Morgunblaðið - 03.11.1992, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992
Aðsókn að knattspyrnuleikjum 1989 -
Aðsókn að öllum leikjum Meðalaðsókn/leik
1989 1990 1991 1992 ’89 '90 ’91 '92
1. umferð 2.969 3.773 4.437 4.475 594 755 887 895
2. umferð 2.706 3.950 3.753 4.546 541 790 751 909
3. umferð 4.180 2.185 4.424 5.557 836 437 885 1.111
4. umferð 3.313 4.169 4.081 3.322 663 834 816 664
5. umferð 3.834 3.053 3.668 2.627 767 611 734 525
6. umferð 4.126 3.420 4.230 2.573 825 684 846 515
7. umferð 3.684 2.495 3.416 3.190 737 499 683 638
8. umferð 3.890 3.278 4.983 3.803 778 656 997 761
9. umferð 4.403 2.170 3.389 4.152 881 434 677 830
10. umferð 3.192 2.734 3.340 3.622 638 547 668 724
11. umferð 3.541 2.736 4.648 3.688 708 547 929 738
12. umferð 4.483 2.866 3.840 4.197 897 573 768 839
13. umferö 4.736 2.485 3.706 3.069 947 497 741 514
14. umferð 3.835 2.570 2.788 2.060 767 514 558 412
15. umferð 3.614 2.294 3.343 2.772 723 459 668 554
16. umferð 3.610 2.682 3.402 1.928 722 536 680 386
17. umferð 4.204 1.874 3.836 2.697 841 375 767 539
18. umferð 3.1CG 3.546 2.339 2.534 627 709 468 507
Samtals: 67.444 52.280 67.623 60.812 749 581 751 676
JJ
M ÞÝSKA dagblaðið Expressen í
Köln velti vöngum yfir því í síðustu
viku hvaða leikmenn gætu styrkt
úrvalsdeildarlið Kölnar, sem gengið
hefur afar illa það sem af er vetrar.
Einn þeirra sem nefndur var til sög-
unnar var Guðni Bergsson hjá Tott-
enham. Sagt var að hann myndi
• styrk vöm félagsins og birtist mynd
af honum með.
■ EJNN forráðamanna Kölnarliðs-
ins sagði við Morgunblaðið að þetta
væri alfarið hugmynd blaðsins, en
vel gæti farið svo að fulltrúi félags-
ins færi til Englands og kíkti á
Guðna í leik.
■ ANTON Björn Markússon,
miðvallarspilari hjá Fram í knatt-
spymu, hefur verið á ferð og flugi —
þó meira á flugi — síðustu vikur.
Anton Björn er í Flórída í Banda-
ríkjunum, þar sem hann er í flug-
námi.
■ ÞORSTEINN Halldórsson,
knattspymumaður hjá FH, þarf að
flakka á milli íþróttasvæða. Fyrir
utan að leika knattspymu með FH,
þjálfar hann sjöunda flokki í hand-
knattleik hjá Fylki og þá hefur hann
verið ráðinn þjálfari meistaraflokks
kvenna í knattspymu hjá Fram.
Þorsteinn er trúlofaður Hafdísi
Guðjónsdóttur, handknattleikskonu
úr Fram.
H GYLFI Orrason, milliríkjadóm-
ari í knattspymu, fór í gær til Lux-
emborgar, þar sem hann verður
línuvörður í tveimur leikjum í einum
riðli Evrópukeppni landsliða skipuð
leikmönnum yngri en 18 ára. Þar
keppa Luxemborg, Portúgal og
Svíþjóð. Hann mun dæma leik Svía
og Portúgala.
■ GYLFI stóð í ströngu í sl. viku
er hann dæmdi leik 1. flokks Gróttu
og KR í Haustmótinu. Hann rak fjóra
leikmenn af leikvelli og sýndi fimm
Sla spjaldið. KR vann 8:6.
EYSTEINN Hauksson, leik-
maður fslenska 18 ára landsliðsins,
sem hefur leikið með Hetti á Egils-
stöðum, hefur tilkynnt félagaskipti
yfir í Keflavfk. Eysteinn stundar
nám í Fjölbrautaskóla Suðumesja.
Annar leikmaður að austan hefur
einnig gengið til liðs við ÍBK. Það
er Sigurður Arnar Jónsson, mark-
vörður úr Leikni á Fáskrúðsfirði.
■ LEIKMENN Hattar á Egils-
stöðum fara í æfíngabúðir til Fær-
eyjar fyrir næsta keppnistímabil.
Það tekur jafn langan tíma fyrir
Egilsstaðarliðið að fara til Færeyja
og til Reykjavíkur.
