Morgunblaðið - 11.10.1992, Page 12

Morgunblaðið - 11.10.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1992 eftir Kristján Jónsson ÞUNGLYNDI, fátækt, drykkjuskapur og hræðsla við upplausn og blóðug átök í framtíðinni. Þetta er ekki upplifgandi en það sem kemur helst upp í hugann þeg- ar hugsað er til Rússa núna. En sumir Rússar eru hvorki þunglyndir né svartsýn- ir. Einn slíkur er hér á ferð núna og i annað sinn; Morgunblaðið tók við hann við- tal snemma vetrar 1989 þegar perestrojkan var á allra vörum. Vladímír AJexandro- vítsj Koziov, sem kallar sig Valda á íslandi, geislar beinlínis af hreysti og lífs- krafti, engir sultardropar í nefinu á manninum þeim. Hann skýrir oft mál sitt með dæmisögum. Sögur Valda, sem margir kalla Valda upp á íslensku, eru flestar af brandaraættinni en oft segja þær meira en langar blaðagreinar um ástandið í Rússlandi. Hann er með háskólapróf í málvísindum og sagnfræði, fæddur í Péturs- borg þar sem móðir hans er læknir. Faðirinn var í fangabúðum á sínum tíma. ís- lensku lærði Valdi í rússneskum háskóla og hún er ótrúlega góð, stundum heyrist enginn erlendur hreimur en hann hefur oft túlkað fyrir Islendinga í Rússlandi. Hann talar einnig ensku, frönsku og Norðurlandamálin, getur meira að segja sagt „Radgrod med fl0de“ á dönsku með pottþéttum kok- hljóðum. Valdi hefur kynnst fjölmörgum íslendingum á ferli sínum sem túlkur. Nú er hann mönnum innanhandar urn verslunarsambönd og önnur samskipti, hitti nýlega Markús Orn Antonsson borgarstjóra til að ræða um aukin samskipti Moskvu og Pétursborgar við Reykja- vík, jafnvel um vinabæjasamband. Valdi á heimili sitt í Moskvu en dvel- ur oft í Pétursborg þar sem foreldrar hans búa. Frhldi segir nýju verkalýðs- félögin í Rússlandi, sem ekki eru undir handaijaðri stjórnvalda, vilja koma á tengslum við Alþýðusam- • band íslands. Hann hefur rætt við þá Stefán Baldurs- son Þjóðleikhússtjóra og Kjartan Ragnarsson, leikara og leikskáld, um áhuga rússneskra leikara á gagnkvæmum heimsóknum. Kirkju- kór í Moskvu bað Valda að kanna möguleika á að halda tónleika hér. „Síðustu árin hef ég verið að gera allt mögulegt eins og flestir í Rússlandi því að mjög erfitt er að fá góða, fasta vinnu. Ég var að kenna, vann sem túlkur og leiðsögu- maður og ég hef ferðast svolítið. Aður var varla hægt að láta sig dreyma um ferðalög. Við orðum þetta svona: Áður var það ómögu- legt, núna er það mjög erfitt! Eg þarf að geta sýnt að einhver útlendingur hafi boðið mér til sín. Vandinn hjá okkur er gjaldeyriss- korturinn. Ég var nýlega í Bandaríkjunum í boði fyrirtækis þar og núna er ég hér á landi í boði Fiskafurða h/f sem Jón Sigurðarson stjómar. Þegar ég kom hingað fyrst var það í boði Davíðs Oddssonar, sem þá var borgarstjóri en ég hafði túlkað fyrir hann í ferð hans til Moskvu 1989. Síðar sama ár kom ég svo hing- að og verð ævinlega þakklátur Davíð fyrir að gera mér kleift að fara til útlanda í fyrsta sinn. Nokkrum árum áður hafði ég fengið boð um að koma til Islands en vegna þess var mér sýnd sú mikla virðing að ég var rekinn úr háskólanum, mér var líka sagt að ég mætti ekki lengur starfa sem túlkur. Fólk sem fékk svona boð frá kapítalistunum var talið stórhættulegt. Núna fæ ég aftur sömu frá- bæru móttökumar hér á Islandi, helst vildi ég að það væru 48 en ekki 24 stundir í sólar- hringnum, það er svo margt skemmtilegt hægt að gera héma!