Morgunblaðið - 11.10.1992, Side 26

Morgunblaðið - 11.10.1992, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1992 Kristín Aðalsteins- dóttir — Minning Fædd 11. maí 1920 Dáin 2. október 1992 „Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér“. Spámaðurinn. Amma okkar, Kristín Aðalsteins- dóttir, lést 2. október sl. eftir mán- aðar veikindi. Fram í andlátið var hún sjálfri sér lík, æðrulaus og umfram allt hjartahlý. Við vorum þess aðnjótandi að eiga með henni margar og eftir- minnilegar stundir og áttum hver ,um sig innilegt og sérstakt sam- .band við hana sem litlar stelpur og ungar konur. Oft var trítlað yfír holtið, því allt sem var skemmtilegt var leyfílegt hjá ömmu, þó oft kostaði það bæði tíma og fyrirhöfn. Búleikur í kjallar- anum á Laugarásveginum með hrá- efni úr eldhúsinu, marías við eldhús- borðið á rigningardögum, að fá að sofa hjá ömmu og vaka fram eftir með sæng og Mosa, Trásý og sötra mjólk með kleinum, að ógleymdum bestu skonsum í heimi. í fallega garðinum hennar áttum við góðar stundir og í minningunni var alltaf sól. Amma Stína var húsmóðir fram í fíngurgóma og bar heimili hennar j^ess merki, þó aldrei væri amast við litlum puttum sem þurftu að snerta á öllu og reyna allt. Árin liðu, við eltumst og amma flutti af Laugarásveginum nokkrum árum eftir að afí dó. Þama var ein- um kafla lokið, en annar tók við. Við áttum samt alltaf athvarf hjá ömmu sem hægt var að tala við um allt, skildi okkur svo vel og hlustaði án þess áð dæma. Við hefðum viljað hafa ömmu lengur hjá okkur, en lífið gengur ^sinn gang, þessi eilífa hringrás heldur áfram, mennimir fæðast og deyja og það sem gerist þar á milli er það sem máii skiptir, gæði tímans skiptir máli fremur en lengdin. Á þeim tíma sem hún dvaldi með okk- ur öllum í þessu lífí gaf hún hverjum og einum kærleik og hlýju þannig að öllum leið vel í návist hennar. Og hvemig er hægt að þjóna betur hlutverki sínu? Við emm þakklátar fyrir að eiga þessar ljúfu minningar af henni ömmu okkar og þegar söknuður kemur upp getum við yljað okkur við þær, vitandi að henni líður vel á góðum stað hjá þeim sem elska hana og hafa saknað hennar. Við biðjum Guð að geyma ömmu og styrkja pabba, Helgu, Pétur, Óla og alla sem eiga um sárt að binda við þennan missi. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (J. Egilsson.) Helga Stína, Solveig og Rannveig. Ég vil minnast í fáeinum orðum æskuvinkonu minnar, Kristínar Aðalsteinsdóttur, en hún er nýlátin eftir stutta en mjög stranga sjúkra- legu. Andlát Kristínar átti svo skamman aðdraganda að ég tek mér í munn orðin „skjótt hefur sól brugðið sumri“. En svona eru örlög okkar mannanna óútreiknanleg hér á jörðu. Þó er víst að þegar árin færast yfír er það heilsan sem mestu ræður um hlutskipti okkar og ýmsir æðri þættir sem við fáum minnstu um ráðið. Að leiðarlokum vil ég þakka vin- konu minni fyrir áralanga trausta vináttu sem aldrei bar skugga á þótt oft væri vík milli vina. Síðari heimsstyijöld og sitthvað annað kom þar í milli, en ég dvaldi erlend- is á stríðsárunum. Þegar ég hélt svo loks heim á leið og við hitt- umst á ný eftir langan aðskilnað var eins og við hefðum kvaðst dag- inn áður. Kristín hafði þá fest ráð sitt og var gift Hallgrími Péturssyni sem ættaður var frá Hellissandi. Þeim hafði orðið þriggja sona auðið, eign- ast þijá hrausta og fallega drengi. Síðar áttu þau dóttur, prýðis mynd- arstúlku. Það skiptust á skin og skúrir i lífí Kristínar. Kornung missti hún föður sinn og manni sínum þurfti hún að sjá á bak fyrir 17 árum. Var það henni afar þungbær raun eins og gefur augaleið. Móðir henn- ar lést fyrir allmörgum árum. En ekki voru allir stormar lægð- ir. í lok janúar í ár varð hún að standa jrfír moldum eista sonar