Morgunblaðið - 18.09.1992, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
Kínverskir blaðamenn
heimsottu Tævan
ÞAÐ er í frásögur færandi og þykir eitt athyglisverðasta merkið um
breytt og bætt samskipti Kínverja og Tævana að átján kínverskir blaða-
menn hafa nýlokið vikuheimsókn til eyjarinnar. Öll stærstu blöð Kína
sendu menn í ferðina og völdu yfirleitt ritstjóra eða aðra reynda menn
og glöddust Tævanar yfir þeim virðingarvotti.
Allra síðustu ár, eða frá 1987
þegar byijað var að þokast í samn-
inga- og samvinnuátt, hafa fáeinir
kínverskir fréttamenn komið til Tæv-
an, en þetta er langstærsti hópurinn.
Fyrirliði hópsins, Chai Hsiang-chien,
sagði við brottför að eftir áratuga
aðskilnað væri greinilegt að blaða-
menn gætu átt mikinn og góðan
þátt í að brúa bilið milli meginlands
Kína og Tævans. Hópurinn fór um
eyna þvera og endilanga og létu í
Ijós hina mestu ánægju með ferðina
og það sem fyrir augu bar. ■
Japan slressar útlendinga
ÞRÍR af fjórum erlendum kaupsýslumönnum sem búa í Japan finna
fyrir streitu vegna þess hve lífshættir og siðir og öll persónuleg sam-
skipti eru ólík því sem þeir eiga að venjast.
Þetta kom fram í könnun gerð af
japanska símafyrirtækinu Kokusai
Denshi á dögunum. Helmingur þeirra
eitt hundrað sem voru spurðir sögðu
að með því að hringja heim til sín
hjálpaði þeim oft en sumir höfðu leit-
að í brennivín vegna álagsins sem
því var samfara að þurfa að aðlaga
sig japönsku lífi. Þeir sem spurðir
voru höfðu allir búið í Japan í meira
en ár. Þegar menn voru beðnir að
skilgreina nánar hvað ylli streitunni
þá var svarið oftast „of margt fólk
alls staðar, of mörg hjól og bílar, of
lítil vinsemd".
Manet og aftaka Maximilians
FRÓÐLEG málverkasýning um Edouard Manet og aftöku Ferdin-
ands Maximilians Mexíkókeisara stendur til 27. september í The
National Gallery í London. Þrjú málverk sem Manet málaði af
aftökunni eru kjarni sýningarinnar en aðdragandi aftökunnar er
einnig skýrður í máli og myndum og ljósi varpað á pólitíska hlið
Manets og spönsk áhrif í list hans.
Napoleon III. skipaði Maxim-
j ilian, yngri bróður Franz Jo-
0 sefs Habsborgarkeisara,
keisara í Mexíkó 1863. Her
Benitos Juarez, frélsishetju
21 Mexíkó, handtók hann eftir
að franski herinn fór úr landi
og hann var skotinn ásamt
tveimur herforingjum sínum hinn
19. júní 1867. Aftakan olli
hneykslun í Evrópu og reiði í garð
Napóleons en hann harðbannaði
allan fréttaflutning af henni í
Frakklandi.
Manet málaði fyrsta málverkið
sumarið 1867 þegar fréttir af af-
tökunni voru enn gloppóttar.
Myndin varð skýrari þegar á leið
og þriðja málverkið, sem hann
Hópurinn sem vann að upp-
greftri þarna fann peningana sl.
vor við uppgröft í Ayla, fornri
hafnarborg sem var lögð niður
áður en Aqaba var reist. Ekki var
skýrt frá fundinum fyrr en myntin
hafði verið rannsökuð nánar. Tutt-
ugu og níu af þijátíu og tveimur
peninganna eru mjög sjaldgæfir
og virðast hafa verið slegnir í Sij-
ilmasa í suðurhluta Marokkós sem
þá var mikilvæg viðskiptastöð fyr-
málaði 1869, gefur á sinn hátt
góða mynd af aftöku keisarans.