“ - Óttjnnekki horfinn Valdi er minnturá viðfal sém Morgunbiað- ið tók við hann Í089 en þá vék hann sér gjaman undan þegar beint var að honum beinum spumingum um stjómmál. „Já það er rétt, það var nauðsynlegt þá og enn þá situr þessi sama hræðsla í mörgum Rússum. Ottinn fékk nóg fóður þessi sjötíu ár sem Silfurkross frá 18. öld, gamall ættargripur sem verið hefur í eigu ætt- menna Valda frá því hann var smíðaður. kommúnistar stjórnuðu, gamla fólkið er enn hrætt. Ef ég hringi t.d. í móður mína héðan og byija að segja eitthvað sem henni fínnst varasamt þá segir hún: „Uss, skilurðu ekki að þú mátt ekki tala svona“. Þetta situr enn í sálinni hjá eldra fólki, það hefur lifað alla ævina í hræðslu og getur ekki vanist nýjum siðum. Auðvitað er margt ger- breytt. Sagan er alltaf eins og pendúll í Rúss- landi. Áður var allt bann- að, það lá við að ekki mætti sýna myndir af fólki sem kysstist. Núna sérðu Playboy og enn djarfari rit til sölu í Moskvu, jafnvel klámrit. Þetta er nú ekki nákvæm- lega það sem við þurfum mest á að halda í Rúss- landi en þetta eru bara viðbrögð við því að áður var alit bannað, nú hlýtur allt að vera leyft! Pendúll- inn á eftir að sveiflast aftur og nálgast miðjuna, jafnvægið. Áður var að- eins einn stjómmálaflokk- ur leyfður, flokkur kommúnista. Núna eru flokkarnir um 240. Þetta er auðvitað tómt rugl líka en er óhjákvæmilegt í bili. Áður gátu engar þjóðir í Sovétríkjunum farið fram á sjálfstaéði, nú vill bókstaflega hver sýsla í Rússlandi fá sjálfstæði.“ Hann segir eðlilégt að Eystrasaltsþjóðirnar og fleiri fyrrverandi Sovétþjóðir hafi viljað sjálfstæði en efast um að. nokkurn tíma verði hefðbundin landamæri milli Rússlands, Úkra- ínu og Rvíta-Rússlands.-Þjóðirnar séu svo lík- ar og nátengdar, hafí blandast svo mjög í aldanna rás. En auðyitáð sé eðlifegt að ein- hveijir noti frelsið til að ála á þjóðrembu til mótvægis við rússneska -þjóðrembu. Einangrunin Valdi segir að aukin samskipti og viðskipti við umheiminn séu Rússum lífsnauðsyn. „Ég Morgunblaðið/Kristinn Valdi við Ráðhús Reykjavíkur. Hann er hrifinn af húsinu en eitt af því sem honum líkar einstaklega vel hér á landi eru allar sundlaug- arnar, hann stundar sund (og heita potta) af miklu kappi. Vladímír A. Kozlov segir aó þaó taki kynslóó aó bæta hugarfarsskemmdir kommúnismans ætla að segja þér einn af þessum dæmigerðu bröndurum, sem Rússar segja hver öðrum, þeir lýsa oft ástandinu svo vel með svona „svörtum“ hú- mor. Bush forseti kemur að máli við Guð og spyr hann hvenær búið verði að leysa verstu vanda- málin í Bandaríkjun- um. „Það tekur 30 ár“, svarar Guð. „Þá verð ég ekki lengur á lífi“, segir Bush. Walesa Póllandsforseti leggur hliðstæða spurningu fyrir Guð sem segir að það taki 60 ár. „Þá verð ég ekki lengur