Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 8
SGei >Í38ÖT>JQ .OS H’JOAGUI.GIÍ-M GIGAJaWJDHOM
fttffrgntiMaftifc
KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND
Eyjólfúr hetja Stuttgart
- skoraði tvö mörk og fiskaði vrtaspymu í 4:0 sigri gegn Dynamo Dresden
EYJÓLFUR Sverrisson var heidur
betur í sviðsljósinu er Stuttgart
sigraði Dynamo Dresden 4:0 á
Neckar-leikvanginum í Stuttgart á
laugardag. Hann skoraði tvö mörk
og fiskaði vítaspyrnu. „Það er ekki
hægt annað en vera ánægður með
þennan leik,“ sagði Eyjólfur Sverr-
isson í samtali við Morgunblaðið.
Eólfur byijaði á að fiska vítaspyrnu
á 15. mínútu. Hann átti skot á
markið sem vamarmaður varði með
hendi á marklínu. Fritz Walter skoraði
úr vítaspymunni, 1:0, og þannig var
staðan í hálfleik. Knup bætti öðru mark-
inu við á 71. mínútu og síðan var komið
að þætti Eyjólfs. Hann skoraði fyrra
mark sitt með skalla á 77. mínútu og
þremur mínútum síðar bætti hann öðru
við eftir gegnumbrot.
„Ég átti ekki að spila nema í sextíu
mínútur vegna þeirra meiðsla sem hafa
hijáð mig frá því í Evrópuleiknum á
móti Leeds í Barcelona. En leikurinn var
alls ekki erfiður því þeir voru inní eigin
vítateig lengst af og við höfðum leikinn
í höndum okkar og aðeins spuming um
að skora. Mér gekk vel í leiknum og
fann ekki til og því var ekki ástæða til
að taka mig útaf,“ sagði Eyjólfur, sem
lék í stöðu vamartengiliðs eins og undan-
farið.
- Nú hefur Daum þjálfari verið gagn-
rýndur að undanförnu fyrir mistökin sem
hann gerði í Evrópuleiknum í Leeds þar
sem hann notaði of marga erlenda leik-
menn. Var þessi sigur ekki mikilvægur
til að lægja þær gagnrýnisraddir?
Jú, þessi sigur var mjög mikilvægur
fyrir liðið í heild og ekki síst fyrir Daum
þjálfara. Ég er ekki á því að Daum hafi
verið valtur í sessi. Hann jer sá' maður
sem kom okkur í þá stöðu sem við eram
í og við vitum að hann er góður þjálfari
og verður ekki látinn fara. Hann hefur
stuðning allra leikmanna að minnsta
kosti."
Stuttgart er nú í 5. sæti deildarinnar,
tveimur stigum á eftir Bayem Miinchen
sem á einn leik til góða. Stuttgart leikur
um næstu helgi við Köln á útivelli og
síðan gegn Bayem Munchen á heima-
velli. „Þannig að þetta era hörkuleikir
sem eru framundan og það verður spenn-
andi að glíma við Bayem,“ sagði Eyjólf-
ur.
Þess má geta að Eyjólfur hefur einu
sinni skorað fleiri mörk í leik fyrir Stuttg-
art. Það var þegar hann gerði þrennu
gegn Dortmund í 7:2-sigri fyrir tveimur
árum.
Eyjólfur Sverrlsson átti mjög góðan leik með Stuttgart - skoraði tvö mörk og fiskaði vítaspymu.
FOLK
■ BERND Schtister skrifaði um
helgina undir samning til eins árs
til viðbótar hjá Atletico Madrid á
Spáni. Hann lék sinn 300. leik í
spænsku deildinni um helgina.
■ SIMANIC frá Júgóslaviu, en
hann leikur með Stuttgart er ef til
vill þekktastur fyrir að vera fjórði
útlendingurinn sem kom inná í leikn-
um gegn Leeds. Þetta sama kvöld
lést eldri bróðir hans úr krabbameini
í Júgóslavíu, en sagan sagði í upp-
hafi að hann hefði látist í átökunum
þar.
■ STANLEY Menzo, markvörður
Ajax og hollenska landsliðsins,
meiddist í leik með Ajax gegn
Cambuur í hollensku deildarkeppn-
inni um helgina. Hann þurfti að yfir-
gefa völlinn í leikhléi. Ajax vann
leikinn 3:1.
■ PORTO sigraði Espinho 4:1 í
portúgölsku knattspymunni um
helgina og er í efsta sæti, tveimur
sigum á undan Belenense. Jorge
Couto, Búlarinn Emile Kostad-
inov, Antonio Andre og Jose
Semedo gerðu mörk Porto en Bras-
ilíumaðurinn Joel Diziario minnk-
aði muninn fyrir Espinho. Bobby
Robson, fyrram landsliðsþjálfari
Englands, stýrði liði sínu Sporting
til sigur gegn Benfica 2:0 og er
komið í þriðja sæti.
