Morgunblaðið - 18.09.1992, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
Barnið segir á götunni,
það sem foreldrar þess
segja heima.
TALMUD
Sviðsett mynd
klúru orðbragði,stunum eða hótunum
ANDADRÁTTUR, klúrt orðbragð og stunur er ekki hægt að segja að
sé beinlínis skemmtilegt að hlusta á í gegnum síma. Konur virðast
frekar verða fyrir slíkum ofsóknum en karlar. Þegar um kynferðis-
legt tal er að ræða, þekkja þær sjaldnast mennina sem í þær hringja.
Þónokkur dæmi eru um konur sem hringja í aðrar konur og virðist
eini tilgangurinn þá vera að koma upp afbrýðissemi. Þekkt fólk, eða
þeir sem opinberlega styðja umdeildan málstað þekkja flestir ef ekki
allir símtöl frá ókunnum, sem vilja koma áliti sínu á framfæri. Sumar
konur mega sitja undir alls kyns hótunum um barsmíðar og jafnvel
líflát, svívirðingar og auðmýkjandi útlistanir á hversu aumar og vesæl-
ar þær séu, en í slíkum tilfellum þekkja konur yfirleitt mennina, sem
oft eru særðir fyrrverandi eiginmenn eða sambýlingar.
VI
32 Til eru ýmis afbrigði af síma-
P ónæði, en öll eiga þau sameig-
inlegt að raska daglegu lífi
þess sem hringt er í og valda
honum leiðindum. Stundum er
það einmitt tilgangurinn, en í
öðrum tilfellum er málið mun
alvarlegra. Það á bæði við um
kynferðislega sjúka menn sem
hringja og nota símtöl af þessu tagi
til að fá útrás fyrir afbrigðilegar
kynhvatir sínar, og einnig um ofbeld-
isfulla menn sem hafa í hótunum við
fyrrverandi maka sína. Slíka hegðun
köllum við símaofbeldi í þessari um-
fjöllun og þá sem hringja köllum við
símadóna.
Ekki mikið umburðarlyndi
I rannsókn sem kynlífsmeðferðar-
stöð í Gainseville í Bandaríkjunum
gerði árið 1986, og greint er frá í
læknatímaritinu American Mental
Health Counselors Association Jour-
nal, voru viðbrögð fólks við slíkum
símhringingum rannsökuð. í ljós kom,
að þó umburðarlyndi fólks væri ekki
mikið, var það mun meira gagnvart
kynferðislegum símtölum en ofbeldis-
fullum hótunum. Karlar voru fljótari
að ljúka „samtalinu" en konur, sem
hlustuðu lengur á það sem sagt var
í símann, jafnvel þó þeim þætti það
ógeðfellt og óþægilegt.
Sigtryggur Jónsson sálfræðingur
hefur um árabil haft til meðferðar
fólk sem leitar lausna á kynlífsvanda-
málum. Hann sagði í samtaii við
Daglegt líf að niðurstöður banda-
rísku rannsóknarinnar kæmu sér
ekki á óvart og sagðist telja heppileg-
ast að samtölum af þessu tagi væri
slitið sem allra fyrst.
Af hverju gera þeir þetta?
„Mér finnst líklegt að sumir þeirra
eigi við erfíleika að etja í kynlífi, en
í öðrum tilfellum sé þetta einungis
þörf til að hrella. Mér dettur helst í
hug að tengja þessa hegðun kVala-
losta [sadisma] eða strípihneigð, sem
hvort tveggja flokkast undir afbrigði-
legt kynlíf." Þess ber að geta að hér
er afbrigðilegt kynlif skilgreint barm-
ig: Kynlífshegðun sem mótaðili sam-
þykkir ekki.
Sigtryggur segir að þeir sem
haldnir eru strípihneigð, séu yfirleitt
hættulausir einstaklingar, sem verði
hræddir við minnstu truflun og í
flestum tilvikum ef þeir mæta háðsk-
um viðbrögðum eða styrk. „Tilgangi
sínum, sem er kynférðisleg æsing
þeirra sjálfra, ná þeir aðeins ef þeim
tekst að hrella, hneyksla eða auð-
mýkja þann sem þeir strípast fyrir.“
Hann segir að menn með slíkar hvat-
ir átti sig yfirleitt á að hvatir þeirra
séu afbrigðilegar og oftast reyni þeir
að bæla þær. Bæling reynist hins
vegar sjaldnast raunveruleg lausn.
„Hvatir af þessu tagi eiga að öllum
líkindum rætur að rekja djúpt í sálar-
lífí manna,“ segir Sigtryggur.
Hvað vilja þeir?
Símadónar vilja fyrst og fremst
ögra, hrella og ganga fram af þeim
sem svarar símanum, að áliti Sig-
tryggs. Hann telur þó líklegt að til
séu tveir hópar manna sem stundi
slíkt ofbeldi, annar vilji aðeins hrella
og noti til þess kynferðislegt orð-
bragð. „Hinn hópurinn gerir það
beinlínis í kynferðislegum tilgangi
og fróar sér þá Iíklega meðan símtal-
ið varir. Ég geri þó ráð fyrir að stund-
um fari þetta tvennt saman.
Hverjfr eru þetta?
Þegar um er að ræða þá sem hafa
þörf fyrir að krydda eigið kynlíf, eru
yfirleitt á ferð hræddir karlmenn sem
hafa lítið sjálfstraust og lítið álit á
sér sem kynverum. Þeir eiga oftast
erfítt með að nálgast konur á annan
hátt. Þessi leið þeirra er vissulega
merki um lítinn þroska á þessu sviði.
