Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 4
5 H
4 B
seer flaaMflTOis .sr huoagutso'í qiqajsmuðhom
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
Mildir litir í hárið
og allar síddir eru í tísku
HÁRIÐ á sínar árstíðabundnu tískusveiflur eins og fatnaður,
og nýlega kynnti Salon VEH vetrarlínur sínar fyrir 1993.
Sítt hár, stutt og millisítt verður í tísku í Vvetur að
sögn Elsu Haraldsdóttur eiganda Salon VEH. Sítt hár
er sett upp í mjúkar greiðslur méð hliðarlokkum, en
sé hárið stutt, er klippingin höfð afgerandi og toppur-
inn stuttur. Litir verða mildir, brúnir og gylltir tónar
áberandi.
María Guðmundsdóttir tók meðfylgjandi myndir, en
Þórunn Högnadóttir farðaði fyrirsætumar. Myndimar
hafa verið sendar til allra helstu fagblaða í heiminum
og því megum við vænta þess að sjá þær t.d. í Prive-
iege, Metamorphose, Top Hair og Estetica innan tíðar, þegar
vetur konungur kemst til valda.
Sítt hár,
stuttog
millisítt
verðurí
tísku í vetur
Sítt hár sett upp í mjúka greiðslu
með lokkum.
Klippingin er afgerandi á stuttu hári og toppur er hafður stuttur.
HAUSTLITIRNIR KOMNIR!
ÚtsölustaAir: HYGEA, Austurstræti • HYGEA, Kringlunni • INGÓLFSAPÓ-
TEK, Kringlunni • REGNHLÍFABÚÐIN, Laugavegi • SOFFÍA, Hlemmi • NANA,
Hólagarði • SNYRTILlNAN, Fjarðarkaupum Hfj. • APÓTEK GARÐABÆJAR
• RANGÁRAPÓTEK, Hellu • RANGÁRAPÓTEK, Hvolsvelli • STJÖRNUAPÓ-
TEK, Akureyri • ANNETTA, Keflavík • SÆTÚNSKAFFI, Breiödalsvík.
Hvemig er
hægt að ná betri
tökum á fjármálunum?
ÞEIR eru ekki margir sem fá stóra vinninginn í lottóinu eða verða
ríkir í einni andrá vegna einhvers óvænts sem ber að höndum. í
langflestum tilvikum verður fólk að beita þolinmæði og skynsemi
og skipuleggja fjármálin vel og taka eitt skref í einu. Þetta er m.a.
sá boðskapur sem finna má í nýrri fjármálahandbók Verðbréfamark-
aðs íslandsbanka (VÍB) en hún er notuð sem kennslugagn á nám-
skeiðum Sigurðar B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra VIB, um fjár-
mál einstaklinga sem nú standa yfir. Aðsóknin að þessum námskeið-
um hefur verið framar björtustu vonum og var raunar ákveðið að
bæta við þremur námskeiðum til að anna eftirspurn.
Þær aðferðir sem mælt er með yfir eignir og skuldir til að reikna
á námskeiðum VÍB og gerð er grein út nettóstöðu heimilisins, þ.e.
fyrir í flármála-
handbókinni
byggja á sex lið-
um. Það er frum-
skilyrði fyrir
árangri að allar
upplýsingar um
fjármál heimilis-
ins séu í röð og
reglu á einum
stað. Öll gögn Q3SHiBígSŒ§El
ættu að vera í
möppu með skiljublöðum þannig
að unnt sé að greina þau í a.m.k.
fjóra hluta. T.d. kemur til greina
að aðgreina milli upplýsinga varð-
andi rekstur heimilis (heimilisbók-
hald), tryggingar, peninga og
skatta og fasteignir og innbú. Hver
og einn getur búið sér til kerfi fyr-
ir fjármálin með þessa skiptingu
til hliðsjónar.
í kjölfarið er hægt að hefjast
handa við heimilisbókhald sem felur
í sér að sett er upp yfirlit yfir tekj-
ur og gjöld miðað við heilt ár. Þar
þurfa að koma fram bæði óreglu-
legar og reglulegar tekjur, leigu-
tekjur, vextir og arður. Stærstu lið-
ir útgjalda eru aftur á móti matur
og drykkur, fatnaður, húsnæði, bíll,
ferðakostnaður, tryggingar og
kostnaður vegna tómstunda og
leyfa. Mismunur tekna og gjalda í
heimilisbókhaldinu er spamaður
eða sá hluti teknanna sem hægt
er að leggja fyrir og ávaxta til síð-
ari tíma. Ef gjöldin eru hins vegar
meiri en tekjurnar þarf að fara
ofan i saumana á útgjöldunum og
leita leiða til að spara.
Aðferðir við heimilisbókhald geta
verið með ýmsum hætti. Hægt er
að skrifa útgjöld daglega í sérstaka
dagbók eða litlar vasabækur. Einn-
ig er hægt að halda til haga
kvittunum, kassastrimlum, nótum
og greiðslukortayfirlitum og færa
inn í bækur eða beint inn í tölvu
um hver mánaðamót.