■ EF Luzern nær að komast áfram
í UEFA-keppninni, en félagið vann
fyrri leikinn gegn Feyenoord, 1:0,
aukast líkur á að Arnar Grétarsson
landsliðsmaður úr Breiðabliki fari
til félagsins.
■ VALDIMAR Kristófersson og
Steinar Guðgeirsson, landsliðs-
menn í knattspymu úr Fram, hafa
gert það gott hjá belgíska 3. deild-
arfélaginu Heultje. Þeir félagar fóru
til félagsins eftir að hafa leikið með
Fram í Kaiserslautern á dögunum.
Það var öflug sendinefnd frá Heultje
sem kom til Kaiserslautern til að
sækja þá - átta broddborgarar bæj-
arins.
(Ó)LÖGLEGUR
Segja má að íslandsmótinu
í knattspyrnu hafi lokið
formlega_ í síðustu viku er dóm-
stóll KSÍ kvað upp úrskurð í
áfrýjunarmáli Þróttar frá Nes-
kaupstað gegn Völsungi, í fram-
haldi af kæru
Völsungs gegn
Norðfirðingunum
vegna leiks lið-
anna í 3. deild á
Húsavík í ágúst.
Þar með er ljóst
að Þróttur N. færist upp í 2.
deild fyrir næsta keppnistímabil
en ekki Grótta. Með þeim fyrir-
vara þó að dómstóll ÍSÍ breyti
niðurstöðunni, en hugmyndir
munu uppi um að áfrýja úr-
skurðinum þangað.
Málið snýst um að einn leik-
manna Þróttar N., Sófus Hákon-
arson, kom inn á sem varamað-
ur en gleymst hafði að rita nafn
hans á leikskýrsluna. Völsungar
kærðu og unnu málið heima í
héraði en dómstóll KSÍ hnekkti
þeirri niðurstöðu. Telur lið Þrótt-
ar ekki hafa verið ólöglegt.
Úrskurðurinn í síðustu viku
kom mörgum á óvart. Til hvers
er leikskýrslan? spyija menn.
Getur dómstóll KSI leyft sér að
gefa fordæmi sem þetta með
því að úrskurða á þennan veg?
Hvenær drepur maður mann
og hvenær drepur maður ekki
mann? segir Jón Hreggviðsson
í íslandsklukkunni. Hvenær er
leikmaður ólöglegur og hvenær
er hann ekki ólöglegur? í 6.
grein reglugerðar KSÍ um knatt-
spyrnumót segir m.a. að á leik-
skýrslu eigi að fylla út nöfn
þeirra leikmanna „sem leika
eiga leik auk varamanna og
skal númer hvers og^eins til-
greint á skýrslunni." (í nefndri
grein segir reyndar einnig að
fyrirliðar (leturbreyting undir-
ritaðs) skuli afhenda dómara
útfyllta leikskýrelu, þannig að
ef farið yrði algjörlega eftir bók-
stafnum er ekki víst að margir
leikir hérlendis yrðu taldir lög-
legir!)
Niðurstaða dómstóls KSÍ er
athygli verð. Mistök voru gerð,
um það er ekki ágreiningur. En
þegar málið er skoðað ofan í
kjölinn er ljóst að hér var ekki
um vísvitandi svik eða blekkingu
að ræða. Þróttarar gerðu ekkert
af óheilindum. Þeir voru ekki
að styrkja lið sitt með utanað-
komandi manni, heldur er Sófus
gamall félagsmaður sem liðs-
stjóri gleymdi einfaldlega að
skrá á skýrsluna, þrátt fyrir að
leikmaðurinn sæti með félögum
sínum í rútu á fimmtu klukku-
stund frá Norðfirði alla leið til
Húsavíkur.
Það hefði verið grátlegt fyrir
Þróttara að missa af sæti í 2.
deild vegna mistakanna sem mál
þetta snýst um. Ekki verður
lagður dómur á réttmæti niður-
stöðu dómstóls KSÍ hér enda
hefur undirritaður ekki þekk-
ingu í lögum til þess. En ef
menn velta fyrir sér mannlega
þættinum geta þeir spurt sjálfa
sig hvort megi láta ein svona
mistök eyðileggja margra mán-
aða vinnu hóps manna. Spum-
ingin með fordæmisgildið er svo
önnur, sem menn geta velt fyrir
sér.
Skapti
Hallgrímsson
Hvenær er leikmaður
ólöglegur og hvenær er
hann ekki ólöglegur?
Hver er hann þessi PAGUR SIGURÐSSOIM leikstjórnandinn urtgi hjá Val?
