Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 B 5 Björn og Eva láta draumana rætast Á fjármálanámskeiði VÍB er tekið dæmi af ungum hjónum, Birni og Evu, sem nánar er lýst í fjármálahandbókinni, en þau eru 34 og 33 ára gömul. Þau eiga tvö börn, eins árs og sjö ára. Hann er viðskiptafræðingur en hún vinnur hálfan daginn sem sjúkraþjálfi. Nýlega fóru Björn og Eva að taka saman yfirlit fyrir tekjur og gjöld sem fram kemur á töflu 1 (rauntölur á fyrri hluta árs, áætl- un á síðari hluta). Þrátt fyrir þokkalegar tekjur hefur þeim gengið hálfilla að láta enda ná saman. Eftir að börnin urðu tvö er íbúð þeirra orðin of þröng. Draumur þeirra er að geta stækkað við sig og eignast ný- legt raðhús í vesturbænum sem þau áætla að kosti um 13 milljónir króna. ■■■■■■■■■ Að öðru leyti hafa markmið þeirra í fjármálum ekki verið skýr og ljós fyrir utan það að þau langaði að sjálfsögðu að verða rík! Eftir að þau höfðu farið yfir dagskrána í fjármálahandbók VÍB áttuðu þau sig á því að þau þurftu að setja sér nákvæm markmið í fjármálum, átta sig á því hvað það kostaði að láta hvert þeirra verða að veruleika og hvenær þau gætu náð því marki. Jafnframt yrðu þau að reyna að gera áætlun um tekjur og gjöld nokkur ár fram í tímann, helst áætlun sem næði yfir mestalla starfsævina þar til þau væru orðin skuldlaus og hefðu tryggt fjárhag sinn á eftirlaunaár- unum. Að öðrum kosti yrði erfitt fyrir þau að gera sér grein fyrir því hvað þau gætu í raun og veru leyft sér. Þau fylltu út meðfylgjandi eyðublað (tafla 2) og röðuðu markmiðum niður eftir mikilvægi. Fyrst vildu þau tryggja hag sinn á eftirlaunaárunum. Bæði greiða þau í lífeyrissjóði (4% launa sinna á móti 6% frá launagreiðanda) og sjá fram á að eiga góð réttindi Draumur þeirra er að geta stækkað við sig og eignast nýlegt raðhús í vesturbænum sem þau óætla að kosti um 13 milljónir króna. þar. Þau telja að fimm milljóna króna sjóður til eftiriaunaáranna, sem jafnframt gæti verið öryggis- sjóður, nægi þeim. Þau hafa 30 ár til að eignast hann og því næg- ir að leggja fyrir fimm þúsund krónur á mánuði. Síðan vilja þau stækka húsnæðið og helst sem fyrst. Reikningar þeirra sýna að til þess þurfa þau að eignast 1,5 millj- ónir *í útborgun auk eigin íbúðar. Þá ijárhæð geta þau eignast á Ijórum árum með því að leggja fyrir ■■■■■■■■ 20 þúsund á mán- uði. Þá vilja þau eignast sjóð til að geta staðið straum af menntun barna sinna ef þess gerist þörf. Þau telja að til þess þurfi þau 2 milljónir króna en hafa a.m.k. 12 ár til að eignast þær og nægir að leggja fyrir 10 þúsund krónur á mánuði í því skyni. Þá þarf að leggja fyrir mánaðarlega til að eiga fyrir endurnýjun bíls en þau láta 5 þúsund krónur nægja til þess. Loks langar þau að geta farið í ferðalag til útlanda jafnvel þó það geti ekki orðið fyrr en eft- ir nokkur ár. Alls þurfa þau því TEKJUR: Laun Björns — Laun Evu —- Samtals----- GJÖLD Tekjuskattur — Lífeyrissjóður- Matur------- Barnagæsla Rekstur bíls Föt og skór - Tómstundir Húsbúnaður Rafmagn, hiti, sími Læknir og lyf---- Afborganir lána — Ýmislegt--------- Samtals-------- 2.375 - 875 3.250 550 130 600 235 210 200 200 150 110 50 405 350 ------ 3.190 Sparnaður á ári (T-G): 60 EIGNIR íbúð----- Bílar---- Sparifé — Samtals Lífeyriseign Evu - 7.500 -1.200 — 500 9.200 50 Áætl. iífeyrisr. Björns---2.300 Eignir og Lífeyrissj. — 11.550 SKULDIR Húsnæðisstofnun-----------2.800 LÍN-----------------------2.100 Samtals skuldir----------4.900 HREIN EIGN með áætl. lífeyrisrétt. — 6.650 1 Öll markmið á einum stað I Mánaðarlegur | sparnaður Markmið ettir mikilvægi Fjárhæð, þ.kr. Eftir, ár til að ná markmiðinu 1 Öryggis-og eftirlaunasj. 