Morgunblaðið - 25.10.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.10.1992, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR/INNLENT Náttúruspjöllin í Jökulsárgljúfri Málið verður athugað næsta sumar ÞÓRODDUR Þóroddsson fram- kvæmdastjóri Náttúruvemdar- ráðs segir að ekki séu tök á að gera nokkuð vegna náttúm- spjallanna i Jökuísárgljúfrum fyrr en næsta sumar. Hann reiknar með að þá verði land- verðir beðnir um að athuga þetta mál og hvernig best sé að afmá krotið á vegg gljú- franna. „Það er forkastanlegt að nokkur skuli gera hluti sem þessa enda er slíkt bannað samkvæmt nátt- úruvemdarlögunum,“ segir Þór- oddur. „Við höfum vitað af þessu kroti en málið sem slíkt hefur ekki komið til umræðu á okkar vettvangi enda ekki litið á það sem forgangsmál. Og það er víst að við höfum ékki fjármuni til að bregðast við. þessu Stráx.“ Þóroddur telur að sjálfs'agt verði erfítt verk að ná krotinu af vegg gljúfranna enda virðist það hafa staðist veðrun nokkuð vel. Talið er öruggt að spjöll þessf sem greint var frá í Morgunblaðinu í gærdag hafí verið unnin af Hollendingum fyrirjim 8 árum. Frumvarp um samfélagsþjónustu endurskoðað Markús Öm Antonsson, borgarstjóri, heilsar uppá böm á gæsluvellinum við Brekkuhús. llur í Grafarvogi NÝLEGA vár ópnaður nýr gæsluvöllur við Brekkuhús í Grafarvogi, Gæsluvöllurinn er vel búinn leiktækjum og leik- föngum með góðri aðstöðu fyr- ir börn og starfsfólk. Gæslu- völlurinn við Brekkuhús er sá 28. sem starfræktur er í bænum á vegum Reykjavíkurborgar og nýtir fjöldi foreldra þessa að- stöðu fýrir böra sín. Á sl. sumri var opnað nýtt skóladagheimili í Foldahverfí sem heitir Foldakot. Auk 33 skóla- barna dvelja einnig um 20 4-5 ára böm eftir hádegi í Foldakoti. í desember nk. er áætlað að ljúka byggingu leikskóla við Fífurima þar sem pláss verður fyrir 110 börn auk þess sem undirbúningur er að hefjast fyrir byggingu leik- skóla bæði í Engjahverfí og Folda- hverfi. Spurning hvernig ákveða eigi vinnu í stað fangelsis ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra segist vilja leggja end- urskoðað fmmvarp um sam- félagsþjónustu eða nauðungar- vinnu fyrir Alþingi í vetur. Hann skipaði á föstudag nefnd til að fara yfír framvarpið í ljósi at- hugasemda sem fram komu I fyrra. Sérfræðingar af öðram Norðurlöndum segja þetta form refsinga hafa gefíst vel þar. Samfélagsþjónusta er til umfíöll- unar á norrænni sakfræðiráðstefnu sem nú stendur yfír í Reykjavík, en öll Norðurlöndin nema Island hafa tekið upp þessar refsingar. Sólveig Pétursdóttir alþingismaður og formaður allsherjamefndar sótti ráðstefnuna. Hún segist sammála dómsmálaráðherra um að skoða eigi fmmvarpið betur og leggja það fyr- ir á ný. Dómsmálaráðherra lagði í fyrra fram. fmmvarp um samfélagsþjón- ustu til viðauka við almenn hegn- ingarlög, en það hlaut ekki af- greiðslu þá. Þingmenn tóku fmm- varpinu að vísu vel, en fram kom gagnrýni á ýmis atriði þess. Samfélagsþjónustu er ætlað að koma í staðinn fyrir fangelsisvist og segir Jónatan Þórmundsson lagaprófessor áð refsingin eigi helst við fyrir auðgunarbrot. I grannlönd- um er henni líka talsvert beitt fyrir brot á umferðarlögum. Jónatan seg- ist telja hugsanlegt að menn af- pláni einnig samfélagsþjónustu í stað sumra skilorðsbundinna dóma. Ragnheiður Bragadóttir lektor bendir á að fyrir séu í hegningarlög- um ákvæði sem lítið hafí verið beitt hingað til áf dómstólum. Niðurstaða hennar er sú að hérlendis eigi þetta refsiform ekki við og er fámenni meðal röksemda Ragnheiðar. Samfélagsþjónusta er ólaunuð vinna utan almenns vinnutíma um þriggja mánaða tíma hið minnsta. Hún getur verið af ýmsu tagi en er ætlað að gera gagn. Jónatan segir ekki rétt að nota orðið nauð- ungarvinna þar sem viðkomandi geti samþykkt eða hafnað þessum refsimöguleika áður en dómur er kveðinn upp. Meðal þess sem gagnrýnt var í frumvarpinu er ákvæði um nefnd sem ætlað er að ákveða, óski dóm- þoli þess, hvort refsivist allt að tíu mánuðum skuli breytt í samfélags- þjónustu í 40 til 200 klukkustundir. Rætt hefur verið um að þama yrði fíktað við ákvörðun dómstóla þann- ig að fari gegn aðskilnaði dóms- og framkvæmdavalds. Nýskipuð nefnd dómsmálaráð- herra mun meðal annars fjalla um þetta og athuga hvort skilgreina ætti betur skilyrði fyrir breytingu fangelsisvistar í samfélagsþjónustu. Nefndina skipa Ari Edwald aðstoð- armaður ráðherra, Haraldur Jo- hannessen forstöðumaður Fangels- ismálastofnunar og Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður. / Skautasvell- ið í Laugar- dal opnað Skautasvellið í Laugardal var opnað í gær, fyrsta vetrardag. í