Það sem konur geta gert
Ef við byijum á óæskilegum við-
brögðum, er óvíst að reiði nái til-
gangi sínum, því allar líkur eru á
að maðurinn haldi áfram að hringja.
Fyrstu. viðbrögð reiðrar manneskju
eru líklega að skella strax á og því
er það ekki æskilegt þó mikilvægt
sé að ljúka símtalinu sem fyrst. Ekki
Flestir falla frá kæru
og aðvara sjálfir símadónann
ÞÓ margir óski eftir að simtöl séu rakin, eru fáir sem kæra. Aðeins
50 kærur um símaónæði eða hótanir bárust rannsóknarlögreglu ríkis-
ins á síðasta ári, þar af álítur Gísli Pálsson lögreglufulltrúi að minna
en helmingur sé beinlinis vegna símaónæðis.
a„Fæstir fylgja kærum eftir,
því yfirleitt kemur í ljós að
o fórnarlambið þekkir þann
Isem veldur ónæðinu,“ sagði
Oj Gísli í samtali við Daglegt líf.
O „í þeim tilfellum kýs fólk oft-
:© ast að ganga sjálft i málið
og aðvara viðkomandi.“
Sá sem telur sig hafa orðið fyrir
símaónæði getur lagt fram form-
lega kæru þess efnis á næstu lög-
reglustöð. A sama tíma ætti hann
einnig að hafa samband við Póst
og síma og gera ráðstafanir til að
símtöl verði rakin.
Þegar símtal símadóna hefur
verið rakið tvisvar til þrisvar, er
ráðlegt að hafa aftur samband við
Sigtryggur Jónsson sál-
fræðingur.
er heldur vænlegt til árangurs að
sýna fyrirlitningu eða hneykslun, því
með því sýnir viðkomandi viðbrögð
sem fullvissa símadónann um að
hann hafi náð tilgangi sínum gagn-
vart fórnarlambi.
Þeir sem verða fyrir kynferðislegu
símaofbeldi, þurfa að sýna styrk og
gott gæti verið að vera hæðinn, til
dæmis með því að segja: „Greyið
mitt, vill engin kona þýðast þig.“
Mikilvægt er að sú eða sá sem svar-
ar í símann finni fyrir styrk en ekki
vanmætti eftir að hafa skellt á, en
hver og einn verður að fínna eigin
leið til þess. Aðalatriði er því að koma
frá sér styrk í orðum og athöfnum
áður en símtalinu er slitið.
Hvað geta þelr gert?
Þeir sem fínna fyrir afbrigðilegum
kynhvötum, eins og þær eru skil-
greindar hér að framan, ættu að leita
aðstoðar, því með aðstoð sérfræðinga
er unnt að hjálpa mörgum mönnum.
Þar mætti fyrsta telja sálfræðinga,
geðlækna og félagsráðgjafa sem
hafa sérþekkingu á þessu sviði, en
þeir eru orðnir nokkuð margir hér á
landi. Margir þeirra eru félagar í
Kynfræðifélagi íslands, félagi sér-
fræðinga sem vinna með kynlífsmál.
Þeir sem aftur á móti nota símann
til að hrella fólk, án þess að hafa
afbrigðilegar kynhvatir, gætu margir
hveijir haft gagn af aðstoð sérfræð-
ings, sálfræðings, geðlæknis eða fé-
lagsráðgjafa, því vissulega hlýtur
löngun til að hrella á þennan hátt
að sýna, að viðkomandi líður ekki
vel.“ ■
Brynja Tomer
Vinkonan
þekkti orðalagið
„Það var ekki laust við að
það fyki í mig fyrir stuttu
þegar ég heyrði lögreglu-
mann segja í útvarpi að þol-
endur símaeineltis gætu
fengið að vita hver væri að
hringja. Þegar ég lenti í
þessu á sínum tíma voru svör-
in einmitt þau að ég gæti
fengið símtölin rakin, en lög-
reglan sæi um að aðvara við-
komandi og ég fengi ekki að
vita hver væri að verki."
^ Þetta segir Margrét, ein-
J hleyp kona á fertugsaldri
sem hefur tvisvar sinnum
averið fómarlamb símaof-
beldis. „í fyrra skiptið stóð
OC þetta yfir í nokkra mán-
uði. Yfirleitt var hringt á
22 kvöldin og oftast nær
PC þagði maðurinn og lét and-
ardráttinn nægja, en það
Ub kom líka fyrir að hann
sagði nokkrar miður geðs-
legar setningar. Svaraði sonur
minn var hins vegar strax skellt
á. Þetta var afskaplega hvim-
leitt, en ég lét það ekki ganga
svo nærri mér að ég færi að
verða hrædd við að vera heima
hjá mér.“
Símhringingum þessum
linnti um síðir, en Margrét hef-
ur aldrei komist að því hver var
að verki. „Hins vegar virðist
þessi maður hafa afbrigðilegt
dálæti á starfsstétt sem ég til-
heyri, því einhverntíma var ég
í samkvæmi þar sem talið barst
að óþægindum af þessu tagi.
Ég lýsti því sem maðurinn hafði
sagt í símann og þá greip ein
starfssystir mín andann á lofti
og kannaðist við orðalagið."
Margrét lenti í svipuðum
óþægindum nokkrum árum síð-
ar, en segist ekki halda að þar
hafi sami aðili verið að verki,
því hringt hafi verið á öllum
tímum sólarhrings og aldrei
sagt eitt aukatekið orð. ■
Símadónar gera
mörgum lífið leitt með