Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Jónína ÞóraHelga- dóttír — Minning Fædd 16. júlí 1946 Dáin 15. september 1992 Ég hef ofurtrú á jákvæðni og hana lærði ég á Staðarfelli. Nína var gangandi dæmi um hvað já- kvæðni getur gert fólk skemmtilegt og ljúft. Það eru næstum sjö ár liðin síðan ég kom vetrarkvöld eitt að Staðar- felli, fullur af kvíða og ótta. Það var Nína sem tók á móti mér með augun full af brosi og hlýju. Sam- 'býlismanni hennar, Guðmundi Vestmann, var ég kynntur fyrir daginn eftir og þá .vissi ég að með svona fólk sem leiðbeinendur mundi dvölin ekki verða mér svo slæm. Þær fjórar vikur sem ég dvaldi á Staðarfelli eru einn besti tími ævi minnar. Og áttu þau Nína og Guð- mundur stóran þátt í því að svo varð. Það var ekki bara fólk sem laðað- ist að Nínu, það gerðu kettir líka. Ég trúi því að kettir velji sér fólk og heimili en ekki öfugt og það fólk sem kettir velja sér er fólk með sérstaka skapgerð og innsæi, fólk sem geislar. Og Nína hafði þetta sérstaka, sem erfitt. er að útskýra, í ríkum mæli. Þegar ég var á Staðarfelli átti hún bæði síamskött og norskan fjallakött sem sló öllum köttum við í fegurð og atgervi. Það voru fáir og útvaldir sem fengu að stijúka honum og þá aðeins samkvæmt beiðni Nínu. Ef honum var strokið í leyfisleysi var viðkomandi í vondum málum. Síðan ég kynntist Nínu og Guð- mundi hefur mér alltaf fundist í hjarta mínu að þau væru eitthvað meira en vinir, því það fólk sem íærir manni aftur trúna á lífið og sýnir manni gleðina í hjartanu er kannski eins og foreldrar á sinn máta. Dauðinn er óhjákvæmilegur. Sumum finnst hann koma of fljótt, öðrum of seint, og sumir afneita honum og vilja ekki mæta honum. Samt er svo, að dauðinn er það eina sem við vitum með vissu að verður ekki umflúið. Ég trúi því að lífið sé meðal annars undirbúningur undir þann fund. Ef það er rétt er Nína vel undirbúin undir hvað sem verður. Sorgin er bakhlið gleðinnar. Án sorgarinnar myndum við ekki þekkja gleðina. Nína er farin, en ég á minningar, góðar, hlýjar minn- ingar um konu sem var full af lífi, gleði og kærleika og síðast en ekki síst: full af jákvæðni. Elsku Guðmundur, ég votta þér og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Bubbi Morthens. Mig langar til að minnast hennar Nínu vinar míns með nokkrum orð- um. Ég kynntist henni upp í Reykjadal, en þangað kom hún til mín í áfengismeðferð. Síðan þá hefur líf okkar verið meira og minna samtvinnað. Hún var með mér í fyrsta hópnum, sem fór að Staðar- felli og sá um matinn ásamt manni sínum. Fijótlega vann hún sig þó upp í að verða ráðgjafi, sem varð hennar starf upp frá því. Áfengis- ráðgjafi, hvað er nú það. Hún Nína var með í að móta þetta starf og hefja það til vegs og virðingar. Nú, þegar hún er öll, söknum við ákveðni hennar, gleði hennar og ekki síst getu hennar að tala um sjálfa sig. Kosti sína og galla. Ég kvep minn kæra vin og veit að henni gleymi ég aldrei. Grettir. f Það var miðsumar 1984 er ég kynntist Jónínu Þóru Helgadóttur, eða Nínu eins og hún var kölluð, og manni hennar, Guðmundi Vest- manrn Þau störfuðu bæði sem ráð- gjafar hjá SÁÁ á Staðarfelli vestur í Dölum. Nína átti stóran þátt í því að líf ftiitt breyttist úr víti til velferðar. Á hveijum morgni er ég dvaldi í með- í ferð á Staðarfelli var hún vön að segja við okkur er þar dvöldum að hún væri búinn að leggja