Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992
dogskró B 7
Ted Turner
með nýja
kapalstöð
BANDARÍKIN - Fjölmiðlajöfur-
inn Ted Turner hefur hleypt af
stokkunum nýrri kapalstöð, Carto-
on Network. Stöðin sendir út teikni-
myndir allan sólarhringinn. Áskrif-
endur eru um tvær milljónir, sem
þykir heldur lítið, enda er orðið
þröngt á markaðnum. Til saman-
burðar voru stofnáskrifendur TNT,
fyrstu kapalstöðvar Turners, 17
milljónir. Turner spáir því að áskrif-
endur Cartoon Network nái fjórum
milljónum í byrjun næsta árs.
Margir vilja
sjónvarpa í
Frakklandi
FRAKKLAND — Franska sjón-
varpseftirlitinu, CSA, hafa borist
12 umsóknir um útsendingarrétt á
tíðni hinnar gjaldþrota sjónvarps-
stöðvar La Cinq. Reyndar er aðeins
urrí að ræða 18 klukkustundir á
sólarhring. Fransk-þýska menning-
arstöðin Arte sendir út á sömu tíðni
frá klukkan sjö að kvöldi til eitt að
nóttu. Fimm umsækjendanna
hyggjast bjóða upp á fræðsluefni.
Athygli vekur að Sony Music
France vill setja á stofn tónlistar-
stöð.
Svíar senda út
á nýrri rás
SVÍÞJÓÐ — Sænska stöðin Film-
net hefur skrifað undir samkomulag
við bandaríska fyrirtækið Carolco
Pictures. í byrjun næsta árs er
stefnt að því að senda út á nýrri
rás, sem kölluð verður Filmnet Plus,
þar sem eingöngu verður boðið upp
á bíómyndir.
FÓLK
Samvinna - Angela Lansbury
og Omar Sharif.
UANGELA Lansbury sem íslend-
ingar þekkja vel sem Jessicu Fletc-
er leikur aðalhlutverkið í nýrri sjón-
varpsþáttaröð sem nefnist Mrs.
Arris Goes to Paris. Mótleikari
hennar er hjartaknúsarinn gamli
og bridsspilarinn Omar Sharif.
Framleiðandi þáttanna er banda-
ríska fyrirtækið Hearst Entertain-
ment Distribution, sem gerir það í
því skyni að selja framleiðsluna til
Evrópu. Þættirnir eru teknir upp í
Englandi, París og Búdapest.
Þýska sjónvarpið ZDF og ítalska
sjónvarpið RAI eru samstarfsaðilar
Hearst að þáttunum.
■ FRAM í rauðan dauðann sem
Stöð 2 sýnir laugardaginn 7. nóv-
ember er þriðja kvikmyndin, sem
Kevin Kline og leikstjórinn
Lawrenee Kasdan gera saman.
Áður unnu þeir saman að myndun-
um The Big Chill og Silverado.
WPHOEBE Cates, raunveruleg
eiginkona Kevins Kline leikur eina
af ástkonum hans í myndinni Fram
í rauðan dauðann. Það má því
segja að hún haldi fram hjá eigin-
manni sínum með eiginmanni sín-
um.
Ungtog
frægt
JASON Priestley, sem hefur
aflað sér ómældra vinsælda
með leik sínum í þáttaröðinni
Beverly Hills 90210, kemur
hér til Emmy-verðlaunaaf-
hendingar ásamt unnustu
sinni Christine Elise. Hún leik-
ur einnig í þáttaröðinni, en
það var einmitt í lqölfar
þeirra þátta, þau fóru að vera
saman. Á myndinni til hægri
kemur Jennie Garth, sem leik-
ur Kellý í Beverly Hills-
þáttunum, til verðlaunaaf-
hendingarinnar ásamt kær-
asta sínum.
SUNWUPAGUR 8/11
Hinrik sjötti
MORGUNBLAÐIð leitaði til Helga Hálfdanar-
sonar vegna sýningar á leikriti Hinriks sjötta,
sem sýnt verður í Sjónvarpinu sunnudaginn 15.
nóvember.
„Sú er venjan að skipa leikritum Shakespeares í
þrjá meginflokka: harmleiki, gleðileiki og söguleiki.
Af söguleikjunum gerast átta í samfelldri tímaröð
Hertoga-
dóttir - Julia
Foster leikur
Margréti dótt-
ur hertogans
af Ansjú.
og fjalla um niðja Játvarðar Englandskonungs þriðja
og baráttu þeirra um völdin. Leikrit þessi eru kennd
við konungana Ríkarð annan, Hinrik fjórða (tvö leik-
rit), Hinrik fimmta, Hinrik sjötta (þijú leikrit) og
Ríkarð þriðja. Baráttan var háð af miskunnarlausri
grimmd og náði hámarki sínu í borgarastyrjöldinni
miklu, sem kölluð hefur verið rósastríð og geisaði
mestallan síðari helming fimmtándu aldar. Þar átt-
ust við tvær voldugar aðalsættir, Jórvíkurættin, sem
bar hvíta rós í skjaldarmerki sínu, og Lankastursætt-
in, sem hafði að tákni rauða rós.
