Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 PEMSÍWSTÖ& 80 KM fJLÁttu miy he/dur fci 8,5" iLtrex^. Auðvitað hefur hver maður sín séreinkenni... Fékkstu þér tvískipt gler- aug-u, eða hvað? HÖGNI HREKKVÍSI fliorigMiiiMíititfo BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Þjóðaratkvæði? Frá Jóhanni M. Haukssyni: NÚ ÞEGAR ýmsir krefjast þjóðar- atkvæðisgreiðslu um EES-samn- inginn leiðir maður hug að því hvenær þjóðaratkvæði er æskilegt, að kostum þess og göllum. Er fjall- að er um þetta mál verður einnig að huga að fulltrúalýðræði og fleiri þáttum. Eitt af fáum atriðum varðandi EES-samninginn sem allir eru sammála um er að hann hefur verið óhemju vel kynntur fyrir al- menningi, að ekkert stórmál sem stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um á síðari tímum hafi verið betur kynnt. Þrátt fyrir þetta sýndi könn- un sem gerð var eftir að upplýs- ingabylgjan hafði skollið á fólki, að einungis 10 einstaklingar af 845 sem svöruðu, sögðust þekkja EES- samninginn mjög vel, og 40 nokk- uð vel. Þetta þýðir að 6% að- spurðra þekkti samninginn nokkuð vel, eða betur. 126 einstaklingar sögðu að þekking þeirra væri í meðallagi. Eftir eru 80% svarenda sem þekktu samninginn frekar illa eða ekkert. Þegar maður heyrir svona nokk- uð koma spurningar upp í hugann. Voru upplýsingarnar lélegar, var illa staðið að herferðinni? Nei, alls ekki. Að mínu mati var hún ákaf- lega góð og vandað til hennar. Það gildir ekki síst um stóru blöðin tvö, en einnig um útvarp og sjón- varp. Hún var málefnaleg og hlut- laus hjá öllum þessum fjölmiðlum. Nú lesa flestir landsmenn blöðin og allir horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp, þannig að það skýrir ekki þessa fávisku. Þá er bara eitt eftir: það hlýtur að vera að fólk nenni ekki eða geti ekki sökkt sér niður í svo flókinn samning; að svona pólitík einfaldlega veki ekki nægilegan áhuga nema takmark- aðs hóps. Það er einnig Iíklegt að fólk hafi ekki tíma til að stússast í svona málum eða hafi ekki þá þekkingu og þjálfun sem skilning- ur á stórum alþjóðasamningi krefst. Er með góðu móti hægt að hafa þjóðaratkvæði um mál sem fæstir vita nokkuð um? Mér finnst það hæpið. Menn halda því gjarnan fram að ef þjóðaratkvæði yrði hald- ið að þá mundi fólk kynna sér samninginn betur og einnig að þá mundi upplýsingaflæðið aukast til muna, og að þetta mundi allt leiða til þess að allir mundu þekkja hann út í hörgul eða í það minnsta nógu vel til að geta með góðu móti kveð- ið upp dóm. Eg leyfi mér að efast. Reynslan sýnir að pólitísk umræða er ekki oft á háu plani, að oft týn- ist menn í karpi um lítilsverð smáatriði eða um mál sem engu máli skipta, jafnvel um staðleysur. Nú höfum við íslendingar kosið að velja fulltrúa á þing til að fjalla um landsmál og þá ekki síst þau sem eru það flókin, tæknileg eða leiðinleg að þjóðin gæti ekki kynnt sér þau, eða vildi það ekki, og væri því ekki fær um að mynda sér hlutlausa skoðun á þeim. Þessu er oft svarað á þann veg að þingmennirnir okkar séu ekkert greindari en meðaljóninn í þjóðfé- Frá Birni S. Stefánssyni: í STOFNVISTFRÆÐI er gætt að áhrifum lífsskilyrða á gengi dýra- stofna. Rannsóknir líffræðinga Há- skóla Islands undanfarinn aldar- fjórðung hafa mótazt af slíkum sjónarmiðum. Þeirra hefur hins veg- ar ekki gætt í mati Hafrannsókna- stofnunar á gengi nytjastofna sjáv- ar né í ráðum hennar um veiðihætti. Líffræðingar, þar á meðal fiski- fræðingar utan Hafrannsókna- stofnunar, hafa átalið slík vinnu- brögð, ýmist opinberlega eða manna á milli. Ingvar Hallgrímsson hjá Hafrannsóknastofnun hæðist að þeim í bréfi til blaðsins 16. sept- ember („ísland á sér von“) fyrir „splunkunýjar kenningar" og vill senda „helztu nýkenningasmiðina" til útlanda til að skýra frá „bylting- arkenndum kenningum“. laginu og séu því ekkert hæfari að kynna sér slík mál. Það má vel vera, en þeir vinna við þetta og hafa flestir áhuga. Þó ekki sé ann- að, þá hafa þeir nógan tíma til að lesa plögg, en það er ekki hægt að segja um hinn venjulega mann sem vinnur myrkranna á milli og langar að gera allt annað en að lesa flókna samninga er vinnu loks lýkur. En ef fólki er treystandi til að velja sér þingmenn, af hveiju þá ekki líka til að ákveða í málum sem þessum? Svarið