síns, en hann varð aðeins 51 árs. Með honum hvarf á braut einstakur öð- lingur, enda varð hann harmdauði öllum sem honum kynntust. Kristín mætti þessari þungu raun af sömu stillingu og hugprýði og hún sýndi jafnan þegar harmar steðjuðu að. Hógværð, háttvísi og þrúð- mennska einkenndu Kristínu og þessir kostir hennar mótuðu allt háttemi hennar í lífínu. Hún vann hörðum höndum alla ævi og þótt stundum væri langur vinnudagur að baki var Kristín ávallt glöð reif. öllum þeim sem hún kynntist gaf hún mikið, enda hjartað stórt. Ég’ þakka af alhug allar góðu samverustundimar. Einnig flyt ég kveðjur frá bömum mínum, en hún var þeim afar góð alla tíð. Ég bið algóðan Guð að hugga börn, barnaböm og tengdaböm Kristínar. Einnig alla hina Qöl- mörgu vini og ættingja sem nú sakna vinar í stað og kveðja Krist- ínu hinstu kveðju. í Guðs friði. Jóhanna Kristófersdóttir. M í BLÍÐU OG STRÍÐU v/Gullinbrú, Stórhöfða 17 g 67 U 70 Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Símaþjónusta - kreditkortaþjónusta - sendingarþjónusta Mánudaginn 12. október verður Kristín Aðalsteinsdóttir jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík. Það er sárt að kveðja hana, en ljúft að minnast hennar. Að fínna eitt orð, sem lýsir henni best, kemur mér í hug orðið „sam- rærni", því það var sem hún ætti í fómm sínum ágæta uppskrift í rétt- um hlutföllum að því hvemig ætti að lifa lífíinu í réttum takti. Hún tók því sem að höndum bar eins og einmitt nú væri rétti tíminn til að fást við þessa hluti, hvort heldur var gleði eða sorg. — Þannig mætti hún dauðanum þegar hann varð ekki umflúinn, var sátt, kvaddi alla með ástúð og var farin. Samræmi. Árið 1971 hitti ég hana fyrst. Hún átti eftir að vera mér góð tengdamóðir í tólf ár og dýrmætur vinur þegar því sleppti. Sannast sagna leist mér ekkert sérstaklega vel á hana í byijun. Þann dag sumarið 1971 var gest- kvæmt á Laugarásvegi 29 einu sinni sem oftar, og hún á þönum að gera vel við gesti sína og það gerði hún áreynslulaust og eðlilega. Þá fannst mér hún vera þessi „ís- lenska þúsundára kvenímynd," sí- skúrandi, skrúbbandi, saumandi, bakandi og eldandi og troðandi mat í alla sem komu nálægt henni. Á þessum árum áttu slíkar kvengerðir ekki uppá pallborðið hjá mér og mörgum öðrum konum af minni kynslóð. Vesalings konan, hvílíkt hlutskipti. — Viðhorf mitt til hennar átti eftir að breytast, heldur betur. Það var lærdómsríkt að fá að horfa á hana lifa I þessa tvo áratugi. Endalaus námskeið í lífsspeki, án predikunar. Að skoða blómagarð var ein af fyrstu sýnikennslunum. Hún gekk með gesti sínum um fallega garðinn þeirra Hallgríms. Gesturinn, jafnvel áhugalaus og fáfróður um garða- gróður, kunni upp frá því að skoða blómagarð. Hún beindi orðum sín- um til jurtanna og tijánna, veitti öllum athygli, hrósaði eða vandaði um eftir atvikum. Nýútsprungin rós undir suðurvegg fékk sitt kompli- ment; „þú ert nú svolítið montin" sagið hún svo rósin ofmetnaðist ekki. Hún tilkynnti runnanum við garðstíginn að hann væri orðin dá- lítið druslulegur. Það þyrfti að klippa hann. Gullsteinabijótur var atyrtur mildilega fyrir að þenja sig út um allt steinbeðið, þannig að hún þyrfti að fara að grisja. Við svona persónulega umönnun döfnuðu jurt- imar auðvitað mjög vel, og ef sum- ar jurtir fóru að þrengja um of að öðram, þá vissi hún alltaf af góðu fólki sem var að gera garð eða bæta við sig blómum. Þannig gaf hún blómin sín út og suður og þau hafa víða skotið rótum. Hún hafði fastmótaðar skoðanir og það fór aldrei á milli mála ef henni mislíkaði, en hún kom því á framfæri hávaðalaust. „Dálítið óþekkur" eða „óþekk“ sagði hún stundum um fólk ef henni líkaði ekki framferði þeirra. Óþekkir gátu þeir verið sem Voru á milli tvítugs og