Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 1
FOSTUDAGUR
18. SEPTEMBER 1992
Slitlag ffrá Reykjavík
til Húsavíkur 1994
Gestir af 113 Hððemum komid sl. 8 mánuði
FYRSTU átta mánuði ársins hafa útlendingar af 113 þjóðernum
komið til íslands til lengri eða skemmri dvalar. Taldir eru í
einni tölu þeir sem bera sovésk vegabréf. Nokkrir voru ríkis-
fangslausir. Flestir gestir eru frá Þýskalandi.
Þegar rennt er yfir skýrslur
Útlendingaeftirlitsins sést að
gestir frá hinum fjarlægustu
stöðum hafa lagt leið sína hingað
en ekki eru hóparnir stórir og
frá allmörgum löndum eru aðeins
einn til tíu skráður þessa fyrstu
átta mánuði ársins. Og þar eru
m.a Nepal, Swaziland, Uruguay,
Zimbabwe, Lichtenstein, Mauri-
tíus, Costa Rica, Rúmenía, Ba-
hamaeyjar, Namibía, Singapore,
Salvador, Saudi Arabía, Tansan-
ía, Angóla Belize, Guyana, Gu-
inea, San Marino og Panama.
Frá allmörgum til viðbótar komu
innan við fimmtíu.
Nýtt lyf við mígreni
kemur fljótlega á markað
BUNDIÐ slitlag verður komið á leiðina milli Reykjavíkur norður
um og til Húsavíkur haustið 1994. Ákvörðun ríkistjórnarinnar um
að verja 1,8 milljarði króna til atvinnuskapandi framkvæmda á
sviði vegagerðar gerir að verkum að slitlag kemst á veginn að
fullu tveimur árum fyrr en ráðgert hafði verið með framkvæmd-
um í Norðurárdal, Holtavörðuheiði, Blönduhlið og Öxnadal. Féð
verður einnig meðal annars notað til að hraða gerð brúar yfir
Kúðafljót, sem hafist verður handa við á næsta ári og ljúka á
1994. Jafnframt verður áin Skálm brúuð. Með þessum framkyæmd-
um færist hringvegurinn niður fyrir Skaftártungur og þar með
tilheyra brýrnar yfir Eldvatn hjá
ekki lengur hringveginum.
Þetta kom fram í samtali Morg-
unblaðsins við Jón Birgi Jónsson
aðstoðarvegamálastjóra og jafn-
framt að meðal annars verði þessi
fjárveiting ríkisstjómarinnar not-
uð til að standa straum af fram-
kvæmdum við lagningu nýs vegar
frá Sandskeiði upp í Bláfjöll. Einn-
ig verður hafist handa við teng-
ingu á Suðurlandsvegi við Rauða-
vatn Vesturlandsveg og byijað
verður að tvöfalda akbrautina á
Vesturlandsvegi frá Höfðabakka
og að Grafarholti, en auk þess
stendur yfir undirbúningur að gerð
brúar yfír Elliðár sem tengi Breið-
holtsbraut við Suðurlandsveg og
hefjast útboð þar eftir um það bil
2 vikur. Ýmsar framkvæmdir aðr-
ar undir liðnum þjóðvegir í þétt-
býli eru fyrirhugaðar en verða
ákveðnar í samráði við sveitarfé-
lög.
Þá verður lagt slitlag á Laugar-
dalsveg í Biskupstungum á það
Asum, yfir Tungufljót og Hólmsá
sem á vantar milli Geysis og Laug-
arvatns og einnig unnið við Þing-
vallaveg í Grímsnesi upp að virkj-
unum.
Á norðanverðu Snæfellsnesi
verður unnið við veg um Búlands-
höfða og um Mjósund í Hrauns-
firði en þær framkvæmdir miða
að því að efla annars vegar Ólafs-
vík, Hellissand og Rif og hins veg-
ar Stykkishólm og Grundarfjörð
sem eitt atvinnusvæði. Sama er
uppi á teningnum við uppbyggingu
vegarins yfir Hálfdan milli Tálkna-
fjarðar og Bíldudals, í þær er ráð-
ist til að efla Patreksfjörð og fyrr-
nefnda staði tvo sem eitt atvinnu-
svæði.
Hafist verður handa við brúar-
framkvæmdir á Hrútafjarðará og
slitlag lagt á veginn milli Dalvíkur
og Ölafsfjarðar. Á Austurlandi
verður gerð brú á Jökulsá á Dal
og malbikað verður í Berufirði,
Suðursveit og víðar. ■
NÝTT LYF við mígreni verður sert á almennan markað hér á
landi um næstu mánaðamót. Lyfið hefur verið gefið í undanþágu-
tilfellum í um það bil ár og hefur gefið góða raun, að sögn Sigurð-
ar Thorlacius heila-og taugasérfræðings.
Imigran heitir hið nýja lyf og
er bæði til í sprautu-og töflu-
formi. Virknin hefst 10-15 mínút-
um eftir gjöf undir húð og um 30
mínútum eftir inntöku, sem er
mun fyrr en þekkst hefur með
áþekk lyf.
í umsögn heilbrigðisráðuneytis
segir að allt að 50% sjúklinga fínni
einhveijar aukaverkanir, sem
ýmsar hverfi eftir 30-60 mínútur.
Meðal algengra óþæginda séu
þreyta, sljóleiki, máttleysi, tíma-
bundin blóðþrýstingshækkun,
húðroði, ógleði og uppköst.
Lyfíð brotnar að rniídu leyti nið-
ur í óvirk umbrotsefni í lifur og
skilst út í nýru. Imigran er ekki
ætlað börnum og er ekki ráðlagt
sjúklingum eldri en 65 ára. Ekki
er vitað hvort lyfið geti skaðað
fóstur, en í umsögn heilbrigðis-
ráðuneytisins segir að dýratilraun-
ir bendi ekki til að svo sé. Ekki
er vitað hvort lyfíð skilst út í
móðurmjólk.
Nokkuð algengur sjúkdómur
Engar faraldfræðilegar rann-
sóknir hafa verið gerðar á tíðni
mígrenis hér á landi, en skv.
dönskum rannsóknum hafa 16%
fólks á aldrinum 24-65 ára fengið
mígreniköst. Konur eru þar í
meirihluta og 9% sjúkiinga fá kast
oftar en 1 sinni í mánuði. Mígreni
hefur í mörgum tilfellum veruleg
áhrif á daglegt líf fólks, því ekki
er óalgengt að fólk sé frá vinnu
vegna mígrenis.
Algengast mun vera að köstin
vari í 12 til 24 klukkustundir.
Helstu einkenni eru ákafur höfuð-
verkur sem kemur í köstum, oft-
ast öðru megin í höfði, samfara
ógleði. „Þó orsakir mígrenis séu
ekki fyllilega ljósar, þykir víst að
um sé að ræða samband tauga-og
æðakerfis, og er víkkun æða af
mörgum talin orsök verkjanna.
Imigran veldur einmitt samdrætti
í æðum í höfði. Hið nýja lyf kem-
ur ekki í veg fyrir köst, heldur er
það notað í upphafi kasts og hefur
það ekki aðeins reynst slá á verk-
inn heldur einnig önnur einkenni,
svo sem ógleði og ljósfælni," segir
Sigurður Thorlacius.
Lyf þetta er dýrara en eldri
mígrenislyf, og kemur hver tafla
til með að kosta sjúkling rúmlega
400 kr. Tryggingastofnun greiðir
hins vegar þrisvar sinnum meira
með lyfinu. ■
Fjármál
íjölskyldunnar
4-5