Morgunblaðið - 03.10.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.10.1992, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTOBER 1992 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS FJOLBREYTT STARFSÁR STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar íslands er hafið. Efnisskrá vetrarins er að venju fjöl- breytt og sem fyrr er áskriftartónleikum skipt upp í tónleikaraðir. Að sögn forsvars- manna Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur það gefist vel; áskrifendum fjölgaði til muna á síðastliðnu ári og þá sérstaklega í grænu tónleikaröðinni, þar sem boðið er upp á létt- ustu og aðgengilegustu tónlistina. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir um 35 þús- und manns á 70 tónleikum víða í borginni og úti á landi og hefur starfsemin aldrei verið umfangsmeiri. eftir Josef Haydn, „Sellókonsert" eftir Witold Lutoslavskíj og „Sin- fónía nr. 3“ eftir Johannes Brahms. Síðustu rauðu tónleikarnir verða 6. maí. Hljómsveitarstjórinn verður Eistlendingurinn Paavo Járvi, sem gegnir stöðu listræns stjómanda Kammerhljómsveitarinnar í Tor- onto. Einieikarinn verður norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes. A efnisskránni eru „Píanókonsert nr. 3“ eftir Sergei Rachmaninoff og „Sinfónía nr. 5“ eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Græn tónleikaröð í grænni tónelikaröð verður boð- ið upp á fema tónleika. Meira verð- ur um söng í henni en áður, m.a. boðið upp á Sálumessu Verdis. Fyrstu tónleikamir verða dæmi- gerðir hljómsveitartónleikar, þann 12. nóvember. Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson og einleikari Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari. Á efnisskránni eru „Vil- hjálmur Tell, forleikur" eftir Gio- acchino Rossini, „Fiðlukonsert í g-moll“ eftir Max Bmch og „Sinfón- ía nr. 5“ eftir L. van Beethoven. Hinir árlegu Vínartónleikar verða 14. janúar og einsöngvar verður austurríska söngkonan, Mil- 31. október. Þeir tónleikar verða í tengslum við M-hátíð á Suðurlandi og íslenskan tónlistardag. Hljóm- sveitarstjóri verður Ed Welch og verkin sem flutt verða, eru: „Fanf- are“ eftir Sigvalda Kaldalóns í út- setningu Ed Welch, „Nocturne" eft- ir Gunnar Þórðarson, „Suðumesjas- víta“ eftir ýmsa höfunda í útseningu Ed Welch, nýtt jassverk eftir Þóri Baldursson, útdráttur úr „Lifun“ sem hljómsveitin Trúbrot gaf út á hljómplötu árið 1971 og „Island er land þitt“ eftir Magnús Þ. Sig- mundsson. 17. desember verða jólatónleikar í Langholtskirkju. Hljómsveitar- stjóri verður Hákon Leifsson og einsöngvari Tómas Tómasson, auk þess sem blandaður kór og barna- kór taka þátt í flutningnum. Á efn- isskránni em „Hnotubijóturinn — svíta“ eftir Pjotr Tsjajkovskíj og „Jólakantata" eftir Arthur Honeg- ger. Tónleikar Myrkra músíkdaga verða 28. janúar. Yfir þeim tónleik- um verður jassyfírbragð og hljóm- sveitarstjóri verður Gunther Schull- er. Einleikari verður skoski tenór- saxófónleikarinn Tommy Smith, sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hljóðfæraleik sinn, þau fýrstu Undanfarin fjögur ár hefur Petri Sakari verið aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Á þeim tíma hefur hljómsveitin fært starfsemi sína töluvert út; kynnt starfsemi sína í skólum, leikið á erlendum tónlistarhátíðum og leikið inn á þrjá geisladiska, sem hafa verið gefnir út samkvæmt samningi við breska útgáfufélagið Chandos. Petri Sakari verður enn aðalstjóm- andi hljómsveitarinnar í ár, en þetta mun vera siðasta árið sem hann starfar sem slíkur. íslenskir tónlistarmenn I vetur verða frumflutt fjögur ný íslensk tónverk, eftir þá Áma Egilsson, Hauk Tómasson, Jón Ás- geirsson og Pál Pampichler Pálsson. Á undanfömum ámm hefur það færst í aukana að íslenskir tónlist- armenn komi fram með hljómsveit- inni og það er eftirtektarvert að í vetur koma níu manns fram í fyrsta sinn á tónleikum hennar. Það em Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, Krystyna Cortes, píanóleikari, Há- kon Leifson, hljómsveitarstjóri, söngvaramir Ólafur