inn á bankareikning lífshamingjunnar gleði, jákvæðni og hamingju og væri tilbúin til að takast á við verk- efni dagsins, hver svo sem þau væru. Hún var vön að segja við okkur að þetta væri eini banka- reikningurinn í heimi sem ávallt væri tómur að kvöldi, en næg inn- stæða fyrir að morgni. Það var svo undir hveijum og einum komið hvernig hann varði innstæðunni, en vextimir væru lífshamingja. Það fór ekki framhjá neinum er Nínu þekkti hvemig hún varði inn- stæðu sinni. Hún var jákvæð, glaðvær og góður hustandi og var ávallt tilbúin að aðstoða þá er til hennar leituðu. Hún var smekkmanneskja mikil á fatnað og sagði að sjálfstraustið byijaði á útlitinu og hvatti fólk tií að horfa ófeimið í spegil til að þekkja sjálft sig og útlit sitt. Hún var næm á líðan fólks. Man ég sérstaklega eftir þrítugsafmæli mínu á Staðarfelli. Ég hafði ekki fengið neina af- mælisgjöf þann daginn og leið bölv- anlega og fór upp á herbergi miður mín. Eftir smástund birtist Nína með klút sem hún hafði keypt á ferðalagi í Texas og færði mér að gjöf. Samstundis tók ég gleði mína og á ég þann klút enn þann dag í dag. Upp frá þessari stundu urðum við miklir vinir fram á síðasta dag. Eftir að ég útskrifaðist af Staðar- felli vantaði mig íbúð í Reykjavík og enn kom Nína til hjálpar og leigði mér íbúð sína og Guðmundar á Njálsgötunni og bjó ég þar fyrstu ijögur árin í edrúmennsku minni og kom hún oft í heimsókn til mín og veitti mér holl og góð ráð. Ári eftir að ég útskrifaðist frá Staðarfelli var Styrktarfélag Stað- arfells stofnað að undirlagi Guð- mundar og Nínu og tóku þau virkan þátt í starfsemi félagsins. Ég var fenginn til þess að ann- ast fyrstu útihátíðirnar sem haldnar eru einu sinni á ári á Staðarfelli og voru margar ferðirnar famar vestur til að undirbúa hveija útihá- tíð fyrir sig. Það skemmtilegasta við ferðirnar var að heimsækja Guðmund og Nínu. Þá var oft hlegið og spjallað langt fram eftir nóttu. Guðmundur var þá forstöðumaður á Staðarfelli og var fastur fyrir með sínar skoð- anir á ýmsum hlutum sem ekki féllu alltaf að okkar hugmyndum og honum varð ekki haggað hvað svo sem við sögðum eða reyndum að rökræða við hann. Þá var ekkert annað að gera enn að byija að plotta og alltaf tók Nína þátt í því með okkur og gafst ekki upp fyrir en hún hafði sitt í gegn. Oft var svo komið að vart mæltist manni orð af munni sökum óstöðvandi hlát- urskasta. Styrktarfélag Staðarfells stendur í mikilli þakkarskuld við Guðmund og Nínu og verður hennar ávallt saknað þar sem annars staðar. En lífshamingjan leikur ekki við okkur öll til endaloka og það olli miklum sársauka þegar fréttist að Nína ætti í stríði við miklu verri óvin en alkóhólismann og að þessu sinni var óvinurinn krabbamein. En hún bar höfuðið hátt og lét hvergi bilbug á sér finna, svo að þeir sem ekki þekktu til vissu ekki að þama gekk kona haldin slíkum sjúkdómi Hinn 25. júlí síðastliðinn var mik- ill gleðidagur hjá mér því þá gekk ég í hjónaband og kvæntist nöfnu hennar. Ekki vissi ég fyrr enn um kvöldið að Nína hafði verið búin að undirbúa sig í viku með allskonar lyfjameðferð til að geta komist í brúðkaupið og enn vakti hún at- hygli á sér fyrir glæsilegan klæða- burð og glaðværð þótt hún kenndi mikils lasleika. Hún vissi þá hvað klukkan sló, því þegar hún kvaddi mig og faðm- aði sagði hún við mig að þetta væri stór stund hjá