Morgunblaðið - 05.11.1992, Side 2

Morgunblaðið - 05.11.1992, Side 2
SAanlilMfc Lék í bandarískum framhaldsþáttum í ÞÁTTUNUM Skálkum á skólabekk sem Sjónvarpið sýnir á þriðjudögum kl. 19.00 var íslenskri stúlku, Jó- hönnu Jónas boðið að leika gestahlutverk. Hún kemur að vísu ekki við sögu fyrr en nokkuð er Iiðið á þáttaröð- ina og leikur þá Eileen Larson, sem er kærasta Kub- iacs, eins aðalleikarans. Jóhanna hefur verið búsett í Bandaríkjunum undanfarin 7 ár við nám og störf ásamt eiginmanni sínum, en fluttist til íslands nú í haust. „Stundum vildi maður stökkva inn I stúdíóið og vera með í kvikmyndinni" Jóhanna segir að margt hafí orðið til þess að henni þótti tímabært að flytja heim. „Ég var komin með heimþrá eftir öll þessi ár, at- vinnuleyfíð var að renna út, auk þess sem jarðskjálftamir og óeirðimar í Los Angeles ýttu undir það, þótt við hefðum ekki orðið fyrir tjóni sjálf. Ég kom því miður of seint til landsins til að fá tækifæri við leikhúsin, því í lok ágúst var búíð að ráða í öll hlutverkin fyrir veturinn. Ég var heppin að fá að lesa inn á teiknimyndir og fékk vinnu við eitt útvarps- leikrit.. Svo er ég að þýða einleik eftir Dairo Fo og Franco Rame, sem var eitt af verkefn- um mínum í skólanum í Boston. Ég er að velta fyrir mér að setja hann upp á næsta ári. Ég vil leika sem mest, því það veitir mér ómælda ánægju og get ekki hugsað mér að gera neitt annað." Ekkí mikil listsköpun í sápuóperum Jóhanna lauk leiklistamámi frá Boston Universitý School for the Arts vorið 1990 eftir fjögurra ára nám og fékk strax vinnu. „Mér var boðið að leika í sápuóperunni Loving og gat talist heppin, því ég var eina úr út- skriftarhópnum, sem fékk strax vinnu,“ segir hún og bætir við að þess háttar sjónvarpsverk- efni sé ekki draumavinnan. „Það er of lítil listsköpun í svona hlutverkum.“ Síðan fluttist Jóhanna til Los Angeles, þar sem hún lék í leikhúsum, í stuttmynd og var boðið gestahlutverkið í Skálkum á skólabekk. „Það var skemmtilegra að leika í þeim þáttum en sápuóperunni. Til dæmis var mikið unnið með leikhljóð og brellur og manngerðimar vora ýktar, þannig að maður fékk meira að reyna á leikhæfíleikana." Jóhanna lék í tveimur tímabilum í Skálkum, þ.e.a.s. hún var fyrst í einni þáttaröð og síðar í annarri, sem tekin var í beinu framhaldi af þeirri fyrri. „Ég var ljóshærð á þeim tíma til að ýkja norræna útlitið," segir hún. „En þeg- ar ég mætti í upptökur í seinni þáttaröðina hafði ég grennst nokkuð og stjómendurnir vora ekkert ánægðir með það. Þetta er öragg- lega 'eitt af fáum skiptum, sem það er talið neikvætt að grennast. Það var leyst þannig, að ég var í fötum sem gerðu mig umfangs- meiri.“ Þættimir voru teknir ugp í stóru stúdíói í einu kvikmyndaveranna. í næstu byggingu var Francis Ford Coppola að taka upp mynd sína Dracula með Anthony Hopkins og fleir- Morgunblaðið/Sverrir Leiklist - Jóhanna Jónas er gestaleikari í Skálkum á skólabekk., um. „Stundum fékk'maður þá tilfínningu að vilja stökkva inn í stúdíóið hjá þeim og vera með í kvikmyndinni,“ segir Jóhanna. „Þetta var dálítið tregablandin tilfínning; að vera í raun kominn svona nálægt, en fínna svo að þröskuldurinn var of hár. Ég vona að ég nái að stíga yfír hann einhvern tíma. Hvað viltu vita? NÝR þáttur, Hvað vlltu vita? hefur göngu sína í Sjónvarp- inu eftir áramót. Verður leitað til áhorfenda og þeim gefinn kostur á að varpa fram spurn- ingum, sem síðan verður leit- að svara við. Undirbúningur er þegar hafinn og næstkom- andi þriðjudagskvöld verða starfsmenn Sjónvarpsins við símann milli kl. 20.30 og 22.00 til að taka niður spumingar. Að sögn Kristínar Á. Ólafsdóttur umsjónarmanns þáttarins er fólk hvatt til þess að spyija um hvað sem því liggur á hjarta, en reynt verður að fínna svör við þeim spumingum, sem ætla megi að höfði til margra. „Áhugasvið áhorfenda á eftir að koma í ljós, en ég tel líklegt, að fólk vilji m.a. spyija um ýmis félagsleg réttindi, mál sem tengjast heilbrigði eða uppeldi, svo dæmi séu nefnd. Auðvitað .mótar framlag spyijenda dagskrárgerðina að mestu leyti,“ sagði Kristín. „Viðeigandi aðilar munu síðan koma í sjónvarpssal og reyna að veita fullnægjandi svör við spurningunum. Einnig er ætlunin að fá einhveija þá sem hringja inn spumingar til þess að koma í sjón- varpssal og hitta „sérfræðingana“.