Aftakan var svo viðkvæmt mál í
Frakklandi að franskar ríkisstjóm-
ir komu í veg fyrir að Manet sýndi
málverkin og litógrafíu sem hann
gerði af aftökunni opinberlega í
Frakklandi á meðan hann lifði,
hann lést 1883. Málverkin voru
sýnd í New York og Boston
1879-80. Þau eru í eigu listasafna
í Boston, London og Mannheim
svo að sýningin í London veitir
einstakt tækifæri til að bera þau
saman, fræðast um svartan blett
í franskri sögu og kynnast list
Manets á auðveldan og óyfirþyrm-
andi hátt. ■
ir gull frá Vestur-Afríku. Þá þykir
fundurinn renna stoðum undir
fyrri kenningar um að Aqaba hafi
fyrir ævalöngu verið mikil verslun-
armiðstöð. Talið er að peningarnir
séu frá 976 til 1013. Núvirði þeirra
hefur verið áætlað á um 150 þús.
kr. ■
Allir í koníakið
Gullpeningaíundur
við Aqaba í Jórdaníu
FYRIR fáeinum dögum skýrði Fornminjastofnunin i Aqaba í Jórd-
aníu og fornleifadeild Chicagoháskóla frá fundi 32 gullpeninga í
grennd við Aqaba en þessi fundur þykir varpa nýju Ijósi á við-
skipti og verslunarleiðir milli Miðausturlandasvæðisins og Afríku,
fyrir sunnan Sahara.
Hafnarskógur -Hafnarfjall
LAUGARD. 19.sept. verður síðasti áfangi í rað-
göngu FI á leiðinni Reykjavík-Kjalarnes-Hval-
fjörður-Borgames sem hófst 26.apríl. Verður
gengið frá Hafnará að Seleyri en þar er syðri
sporður Borgarfjarðarbrúarinnar. Boðið er upp á
tvo möguleika: með ströndinni um Hafnarskóg
eða yfir Hafnarfjall sem er við hæfi þeirra er
vilja hafa brattann í fangið.
Séð til Borgamess. Á efri mynd er Hafnarfjall
Hafnará kemur úr Hafnard-
al er skerst inn í Hafnarfjall
mm sunnanvert og fellur í Borg-
arfjörð norðan við túnið á
■P Höfn. Að jafnaði er hún lítil
og meinleysisleg en í leysing-
.grf um getur hún orðið að skað-
ræðisfljóti. Bærinn Höfn
stendur lágt skammt frá sjó.
Þar bjó Hafnar-Ormur fyrst-
* ur að sögn Landnámu. Najn
Ui hann „lönd um Melahverfi
ifc út til Aurriðaár og Laxár og
inn til Andakílsár." Gijót-
eyri, næsti bær við Höfn, er
við fjörðinn innanverðan. Er
Gk sú bæjarleið ærið löng. Var
'Cí °ft gestkvæmt í Höfn áður
■di er ferðamenn leituðu sér
gistingar í hrakviðrum.
Leiðin inn með ströndinni er
áhugaverð. Borgarfjörður
með skeijum og hólmum á vinstri
hönd en á hina kjarr og lágvaxinn
skógur sem gefa mildan og hlýleg-
an svip. Uppi gnæfa vesturhlíðar
Hafnarfjalls, hömrum girtar við
brúnir en neðan þeirra eru brattar
og lausar gijótskriður, lítt færar
gangandi mönnum.
Þegar leiðin er hálfnuð er kom-
ið að mjórri sandeyri út í fjörð,
Straumseyri. Fyrr á öldum munu
hafa verið tvö býli á þessum slóð-
um. Kotið Straumur eða Straum-
nes stóð rétt við eyrina en annað
litlu innar sem nefndist Bergþórs-
bæli.
Seleyri er ekki löng en nokkuð
breið. Þegar verslun hófst í Borg-
amesi síðari hluta 19. aldar þótti
bændum sunnan Hvítár kaupstað-
arferðin erfið. Brugðu kaupmenn
á það ráð að reisa verslunarhús á
eyrinni og flytja þangað vörur til
hagræðis fyrir viðskiptavini.
Verslun fór aðallega fram vor og
haust en einnig tíðkaðist að menn
kæmu með hesta sína og geymdu
þar meðan þeir fóru á bát yfír
fjörðinni að sinna viðskiptum.
Þegar Hvítá var brúuð hjá Feiju-
koti skömmu fyrir 1930 lagðist
verslun á Seleyri niður. Borgfirð-
ingar minnast Seleyrar einnig
með öðrum hætti. Eftir að bílar
komu til sögunnar hafa menn víða
að, sótt þangað möl í steinsteypu.
Ekki er ólíklegt að fjallgöngu-
menn hafí hug á að sigra Hafnar-
fjall í ferðinni. Eins og fyrr segir
er vesturhlíðin brött og skriður-
unnin og ekki fýsileg uppgöngu.
