Morgunblaðið - 05.11.1992, Síða 4
4 B
s3íaisi£$S'#
SJONVARPIÐ
14.20 ►Kastljós Endursýndur fréttaskýr-
ingaþáttur.
14.55 fhDflTTIP ►^nsl<a knattspyrn-
IrHlfi IIH an - bein útsending
frá leik Aston Villa og Manchester
United á Villa Park í Birmingham í
úrvalsdeild ensku knattspyrnunnar.
Lýsing: Bjarni Felixson.
16.45 ►íþróttaþátturinn Meðal efnis í
þættinum verða svipmyndir úr seinni
leikjunum í annarri umferð Evrópu-
mótanna í knattspymu og úrslit
dagsins verða síðan birt um klukkan
17.55. Umsjón: Arnar Björnsson.
18.00 ►Ævintýri úr konungsgarði (King-
dom Adventure) Bandarískur teikni-
myndaflokkur. Þýðandi: Ásthildur
Sveinsdóttir. Sögumenn: Eggert
Kaaber, Harpa Arnardóttir og Eriing
Jóhannesson. (19:22)
18.25 ►Bangsi besta skinn (The Advent-
ures of Teddy Ruxpin) Breskur
teiknimyndaflokkur um Bangsa og
vini hans. Þýðandi: Þrándur Thorodd-
sen. Leikraddir: Örn Árnason.
(16:26)
18.55 ►Táknmálsfréttir
19.00 ►Strandverðir (Baywatch) Banda-
rískur myndaflokkur um ævintýri
strandvarða í Kaiifomíu. Aðalhlut-
verk: David Hasselhof. Þýðandi:
Ólafur Bjami Guðnason. (10:22)
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 ►Lottó
20.40 ►Leiðin til Avonlea (Road to
Avonlea) Kanadískur myndaflokkur
um ævintýri Söm í Avonlea. Aðal-
hlutverk: Sarah PoIIey. Þýðandi: Ýrr
Bertelsdóttir. (13:13)
21.30 ►Manstu gamla daga? Ljóðin við
íögin - textahöf undar og skáld Það
vildi brenna við að ljóðskáld fyrri ára
sættu gagnrýni ef þau lögðu tónlist-
armönnum til brúklega texta við lög-
in. Menn þóttu taka niður fyrir sig
við gerð danslagatexta en þessi kveð-
skapur lifir þó góðu lífi með þjóð-
inni. í þættinum er rætt við Kristján
frá Djúpalæk, Núma Þorbergsson,
Jónas Friðrik Guðnason og Þorstein
Eggertsson um textagerð og þýðingu
textanna í menningarlegu samhengi.
Einnig verða leikin nokkur lög með
textum eftir þessi skáld. Söngvarar
í þættinum em m.a. Eva Ásrún AI-
bertsdóttir, Erna Þórarinsdóttir,
Ólafur Þórarinsson, Páll Óskar
Hjálmtýsson og Guðlaug Ólafsdóttir.
Umsjón: Helgi Pétursson. Dagskrár-
gerð: Tage Ammendrup.
22.20 ififiiruviiniD ►PerfyMason
nvinminuin 0g indð í vatn-
inu (Perry Mason and the Case of
the Lady in the Lake) Bandarísk
sakamálamynd frá 1988. Ung kona
hverfur og eiginmaður hennar er
sakaður um að hafa komið henni
fyrir kattamef. Perry Mason er beð-
inn um að verja hann og kemst
snemma á snoðir um dularfullt sam-
særi. Leikstjóri: Ron Satlof. Aðal-
hlutverk: Raymond Burr, Barbara
Hale, William Katt og David Ogden
Stiers. Þýðandi: Reynir Harðarson.
Maltin gefur meðaleinkunn.
23.55 ►Afmælisferðin (Kaj’s födselsdag)
Dönsk bíómynd frá 1990. Á fertugs-
afmæli Kajs bjóða vinir hans honum
í ævintýraferð til Póliands, þar sem
nóg á að vera af víni og villtum
meyjum. Fyrir tilviljun lenda þeir
með hópi manna sem er í svipuðum
erindagjörðum en i ljós kemur að
pólsku konumar hafa sumar annað
og meira í huga en einnar nætur
gaman. Leikstjóri: Lone Scherfig.
Aðalhlutverk: Steen Svarre, Dorota
Pomykala, Bertel Albilgárd, ivan
Horn og PeterBay. Þýðandi: Þrándur
Thoroddsen.
1.25 ►Útvarpsfréttir og dagskrárlok
------- -- MORGUNBLABIÐ-FIMMTUDAGUR 5: NÓVEMBER 1992
LAUGARPAGUR 7/11
STOÐ TVO
9.00 ►Með Afa Afi karlinn leikur við
hvern sinn fingur í dag og sýnir
margar teiknimyndir með íslensku
tali. Handrit: Örn Árnason. Umsjón:
Agnes Johansen. Stjórn upptöku:
María Maríusdóttir.
