Morgunblaðið - 11.10.1992, Side 38

Morgunblaðið - 11.10.1992, Side 38
 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1992 I / I) ! ! nyíjj1 KNATT3PYRNA Sigurður Grétarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og Grasshoppers í Sviss: Gerir Beenhakker kraflaverk? Verðumað „stela“ stigi í Moskvu... - íyrst við töpuðum hér heima íyrir Grikkjum „ÞAÐ er erfitt að spá um leikinn. Við förum bara til Moskvu til að gera okkar besta," sagði Sigurður Grétarsson landsliðsfyrirliði þegar Morgunblaðið ræddi við hann um leikinn sem framundan er, í Mosvku á miðvikudaginn kemur. Við höfum haft ágæt tök á Rússum og vorum eina liðið sem stal stigi af heim í Moskvu í 26 ár. Það ætti að vera möguleiki á því nú alveg eins og þá,“ segir fyrirliðinn og riflar upp 1:1 jafn- teflið við lið Sovétríkjanna sálugu á Lenín- leikvanginum 31. maí 1989 í undankeppni síðustu heimsmeistarakeppni. Sigurður var, eins og fleiri, mjög ósátt- ur við tapið gegn Grikkjum á Laugardals- velli á miðvikudaginn. „En það þýðir ekk- ert að vera að svekkja sig á Grikkjaleikn- um, þó vissulega hafi verið sárt að ná ekki að minnsta kosti einu stigi. Við verð- um bara að reyna að stela stigi eða stigum í Moskvu í staðinn." Qrikkimir lögðu ríka áherslu á vamar- leikinn á Laugardalsvelli, en íslendingar em satt að segja ekki vanir að mæta þannig andstæðingum. Það hefur oftar verið hlutverk íslenska landsliðsins að byggja á sterkri vöm og treysta á skyndi- sóknir. „Við lendum oft í vandræðum ef við eigum að stjóma leikjum — þegar andstæðingurinn bakkar og vili að við sækjum. Það er því kannski betra fyrir okkur að leika á útivöllum, gegn liðum sem ætla sér að sigra okkur. Þá getum við bakkað og skotist fram þegar við náum boltanum. Til dæmis í Moskvu því það er ömggt mál að Rússarnir verða ekki með ijóra menn fasta í vöminni eins og Grikk- ir. Við gátum þetta fyrir nokkram ámm þegar við gerðum jafnteflið í Moskvu — spilað skynsaman vamarleik, eins og í fyrri hálfleiknum gegn Grikkjum — og því skyldi það ekki takast aftur nú?“ Knattspymuáhugamenn hér á landi vom greinilega mjög bjartsýnir fyrir leik- inn gegn Grikkjum, og vom famir að gæla við það að komast í úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum. Er það raunhæft að þínu mati að liðið komist þangað? „Ég held það sé allt í lagi að halda í vonina meðan möguleikamir em fyrir hendi og svo má „diskútera" hvort það sé raunhæft eða ekki. Það yrði auðvitað mjög spennandi ef við kæmumst þangað, en líka mjög gott að komast upp um styrk- leikaflokk. En ef við hefðum unnið Grikk- land hefði dæmið auðvitað litið vel út — bæði með Ameríku og styrkleikaflokkinn — en fyrst sá leikur tapaðist væri mjög mikilvægt ef við næðum einu stigi í Moskvu." í 5. riðli em, auk íslands, Rússland, Grikklaiid, Lúxemborg og Ungveijaland. Sigurður telur riðilinn mjög jafnan, og þó Grikkimir hafi unnið tvo fyrstu leiki sína telur hann lið þeirra ekki það sterkt að það hafl burði til að stinga af. „Rússamir em til dæmis algerlega óskrifað blað, em með nýtt lið og það á alveg eftir að koma í ljós hvað þeir geta.“ Tvö lið fara áfram í riðlinum, og „ég held þetta sé það jafnt að liðið í öðm sæti gæti jafnvel komist áfram með 50% árangur." Morgunblaðið/Kristinn Landsllðsfyrlrlíðlnn Sigurður í baráttu við einn gríska varnarmanninn á Laugardalsvelli á mið- vikudaginn. „Þýðir ekkert að vera að svekkja sig á Grikkjaleiknum, þó vissulega hafi verið sárt að ná ekki að minnsta kosti einu stigi,“ segir hann. Sigurður Grétarsson í leik með Grasshoppers í Sviss. Hann var nýlega gerður að fyrirfiða liðsins, og hefur stundum leikið aftar á vellinum en hann var áður vanur. GRASSHOPPERS, sem Sigurð- ur Grétarsson fyrirliði íslenska landsliðsins leikur með, byrjaði keppnistímabilið ekki vel en virðist nú heldur að rétta úr kútnum. Það er komið upp í fimmta sæti svissnesku deild- arkeppninnar og í aðra umferð Evrópukeppninnar. Þjálfarinn var rekinn um daginn, eftir slakt gengi, og Hollendingurinn frægi Leo Beenhakker ráðinn í staðinn. Eftir tap á heimavelli í fyrri leikn- um gegn Sporting frá Lissa- bon í Evrópukeppninni var útlitið m^mekki bjart, en Grass- Anna hopper komst engu Bjamadóttir að síður áfram með skrifar því að vinna seinni leikinn í Portúgal. „Við klúðraðum fyrri leiknum," sagði Sigurður, sem verið hefur fyrirliði Grasshoppers í síðustu leikjum — nema síðastlinn miðviku- dag auðvitað, þar sem hann var að leika með landsliðinu á sama tíma. „Við skoruðum fyrsta mark leiksins en fengum svo klaufaleg mörk á okkur á síðustu mínútu fyrri og seinni hálfleiks." Sigurður lék ekki í Portúgal og var ekki bjartsýnn fyrir þann leik, en sagði gleðina mikla í herbúðum félagsins eftir að liðið komst áfram, og ekki minnk- aði hún eftir að liðið dróst gegn AS Roma frá Ítalíu. „Menn voru auðvitað mjög ánægðir með að komast áfram og það er ömggt að uppseit verður á heimaleikinn. Ég held völlurinn taki rúmlega 38.000 manns og það að leika gegn Roma ætti að gefa félaginu andvirði 60 milljóna króna í aðgangseyri og sjónvarps- og auglýsingatekjur.