Morgunblaðið - 11.10.1992, Side 30
JMtingtiiiMafrÍfr
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
AUGLYSINGAR
Sölumaður óskast
Fyrirtæki vort selur heilsuvörur og -tæki í
Skandinavíu. Við leitum að fyrirtæki/einstakl-
ingi til að selja vörur okkar á íslandi.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi fyrirspurnir með
símbréfi til: 90 47 3770055.
Framkváemdastjóri
Fiskvinnslufyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu
óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa
nú þegar.
Leitað er að kröftugum manni með mennt-
un og reynslu sem hæfir til stjórnunar á
þessu sviði.
Húsnæði er fyrir hendi.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og starfsreynslu sendist undirrituðum fyrir
18. október nk.
Endurskoðun hf.
Löggiltir endurskoöendur
Suðurlandsbraut 18,
108 Reykjavík,
sími 686533.
Markaðsstjóri
- aukavinna
Kolaportið óskar eftir að ráða „markaðs-
stjóra" í aukastarf. Vinnutími aðra hvora
helgi, laugardag kl. 7.00-18.00 og sunnudag
kl. 9.00-18.00. Æskilegt er að viðkomandi
geti einnig setið fundi á miðvikudögum
kl. 8.30-10.00.
Viðkomandi verður þjálfaður til að annast
stjórn markaðstorgs Kolaportsins og felst
starfið í að annast móttöku seljenda, annast
innheimtu, leysa úr vandamálum, sem upp
kunna að koma á markaðsdögum, og hafa
yfirumsjón með fjölmennu starfsliði Kola-
portsins í samvinnu við verkstjóra.
Við leitum að starfsmanni, sem er a.m.k. 25
ára gamall, hefur ánægju af að vinna sjálf-
stætt og hefur mikla ábyrgðartilfinningu, er
reglusamur og heiðarlegur og hefur ánægju
af og hæfileika til að umgangast fólk.
Viðkomandi verður að hafa þægilega fram-
komu en jafnframt að vera duglegur og
ákveðinn í starfi.
Áhugasamir aðilar eru beðnir að senda
umsóknir, með ítarlegum upplýsingum, til
skrifstofu Kolaportsins, Garðastræti 6,
101 Reykjavík, fyrir 20. október.
Fyrirspurnum um starfið verður ekki svarað
í síma.
Öllum umsóknum verður svarað.
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Rafeindavirki/
tæknimaður
Öflug fjármálastofnun leitar að tæknimanni
til að annast uppsetningar á PC-vélum,
prenturum, skjám o.fl., auk aðstoðar við
notendur.
Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á
PC-vélum, stýrikerfum, Windows, prenturum
o.fl. Forritunarkunnátta ekki nauðsynleg.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
17. október merktar: „Tæknimaður - 2222“.
RSK
Ríkisskattstjóri auglýsir laus til umsóknar
eftirtalin störf:
Yfirkerfisfræðingur
í tekjuskattsdeild
Um er að ræða nýtt starf þar sem einkum
reynir á stjórnunar- og skipulagshæfileika til
þess að draga úr kostnaði við kerfisgerð og
leita leiða til að ná niður kostnaði við rekstur
og umsjón tölvukerfa.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskóla-
prófi í verkfræði, tölvunarfræði eða lokið
prófi frá tækniskóla, sérhæfðum tölvuskólum
eða hafa öðlast víðtæka reynslu í hönnun
og framleiðslu tölvukerfa. Einnig þurfa um-
sækjendur að hafa góða hæfileika til að setja
fram texta í rituðu máli, hafa lagni í mannlég-
um samskiptum, vera kunnugir algengustu
forritunarmálum og þekkja til Unix stýrikerfa.
Kerfisfræðingur í tekjuskattsdeild
Um er að ræða nýtt starf þar sem einkum
reynir á hugmyndaauðgi í því skyni að lækka
kostnað sem RSK þarf að greiða fyrir að-
keypta tölvuþjónustu.
Umsækjendur þurfa að hafa góða hæfileika
til að greina aðalatriði frá aukaatriðum, geta
nýtt sér staðlaðar aðferðir til framleiðslu
hugbúnaðargerðar og vera liprir í mannleg-
um samskiptum. Æskilegt er að umsækjend-
ur séu kunnugir stórtölvuumhverfi, þekki
Unix stýrikerfi og séu kunnugir algengustu
forritunarmálum.
Umsóknir um ofanrituð störf, þar sem til-
greind er menntun, aldur, fyrri störf og ann-
að, sem máli þykir skipta, þurfa að berast
embætti ríkisskattstjóra, Laugavegi 166,150
Reykjavík, eigi síðar en 14. október nk.,
merktar starfsmannastjóra.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Hmmm
LANDSPÍTALINN
Reyklaus vinnustaður
GEÐDEILD
LANDSPÍTALANS
AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRI
DEILD15
Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri óskast á
deild 15 á Kleppi sem fyrst. Vaktavinna.
Húsnæði í boði.
Upplýsingar gefur Guðrún Guðnadóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602600.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD
Hjúkrunarfræðingar óskast á legudeild fyrir
unglinga. Mjög fjölbreytt og gefandi starf.
Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga
á öðrum deildum.
Upplýsingar gefa Anna Ásmundsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, ísíma 602500.
RIKISSPITALAR
Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús baitir stofnunin sér fyrir markvissri
meðferð sjúkra, fræöslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með,
OQ leggjum megináherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingn-
um. Starfsemi Ríkisspítala er helguö þjónustu við almenning og við höfum
ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.
Verslunarstjóri
Sjónvarps- og hljómtækjaverslun
Fyrirtækið er innflutnings- og smásölufyrir-
tæki í Reykjavík.
Starfssvið verslunarstjóra felst í umsjón
með daglegum rekstri, innkaupum, starfs-
mannahaldi, sölu- og ráðgjöf til viðskiptavina
auk annarra þeirra starfa er falla í verksvið
verslunarstjórnunar.
Áhersla er lögð á rafeinda- og/eða tækni-
menntun ásamt reynslu af sambærilegum
störfum. Leitað er að kröftugum og drífandi
aðila með haldgóða þekkingu á ofangreindri
vöru.
Umsóknarfrestur er til og með 16. október
nk. Ráðning verður skv. nánara samkomu-
lagi þ.e. beðið verður eftir hæfum starfs-
manni. Unnið verður með umsóknir í fyllsta
trúnaði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Guðný Harðardóttir
Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavik
Simi 91-628488