níræðs, en aldrei böm og ung- lingar. Ef eitthvað bar útaf með ungvið- ið, þá var það vegna þess að hinir óþekku höfðu ekki nógu gott lag á því. Það var með bamabörnin eins og aðrar lífverar. Samband hennar við þau, hvert og eitt, var ástúð- legt. Hún var fljót að koma auga á manneskjuna í þeim og umgekkst þau frá fyrstu tíð eins og mikilvæga einstaklinga. Hún átti líka virðingu þeirra og ást. Það var dýrmæt reynsla að fá að fylgjast með henni takast á við sorgina þegar Hallgrímur lést árið 1975 eftir erfíð veikindi langt um aldur fram. — Hún tók á móti sorg- inni fyrst hún var óumflýjanleg, leyfði henni að dvelja og hafa sinn gang, dýpka og mildast þegar tími var kominn til þess. Þá lagði Krist- ín rækt við góðar minningar úr farsælu hjónabandi þeirra Hall- gríms og lífí þeirra og bamanna. Lífínu úr „Holtinu" þangað sem þau höfðu flutt í byrjun hjúskapar um 1940, þegar Laugarásinn var ennþá sveit. Þegar þau fylgdust með og áttu þátt í að gera þessa sveit að þeirri fallegu' byggð, sem er þar í dag. Hún veitti okkur, sem voru nálægt henni, hlutdeild í þessum minningum og gaf um leið innsýn í þá lífsbaráttu, sem var háð á þess- um áram. Þau vora ekki efnafólk, en veganestið sem þau höfðu feng- ið í uppvextinum, samheldni, dugn- aður og barnalánið, nægði þeim til að lifa lífínu með reisn. Þeim tókst að gera mikið úr þessum efniviði að gera það fallega. — Þegar sorg- in sefaðist fór Kristín að byggja upp líf sitt án Hallgríms. Bömin vora öll flutt að heiman og allt líf hennar hafði breyst á mjög skömm- um tíma. Henni tókst að gera þau ár sem hún átti eftir innihaldsrík. Var alltaf að skapa með högum höndum, ferðaðist innanlands og utan. Það var nýtt. Stundum var erfítt að henda reiður á hvort held- ur hún var nýfarin eða nýkomin úr ferðalagi. Hún hélt samt áfram að vera sama Kristín, en með nýjum tilbrigðum. Var alltaf starfsöm og veitandi. Hún átti heimili á Háaleit- isbraut 48 síðustu árin. Þangað flutti líka andrúmið á Laugarásvegi 29. Hún vann á sambýli eldri borg- ara þar til í ágúst sl. þegar hún þurfti að fara að sinna síðasta verk- efninu. Að mæta dauðanum. í byijun þessa árs barði sorgin harkalega að dyrum hjá henni og fjölskyldu hennar, þegar Aðalsteinn elsti sonur hennar lést. Trúlega hefur henni fundist þá, að nú væri farið aftan að siðunum, þegar henni var gert að standa' yfír moldum þessa ljúfa drengs, sem háði svo hetjulega baráttu fyrir lífí sínu. Kristín varð 72 ára en var aldrei gömul. Hún var lágvaxin, rétt einn og hálfur metó,_en það bar ekki á því, því henni tókst svo oft að gera mikið úr litlu. Hún var ætíð vel búin og glæsileg og sómdi sér hvar- vetna. Kannske var hún þessi „íslenska þúsundára kvenímynd". Það er þá bara gott og vel. Ekki er hægt að líkja henni við „Bjart í Sumarhús- um“. („sem sáði í akur óvinar síns allt sitt líf, dag og nótt“ H.L. Sjálf- stætt fólk II.). Því Kristín Aðal- steinsdóttir sáði vel í sinn eigin akur, en var samt alltaf aflögufær. Öllum ástvinum hennar sendi ég samúðarkveðjur og kveð hana með hjartans þökk og virðingu. Ólöf Marín Einarsdóttir. Stína okkar úr Laugarásnum hefur kvatt þetta jarðlíf. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Elíasson sem var ættaður undan jökli og Helga Sigurðardóttir sem var ættuð frá Mýranum. Aðalsteinn drakkn- aði þegar Stína var aðeins tveggja ára gömul. Þær mæðgur voru á ýmsum stöðum eftir það þar til þær fluttu til Friðjóns skósmiðs bróður Helgu 1927. Hann bjó á Vesturgötu 52. Friðjón var Stínu eins og besti faðir. 