10.30 ►Lisa í Undralandi Þekkt ævintýri
eftir Lewis Carroll í nýjum búningi.
10.50 ►Súper Maríó bræður Teikni-
myndaflokkur.
11.15 ►Sögur úr Andabæ Teiknimynda-
flokkur um Jóakim frænda og félaga.
11.35 ►Ráðagóðir krakkar (Radio Detect-
ives) Leikinn spennumyndaflokkur
um útvarpskrakkana sem leysa saka-,
mál.
12.00 ►Landkönnun National Geo-
graphic Fræðsluþáttur þar sem und-
ur náttúrunnar um víða veröld em
skoðuð.
12.55 ►Visasport Endurtekinn þáttur frá
síðastliðnu þriðjudagskvöldi.
13.25
líllllíllVftin ►Vinstri fóturinn
n v inm i nu (My Left F00t)
Ungur maður, Christy Brown, hefur
verið bæklaður frá fæðingu. Miklar
gáfur hans uppgötvast ekki fyrr en
seint og um síðir og þá í raun fyrir
tilviljun en Christy átti einnig mjög
erfitt með að tala. Daniel Day-Lewis
hlaut Óskarsverðlaun fyrir túlkun
sína á Christy Brown og vora gagn-
rýnendur á einu máli um að þessi
mynd væri einstæð hvað varðaði alla
framsetningu á bæklun hans og bar-
áttunni við að tjá sig. Aðalhlutverk:
Daniel Day-Lewis, Brenda Fricker,
Ray McAnalIy, Hugh O'Conor, Fiona
Shaw, Cyril Cusack ogRuth McCabe.
Leikstjóri: Jim Sheridan. Maltin gef-
ur ★ ★ ★ Ví Myndbandahandbókin
gefur ★★★'/2
15.00 ►Þrjúbíó - Denni dæmalausi
(Denis the Menace) Gamansöm
teiknimynd fyrir alla fjölskylduna um
prakkarann Denna dæmalausa. Stöð
2 hefur áður sýnt teiknimyndir um
Denna en þetta er kvikmynd byggð
á þeim teiknimyndum.
16.35 ►Gerð myndarinnar „A League
of Her Own“ Fylgst með að tjaida-
baki, spjallað við leikstjóra og aðal-
leikendur.
17.00 ►Hótel Marlin Bay (Marlin Bay)
Myndaflokkur um hóteleigendurna
sem beijast í bökkum. (8:9)
18.00 ►Keith Richards, Pearl Jam og
Harry Dean Stanton Fylgst verður
með tónleikaferðalagi þeirra.
18.55 ►Laugardagssyrpan Teiknimynda-
syrpa fyrir alla aldurshópa.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 ►Falin myndavél (Beadle's About)
„Maður er manns gaman“, það sann-
ast í þessum breska myndaflokki.
(8:10)
20.30 ►Imbakassinn íslenskur grínþátt-
ur. Umsjón: „Gysbræður". Framleið-
andi: Nýja Bíó hf.
20.50 ►Morðgáta (Murder, She Wrote)
Jessica Fletcher leysir málin eins og
henni einni er lagið. (10:21)
21-40 DVIDUVUniD ►Fram ' rauð-
II TIHIu I nUIII an dauðann (I
Love You To Death) Kevin Ktíne leik-
ur ítalann Joey Boca í þessari gaman-
sömu ástarsögu. Joey Boca elskar
konuna sína Rosalie, sem leikin er
af Tracy Ulman, en vandamálið er
að hann elskar líka allar aðrar kon-
ur. Rosalie reynir að loka augunum
fyrir framhjáhaldi eiginmannsins en
jafnvel þótt hún væri blind og heyrn-
arlaus kæmist hún ekki hjá því að
taka eftir ástarævintýrum hans. Ör-
uggasta leiðin til að stöðva hinn ótrúa
eiginmann er að drepa hann svo að
Rosalie fær móður sína og tvo leigu- '
morðingja til að hjálpa sér við að
kála kallinum. Leigumorðingjarnir
eru aigerir byijendur í faginu og
vinna af meiri áhuga en getu. Aðal-
hlutverk: Kevin Kline, Tracy Ulman,
WiIIiam Hurt, River Phoenix, Joan
Plowright og Keanu Reeves. Leik-
stjóri: Lawrence Kasdan. Maltin gef-
ur ★★'/2 1990.
23.15 ►Rocky V í upphafí þessarar nýj-
ustu Rocky-myndar er boxarinn loks-
ins tilbúinn til að setjast í helgan
stein og njóta lífsins í faðmi fjölskyld-
unnar. Hann er nýbúinn að sigra
rússneska risann Drago og lífíð virð-
ist brosa við honum. Hann hefur
unnið alla þá titla sem hann vildi,
er við góða heilsu og á nóg af pening-
um. En þegar Rocky kemur heim frá
Moskvu kemur í ljós að hann hefur
orðið fyrir alvarlegum heilaskemmd-
um og að endurskoðandi hans hefur
tapað megninu af auðæfunum í fjár-
málabraski. Rocky verður að yfírgefa
einbýlishúsið og flytja aftur til æsku-
stöðvanna í Philadelphiu. Aðalhlut-
verk: Sylvester Stallone, Talia Shire,
Burt Young og Sage Stallone. Leik-
stjóri: John G. Avildsen. Maltin gefur
★ ★ 1990. Stranglega bönnuð
börnum.