Lögð er rík áhersla á að einstak-
lingar taki reglulega saman yfirlit
Á f júrmálanúmskeiðum
VÍB hafa verið kenndar
aöferðir fyrir einstaklinga
til að ná árangri við að
tryggja f járhagslegt ör-
yggi og byggja upp eignir.
hreina eign. I því
sambandi þarf að
setja fram eignir
á áætluðu mark-
aðsverði og upp-
reiknaðar skuldir
en mismunurinn
er hrein eign.
í fjórða skrefi
felst að hrein eign
er framreiknuð
einn, tvo eða jafn-
vel þtjá áratugi fram í tímann. Til
að reikna hve mikið er hægt að
leggja fyrir á hveiju ári langt inn
í framtíðina er í reynd nauðsynlegt
að framreikna bæði tekjur og út-
gjöld heimilisins allan þann tíma.
Markmið í fjármálum
* heimllisins
Þegar allar upplýsingar og áætl-
anir liggja fyrir þarf í fímmta lagi
að huga að markmiðum í lífinu og
í fjármálum bæði til nokkurra mán-
aða, næstu fáeinna ára og til miklu
lengri tíma. Mikilvægt er að innan
heimilisins ríki eining og sátt um
markmiðalistann í heild. Með því
að beita aðferð VÍB eru markmiðin
skipulega sett fram ásamt því
hvernig unnt er að ná þeim með
reglulegum spamaði. VÍB bendir á
nokkur dæmi um markmið en tekið
er fram að mörg þeirra em nauð-
synleg og eðlileg á lista hvers ein-
staklings. Þar er í fyrsta lagi talið
eðlilegt að einstaklingar eigi örygg-
issjóð 100-400 þúsund krónur ef
óvæntan kosnað ber að höndum.
Öryggissjóðinn er best að ávaxta á
innlánsreikningi í banka eða spari-
sjóði sem ber góða vexti en þannig
að fé geti verið laust án mikils
kostnaðar. í þessu sambandi getur
einnig komið til greina að semja
við banka eða sparisjóð um yfir-
drátt á ávísunarreikningi í stað
varasjóðs, en þannig væm peningar
vísir til að grípa í án of mikils kostn-
aðar við óvæntar aðstæður.
1 öðru lagi getur verið mikilvægt
markmið að minnka skuldir heimil-
isins. í því sambandi er bent á það
sjónarmið að lán séu til hæfilega
langs tíma til að greiðslubyrði sé
ekki of þung. Þá þarf að gæta þess
vandlega að sérstakur kostnaður
vegna áhvílandi lána annar en vext-
ir sé sem lægstur en þar er um að
ræða lántökukostnað, stimpilgjöld
og kostnað vegna mánaðarlegra
afborgana eða innheimtu. Halda
þarf skammtímalánum í lágmarki
og er raunar mælt með því að þau
séu aðeins notuð í sérstökum tilvik-
um.
í þriðja lagi er síðan markmiðið
að eignast íbúð eða hús. Sérstakan
kafla er að finna í fjármálahand-
bókinni um húsnæðismál þar sem
fjallað er um hinar ýmsu leiðir þeg-
ar fólk leitar að húsnæði. Við val
á nýju eða stærra húsnæði þarf að
meta vandlega hve dýrt það má
vera, hvert eigið fé þarf að vera,
hve greiðslubyrði lána verður mik-
il, hve mikill hluti eigna verður
bundinn í fasteign o.s.frv.
Fjórða dæmið um markmið er
síðan að vera vel tryggður en í því
sambandi er lagt til að einstakling-
ar yfirfari vandlega tryggingar sín-
ar a.m.k. einu sinni á ári til að
fylgjast með því að tryggingafjár-
hæðir séu í samræmi við áætlað
verðmæti hins tryggða. í því sam-
bandi er m.a. vakin athygli á nauð-
syn líftrygginga þegar börn eru á
framfæri eða greiðslubyrði skulda
er þung. Slíkar tryggingar geta
tekið þyngsta fjárhagslega áfallið
sem fólk verður fyrir við fráfall
maka þannig að ekki þurfí að selja
húsnæði eða binda enda á fram-
haldsnám barna.
Þegar búið er að setja saman
markmiðalistann og komast að nið-
urstöðu um hvenær ætlunin er að
ná einstökum markmiðum þarf
næst að finna leiðir að hveiju marki
fyrir sig. Þá reynir á að heimilisbók-
haldið sé vel unnið en þar er hægt
að fara vandlega fyrir hvemig pen-
ingum er ráðstafað og hve mikið
er lagt fyrir í hveijum mánuði.
Auk lýsingar á þessum liðum er
að fínna í fjármálahandbók VÍB
hagnýtar upplýsingar um ýmsa
aðra þætti varðandi fjármál heimil-
anna. Þar er m.a. fjallað um reglu-
legan spamað, lífeyrismál, skatta-
mál, húsnæðismál, erfðamál, nám
og námslán og eignastýringu. ■
Kristinn Briem