henni og hún sæi mig ekki aftur. Var ég vantrú- aður á það og sagði það vera hina mestu firru. Þess vegna var það mikið áfall fyrir okkur hjónin, fjór- um dögum eftir að við komum úr brúðkaupsferðalagi okkar, að fá þær fréttir að hún væri öll. Þar með hafði enn ein stórmann- eskjan kvatt þetta líf og haldið til annarra heima. Hún hafði lokað bankareikningnum sínum endan- lega og tekið allt út. Við hjónin vottum manni hennar og bömum okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að veita fjölskyldu hennar styrk því mikill er missirinn og mikið er tómarúmið sem hefur myndast. Hennar mun verða sárt saknað. Kristinn T. Haraldsson, form. Styrktarfélags Staðarfells, Jónína Þrastardóttir. Hún var björt yfirlitum, hún Nína, og bar með sér birtu hvert sem hún fór. Hún _kom til starfa hér í göngudeild SÁÁ fyrir rúmu ári. Gleðigjafi með hlýtt viðmót, dillandi hlátur og leiftrandi augu hafði bæst í starfshópinn og staður- inn fylltist af sólskini. Er Nína hóf störf í göngudeildinni hafði hún veikst af illvígum sjúkdómi. Lífið hafði fært henni margar þrautir að kljást við og hún hafði leyst þær. Nína var kjarkmikil kona, enn var á brattann að sækja og hún sótti ótrauð áfram. Hún lifði lífínu lif- andi, átti fjölda áhugamála, vina- mörg, mikil flölskyldumanneskja, ástrík móðir og amma. Ekki hvað síst naut Nína hamingju í hjóna- bandi. í maka sínum átti Nína sinn besta vin. Nína var heillandi vinnufélagi, sem var gefandi að vera návistum við. Hún var gædd mikilli kímni- gáfu og hlátur hennar smitaði alla viðstadda. Reisn hennar, kjarkur og æðruleysi í erfíðleikum vöktu aðdáunv Mér verður ógleymanleg síðasta stundin sem ég átti með Nínu. Hún var þá enn á ný komin á sjúkra- hús. Enn hafði sjúkdómurinn illvígi reitt til höggs. Á Nínu var engan bilbug að finna. Hún tók á móti mér, vel til höfð að vanda, með sínu hlýja bjarta brosi. Ég dvaldi dijúga stund hjá henni og við spjölluðum um margt, en hugur minn var full- ur aðdáunar á þéssari merku, þrek- miklu konu sem geislaði af lífi þrátt fyrir þunga sjúkdómsraun. Baráttunni er lokið. Nína hefur kvatt. Við samstarfsmenn kveðjum hana með söknuði og þökk fyrir dýrmætar samverustundir. Guð- mundi, börnum Nínu og ástvinum öllum sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Krístín Waage. Okkur langar að kveðja Nínu vinkonu okkar með nokkrum orð- um. Það er alltaf þessi eilífa stóra spuming af hveiju var hún tekin svo fljótt frá okkur langt fyrir aldur fram. Það var mikið áfall þegar hún sagði okkur að þessi erfiði sjúkdóm- ur væri farinn að taka sig upp aft- ur, maður hélt um tíma að hún væri búin að sigrast á honum, allt leit svo vel út, Nína var komin aft- ur til starfa, jákvæð og bjartsýn á framtíðina, eins og hún var ávallt, ekki ætlaði hún að gefast upp frek- ar en fyrri daginn, svo dugleg var hún í veikindum sínum að undrun sætti, aldrei heyrðist hún kvarta, horfði alltaf fram á við. í hvert sinn og hún kom heim af spítalanum; gera eitthvað, fara eitthvað, heim- sækja fólk, vera lifandi, vera til. Um morguninn 15. september sl. kom skuggi yfír, fregnin barst til okkar að Nína væri látin. Nína og Guðmundur, maður hennar, voru búin að eignast fallegt heimili í Kópavoginum, eftir að hafa veitt meðferðarheimili SÁÁ á Staðarfelli forstöðu í nokkur ár. Ég var fyrir nokkrum árum þess aðnjótandi að dvelja í smátíma á