er hér að ofan. Fólki er að sálfsögðu treystandi til þess, ef það hefur tíma eða áhuga á að kynna sér samninginn. Hins vegar sýnir reynslan að a.m.k. 80% þjóðarinnar hefur haft hvorugt hingað til, og það er ekki líklegt að ef þjóðaratkvæði færi fram að þá fengi fólk skyndilega þennan áhuga, tíma eða þekkingu. Vegna alls þessa er í meira lagi hæpið að hafa þjóðaratkvæði um EES-samninginn hér á landi. Það brýtur í bága við reynslu, við full- trúaræðishefðina og við öll rök sem liggja henni til grundvallar. JÓHANN M. HAUKSSON Eggertsgötu 2, Reykjavík. íslenzkir líffræðingar hafa ekki smíðað neinar kenningar um þessi mál, þeir hafa aðeins hagnýtt sér almennan vistfræðilegan skilning sem er sameign fræðimanna um allan heim. Forsvarsmenn Hafrann- sóknastofnunar eru vitaskuld fróðir um fiska og mega í þeim skilningi kallast fiskifræðingar, en þeir snið- ganga og jafnvel afneita skilningi vistfræðinnar á samspili lífsskilyrða og viðgangs dýrastofna. Sömu sögu er að segja af hafrannsóknastofn- uninni í Björgvin, það hef ég kynnt mér, og stofnun þeirri sem Pope, hjálparhella Hafrannsóknastofnun- ar, vinnur hjá í Bretlandi, sam- kvæmt frásögn Kristjáns Þórarins- sonar, stofnvistfræðings Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Vesturvallagötu 5, Reykjavík. Fróður um fiska Víkveiji skrifar að er með eindæmum, hvað gott vegakerfi sparar mikið eldsneyti. í sumarleyfi sínu ferðað- ist Víkveiji talsvert um frábært vegakerfi á meginlandi Evrópu. Á einni tankfyllingu tókst Víkveija að aka hartnær 800 km á einum 60 lítra tanki og tilfinningin var orðin slík, að Víkverji hélt að hann myndi aldrei ná að klára síðasta bensíndropann. Þegar síðan er ekið á þjóðvegakerfí Islendinga nær maður vart tveimur þriðju hlutum þessarar vegalegndar á sama lítra- fjölda. Af þessu verður ljóst, hversu gíf- urlega hagkvæmt gott vegakerfi er þjóðhagslega. Miðað við sama akstur og nú er, væri unnt að minnka innkaup á eldsneyti um þriðjung, ef vegakerfið væri jafn- gott og í Evrópu. Þetta myndi spara gífurlegar fjárhæðir í gjaldeyri, en að sama skapi myndu auðvitað tekj- ur vegasjóðs, sem aflar ríkisjóði mikilla ijármuna minnka, þar sem um er að ræða ákveðna fjárhæð á hvern lítra, sem rennur til sjóðsins. Með hliðsjón af því, að stjórnvöld eyða venjulega þessum sjóði í allt annað en vegaframkvæmndir, sem þó er ætlazt til, sér hver heilvita maður að ekki má ætla að nokkur hafi áhuga á betra vegakerfi. xxx Annars er það athyglivert, þegar ekið er um Vestur-Evrópu að langbezta vegakerfið er í Þýzka- landi. Þar er og enginn vegaskatt- ur. Aftur á móti, þegar komið er til Sviss, greiða menn vegatoll, ákveðna upphæð í eitt skipti fyrir öll. Sömu sögu er að segja um Austurríki, en á Ítalíu og í Frakk- landi greiða með vissa upphæð mið- að við hvern ekinn kílómetra. Víkveiji varð var við það hjá mörgum Þjóðveijanum, sem hann ræddi við að þeir líta útlendinga dálitlu hornauga fyrir þetta, að þeir geti komið til landsins og ekið ókeypis á „átóbönunum“, en bregði þeir sér yfir landamærin til ná- grannarikjanna, eru þeir krafðir um háar upphæðir fyrir akstur á slíkum vegum. Þetta er auðvitað engin sanngirni og einn viðmælenda Vík- veija tjáði honum, að árið 1994 yrðu teknir upp vegatollar í Þýzka- landi til samræmis við vegatolla nágrannaríkjanna. Afsökunin fyrir þessum toll er hjá stjórnvöldum, að svo dýrt sé að byggja upp „átóban“- vegakerfi í Austur-Þýzkalandi, að nauðsynlegt sé að taka vegatoll af vegfarendum. Það fer því brátt að verða hver síðastur að aka ókeypis á bezta þjóðvegakerfi heims. xxx Kunningi Víkveija, sem átt hef- ur fjölda bíla um dagana, fór um daginn að huga að því, að selja gamla bílinn sinn og fá sér nýjan. Hann fór að kanna endursöluverð á gamla bílnum og kom þá í ljós, að þetta verður í fyrsta sinnið á ævinni, sem hann selur bíl fyrir lægri krónutölu, en hann keypti hann á. Árið 1988 seldi hann bíl fyrir 330.000 krónur, sem hann hafði keypt á 150.000 krónur og nú selur hann bíl, sem hann keypti á rúmlega 900.000 krónur á um 800.000 krónur. Þannig hefur krón- an haldið verðgildi sínu í verðbólgu- leysinu og árleg afföll af bílnum eru nú þegar farin að lækka endur- söluverð hans í krónutölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.