Gerði eins
og mamma
svefni. Borða vel á morgnana og
svo kannski pasta eða spaghetti í
hádeginu. Annars reyni ég að
hafa þetta sem eðlilegast nema
hugsa aðeins meira um fæðið á
leikdegi. Ég rúlla yfir mótheijana
í huganum en reyni að spá sem
minnst í markverðina. Tek bara
mín skot og svo sér maður til
hvort boltinn liggur inni eða ekki.“
DAGUR Sigurðsson er án efa einn efnilegasti handknattleiks-
maður landsins og lék fyrsta landsleik sinn, gegn Egyptum,
fyrir skömmu. Hann hefur verið leikstjórnandi meistaraflokks
Vals síðustu þrjú árin en er þó ekki nema 19 ára gamall. Hann
á ekki langt að sækja íþróttahæfileika sína því móðir hans,
Ragnheiður Blöndal, var ein fremsta handknattleikskona
landsins á sfnum tíma og faðir hans, Sigurður Dagsson, knatt-
spyrnumarkvörður í fremstu röð og bæði léku þau með Val
eins og sonurinn. Dagur á tvo bræður, sá eldri heitir Lárus
og er markvörður í 1. deildarliði Þórs í knattspyrnu og sá
yngri, Bjarki 12 ára, er bæði í handbolta og fótbolta.
„Já, ég neita því ekki. Þau voru
ekíci að ýta mér út í þetta en þeg-
ar maður situr fyrir framan sjón-
varpið með þeim um hveija helgi
kviknar áhugi. Einnig er mikið
rætt um íþróttir á heimilinu og
þetta hefur allt sitt að segja.“
- Nú hefur þú stjómað sóknarleik
Vals. Er það staða sem hentar þér
vel?
„Þessi staða hentar mér vel í
dag. Kannski gæti ég leikið sem
skytta í framtíðinni. En þetta er
alltaf spuming hvemig þetta þró-
ast. Ég tel mig ekki hafa nægileg-
an líkamsstyrk til að vera í skyttu-
hlutverki. Ætli það vanti ekki
svona tíu kíló upp á það.“
- Hvemig undirbýrðu þig fyrir
leiki. Spáir þú í mótherjana?
„Ég reyni að taka því rólega
kvöldið fyrir leik og ná góðum
Dagur var jafnhliða í knatt-
spymu og handbolta til að
byija með og lék með drengja-
landsliðum í báð-
ValurB. um greinunum.
Jónatansson Það kom að því að
skrifar hann varð að gera
það upp við sig
hvora íþróttagreinina hann ætti
að velja. Hvað réði því að hand-
boltinn varð fyrir valinu?
„Ég taldi mig eiga meiri fram-
tíð í handboltanum. Og ég held
að ég hafí vaiið rétt svona eftir á
að hyggja. Það hafði einnig áhrif
á ákvörðun mína að Lárus bróðir
valdi knattspymuna eins og pabbi
og þá varð ég að fara í handbolt-
ann eins og mamma!"
- Nú voru foreldrar þínir mikið í
íþróttum. Hafði það áhrif á að þú
fékkst áhuga á íþróttum?
- Ertu metnaðargjarn?
„Já, ég er metnaðargjarn gagn-
vart handboltanum og það kemur
að vísu niður á náminu í Verslun-
arskólanum. Ég hef ekki getað
sinnt náminu eins og ég hefði
helst viljað."
- Áttu þér einhverja fyrirmynd í
handboltanum?
„Ég á margar fyrirmyndir og
get nefnt í því sambandi leikmenn
eins og Sigga Sveins, Júlla Jónas-
ar og svo eriendu leikmennina,
Pólveijann Bogdan Wenta og
Spánveijann Masip.“
- Hver eru framtiðaráform þín í
handboltanum?
„Það er að tryggja sér ömggt
sæti í íslenska landsliðinu. Ég hef
einnig áhuga að leika erlendis og
þá kannski helst á Spáni. Núna
hugsa ég um að reyna að standa
mig sem best með Val og lands-
liði 21 árs og yngri.“
Dagur sagðist ekki vera nægi-
lega ánægður með gengi Valsliðs-
ins það sem af er keppnistímabil-
inu. „Við höfum spilað langt und-
ir getu það sem af er og getum
bætt okkur mikið. En það jákvæða
er að á sama tíma erum við ekki
búnir að tapa leik og erum á
toppnum þrátt fyrir allt.“
Morgunblaðið/Kristinn
Dagur Slgurðsson segir handboltann gera það að verkum að námið í
Verslunarskólanum vilji stundum sitja á hakanum. Hann var þó mættur
með skruddumar í skólann í gærmorgun.