Morgunblaðið - 03.11.1992, Side 1
I
1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
2tt«rew**M&íiií>
B
1992
ÞRHUUDAGUR 3. NOVEMBER
BLAÐi
adidas
Þeir bestu í Samveldinu
Spartak Moscow
leika í Adidas
KNATTSPYRNA
Um 10°/o fækkun áhorfenda á leikjum í 1. deild karla milli áranna 1991 og 1992:
íí
i
i'
f:
t3
c
j 6
| *C
c
i J
] li
Tæplega 45% fækkun hjá Fram
KORFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Bjami
Skallatennlsl Jonathan Bow virðist vera í skallatennis við fyrrum félaga sína í KR. ÍBK er eina liðið sem ekki
hefur tapað stigi í úrvalsdeildinni. í kvöld leika Tindastóll og Valur nyrðra.
KNATTSPYRNA
Ásthildur á leið í KR
KR dró að flesta áhorfendur í
1. deild karla í knattspyrnu á
síðasta keppnistímabili. Sam-
talsgreiddi 10.031 aðgangs-
eyri í níu leikjum á KR-vellinum
eða 1.115 að meðaltali á leik,
sem er 7,47% fækkun frá fyrra
ári. í heildina fækkaði áhorf-
endum í deildinni um liðlega
10% á milli ára, úr 67.623 í
60.812, og munar þar mest um
44,72% fækkun hjá Fram eða
5.959 áhorfendur og 41%
fækkun hjá FH eða 2.849 áhorf-
endur. Nýliðar ÍA og Þórs
drógu að 131,6% fleiri áhorf-
endur en fallliðin Víðir og
Stjarnan gerðu 1991.
Flestir áhorfendur sáu leik Þórs
og KA, 1.910.1.807 sáu viður-
eign KR og ÍA, 1.788 voru á leik
KR og Vals, 1.675 hjá Fram og
KR og 1.529 hjá KR og Fram.
KR er eina liðið, sem fékk meira
en 1.000 áhorfendur á leik að með-
altali. 8.233 sáu heimaleiki ÍA eða
914 að meðaltali, Fram fékk 7.367
(819), Þór 6.990 (777), Víkingur
5.114 (568), ÍBV 4.910 (546), KA
4.851 (539), Valur 4.836 (537),
UBK 4.395 (488) og FH 4.095
(455).
Aðeins nýliðamir bæta við sig
Öll liðin fengu færri áhorfendur
en á fyrra ári. Fram, sem hefur
fengið flesta áhorfendur á heima-
leiki sína undanfarin ár, fékk
44,72% færri áhorfendur í ár miðað
við keppnistímabilið 1991, FH 41%,
UBK 33,87%, ÍBV 28,2%, Valur
17,98%, KR 7,47%, KA 7,10% og
Víkingur 4,23% færri áhorfendur.
Hjá þessum átta félögum nemur
fækkunin samtals 15.456 áhorfend-
um, 25,3%%
Nýliðar ÍA og Þórs drógu mun
fleiri áhorfendur að en Stjaman og
Víðir gerðu 1991 og bættu mjög
við sig frá 1990, þegar bæði félög-
in léku síðast í 1. deild. Víðir og
Stjaman fengu samtals 8.645
áhorfendur á heimaleiki sína í fyrra,
en samsvarandi tala fyrir ÍA og Þór
í ár var 20.270, sem er 131,6%
hærri tala. ÍA fékk 4.630 áhorfend-
ur 1990, en 8.233 í ár, sem er 77,6%
ijölgun. Þór fékk 5.164 áhorfendur
1990, en 6.990 í ár og er það
35,36% ijölgun.
■ Áhorfondur / B2
Asthildur Helgadóttur, miðju-
leikmaður með UBK sem val-
in var efnilegasti leikmaðurinn í 1.
deild kvenna sl. sumar hefur ákveð-
ið að ganga til liðs við KR.
„Ég hef áhuga á að reyna eitt-
hvað nýtt og það er nyög spenn-
andi að fara til KR. Liðið náði ekki
sínu besta fram í sumar en kemur
til með að verða sterkara næsta
sumar," sagði Ásthildur í samtali
við Morgunblaðið.
Þær Guðlaug Jónsdóttir og Hel-
ena Ólafsdóttir hafa báðar ákveðið
að fcira aftur í KR eftir eins sum-
ars dvöl í herbúðum ÍA. Guðlaug
hefur þegar skrifað undir félaga-
skipti og Helena mun gera það f(jót-
lega.
KRfær
nýjan
mann
KR-ingar hafa ákveðið að
láta Harald Thompkins,
Bandaríkjamanninn sem leikið
hefur með félagsins, fara og
hafa fengið annan Bandaríkja-
mann í hans stað. Heitir sá
Larry Houwer.
„Houwer er stór og stæðileg-
ur strákur, rétt um tveir metrar
og leikur stöðu miðherja. Hann
fór á fyrstu æfinguna í gær-
kvöldi og lofar góðu. Hann er
reyndar ekki í góðri æfingu en
er stór og stæðilegur miðheiji,“
sagði Ingólfur Jónsson, formað-
ur körfuknattleiksdeildar KR við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
JoeHurst
til Blika
i
Breiðabliksmenn hafa ákveð-
ið að skipta um erlendan
leikmann Lloyd Sergant, sem
leikið hefur með liðinu í haust
leikur ekki meira með en þess
í stað hefur Breiðablik fengið
Joe Hurst til liðs við sig.
Hurst kemur beint frá Ástral-
íu þar sem hann lék með liði í
efstu deild. í fyrra lék hann með
Grindvíkingum þegar Dan
Krebs meiddist og stóð sig vel.
„Hurst er alhliðaleikmaður og
getur leikið flestar stöður á vell-
inum. Sergant er hins vegar
miðheiji og eftir að Pétur Guð-
mundsson kom til okkar nýtist
hann ekki nógu vel, þrátt fyrir
að hann hafí staðið sig ágæt-
lega, og því ákváðum við að
skipta um leikmann," sagði Sig-
urður Hjörleifsson þjálfari Blika
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
HANDKNATTLEIKUR: KVENIMALANDSUDIÐ TAPAÐIÖLLUM LEIKJUNUM í SVISS / B7