Á. Bjamason, Guðjón Óskarsson og Tómas Tóm- asson. Einnig munu útskriftamem- endur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík, þau Anna Snæbjöms- dóttir og Ingunn H. Hauksdóttir, píanóleikarar, og Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari, þreyta sín einleik- arapróf með hljómsveitinni. Tónleikaraðimar í vetur, skiptast í gula, rauða, græna og bláa, sem fyrr og mun áherslan vera mismun- andi í hveijum lit: Gul tónleikaröð Gulu tónleikaröðinni er einkum ætlað að höfða til þeirra sem mest- an áhuga hafa á stærri hljómsveit- arverkum. Fyrstu tónleikarnir vom 1. október, þar sem lágfiðluleikar- inn Ingvar Jónasson lék „Könnun" eftir Atla Heimi Sveinsson. Auk þess var leikin Sinfónía nr. 6 eftir Beethoven og Kristján konungur II. eftir Síbelius. Næstu gulu tónleikamir verða 5. nóvember. Þeim tónleikum stjómar finnski hljómsveitarstjór- inn Hannu Koivula og einleikari á píanó verður Krystyna Cortes. Á efnisskránni em þijú verk: „Reflections" eftir Áma Egilsson, „Píanókonsert op. 54“ eftir Robert Schumann og „sinfónía nr. 9“ eftir Dmitri Sjostakovitsj. Þann 5. desember leikur Sin- fóníuhljómsveitin „Sinfóníu, nr. 5“ eftir Gustav Mahler, undir stjóm Petris Sakaris. Á tónieikunum 7. janúar, stjómar pólski hljómsveitarstjórinn, Jerzy Maksymiuk hljómsveitinni og ein- leikari verður Szymon Kuran, fiðlu- leikari, sem einnig er frá Póllandi, en hefur leikið með Sinfóníuhljóm- sveit íslands í mörg ár, auk þess sem hann hefur verið annar kon- sertmeistari hennar síðan 1984. Á efnisskránni em „Printemps" eftir Claude Debussy, „Fiðlukonsert" eftir Andrzej Panufnik, „In a Summer Garden" eftir Frederick Delius og „The Confession of Isobel Gowdie“ eftir J. MacMillan. Sigrún Eðvaldsdóttir, fíðluieik- ari, verður einleikari á tónleikumn- um 4. febrúar og hljómsveitarstjóri Petri Sakari. Þá verða leikin verk eftir tvö íslensk tónskáld: „Hátíða- forleikur" eftir Pál Isólfsson og „Tvær rómönskur" eftir Áma Bjömssoiv. Auk þess verða leikin „Stúdía í valsformi" eftir Eugéne Ysáye og „Sinfónía nr. 4“ eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Á tónleikunum 4. mars verður leikinn „Homkonsert" eftir Jón Ásgeirsson, og einleikari verður Joseph Ognibene, en hann hefur verið 1. homleikari hljómsveitarinn- ar frá 1981. Hljómsveitarstjóri verður Takua Yuasa, sem er jap- anskur. Önnur verk á tónleikunum verða: „Haydn—tilbrigði" eftir Jo- hannes Brahms og „Sinfónía nr. 6“ eftir Dmitri Sjostakovitsj. í lok mánaðarins, nánar tiltekið 25. mars, stjómar Avi Ostrowskíj Sinfóníuhljómsveit Islands, en hann er aðalstjómandi Norsku útvarps- hljómsveitarinnar í Ósló. Einleikari á tónleikunum verður slagverksleik- arinn Maarten M. van der Valk. Á efnisskránni er „Langnætti" eftir Jón Nordal, „Konsert f. slagverk og hljómsveit" eftir André Jolivet og „Sinfónía nr. 4 í e-moll“ eftir Johannes Brahms. Seinustu tónleikarnir í gulu áskriftarröðinni eru svo 3. júní. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sak- ari og einleikari fiðluleikarinn Vasko Vassilev. Vasko er rúmlega tvítugur, fæddur í Búlgaríu og yfír hann hafa verið notaðar lýsingar eins og „Ofur-Paganini“ og „Töfra- fíðluleikari". Á efnisskránni eru „Ruslan og Ludmilla, forleikur" eft- ir Mikhail Glinka „Fiðlukonsert," eftir Jean Sibelius og „Sinfónía nr. 1“ eftir Pjotr Tsjajkovskíj, auk þess sem flutt verður íslenskt verk. Rauð tónleikaröð Á rauðum tónleikum verða flutt mörg úrvalsverk tónbókmenntanna fyrir hljómsveit og í vetur verða auk þess flutt einleiksverk sem samin era á þessari öld og munu sum þeirra verka heyrast hér á landi í fyrsta sinn. Fyrstu rauðu tónleikamir verða 15. október og má segja að kvöldið sé nánast algerlega ungverskt. Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói Hljómsveitarstjóri verður Tamas Vetö og einleikarinn er Gyorgy Pauk, en þeir era báðir Ungveijar. Á efnisskránni verða „Marosszekar Tanze" eftir Zoltan Kodály og „Fiðlukonsert nr. 2“ eftir Béla Bart- ok. í iokin verður síðan leikin „Sin- fónía nr. 3“ eftir þýska tónskáldið Robert Schumann. Á tónleikunum 19. nóvember verða leikin þijú verk: „Hugleiðing um L“ eftir Pál P. Pálsson, „Selló- konsert nr. 1“ eftir Dmitri Sjostako- vits og „Petruska" eftir Igor Stra- vinskíj. Einleikari verður sænski sellóleikarinn, Frans Helmerson og stjórnandi Petri Sakari. Næstu rauðu tónleikar verða 21. janúar. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari og einleikari brasilíski píanóleikarinn Cristina Ortiz. Á efn- isskránni verða „Forleikur og Sorg- arlag úr Galdra-Lofti“ eftir Jón Leifs, „Konsert fyrir píanó í G-dúr“ og „Daphnis og Cloe svíta nr. 2“ eftir Maurice Ravel. Febrúartónleikamir verða 18. þess mánaðar. Á efnisskránni verða tvö verk: „Konsert fyrir lágfiðlu“ eftir Alfred Schnitke og „Sinfónía nr. 3“ eftir Felix Mendelssohn. Ein- leikari verður Rivka Golani, lágf- iðluleikari frá ísrael, og hljómsveit- arstjóri Edward Serov, sem er fæddur í Moskvu og hefur verið aðalstjómandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Óðinsvéum síðastliðin tvö ár. Á tónleikunum 18. mars verður Wojciech Michniewski stjómandi hljómsveitarinnar og einleikari Wendy Wamer, sellóleikari. Á efn- isskránni verða „Sinfónía nr. 4“ ena Rudiferia. Hljómsveitarstjóri verður Páll P. Pálsson og efnisskrá- in er fjölþætt: „Spiel mir das Lied von Gluck“ eftir Nico Dostal, „Lock- ende Flamme“ eftir Eduard Kunnecke, nokkur verk eftir Johann Strauss: Fruhlingsstimmen Walzer, Scwipslied, Drauss’n in Sievering, Wiener Bombon-valsar og Perpetu- um mobile. Þá verða flutt „Die Schöne Galathee" og „Romance der Galathee" eftir Franz von Suppé, „Im Prater bluh’n Wieder die Ba- ume“ eftir Robert Stolz, „Orfeus í undirheimum, forleikur" eftir Jacques Offenbach, „Donna Diana, forleikur" eftir Emil N. von Reznic- ek og „Die Schwátzerin" eftir Josef Strauss. Á tónleikunum 25. febrúar mæt- ir hljómsveitarstjórinn Edward Serov aftur til leiks og á þeim tón- leikum verður flutt rússnesk tón- list. Einsöngvari verður danski stór- söngvarinn Aage Haugland. Lokatónleikarnir í þessari tón- leikaröð verða 1. apríl. Þá verður sálumessa Verdis flutt. Einsöngvar- arnir verða allir íslenskir; Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Elsa Waage, Ólafur Á. Bjamason og Guðjón Grétar Óskarsson, auk þess sem Kór íslensku óperunnar tekur þátt í flutningnum. Hljómsveitarstjóri verður ísraelsmaðurinn Yoav Taimi. Blá tónleikaröð í blárri tónieikaröð era aukatón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og í vetur verða þar femir tónleikar. Þar kennir margra grasa, allt frá dægurtónlist til Myrkra músíkdaga. Fyrstu bláu tónleikarnir verða aðeins 16 ára gamall á djasshátíð- inni í Edinborg. Verkin sem leikin verða á tónleikunum eru: „An Rath- ad Ur“ og „Konsert f. tenór saxó- fón og hljómsveit" eftir William Sweeney, „Sinfónía fyrir Róbert" eftir Sally Beamish og „Afsprengi“ eftir Hauk Tómasson. Síðustu bláu tónleikamir verða 27. maí. Þá verða flutt verkin „Ljáðu mér vængi,“ eftir Pál P. Pálsson og „Píanókonsert,” eftir Jóhannes Brahms. Einleikari á tón- leikunum verður píanóleikarinn Markus Schirmer, einsöngvari Rannveig Bragadóttir og hljóm- sveitarstjóri verður Páll P. Pálsson. Aðrir tónleikar Sinfóníuhljómsveitin heldur fjölda tónleika á ári hveiju, auk áskriftartónleika. Má þar nefna ferðir út á land, listahátíðartón- leika, skólatónleika, vinnustaða- heimsóknir og heimsóknir á sjúkra- hús og vistheimili fyrir aldraða. Þessi háttur mun hafður á í vetur og hefur hljómsveitin leikið víða í september. Auk þess hefur hún hlotið athygli víða erlendis fyrir vandaðan flutning tónlistar, meðal annars með útgáfu á hljómdiskum í samvinnu við breska útgáfufyrir- tækið Chandos. Hljómsveitinni hef- ur í framhaidi af þeim hljóðritunum boðist að leika víða erlendis, þar á meðal á Englandi. í júní er því stefnt á að fara til Bretlandseyja og leika, meðal annars, í Glasgow, Aberdeen, Inverness, Edinborg, Henley, Bournemouth, Notting- ham, Dublin og Lundúnaborg. Samantekt/ssv

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.