Morgunblaðið - 25.10.1992, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1992
Guðmunda K. Guð-
mundsdóttir frá Homi
Fædd 23. janúar 1926
Dáin 15. október 1992
Mágkona mín, Guðmunda Guð-
mundsdóttir frá Homi, andaðist í
Landspítalanum 15. þessa mánaðar
eftir langvarandi veikindi og miklar
þjáningar. Munda, en svo var hún
oftast kölluð af nánustu ættmenn-
um og venslafólki, fæddist á Homi
í Sléttuhreppi 23. janúar 1926, dótt-
ir Guðmundar Kristjánssonar bónda
þar og Jóhönnu Hallvarðsdóttur,
konu hans. Munda ólst upp hjá
móður sinni, því að föður sinn sá
_hún aldrei. Hann lést nokkrum
mánuðum áður en hún fæddist, lið-
lega fímmtugur að aldri. Ekkjan
stóð nú ein uppi með tvær dætur
komungar og þriðja bamið á leið-
inni. Það var því úr vöndu að ráða
fyrstu árin á eftir þessa lífsreynslu,
en allt blessaðist þetta nú samt,
enda húsmóðirin dugleg og útsjón-
arsöm og kunni mörgum betur að
miðla af litlum efnum. Eldri dæt-
umar voru Elín, síðar eiginkona
undirritaðs, nú látin fyrir mörgum
árum og Sigríður, sem fæddist van-
heil og hefur síðan nokkru fyrir
andlát móður sinnar dvalið á Kópa-
vogshæli.
Munda laðaðist fijótlega að
^ákveðnu lífsformi sem byggðist á
festu og einlægri trú á allt hið besta
í fari manna. Undirhyggju og
óvandaða framkomu þekkti hún
ekki. Jafnvel á meðan hún var bam
að aldri fannst mér hún líta lífið
alvarlegum augum. Hún gladdist
að vísu oft og lék sér með hinum
krökkunum á bænum, kunni vel að
koma fyrir sig orði og minnti hina
fullorðnu stundum á föðurinn hvað
orðaval og áherslur varðaði, en þess
í milli var hún hljóðlát og hugs-
andi. Og það breyttist ekki svo
mjög þótt árin færðust yfír hana.
Þær systur, Elín og Munda, vora
ekki líkar í sjón en eigi að síður
féll þeim alltaf vel og héldu stöðugu
sambandi sín í milli meðan báðar
lifðu.
Munda gekk í aukaskólann á
Homi þegar hún hafði aldur til og
átti ég, sem þessar línur rita, hlut
að því að leiðbeina henni á þeirri
braut um skeið. Ég fann fljótt að
hún var farsælum gáfum gædd því
námið virtist liggja létt fyrir henni,
enda sló hún ekki slöku við en not-
aði hveija stund vel þann stutta
tíma sem kennslan stóð yfír ár
hvert.
Á áranum frá 1930 til ’37 eignað-
ist Munda tvö hálfsystkini, en þau
vora Grímur Oddmundsson, nú lög-
regluþjónn í Hafnarfirði, og Guð-
björg Stefánsdóttir, nú húsmóðir í
Bolungarvík.
Rétt áður en Hom, þessi heill-
andi útskagi sem Munda dáði og
dreymdi um alla ævi, fór í eyði,
yfírgaf fjölskyldan allt sitt þar norð-
urfrá og flutti til Súðavíkur, öll
nema Elín, sem farin var að heiman
fyrir nokkram áram. Stuttu síðar
fór Munda í Húsmæðraskólann á
ísafirði og útskrifaðist þaðan með
mjög góðum vitnisburði. Þar lærði
hún margt sem kom henni að gagni
í lífínu og bar heimili hennar síðar
þess glögg merki, en allt sem hún
lagði hönd að vann hún af sam-
viskusemi og af þeirri lagni sem
henni var í blóð borin. Ekki ílentist
Munda í Súðavík og eftir skamma
dvöl þar kvaddi hún móður sína,
systumar og stjúpa og hélt til
Reykjavíkur á vit hins ókunna. Þar
vann hún um skeið við afgreiðslu-
störf og fleira þar til hún kynntist
eftirlifandi eiginmanni sínum, Bimi
Þorkelssyni, verkstjóra hjá Hita-
veitu Reykjavíkur, en þau gengu í
hjónaband 16. september árið 1950.
Ifyrstu árin bjuggu þau í leiguhús-
næði en síðar keyptu þau fokhelda
íbúð á Rauðalæk í Laugames-
hverfí, innréttuðu hana og eignuð-
ust þar með fallegt heimili, þar sem
saman fór smekklegur frágangur
og snyrtimennska í allri umgengni.