heimili þeirra hjóna í Dölunum. Það er mér ógleymanlegur tími, svo gott var að vera í návist þeirra. Hjá þeim var hlýja og birta. Nína var ávallt mjög glaðvær kona og alltaf var stutt í brosið og átti hún ávallt auðvelt með að sjá skemmti- legu hliðarnar á margbrotinni til- verunni. Gott þótti mér að ræða við Ninu og alltaf hafði hún tíma til að hlusta og átti auðvelt með að gefa af sér, gott þótti mér að leita til hennar. Elsku Guðmundur, Harpa, Sig- urður og Guðmundur, við hjónin biðjum Guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar í sorginni. Minn- ingin um góða konu mun lifa, þökk- um Nínu fyrir það sem hún gaf okkur. Munda og Siggi. Nína mín er dáin og minningarn- ar hrannast upp. Það var eftirvænt- ing í lita hópnum sem lagði upp frá Reykjavík með Akraborginni, ferð- inni var heitið að Staðarfelli í Dölum þar sem SÁÁ ætlaði að fara að setja upp eftirmeðferðarheimili fyr- ir alkóhólista. Þetta var 29. nóvem- ber 1980. Ég hafði lítilega kynnst Nínu áður, en þama hófust raun- veruleg kynni. Nína var mjög sér- stæð, hæst bar hennar glaðværð, góð lund og snyrtimennska svo af bar. Það var alltaf gleði og hlátur nálægt Nínu, hún hafði góða frá- sagnargáfu og ósjálfrátt beindist athyglin að henni hvar sem hún var. Eg minnist þess sem oftar, að við vorum saman á ráðstefnu er- lendis, þá vék sér að Nínu kona og sagði: „Ég get ekki orða bundist, en mikið ert þú falleg klædd og vel snyrt,“ en þannig var Nína, það var tekið eftir henni hvar sem hún fór. Nína og Guðmundur áttu vel saman og það var yndislegt að fylgj- ast með þeim byggja upp fallega heimilið sitt á Þingholtsbrautinni, þar sem smekkur og snyrtimennska þeirra beggja nutu sín vel. Ég vil þakka elsku Nínu allt og allt, sér- staklega tiyggð hennar og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Hennar vinkona, Oddný. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég fæ breytt og vit tii að greina þar á milii. Þessi bæn var ofarlega í huga mér þegar ég heimsótti Nínu í hinsta sinni og sá að nú færi að styttast í að hún fengi hvíldina. Tíu dögum seinna skildi hún við. Það er erfitt að trúa að þetta sér raunveruleikinn, en hvað segir ekki í bæninni okkar, að sætta sig við það sem ég fæ ekki breytt. Við andlát góðrar vinkonu birtast ótal myndir í huga mínum, og þá fyrst og fremst samverustundir okkar á Staðarfelli sumarið 1990. En það sumar starfaði ég á Staðarfelli. Samskiptin við Nínu og Gumma voru einstök og lærði ég mikið af þeim báðum. Vil ég hér með þakka þeim báðum fyrir elskulegheitin og ræktarsemina við mig og dóttur mína. Dóttir mín, sem þá var 10 ára, var fljót að sjá hverskonar mann- eskja Nína var og urðu þær strax miklir mátar. Þessi unga dama leit upp til Nínu og bar mikla virðingu fyrir henni. Það er erfitt hjá henni- að skilja af hveiju Guð þurfti að taka þessa góðu konu svona fljótt. En minningin um hana Nínu okkar geymum við í hjarta okkar. Við mæðgur viljum biðja algóðan Guð að styrkja Gumma, bömin og aðra ástvini í sorg þeirra. Að lokum vilj- um við þakka Guði fyrir að hafa fengi að kynnast Nínu. Guð geymi Nínu okkar. Sigurbjörg og Ása Ninna. Jónína Þóra Helgadóttir lést úr krabbameini 15. september 1992 langt fyrir aldur fram aðeins 46 ára gömuL Hún var einn af máttarstólp- um SÁÁ og starfsmaður samtak- anna frá 1980 og til dauðadags. Hún vann lengst af við ráðgjöf og