1941 kvæntist hún Hallgrími Péturssyni skósmið. Hann var ætt- aður af Snæfellsnesi. það sumar flytja þau inn á Laugarásveg, en Friðjón átti þar lítinn bústað sem ungu hjónin fengu til afnota. Þetta vora ekki stór húsakynni en öllum leið vel þar og alltaf var nóg pláss fyrir gesti og gangandi. Eg var aðeins íjögurra ára þegar þau fluttu að Stað, en húsakynni þeirra vora þá aðeins fimmtán fermetrar. Það varð strax mjög góð vinátta milli heimilis míns að Sólheimatungu við Laugarásveg og heimilis ungu hjón- anna. Þau fluttu nokkram áram seinna í stærra húsið á lóðinni en árið 1960 flytja þau í nýtt glæsilegt hús sem þau reistu af miklum dugn- aði á lóðinni, en þá breyttist heimil- isfangið í Laugarásvegur 29. Dugnaður þeirra og ósérhlífni var öllum sýnilegur og garðurinn var þeirra stolt. Það geta fáir ímyndað sér hversu erfítt var að eiga við stórgrýtið í Laugarásnum með tak- mörkuðum vinnuvélum til hjálpar. Ég man eftir að eitt sinn stóðum við Jón Kaldal ljósmyndari á stræt- isvagnastoppustöðinni fyrir neðan lóð þeirra, en Jón bjó í Laugar- holti, sem stóð á móti þeirra lóð. Við horfðum saman á lóðina og hús Stínu og Halla og ræddum um dugnað þeirra og þá sagði Jón: „Ég er stoltur af að vera nágranni þessa fólks.“ Ég hef oft síðan hlýjað mér við þessi orð. Stína var mjög sérstök kona. Hún var öllum góð og ég heyrði hana aldrei kvarta. Þegar við í Sólheima- tungu urðum fyrir þungum áföllum gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að létta okkur byrðamar. Þegar ég missti móður mína af slys- föram sem ung kona kom hún við hlið mér og vék þaðan aldrei. Það var ótrúlegt hvað hún gat gert til að létta byrðir fólks. Eitt sinn þeg- ar ég minntist á hvað hún ætti mikið inni hjá mér eftir allt það sem hún hefði gert fyrir mig og mína, þá hló Stína mín og sagði: „Selma mín, það er hægt að leggja inn á fleiri staði en peningabanka.“ Stína okkar á áreiðanlega stórar inn- stæðistæður víða og vona ég að hennar böm og bamaböm og aðrir niðjar njóti góðs af. Stína og Halli eignuðust 4 böm, Aðalstein, fæddur 1. desember 1940, dáinn 23. janúar 1992; Frið- jón, fæddur 6. nóvember 1946; Pétur, fæddur 11. desember 1948; og Helgu, fædd 15. september 1957. Aðalsteinn var kvæntur Sigur- björgu Ragnarsdóttur. Böm þeirra eru Ragnar Svanur, Eggert Birgir, Kristín og Svanlaug. Barnaböm þeirra era Hjalti og Aðalsteinn. Friðjón var giftur Ólöfu Marín Einarsdóttur og ól upp tvær dætur hennar, Rannveigu Þöll og Solveigu Björk. Þau eiga saman dótturina Helgu Kristínu. Pétur er giftur Lenu Andersen frá Malmö í Svíþjóð og eiga þau bömin Ásu Ulrikku og Ara Sævar. Helga er gift Ragnari Kristjáns- syn og þeirra synir eru Elías Már og Magnús Öm. Fjölskyldan missti Hallgrím árið 1975 eftir erfíð veikindi. Aldrei sá ég Stínu bregða eða kvarta. Hún hélt áfram að styðja börn sin og skapa öryggi og gleði í kringum sig. Fyrir nokkram áram seldi hún hús sitt á Laugarásveginum og flutti á Háaleitisbraut 48. Aðal- steinn sonur hennar varð fyrir mikl- um veikindum oftar en einu sinni en með ótrúlegum dugnaði náði hann að rétta sig við þar til að veikindi hans urðu óviðráðanleg og kvaddi hann jarðvistina síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Stínu sást ekki bregða en sorg hennar var mikil. 2. september gekkst hún undir upp- skurð sem sýndi að hún var afar veik. Það var ótrúlegt að fylgjast með andlegu þreki hennar þennan síðasta mánuð sem hún lifði. Hún kvaddi á sama hátt og hún lifði öllu sínu lífí, með hugrekki og reisn. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að Stína okkar sé farin yfír móðuna miklu en mikið eigum við Guði að þakka sem fengum að vera samferða henni á lífsleiðinni. Ég votta Qölskyldu hennar sam- úð mína og bið Guð um að leiða þau í þeim anda sem Stína gaf þeim fordæmi um. Ég þakka henni að leiðarlokum fyrir allt sem hún gaf mér og fjölskyldu minni. Selma Júlíusdóttir frá Sólheimatungu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.