Eftir að ég og fjölskylda mín flutt-
um hingað suður komum við æði
oft í heimsókn til þeirra hjóna,
Bjöms og Mundu, og þangað var
ætíð gott að koma. Á Rauðalæk
bjuggu þau svo þar til þau fluttu
að Huldulandi 1 fyrir nokkram
árum.
Árið 1960 ættleiddu þau hjón
nýfæddan dreng, sem var látinn
heita móðumafni húsmóðurinnar
og skírður Jóhann Dagur. Hann er
nú á fertugsaldri, kvæntur, á þijú
böm og vinnur hjá Pósti og síma.
Fyrir um það bil 15 áram fór
Munda að kenna þess sjúkdóms sem
leiddi hana að lokum yfír móðuna
miklu. Leið hún oft miklar þrautir
og þar kom að eina hjálparvonin
virtist vera í því fólgin að fara til
Danmerkur og gangast undir
hættulega aðgerð, sem erfítt var
að segja fyrir um hvaða árangur
bæri. En hjá þessu varð ekki kom-
ist. Aðgerðin tókst vonum framar
og eftir að heim kom leið Mundu
betur en áður þótt ekki næði hún
fullum bata. Þannig liðu nokkur ár
og ijölskyldan eygði von um betri
tíma. En svo syrti aftur að, heilsu
hennar hrakaði með hveiju ári og
undanfama mánuði hefur hún dval-
ið í sjúkrahúsi og síðustu vikumar
fársjúk. Eiginmaður hennar hefur
gert allt sem í hans valdi stóð til
að létta henni stríðið, vakað yfír
henni á sjúkrahúsinu sólarhringum
saman og ég veit að það hefur ver-
ið henni ómetanleg huggun að vita
hann hjá sér, enda vora þau alla
tíð sem einn maður og á hjónaband
þeirra féll aldrei skuggi.
En nú er hún horfín úr þessum
heimi og hennar er sárt saknað af
eiginmanni, syni, bamabömum og
ástvinum öllum. Og við sem til
þekktum vottum þeim samúð okk-
ar, óskum þess af heilum huga að
þeir megi fínna frið og þökkum
henni að síðustu fyrir allt og allt.
Blessuð veri minning hennar.
Haraldur Stígsson.
Fimmtudaginn 15. október lést á
Landspítalanum kær frænka okkar,
Guðmunda Guðmundsdóttir. Þessi
dagur var erfíður, en annars bjartur
og fagur og eins og friður væri
yfír öllu, já, loksins friður eftir mik-
il og erfíð veikindi.
Minningamar streyma fram í
hugann. Minningamar þegar
Munda og Bjössi komu í heimsókn
vestur, ung og glæsileg hjón og
dvöldu hjá okkur stundarkom. Það
vora skemmtilegir tímar. Þau vora
svo sameiginlega vönduð að allri
gerð og í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur og heimilið þeirra bar
þess glöggt vitni.
Svo liðu árin við vinnu og að
koftia sér upp eigin húsnæði. Árið
1960 eignuðust Munda og Bjössi
soninn Jóhann Dag og með honum
áttu þau margar hamingjustundir.
Hann á nú 3 böm sem öll hafa
verið augasteinar ömmu og afa.
Munda vildi allt fyrir þau gera og
hafði þau mikið hjá sér, oft þótt
hún væri mikið veik. Það var því
alveg táknrænt að síðustu orðin
hennar við okkur vora þau að hún
óskaði svo innilega að litlu sólar-
geislamir hennar ættu alltaf góða
daga.
Það var aðdáunarvert hve vel
Bjössi hlúði að Mundu í öllum veik-
indunum allt fram á síðustu stund.
Kæri Bjössi, Jóhann og ijöl-
skylda. Við vottum ykkur öllum
samúð okkar um leið og við kveðjum
kæra frænku með virðingu og þökk.
Iðunn, Freyja og fjölskyldur.
Mánudaginn 26. október verður
lögð til hinstu hvflu ástkær frænka
mín, Guðmunda Kristjana Guð-
mundsdóttir, húsmóðir, Huldulandi
1, Reykjavík. Hún lést á Landspítal-
anum þann 15. október eftir harðan
bardaga við erfíðan sjúkdóm.
Munda, eins og hún var kölluð,
fæddist 23. janúar 1926 á Homi í
Sléttuhreppi og ólst þar upp til 18
ára aldurs, flutti þaðan til Reykja-
víkur og bjó þar til dauðadags.