í öllum aðalatriðum fylgir höfundur sögulegum
heimildum, en hagræðir þó ýmsu, bæði persónum
og atvikum, eftir þörfum skáldverks. Af verkum
þessum hafa vinsælust orðið leikritin um Hinrik
fjórða og Ríkarð þriðja.
Fyrsta leikritið um Hinrik sjötta, sem er hið
fimmta í þessari röð, verður sýnt í Ríkissjónvarpinu
í dag, sunnudag. Það hefst skömmu eftir dauða
Hinriks konungs fimmta árið 1422. Sonur hans,
Hinrik sjötti, er þá enn á barnsaldri, og fer hertog-
inn af Glostri, föðurbróðir hans, með ríkisstjóm í
hans nafni. Englendingar réðu þá yfir drjúgum hluta
Frakklands; en nú kemur Jóhanna af Ork („mærin
frá Orlíens“) til sögunnar og stappar stálinu í franska
herinn, svo að mestur hluti þess landsvæðis, sem
Englendingar höfðu hemumið, gekk þeim úr greip-
um. En áfram er barizt og veitir ýmsum betur.
Englendingar ná Jóhönnu á sitt vald og taka hana
af lífi. Hinrik konungur er krýndur á Frakklandi,
og leiknum lýkur á því, að hann trúlofast dóttur
hertogans af Ansjú.
Af söguleikjunum hefur aðeins Ríkarður þriðji
verið sýndur hér á landi, og þar mega Reykvíkingar
lengi muna íslenzkan afburðaleik."
ÚTVARP
RÁS 1
FM 92,4/93,5
8.00 Fréttir.
8.07 Morgunandakt. Séra Jón Einarsson
prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
flytur ritningarorð og bæn.
8.15 Kirkjutónlist. Ragnar Björnsson
leikur sálmaforleiki um íslensk sálma-
lög og kór Menntaskólans við Hamra-
hlíð flytur andleg lög frá ýmsum tímum;
Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar.
9.00 Fréttir.
9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni.
„ Fiðlusónata í B-dúr K454 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Guðný Guðmunds-
dóttir leikur á fiðlu og Gísli Magnússon
á píanó.
„ Tríó í Es-dúr ópus 70 fyrir píanó, fiðlu
og selló eftir Ludwig van Beethoven.
Wilhelm Kempff, Henryk Szetyng og
Pierre Fournier leika.
10.00 Fréttir.
10.03 Uglan hennar Mínervu. Umsjón:
Arthúr Björgvin Bollason.
10.45 Veðurfregnir.
11.00 Messa í Dómkirkjunni á kristni-
boðsdaginn. Guðlaugur Gunnarsson
kristniboði prédikar. Séra Hjalti Guð-
mundsson þjónar fyrir altari.
12.10 Dagskrá sunnudagsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.Tónlíst.
13.00 Heimsókn. Umsjón: Ævar Kjartans-
son.
14.00 Menntavorið á Isafirði 1931. Heim-
ildaþáttur um uppbyggingu Gagn-
fræðaskólans á (safirði og byltingar-
kennl skólastarf Lúðvígs Guðmunds-
sonar, skólastjóra, og samstarfsfólks
hans. Þátturinn er styrktur af Menning-
arsjóði útvarpsstöðva. Umsjón: Finn-
bogi Hermannsson.
15.00 Spænsk tónlist í 1300 ár. Lokaþátt-
ur, spænsk tónlist í Suður-Ameriku i
dag. Umsjón: Ásmundur Jónsson og
Ámi Matthíasson. (Áður útvarpað 8.
október.)
16.00 Fréttir.
16.05 Kjarni máisins. Heimildarþáttur um
þjóðfélagsmál. Umsjón: Árni Magnús-
son. (Einnig útvarpað þriðjudag kl.
14.30.)
16.30 Veðurfregnir.
16.35 I þá gðmlu góðu.
17.00 Sunnudagsleikritið. Leikritaval
hlustenda. Eitt þriggja verka rithöfund-
arins og þýðandans Halldórs Stefáns-
sonar sem hlustendur völdu sl. fimmtu-
dag flutt. Brot úr símtölum hlustenda
úr leikritavali leikin.
18.00 Úr tónlistarlífinu. Umsjón: Tómas
Tómasson.
18.48 Dánarfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Veðurfregnir.
19.35 Frost og funi. Helgarþáttur þarna.
Umsjón: Elísabet Brekkan. (Endurtek-
inn frá laugardagsmorgni.)