5.000 30 5 Ný fasteign 1.500 4 20 Menntun barna 2.000 12 10 Endurnýjun bíls 300 4,5 5 „Draumaferð" 700 7 7 Samtals 47 þús. I {2 Framtíðaráætlun - Yfirlit I Tími Tekjur, þús. kr. Gjöld, þús. kr. Mis- munur til ráð- stöfunar 1992 3.250 3.190 60 1993 3.850 3.290 560 e. 5ár 3.850 3.290 560 e.10ár 4.250 3.560 690 e. 15 ár 4.650 3.930 720 e. 20 ár 4.650 3.930 720 að leggja fyrir 47 þúsund á mánuði til að geta látið drauma sína og óskir rætast. Þá fóru Björn og Eva við að hugsa um hvern- ig þau gætu auk- ið mánaðarlegan sparnað sinn úr núverandi fimm þúsund krónum á mánuði í 47 þúsund krónur. Niður- staðan varð sú að fljótlega gæti Eva aukið við sig vinnu úr hálfs dags starfi í tvo þriðju. Laun Björns eiga einnig samkvæmt samningi hans að hækka lítillega eftir fjóra mánuði. Útgjöldin tókst þeim síðan að lækka um 16 þús- und krónur á mánuði m.a. með því að lækka matarkostnað og ýmis smáútgjöld en einnig með því að greiða upp ýmis skamm- £ Framtíðareignir 38/39 ára Eftir 5 ár 43/44 ára Eftir 10 ár 48/49ára Eftir 15 ár 53/54 ára Eftir 20 ár Veltufjármunir Skuldabréf Skammtímakröfur 1.500 2.400 300 4.300 2.300 Áætl. lífeyrisr. Evu 700 1.600 2.900 4.500 Áætl. lífeyrisr. Bjarnar 3.300 4.900 6.300 7.900 Fastafjármunir Fasteignir 13.000 13.000 13.000 13.000 Bifreiö 1.200 1.200 2.000 2.000 Eignir samtals 19.700 23.900 28.500 29.700 P Framtíðarskuldir 38/39 ára 43/44 ára 48/49 ára 53/54 áral Eftir 5 ár EftirfOár Eftir 15 ár Eftir 20 ár I Skammtímaskuldir Skammtímalán 200 200 0 0 Langtímalán Veðskuldir v. húsnæðis LÍN 6.000 1.600 5.200 1.100 4.200 600 3.000 100 Skuldir alls 7.800 6.500 4.800 3.100 Nettó eign + lífeyrisr. 11.900 16.900 23.700 26.600 tímalán. Eftir að Björn og Eva höfðu séð hvernig útlit var fyrir að þeim tækist að ná fyrstu markmiðum sínum á næstu árum og sætt sig við að bíða í fjögur ár eftir að geta flutt í stærra hús ákváðu þau að reyna að líta enn lengra fram í tímann og framreikna fjárhag sinn allt fram á sextugsaldurinn. Þau létu sér nægja að reyna að meta tekjur sfnar. og gjöld á fímm ára fresti, þ.e. eftir 5 ár, 10 ár, 15 ár og 20 ár, þ.e. þegar Björn væri orðinn 54 ára gamall, Eva 53 ára og börnin 21 árs og 27 ára. Tekjur þeirra og gjöld, eignir og skuldir, létu þau nægja að reikna í núverandi krónum og láta eins og verðbólga væri ekki til. Þau Björn og Eva reikna með því að tekjurnar geti aukist um 1% á ári næstu 10 árin að jafnaði en eftir sjö ár mun Eva bæta við sig vinnu upp í fullt starf (tafla 3). Eftir það reikna þau með að geta aukið árstekjur sínar um 10% en síðan ekki meira. Eftir því sem tekjumar hækka verða einnig skattgreiðslur og iðgjöld til lífeyr- issjóða hærri en þau reikna einnig með því að neysla þeirra geti auk- ist svolítið. Eftir 10 ár reikna þau samt með því að geta aukið mán- aðarlegan sparnað úr 47 þúsund krónum í 57 þúsund krónur, bæði til að geta ferðast meira og átt betri