“ IMýir tónlistarþættir á dagskrá Sjónvarpsins Sýnt verðurfrá tónleikum IMinu Simone á Listahátíð ÞÓ NOKKUÐ tónlistarefni verður á dag- skrá Sjónvarpsins í vetur, bæði í sjálfstæð- um þáttum og sem liður í samsettum dag- skrárliðum. Meðal annars má nefna nýja þáttaröð sem ekki hefur verið gerð skil áður, líkt og var með Flóru íslands síðast- liðið sumar. Þættirnir nefnast Tóntegund- irnar og eru í umsjón Sigurðar Rúnars Jónssonar. Þar kynnir hann meðal annars undirstöðuatriði tónfræðinnar og fjallar að auki um hin margvíslegustu hljóðfæri, þar á meðal gömul íslensk hljóðfæri. Þá verða tveir norrænir þættir sýndir, sem nefnast Norræn tóna- hátíð, en þar koma fram þekktir norrænir einsöngvarar og einleikar- ar með sænskri hljómsveit í Norr- köping. Fyrir íslands hönd kemur fram bassasöngvarinn Viðar Gunn- arsson. Nokkrir liðir frá Listahátíð 1992 verða sýndir, m.a. Grace Bumbry, sem syngur með Sinfóníu- hljómsveit íslands, Nina Simone sem hélt tónleika, rússnesku undrabörnin sýna snilli sína í sérstökum þætti, sem gerður var um dvöl þeirra hér á landi og loks djassþáttur með Abel Gadir Salem. Af stökum tónlistarþáttum má nefna að í undirbúningi er þáttur þar sem Gunnar Kvaran segir frá einleikssvítum Bachs og leikur eina þeirra. Auk þess koma Guðný Guð- mundsdóttir og nemandi hennar, Sigrún Eðvaldsdóttir, fram í tveimur stuttum þáttum og leika saman á fíðlu. Um jólaleytið verða tvennir hljóm- leikar með kórum sem flytja jólalög. Það er Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og kórinn Fílharmonía undir stjórn Úl- riks Ólasonar, en þar verður Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöngvari. Bæði fyrir dömur og herra Ekkert venjulegir gönguskör Ótrúlega þægilegir, léttir, liprir og vatnsheldir. Dömuskór: Verð kr. I 2*970,• Herraskór Verð kr. I 3.780, WUTILIF? OLÆSIBÆ . SlMI B12922 52 stærstu fjölmiðlarnir Nafn Land Nafn Land Capital Cities/ABC Bandaríkin Matsushita Japan NHK Japan Canadian Broad.Corp. Kanada Time Wamer Bandaríkin Rede Globo Brasilía General Electric (NBC) Bandaríkin QVC Network Bandaríkin CBS Bandaríkin CLT Lúxemborg Tele-Communications, Inc Bandaríkin FR3 Frakkland RAI Ítalía Thames Television Bretland Fuji TV Japan Westinghouse Bandaríkin Nippon TV Japan The Walt Disney Co. Bandaríkin BBC Bretland Comcast Cable Bandaríkin RTVE Spánn Central Television Bandaríkin ARD Þýskaland Televisa SA Mexíkó Tokyo Broadcasting Syst. Japan Cablevision Systems Bandaríkin Viacom Bandaríkin Tribune Bandaríkin Fininvest Group Ítalía Antenne 2 Frakkland Asahi National Broadcast. Japan Granada Bretland Sony Corporation Japan Munhwa Broad.Corp. S. Kórea News Corporation Ltd. Japan SATl Þýskaland ZDF Þýskaiand London Weekend TV Bretland TV Tokyo Japan ORF , Austurríki Turner Broadcasting Bandaríkin TVS Bretland TFl Frakkland Times Mirror Bandaríkin Paramount Comms. Inc. Bandaríkin King World Bandaríkin Canal Plus Frakkland KirchGroup Þýskaland Home Shopping Network Bandaríkin EW Scripps Bandaríkin Continental Cablevision Bandaríkin Channel 4 Bretland H ver eru stærstu fjölmiðlafyrirtækin? RÖÐUN fjölmiðlafyrirtækja eftir stærð er flókið verkefni. I reynd eru niðurstöðurnar jafnmargar og fjöldi þeirra sem reyna við verkefnið. James Capel fjárfest- ingafyrirtækið birti nýlega nið- urstöður sínar. Fjárfestingafélagið bar saman veltu félaganna, hagnað bæði fyrir og eftir skatta, hagnað á starfs- mann og hagnaðarhlutfall og raðaði félögunum upp eftir því. Niðurstöð- urnar era athyglisverðar. Ef listinn yfír 50 efstu félögin er brotinn niður kemur í ljós að þar eru 20 útgáfufélög, 16 sjónvarps- og útvarpsstöðvar, og 14 marg- miðlafélög. Nokkra athygli vekur að af 16 sjónvarps- og útvarps- stöðvum eru 10 þeirra stöðvar í eigu opinberra aðila. Þess ber þó að gæta að mjög erfítt er að bera slíkar stöðvar saman við einka- stöðvar þar sem opinbera stöðvun- um hættir til að vera ofmannaðar og óskilvirkar. Helsta vandamálið við uppröðun sem þessa er að meta hvaða tekjur tilheyri fjölmiðlageiranum. James Capel telur með allar tekjur af bóka- útgáfu, kvikmyndum, ýmis konar upplýsingaþjónustu og auglýsinga- tengdum miðlum. Aðrir aðilar skoða hugsanlega ekki allt þetta, og hugs- anlega eitthvað fleira. Niðurstöð- umar geta því orðið á ýmsa vegu og ekkert eitt þarf endilega að vera réttara en annað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.