0.55 ►Kvöldganga (Night Walk) Kona
verður óvænt vitni að morði sem
þjálfaðir leigumorðingjar standa að.
Þeir verða hennar varir en hún kemst
naumlega undan. Nú er það for-
gangsverkefni hjá morðingjunum að
gera út af við þetta eina vitni. Hún
leitar hælis hjá manni sem reynir að
hjálpa henni eins og hann getur.
Aðalhlutverk: Robert Urich og Lesl-
ey-Ann Down. Leikstjóri: Jerrold
Freeman. 1989. Maltin gefur meðal-
einkunn. Bönnuð börnum.
2.25 ►Dagskrárlok
Veisla - Kaj býður vinum sínum til afmælisveislu.
Afmælisferð
Kaj pylsusala
SJÓNVARPIÐ KL. 23.50 Danska
bíómyndin Afmælisferðin (Kaj’s
födselsdag) var tilnefnd til Felix-
verðlauna árið 1991. Pylsusalinn Kaj
hefur boðið fjórum góðvinum í fer-
tugsafmæli sitt. Vinirnir koma hon-
um á óvart og bjóða honum með sér
til Póllands með feiju en þar telja
þeir að fá megi vín og villtar meyjar
á viðráðanlegum kjörum. Þeir félag-
arnir rekast á fleiri Dani, sem eru
að fara að heimsækja pólskar penna-
vinkonur sínar. I veislu lendir Kaj
til borðs með konu, sem vegna mis-
skilnings og tungumálörðugleika
heldur að þar sé kominn verðandi
kærasti hennar, auðugur bílasali.
Atburðarásin tekur óvænta stefnu
og reynir bæði á vinskap og kjark
félaganna en eitt er víst að afmæli
Kajs í Póllandi á seint eftir að líða
þeim úr minni.
Stórgrýti eftir
Roy Jakobsen
RÁS 1 KL. 18.00 Laugardagssmá-
sagan að þessu sinni er eftir ungan
norskan rithöfund, Roy Jakobsen.
Sagan heitir Stórgrýti og fjallar um
roskinn bónda, Bringer, sem býr í
afskekktum dal undir brattri, stór-
grýttri hlíð og samskiptum hans við
heiminn. Höfundurinn er einn vin-
sælasti rithöfundur Norðmanna af
yngri kynslóðinni, en þess má geta
að í Leslampanum klukkan 14.00 í
dag verður hann kynntur nánar. Roy
Jakobsen fæddist árið 1954 og hefur
fram til þessa sent frá sér tvö smá-
sagnasöfn og fjórar skáldsögur, nú
síðast skáldsöguna Sigurvegarna
sem var tilnefnd til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs. Þýðandinn,
Kristján Jóhann Jónsson, les.
Höfundur-
inn verður
kynntur I
Leslampan-
um í dag kl.
14.00
Afmæli Kajs
í Póllandi
gleymist
félögunum
seint
Fram í rauðan dauðann
Joey elskar
konuna sína, en
því miður elskar
hann líka fullt af
öðrum konum
STÖÐ 2 KL. 21.40 Gamanmyndin
Fram í rauðan dauðann fjallar um
Joey og konurnar í lífi hans, ásamt
leigumorðingjunum, sem er ætlað
að koma Joey fyrir kattamef.
Kevin Kline leikur ítalska Banda-
ríkjamanninn Joey Boca. Hann er
svo fullur af lífí að það dregur
hann nær því til dauða. Joey elsk-
ar konuna sína, en því miður elsk-
ar hann líka fullt af öðrum konum.
Tracy Ulman leikur konuna
hans, Rosalie. Hún reynir að líta
fram hjá lausaleik mannsins síns,
en hún gæti allt eins reynt að virða
að vettugi fíl sem stæði á tánni á
henni. Hún leitar því til móður
sinnar.
Joan Plowright er í hlutverki
Nödju, móður Rosalie. Mæðgurnar
eru sammála um að besta leiðin
til að stoppa framhjáhald Joeys
sé að koma honum fyrir kattarnef.
William Hurt leikur Harlan
James, reynslulausan en
áhugasaman launmorðingja sem
er fenginn til að kála hinum ótrúa
eiginmanni. Harlan er ekki mjög
kaldrifjaður maður og hann fær
frænda sinn til að aðstoða sig við
verkið.
Keanu Reeves leikur Marlon,
frænda Harlans. Hann hefur ekki
meiri reynslu af því að drepa fólk
en frændi sinn.
...með þetta lið á hælunum er
líklegra að Joey verði fyrir loft-
steini en að hann verði myrtur.