bíl. Eftir 15 ár reikna þau með því að mánaðarlegur sparn- aður verði orðinn 60 þúsund krón- ur. Hér er alls staðar átt við það sem lagt er fyrir auk greiðslu ið- gjalda til lífeyrissjóða og afborg- ana af húsnæðisláni. Neðsta línan á töflu 5 sýnir loks hvernig þau áætla að hrein eign þeirra aukist eftir því sem árin líða og hafa þau þá áætlað verðmæti réttinda í lífeyrissjóðum út frá áunnum stigum sínum og eftirlaunagreiðslum, m.a. að lifa um 15 ár eftir starfslok. Eftir 20 ár verður hrein eign þeirra orðin tæplega 27 milljónir en þar af er um þriðjungur í formi réttinda í lífeyrissjóðum. Skuldir þeirra eru þá 3,1 milljón og munu greiðast upp á næstu sjö til átta árum. Réttindi í lífeyrissjóði Björns við starfslok áætla þau að muni nægja til 90 þúsunda króna mán- aðargreiðslu til æviloka en að auki fá þau 130 þúsund krónur úr séreignasjóði mánaðarlega í 15 ár. ■ Krístinn Bríem Stefnur og straumar í tískunni vorið og sumarið 1993 ENGIN meginbylting í sumarklæðnaði er í augsýn, ef marka má fatasýninguna, sem haldin var í Bella Center í Kaupmannahöfn fyrir stuttu. Síddin er stöðug spurning og nú er röðin komin að síðu tiskunni. Hún er fylgifiskur efna- hagskreppu, segja þeir sem spá í sam- hengi tísku og þjóð- félagsástands. Þó er ekki þar með sagt að fótleggirnir sjáist ekki, því mikið verð- ur um opna kjóla og pils, annað hvort með háum klaufum eða fráhnepptum. Fötin í Bella Cent- er eru yfirleitt lát- laus og einföld í snið- um. Axlapúðar eru litlir eða engir og jakkar kvenlegri. Síðir jakkar voru kynntir og við þá eru ýmist notuð þröng og síð pils eða þröngar buxur úr ýmsum pijónaefnum. ■ Sigrún Davíðsdóttir F ærri dýr notuð til rannsókna á snyrtivörum DÝRATILRAUNIR verða sífellt sjaldgæfari við rannsóknir á snyrtivöruin og þeim efnum sem í þær eru notaðar. Þetta kem- ur fram í nýlegu tölublaði bandaríska kvennablaðsins Redbook. Mörg helstu snyrtivörufyrir- tæki heims auglýsa sérstaklega að við vinnslu og rannsóknir á varningi þeirra hafi dýr ekki verið notuð við tilraunir. Samtök dýraverndunarfélaga íslands gáfu á síðasta ári út lítinn bækl- ing með nöfnum þessara fyrir- tækja, og liggja þeir víða frammi, meðal annars í lyfja- verslunum. Almennir neytendur og dýra- verndunarfélög hafa á undan- förnum árum beitt snyrtivörufyr- irtæki þrýstingi til að hætta til- raunum á lifandi dýrum. í grein tímaritsins Redbook segir að á undanförnum árum hafi kanínur mikið verið notaðar við rann- sóknir á ákveðnum óþægindum í augum, sem stöfuðu af efnum í sumum snyrtivörum. Rann- sóknir þessar munu vera afar kvalafullar fyrir dýrin og fullyrt er að á þessum áratug hafi notk- un á kanínum í þessum tilgangi minnkað um 87%. Alls hafi notk- un á lifandi dýrum í snyrtivöru- rannsóknum minnkað um 73% á sl. 10 árum. Haft er eftir Stephen D. Gett- ings, framkvæmdastjóra sam- taka um rannsóknir á eituráhrif- um snyrti- og ilmvara, að svo framarlega sem notuð séu efni sem ekki hafi verið rannsökuð á mannfólki sé nauðsynlegt að notast við dýr í rannsóknar- skyni. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvaða snyrtivöru- fyrirtæki nota engin lifandi dýr til rannsókna, er bent á fyrr- nefndan bækling Sambands dýraverndunarfélaga íslands. ■ BT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.