En frá mynni Hafnardals þar sem
áin fellur fram úr dalnum í djúpum
gljúfmm er góð gönguleið upp
fjallið sunnanvert. Er fylgt vestur-
brúnum þess upp í 791 m. Hæsti
tindurinn er litlu austar 844 m.
Alíka greiðfær leið er af þvi norð-
anverðu að Seleyrará er fellur í
Bogarfjörð skammt innan Seleyr-
ar. Af Hafnarfjalli er mikið og
frítt útsýni því fjallahringurinn
sem umlykur lágsveitirnar inn frá
norðanverðum Faxaflóa blasir við
allt frá Snæfellsjökli í vestri að
Skarðsheiði í austri.
Þegar vegfarendur eiga leið
undir Hafnarfjalli fer ekki hjá að
þeir festi sjónir á ljösleitu hamra-
nefi sem skagar út úr skriðunum.
Heita klettar þessir Flyðmr. í
þeim er granófýr, eins konar
granít sem hefur storknað djúpt
í jörðu. Þjóðsagan segir að fyrrum
hafi búið bóndi einn i Rauðanesi,
við vestanverðan fjörðinn. Eitt vor
var sultur í búi hans. Á páskadag
var stillt veður. Tók hann bát og
reri til fiskjar. Aflinn var tvær
flyðrur og einn þorskur. Komu
fiskarnir að góðum notum og bar
ekki til tíðinda þótt helgi dagsins
hefði verið rofin. Á páskadag árið
eftir reri bóndi enn, þótt hann
hefði ekki til þess brýna þörf.
Afli var sem fyrr tvær flyðrur og
einn þorskur. En þegar hann ætl-
aði að flytja fiskana heim hurfu
þeir og urðu að klettum í Hafnar-
fyalli. „Klettar þessir standa í
miðjum skriðum í Hafnarfjalli
vestanverðu og em tilsýndar af
firðinum mjög líkir flyðrum tveim-
ur og einum þorski og er önnur
flyðran hærri en önnur. Þær em
rétt samhliða. Þorskurinn er aust-
astur og lítið eitt hærra upp í fjall-
inu er fIyðrurnar.“(Þjóðs.Jóns
Árnasonar)
Borgarfjarðarbrúin frá Seleyri
var byggð á ámnum 1975-80 og
er næst lengsta brú landsins, 520
m. Þótt deildar meiningar væru
um ágæti þessarar íjárfestingar
á sinni tíð hafa þær raddir hljóðn-
að því reynslan er ólygnust. Brúin
þjónar fleiri verkefnum en umferð
því undir henni eru ýmsar leiðslur
m.a. fyrir heitt og kalt vatn. ■
Tómas Einarsson
í Hongkong
NÆSTUM hver íbúi Hong
Kong en þeir eru alls 5.8 millj-
ónir, drakk eina koníaksflösku
árið 1991, eða 5.4 milljónir.
Þetta mun slá út sprækustu
konjaksdrykkjuþjódir. ■
500 milljonir
kvenna fá ekki
getnaðarvarnir
YFIR 500 milljónir kvenna víðs
vegar um heiminn eiga á hættu
að verða barnshafandi gegn vilja
sínum af því þær hafa ekki að-
gang að öruggum getnaðarvörn-
um að því er talsmaður alþjóð-
legra samtaka um fjölskyldu-
áætlun segir. í mörgum löndum
fást getnaðarvarnir alls ekki.
I þessari tölu eru einnig meðtald-
ar mjög ungar stúlkur sem vita
ekki hvernig þær eiga að koma í
veg fyrir getnað og einnig konur
sem eru óánægðar með þær getnað-
arvarnir sem þær eiga kost á.
Þessi samtök, IPPE - Intemat-
ional Planned Parenthood Federati-
on, hafa fulltrúa í 130 löndum og
í skýrslu þess sagði að í Bandaríkj-
unum einum yrðu 600 þús. stúlkur
á aldrinum 15-19 ára þungaðar
árlega af þvi þær hefðu ekki varnir
eða kynnu ekki að nota þær. Um
helmingur gengst undir þungunar-
rof. í Austur-Evrópu og fyrverandi
Sovétríkjunum hafa upp undir 30
milljónir ungra stúlkna ekki aðgang
að fjölskylduráðgjöf og í þessum
löndum eru yfir 13 milljónir þung-
unarrofaaðgerða. í þróunarlöndum
/í Suður-Ameríku og í svörtu Afríku
veita fáar fjölskylduráðgjafarskrif-
stofur ógiftum stúlkum aðstoð. ■
'i'