“ Grasshopper hefur ekki gengið vel í Evrópukeppninni síðustu ár. „Við duttum út eftir leiki gegn Sampdoria og Rauðu Stjömunni frá Belgrad í fyrra og hittifyrra. Þessi lið em sterkari en við og unnu bæði Evrópukeppnina það ár,“ sagði Sigurður. Fyrirfram taldi hann Grasshoppers í svipuðum gæðaflokki og Sporting og hann telur AS Roma ekki ósigrandi. „Ég held Roma sé ekki mikið sterkara en Sporting. Það þarf tvo góða leiki til að slá út, og menn verða að hafa trú á því að það sé hægt. Annars gengur þetta aldrei." Grasshoppers, sem hefur orðið meistari 27 sinnum, fór illa af stað í deildarkeppninni. Það hafði ekki unnið neinn leik eftir sjö leiki og þá var skipt um þjálfara. Leo Been- hakker, sem hefur náð frábæmm árangri með hollenska landsliðið, Ajax Amsterdam, Real Zaragosa og Real Madrid, var ráðinn til að bjarga málunum og Oldrich Schwab var rekinn. Hann var aðstoðarþjálf- ari Ottmars Hitzfelds sem fékk Sig- urð í liðið. Hitzfeld varð þjálfari hjá Dortmund í fyrra og Schwab var skipaður aðalþjálfari. Aðstoðar- þjálfari hafði aldrei fyrr tekið við liðinu. Fyrri þjálfarar vom búnir að sýna hvað í þeim bjó áður en þeir vom ráðnir til Grasshoppers. En Schwab var ódýr lausn og Grasshoppers á við fjárhagserfið- leika að etja eins og önnur sviss- nesk fótboltafélög. Beenhakker var hættur að þjálfa Real Madrid en var með samning við félagið til tveggja ára og var kallaður „tæknilegur ráðgjafi". Hann heldur líklega hluta af spænsku laununum en talið er að hann hafi jafnvel 50.000 franka, 2,1 milljón ISK, í mánaðarlaun hjá Grasshoppers. „Það er alltaf hægt að finna ríka stuðningsmenn sem era tilbúnir að leggja fé í hluti eins og ráðningu Beenhakkers,“ sagði Sigurður. „Þeir geta sagt seinna að þeir hafi fengið hann til Zúrich." Grasshoppers fór fram á við leik- menn sína fyrir tæpum tveimur áram að þeir tækju 20% launalækk- un. Sigurður var sá eini sem féllst ekki á það og hefur ekki verið í uppáhaldi hjá stjómendum félags- ins síðan. 40% tekna félagsins em af aðgöngumiðasölu og auglýsing- um. Leikir liðsins á heimavelli í Zúrich em yflrleitt illa sóttir, það er gott ef 4.000 mæta. Útileikir em hins vegar vel sóttir. „Stuðnings- menn annarra liða vilja alls ekki missa af leik þar sem þeirra lið gæti sigrað Grasshoppers," sagði Sigurður. Heimaleikir í Evrópu- keppni em einnig vel sóttir. Það vora til dæmis 15.000 áhorfendur á leiknum gegn Sporting Lissabon. „12.000 þeirra vora Portúgalir og það var eins og að leika útileik,“ sagði Sigurður. „Það sama átti sér stað þegar við spiluðum gegn Rauðu Stjömunni frá Belgrad. Þá vom 17.000 Júgóslavar á vellinum og 7.000 Svissarar." Liðið stóð sig ekki sérstaklega vel fyrst eftir að Beenhakker tók við. Það vann reyndar fyrstu tvo leikina en gerði síðan tvö jafntefli og tapaði gegn Sporting Lissabon. En síðan fylgdi sigur á Sporting í Lissabon í kjölfarið og liðið sigraði Aarau á útivelli í deildinni á mið- vikudaginn og er því komið í fimmta sæti. „Beenhakker breytti leikkerf- inu og nú spilum við 3-3-3-1 í stað 4-4-2 áður,“ sagði Sigurður sem hefur leikið á miðjunni vinstra meg- in eða verið vinstri bakvörður. „Æfíngamar hafa einnig breyst. Það er meiri hraði og snerpa í þeim hjá honum en var hjá Schwab." Aginn í liðinu hefur aukist síðan Beenhakker tók við og það reynir enginn að segja honum hverja hann eigi að velja í liðið. Sigurður varð þrítugur í vor. Samningur hans við Grasshoppers rennur út í sumar. Servette vildi fá hann til sín síðastliðinn vetur. Góð- ur þriggja ára samningur hafði náðst milli félaganna og Sigurðar en Schwab vildi þá ekki missa hann og kom í veg fyrir að hann flytti til Genfar. „Það hefði komið sér vel fyrir mig að fara til Servette," sagði Sigurður. „En nú er bara að standa sig og sjá hvað býðst í vor.“ « « « _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.