ekkert nýttur. Hann
virðist vera veiðanlegur og að auki
utan kvóta. „Ég skil ekki hvers vegna
menn leggja ekki á dýpið og reyna
nýjar leiðir til að afla sér lífsviðurvær-
is í stað þess að leggja skipunum.
Maður þarf venjulega að hafa eitthvað
fyrir hlutunum og það er ekkert óeðli-
legt við það að eyða tíma og fyrirhöfn
í að leita nýrra tækifæra, sem færa
manni björg í bú, þegar á reynir,"
segir Ginger Gibbs.
Vilhelra
Þorsteinsson
■ VILHELM Þorsteinsson,
annar framkvæmdastjóra Út-
gerðarfélags Akureyringa
lét af störfum
þann fyrsta
september
síðastliðinn.
Vilhelm hefur
starfað við
Útgerðarfé-
lagið í 45 ár,
en hættir nú
vegna slakrar
heilsu. Vilhelm byrjaði sem
háseti á Kaldbaki EA í sept-
ember 1947. Árið 1950 var
Vilhelm kominn yfír á Harð-
bak og tók við skigstjórn á
honum árið 1954. í upphafi
ársins 1965 kom Vilhelm í land
og hóf störf Sem annar af
framkvæmdastjórum félagsins
og var starfsvettvangur hans
að mestu tengdur útgerð tog-
ara félagsins þann tíma.
Lengst af starfaði Vilhelm með
Gísla Konráðssyni, en síðustu
misserin með Gunnari Ragn-
ars, sem tók við starfí fram-
kvæmdastjóra af Gísla. Ekkert
hefur verið ákveðið með ráðn-
ingu manns í stað Vilhelms.
Nýtt fólk hjá
SH í París
■ ÞAUGríma Guðmunds-
dóttir og Hjörleifur Ásgeirs-
son hófu í sumar störf hjá
söluskrifstofu SH í París.
Gríma er fædd í október 1964,
en að loknu stúdentsprófi lauk
hún BA-prófí í frönsku og
uppeldis- og kennslufræði frá
Háskóla íslands. Gríma starf-
ar sem söluritari og sér hún
um sambandið við Island fyrir
sölumenn, pantanir og af-
greiðslu. Hrafn Ásgeirsson er
þrítugur sjávarútvegsfræðing-
ur frá Tromsö í Noregi, en
hann varði tveimur árum í að
vinna lokaverkefni um físk-
markaðinn á Spáni. Hjörleifur
talar 6 tungumál og er kvænt-
ur spænskri konu. Hlutverk
hans er að selja frystar sjávar-
afurðir til Spánar og er það
eins konar þróunarstarf, því
þangað hefur nánast ekkert
af slíkum afurðum farið héðan,
utan 50 til 60 tonn af humri
á sumri hveiju.
IjUörleifur
Ásgeirsson
Gríma
Guðmundsdóttir