■ ALLY McCoist hélt uppteknum
hætti er hann skoraði eina mark
Glasgow Rangers gegn Hibemian
um helgina. Þetta var 23. mark hans
á tímabilinu.
■ JAN Mölby, danski leikmaður- ,
inn í liði Liverpool, meiddist í lok
leiksins gegn Manchester United á
sunnudag. I fyrstu var talið að hann
hefði fótbrotnað, en svo kom í ljós
að hann hafði meiðst á ökkla.
■ IVAN Lendl, sem keppir nú fyr-
ir Bandaríkin, sigraði Svíann Hen-
rik Holm í úrslitum í einliðaleik
karla, 7:6 og 6:4, á Seiko-mótinu
innanhúss sem lauk í Tókýó á
sunnudag. Þetta var 92. sigur
Lendls á ferlinum en fyrsti sigurinn
eftir að hann gerðist bandarískur
ríkisborgari í júlí sl. Hann fékk 7,5
milljónir ÍSK í verðlaun.
■ MARTINA Navratilova hélt
upp á 36 ára afmælið sitt á sunnu-
daginn með því að vinna Gabrielu
Sabatini frá Argentínu í úrslitum
á sterku móti í Filderstat í Þýska-
landi. Eftir spennandi leik í fyrsta
setti 7:6 sýndi Navratilvoa yfirburði
sína og vann sannfærandi 6:3. Navr-
atilova vann Arantxu Sanchez-
Vicario frá Spáni í undanúrslitum
6:1 og 6:1. Sabatini vann banda-
rísku stúlkuna Mary Joe Fernandez
7:5 og 6:2.
■ ATLANTA Braves sigraði Tor-
onto Blue Jays 3:1 í fyrsta leik lið-
anna í úrslitum í bandaríska hafna-
boltanum í Atlanta á laugardaginn.
En Blue Jays sigraði á sunnudag
5:4 og er staðan því jöfn 1:1. Þrír
mæstu tveir leikir fara fram í Tor-
onto. Það lið sem fyrr vinnur fjóra
leiki verður meistari.
Sonur Beckenbauers
stöðvaði Bayern Miinchen
Stefan Beckenbauer, sonur Franz
Beckenbauers varaforseta
Bayem Miinchen, lék vel með Saar-
brucken er liðið gerði 1:1 jafntefli á
heimavelli sínum. Stefan lék í vöm-
inni og hélt sóknarmanninum Bruno
Labbadia alveg niðri. Thomas Kristl
náði forystunni fyrir Saarbriicken
með skalla eftir fyrirgjöf frá banda-
ríska leikmanninum Eric Wynalda,
sem var svo nálægt því að gera sigur-
markið á síðustu mfnútum leiksins.
Oliver Kreuzer jafnaði fyrir Bayem
á 51. mínútu eftir homspymu Lothar
Mattáus.
Erich Ribbeck, þjálfari Bayem,
sagði að Saarbriicken hafi verðskuld-
að annað stigið. „Við náðum ekki
að nýta okkur þau færi sem við feng-
um í fyrri hálfieik. í síðari hálfleik
stjómuðum við leiknum en við hefð-
um alveg eins getað tapað í lokin.
Við erum ánægðir með annað stig-
ið,“ sagði þjálfarinn.
Bayem hefur ekki tapað níu fyrstu
leikjum sínum í deildinni en jafntefl-
ið minnkaði forystu liðsins á toppnum
niður í eitt stig eftir að næst efsta
liðið, Eintracht Frankfurt, vann
Numberg 2:1. Leverkusen, sem vann
Kaiserslautem 2:0 á heimavelli, er í
þriðja sæti með jafnmörg stig og
Frankfurt.
HANDKNATTLEIKUR
Héðinn með fimm mörfc
Héðinn Gilsson gerði fimm mörk fyrir Dusseldorf þegar liðið sigr-
aði Lemgo 20:18 um helgina. Héðinn og félagar vora 10:8
undir í leikhléi og það var ekki fyrr en rétt undir lokin sem Dusseld-
orf komst yfir og það var Héðinn sem gerði marið, 19:18, þegar
skammt var til leiksloka.
Sigurður Bjamason og félagar í Grosswaldstadt sigruðu Magde-
burg 22:20 og gerði Sigurður eitt mark í leiknum. Magdeburg hafði
10:8 yfir f leikhléi en tókst ekki að fylgja þvf eftir.
Dormager sigraði Kiel 21:18, Niederwiirzbach sigraði Milbertsho-
fen 18:15, Fredenbeck tapaði heima fyrir Hameln 22:23 og Schutt-
erwald varð að sætta sig við að tapa fyrir Massenheim á heima-
velli 21:24.
GETRAUNIR: X11 X11 1 X X 121X LOTTO: 4 5 11 14 15 / 37