á lífí“, segir Walesa. Loks ræðir Jeltsín við Guð, spyr hvenær fari að rætast úr málum Rússa. „Þá verð ég ekki lengur á lífi“, svarar Guð. Við Rússar höfum lifað eins og á annarri plánetu allan þann tíma sem kommúnistar voru við völd. Það varð nærri því óþekkt fyrir- bæri að fólk starfaði saman á eðlilegan hátt að nokkrum hlutum, alltaf var beðið eftir fyrirskipunum. Venjulegt fólk gat ekki ferð- ast til útlanda, séð með eigum augum hvern- ig þar var umhorfs, við vorum í einangrun. Núna verður að opna landið. Mest er þörfín á samstarfi við útlendinga til langs tíma, ein-. hveiju stöðugu sem hægt er að byggja á. Margir útlendingar gera þá vitleysu að þeir koma til Rússlands og reikna með því að geta rákað saman fé í eitt skipti fyrir öll, vilja bara skyndigróða og hverfa síðan á braut. Auðvitað er fólgin áhætta í viðskiptum við Rússland, enginn getur ábyrgst að óvæntir atburðir verði ekki þar, jafnvel á morgun. En rússneskur málsháttur segir að ekki sé hægt að láta ána renna upp í móti; breyting- amar era óhjákvæmilegar. Gömul viðhorf eru reyndar lífseig hjá sum- um sem stundað hafa viðskipti við Rússland. Áður var þetta einfalt. Allt sem þurfti var að fara í ráðuneyti í Moskvu, tala við einn eða tvo menn. Núna þurfa þeir sjálfír að leita sér að viðskiptaaðilum, fara í smábæi eða jafnvel á samyrkjubú". Pund af rúblum Valdi segir efnahagsástandið afskaplega erfítt í Rússlandi. Eftirlaun gamla fólksins dugi varla fyrir brýnustu nauðþurftum og í Moskvu sé nú márgt ‘um betlara. Enn séu víða biðraðir en á hinn bóginn hafi verðlag farið svo úr böndum að fólk sé jafnvel hætt að leggja á sig margra klukkustunda bið eft- ir vöranum, það eigi einfaldlega ekki næga peninga fyrir þeim. „Gömul kona kemur inn í verslun þar sem tvær afgreiðslustúlkur standa og spjalla saman. Hún spyr: „Eigið þið kjúklinga?" „Ertu alveg frá þér?“, er svar- ið. „En eigið þið ost?“ „Ost, við munum ekki lengur hvað ostur er“. „En hvað með súkkul- aði?“ „Drottinn minn dýri, hypjaðu þig héðan, kerling.“ Konan fer en önnur stúlkan segir: „Þetta var kolrugluð kerling". „Nei,nei,“ svar- ar hin, hún hefur alveg frábært minni!“. Auðvitað er enn fullt af þessum búðum sem taka eingöngu við erlendum gjaldeyri en núna geta allir, ekki bara flokksbroddarnir eins og áður, farið og verslað þar ef þeir bara eiga gjaldeyri. Gjaldeyririnn er mjög eftirsóttur, rúblan hefur fallið svo mikið I verði. Við segj- um í gríni að gengið sé þannig að fyrir einn dollara fáist pund af rúblum! Dollarinn er núna á um 240 rúblur, við tölum um dollara- tjaldið sem hafí komið í staðinn fyrir jámtjald- ið. Unhver veit nema það takist-að gera rúbl- una áð raunverulegum gjaldeyri sem hægt er,- að skipta á alþjóðamörkuðum. Núna er reyndar hægt að fara í Gúm-stórmarkaðinn í Moskvu, kaupa þar splunkunýjan Volvo og greiða með rúblum, ég veit ekki hvað maður þarf mörg tonn af seðlum. í október verður byrjað á einkavæðingu, þá fá allir í hendur ávísun upp á 10.000 rúbl- Trúiti og húmorínn halda í okkur lífinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.