naut virðingar skjólstæðinga sinna og var vinsæl. Öllum þótti vænt um „Nínu á Staðarfelli" eins og við köljuðum hana okkar á milli. Ég kynntist henni fyrst á árunum 1979 og 1980 og fékk að fylgjast með því hvernig hún lifði besta tíma ævi sinnar. Fyrst þegar ég sá hana var hún fráskilin þriggja bama móðir og einhvern veginn lá það í loftinu að lífið hefði ekki alltaf far- ið um hana mjúkum höndum. Þau voru þá að draga sig saman hún og Guðmundur Vestmann Guð- björnsson og giftu sig skömmu síð- ar eða í aprfl 1981. Þau tóku bæði þátt í að ýta úr vör meðferðinni á Staðarfelli í Dölum í nóvember 1980 og þegar fram liðu stundir urðu þau í forsvari fyrir þeim stað. Þar stofn- uðu þau sitt fyrsta heimili og höfðu hana Hörpu hjá sér, yngsta barn Jónínu. Þessi litla fjölskylda var ham- ingjusöm og á fyrstu árunum var hennar veröld Staðarfell. Þar undu þau sér vel og gott og gaman var að sækja Nínu heim. Þá var nú margt skrafað á Staðarfelli og stundum langt fram á nótt. í við- ræðunum komst maður fljótlega að því að þarna var á ferðinni hug- sjónakona. Hún hafði fundið mál- stað til að berjast fyrir og ekki ósjaldan vildi hún ræða málefni Staðarfells og þeirra sem þar höfðu dvalið og starfað. Oft lét hún í ljósi óþolinmæði og vanþóknun ef ein- hver hallmælti staðnum sem henni fannst sá besti í heimi hér. Þarna fór eldhugi og hörð baráttukona fyrir bættri áfengismeðferð í þessu landi. Það var gaman að fylgjast með því hvernig Nína efldist með hveiju árinu og naut sín alltaf betur og betur. Hún átti að vini Guðmund mann sinn og þau hjónin voru ein- staklega samstiga og hvöttu hvort annað til dáða. Þau eignuðust síðar fallegt heimili í Kópavogi og þar var gott að koma og gestkvæmt. Af þeim geislaði lífsgleðin og Nína hafði einstakt lag á að lífga upp á umhverfi sitt með hressilegri fram- komu sinni og góðu skapi. Það var hvergi ládeyða þar sem hún fór. Hún lifði fyrir börnin sín og þó einkum Hörpu og einlæg var gleði hennar og stolt þegar hún gat veitt henni það sem hún sjálf hafði farið á mis við í lífinu. Hún bar mikla umhyggju fyrir drengjunum sínum Guðmundi Helga Helgasyni og Sig- urði Helga Helgasyni og gekkst upp í því að vera góð amma þegar bamabörnin fæddust eitt af öðru og nú eru þau þrjú. En mitt í erli dagsins þegar eng- an óraði fyrir, veiktist Jónína af krabbameini. Hún bugaðist þó ekki en lagði allt sitt í hendur starfsfólks Landspítalans og vék oft að því við mig hversu gott fólk þar væri að fínna og þakklætið leyndi sér ekki. Frá því í vor barðist hún hetjuiega vonlausri baráttu við sjúkdóm sinn . og vissi sem var að ekkert var eft- ir nema að deyja með sæmd. Starfs- fólk SÁÁ og aðrir sem til þekktu fylgdust með henni og dáðust að þreki hennar og óbilandi kjarki um leið og þeir fundu svo tilfinnanlega fyrir vanmættinum og efasemdun- um sem sóttu á. Og nú er þessari baráttu lokið og sorgin er í huga okkar og hugs- unin og samúð hjá þeim sem eftir lifa, einkum hjá börnum hennar og barnabörnum. Guðmund vin okkar munum við reyna að styðja og styrkja af veikum mætti. Þessi fátæklegu orð geta á engan hátt lýst þeim söknuði og sorg sem sækir að okkur hjá SÁÁ. En minn- ing um góða konu og tryggan vin mun yija okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Þórarinn Tyrfingsson, stjórnarformaður SÁA. i i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.