Foreldrar hennar vora Jóhanna
Hallvarðsdóttir, sem lést 1977, og
Guðmundur Kristjánsson, sem lést
áður en hún fæddist. Munda átti
íjögur systkini, Elínu, en hún lést
1964, Sigríði, vistmann á Kópa-
vogshæli, Grím, búsettan í Reyja-
vík, og Guðbjörgu, búsetta í Bol-
ungarvík. Hún var gift eftirlifandi
eiginmanni sínum, Bimi Þorkels-
+
Eiginmaður minn, faðir og afi okkar,
HINRIK EIRÍKSSON,
Nökkvavogi 28,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. október
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Kristfn Jónsdóttir,
Þórhildur Hinriksdóttir, Þórður Sigurjónsson
og barnabörn.
Faðir okkar^
INGI GUÐMONSSON
bátasmiður,
Hliðargerði 2,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 29. október
kl. 14.00.
Minningarathöfn verður f Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. október
kl. 13.30.
Börnin.
+
Ástkaereiginkona mín, móðir, tengdamóöir, mágkona og amma,
STEFANÍA SIGURGEIRSDÓTTIR
frá Granastöðum,
Espigerði 10,
Reykjavfk,
verður jarðsett frá Langholtskirkju þriðjudaginn 27. október kl.
13.30.
Þorgeir Pálsson,
Páll Þorgeirsson, Helga Þorkelsdóttir,
Sigurgeir Þorgeirsson, Málfrfður Þórarinsdóttir,
Hólmfrfður Þorgeirsdóttir, Árni Vósteinsson,
Droplaug Pálsdóttir
og barnabörn.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
+
Okkar kæra
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áðurtil heimilis í Ingólfsstræti 21 d,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 27. október
kl. 15.30.
Guðný Ólafsdóttir,
Sigríður Ólöf Árnadóttir,
Anna Margrét Árnadóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓREY ÞÓRÐARDÓTTIR,
Sólvallagötu 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
28. október kl. 15.00.
Sigurður Demetz Fransson,
Bjarni Stefánsson,
Þórður Stefánsson
og fjölskyldur.
syni, og áttu þau einn son, Jóhann
Dag. Jóhann á þijú börn, Valdi-
mar, Jón Kristófer og Kristjönu
Margréti. Þau vora í miklu dálæti
hjá ömmu sinni. Hún hafði þau oft
hjá sér og undraðist maður hve
natin hún var við þau miðað við
hve heilsutæp hún var, en hún hafði
svo gaman af því að hafa þau hjá
sér, þurfa þau nú að sjá á eftir
góðri ömmu. Þegar ég hugsa til
baka er það fyrsta sem kemur upp
í hugann hvað það var gott að koma
til Mundu og Bjössa. Maður fann
alltaf svo mikla hlýju í hvert skipti
sem maður kom til þeirra. Þar var
alltaf svo rólegt og notalegt, við
gátum setið tímunum saman og
talað, hún vildi frétta allt af fólkinu
sínu fyrir vestan. Svo var hún alltaf
svo næm á hvemig manni leið að
það var hægt að tala um allt við
hana. Munda unni mjög átthögum
sínum og var hún í essinu sínu þeg-
ar hún rifjaði upp æskuárin sín fyr-
ir vestan. Þó að lífsbaráttan á
Ströndum hafí verið hörð sagði hún
þannig frá að þetta virðist hafa
verið draumastaður.
Það er erfítt að sætta sig við að
Munda sé látin því að heimsókn til
hennar var alltaf fastur punktur
þegar ég kom til Reykjavíkur. Hún
bar sig alltaf vel þegar maður kom
og talaði ekki mikið um hve veik
hún var. Ég vil þakka henni allar
yndislegar stundir sem ég, Palli,
Benni og Gunnar áttum með henni
og allan kærleikann og hlýjuna sem
hún gaf okkur. Ég bið góðan Guð
að hughreysta Bjössa, Jóhann,
Valdimar, Jón Kristófer og Krist-
jönu í gegnum þessa miklu sorg.
Síðan vil ég votta þeim, systkinum
hennar og öllum ættingjum mína
dýpstu samúð. í hjarta mínu geymi
ég minninguna um þessa góðu,
hjartahlýju konu sem var mér alltaf
svo góð.
Hvíli hún í friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Jóhanna Gunnarsdóttir,
Bolungarvík.
“SCóm..
'KZ.
Opið alla daga fra kl. 9 22.
tilkl.22,-