vetur verður skautasvellið opið frá klukkan 12 til 17 eða 18 virka daga og klukkan 13—18 um helg- ar. Þá verður einnig opið á miðviku- dagskvöldum frá klukkan 20 til 23. Að auki verður séropnun fyrir böm á morgnana og er hægt að panta tíma fyrir hópa, til dæmis bama- heimili eða skóla. -----♦ ♦ ♦---- * Iþróttamynd- ir í Ráðhúsinu í TENGSLUM við 61. íþróttaþing sem haldið er um helgina og átta- tíu ára afmæli íþróttasambands íslands á þessu ári, hafa í salar- kynnum Ráðhúss Reykjavíkur verið settar upp ljósmyndir sem tengjast sögu iþróttanna. Mynd- irnar eru úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur og myndasafni Morgunblaðsins. Sýningin verð- ur opin almenningi að afloknu iþróttaþingi. Ljósmyndimar eru bæði gamlar og nýjar og sýna á sinn hátt sögu íþróttagreinanna. Þær eldri em flestar úr Ljósmyndasafni Reykja- víkur en þær yngri teknar af Ijós- myndumm Morgunblaðsins. í kynn- ingu segir Ellert B. Schram forseti ÍSI að hugur forystumanna sam- bandsins standi til þess að þetta myndbrot verði vísir að íþróttaljós- myndasafni og veglegri sögusýn- ingu í náinni framtíð. Myndirnar em stækkaðar í 40 x 5Ó sentimetra stærð og settar upp á fleka sem mynda umgjörð íþróttaþingsins í ráðhúsinu. ---\-» » «---- Prestvígsla í Dómkirkjunní BISKUP íslands herra Ólafur Skúlason vígir Þóri Jökul Þor- steinsson guðfræðikandidat til þjónustu í Grergaðarstaðar- prestakalli í Þingeyjaprófast- dæmi. Athöfnin fer fram í Dóm- kirkjunni og hefst messan kl. 10.30 í dag. Vígluvottar verða séra Öm Frið- riksson prófastur á Skútustöðum, séra Sigurður Jónsson í Odda, séra Kristján Valur Ingólfsson rektor í Skálholti og séra Hjalti Guðmunds- son dómkirkjuprestur sem þjónar fyrir altari. r Áætlun Borg- arkringlu- vágnsins STRÆTISVAGNINN sem hér er vegna Bretlandsveislu mun aka um götur Reykjavíkur sam- kvæmt ákveðinni áætlun milli miðbæjar og Mjóddar og tekur hver ferð um hálfa klukku- stund. Mánudag til föstudags hefjast ferðir klukkan 12.15 frá Arnar- hóli ög síðan verða ferðir þaðan á klukkutíma fresti 15 mínútur yfir heila tímann. Frá Mjódd verður farið 15 mínútur fyrir heila tímann og lýkur ferðunum klukkan 18. Á laugardögum hefjast ferðir frá Amarhóli klukkan 10.15 og lýkur í Borgarkringlunni kl. 15.30. Ókeypis er í vagninn fyrir alla. í dag verður brugðið útaf dag- skránni og boðið upp á ókeypis 3 skoðunarferðir um borgiga undir leiðsögn. Neskirkja. Kaffisala og basar Árleg kaffísala og basar Kvenfélags Neskirkju verður í dag, sunnudaginn 25. október, í safnaðarheimili Neskirkju að guðsþjónustu lokinni kl. 15. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra Hertar aðgerðir gegn einstæðum í sambúð SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra hefur boðað hertar aðgerðir gegn þeim sem reyna að leika á félagskerfið með því að skrá hjúskaparstöðu sína aðra en hún ér og fá þannig hæiri bætur. Hér er einkum átt við barnafólk sem er í sambúð en skráir sig sem einstætt foreldri. Sighvatur segir að málið snúist ekki um að taka réttindi af einstæðum foreldrum heldur að koma í veg fyrir misnotk- un þessara réttinda. Heilbrigðisráðherra kynnti tillög- ur sínar á ríkisstjómarfundi á föstu- dag Þær felast í að mælst verður til við Tryggingastofnun ríkisins að hún beiti ákvæðum almannatrygg- ingarlaga þess efnis að ef upp kemst um misnotkun sé ekki ein- ungis um að ræða að viðkomandi sé gert að endurgreiða það sem hefur verið ofborgað heldur einnig tvöföld sú upphæð í sekt. „Við munum óská þess við Trygginga- stofnun að hún sendi öllum einstæð- um foreldmm bréf þar sem þeim er gerð grein fyrir málinu og jafn- framt að þeim sem era í sambúð sé gert kleift að skrá sig þannig fram að áramótum án þess að greiða sektina," segir Sighvatur Sighvatur segir að Trygginga- stofnun sé einnig bent á að gera þessu fólki grein fyrir þvi að það missir af ýmsum réttindum með því að skrá hjúskaparstöðu sína aðra en hún er og má þar nefna erfða- rétt, rétt til makabóta, lífeyris- greiðslur og fleira. í tillögum Sighvats er einnig að fínna ábendingar til sýslumanna um að þeir noti þann rétt að við ákvörð- un meðlagsgreiðslna eigi að taka tillit til efnahagsstöðu þess er með- lagið greiðir og að það megi hækka í samræmi við þá stöðu um allt að tvöfaldri núverandi upphæð sem er um'7.200 krónur á mánuði. „í þessu sambandi má nefna að Innheimtu- stofnun sveitarfélaga sem tryggir mæðrum eða feðram meðlags- greiðslur er heimiit að tryggja þeim þær greiðslur sem sýslumaður hefur ákveðið þó þær séu hærri en lág- marksupphæðin,“ segir Sighvatur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.