20.25 Hljómplöturabb. Þorsteins Hann-
essonar.
21.05 Leslampinn. Umsjón: Friðrik Rafns-
son. (Endurtekinn þáttur frá laugar-
degi.)
22.00 Fréttir.
22.07 Tónlist.
22.27 Orð kvöldsins.
22.30 Veðurfregnir.
22.35 Sónata fyrir fiðlu og píanó nr. 8 í
G-dúr ópus 30 nr. 3 eftir Ludwig van
Beethoven. Yehudi Menuhin leikur á
fiðlu og Jeremy Menuhin á píanó.
23.00 Frjálsar hendur llluga Jökulssonar.
24.00 Fréttir.
0.10 Stundarkorn í dúr og moll Umsjón:
Knútur R. Magnússon. (Endurtekinn
þáttur frá mánudegi.)
1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum
til morguns.
RÁS 2 FM 90,1/94,9
8.07 Morguntónar. 9.03 Sunnudagsmorg-
unn með Svavari Gests. 11.00 Helgarót-
gáfan. Lísa Pálsdóttir og Magnús R. Ein-
arsson. 16.05 Örn Petersen. Veðurspá kl.
16.30. 17.00 Kristján Sigurjónsson leikur
heimstónlist. (Frá Akureyri.) 19.32 Úrýms-
um áttum. Andrea Jónsdóttir. 22.10
Bandarísk sveitatónlist. Baldur Bragason.
23.00 Á tónleikum. 0.10 Kvöldtónar. 1.00
Næturútvarp til morguns.
Örn Petersen
Fréttir kl. 8.00,9.00.10.00,12.20,16.00,
19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Næturtónar. 1.30 Veðurfregnir. Næt-
urtónar hljóma áfram. 2.00 Fréttir. Nætur-
tónar hljóma áfram. 4.30 Veðurfregnir.
4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Nætur-
tónar hljóma áfram. 6.00 Fréttir af veðri,
færð og flugsamgöngum. 6.01 Morgun-
tónar.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9/ 103,2
10.00 Magnús Orri Schram. 13.00 Sigmar
Guðmundsson og Sigurður Sveinsson.
15.00 Gylfi Þór Þorsteinsson. 18.00 Blönd-
Artúr Björgvin Bollason
uð tónlist. 21.00 Páll Óskar Hjálmtýsson.
1.00 Útvarp Lúxemborg.
BYLGJAN FM98.9
7.00 Morguntónar. 9.00 Ingibjörg Gréta
Gisladóttir. 12.15 Fréttavikan með Hall-
grími Thorsteins. 13.00 Sigurður Hlöðvers-
son. 16.00 Hafþór Freyr Sigmundsson.
19.00 Kristófer Helgason. 20.00 Kristófer
Helgason. 22.00 Pálmi Guðmundsson.
1.00 Pétur Valgeirsson. 3.00 Næturvaktin.
Fréttir á heila tímanum frá kl. 7 til kl.
18 og ki. 19.30, fréttayfirlit kl. 7.30 og
8.30, íþróttafréttir kl. 13.00.
BROSIÐ FM 96,7
9.00 Klassísk tónlist. Sigurður Sævarsson.
12.00 Gestagangur hjá Gylla Guðmunds-
syni. 15.00 Jóhannes Ágúst Stefánsson.
18.00 Sigurþór Þórarinsson. 20.00 Páll
Sævar Guðjónsson. 23.00 Lára Yngvadótt-
ir. 1.00 Næturtónlist.
FM 957 FM 95,7
9.00 Steinar Viktorsson. 13.00 Halldór
Hackman. 16.00 Vinsældalisti íslands.
Endurtekinn. 19.00 Hallgrímur Kristinsson.
22.00 Sigvaldi Kaldalóns. 1.00 Haraldur
Jóhannsson. 5.00 Ókynnt tónlist.
ÍSAFJÖRÐUR FM 97,9
9.00 Bjöggi og Gunni. Endurflutt frá gær-
kvöldi. 11.00 Danshornið. Sveinn O.P.
12.00 Bjami Dagur Jónssþn. 15.00 Helg-
arrokk. Þórður Þórðarson og Davið Steins-
son. 17.00 Fréttavikan. Hallgrimur Thor-
steins. 18.00 Tónlist. 19.30 Fréttir. 20.00
Kristján Geir Þorláksson. 22.30 Rabbað
að kvöldi dags. 1.00 Næturdagskrá.
SÓLIN FM 100,6
10.00 Steinar Viktorsson. 14.00 Jörundur
i hjarta borgarinnar. Skemmtiþáttur í beinni
útsendingu frá Ráðhúsi Reykjavíkur. 16.00
Vinsældalisti (slands. 19.00 Hallgrimur
Kristinsson. 22.00 Sigvaldi Kaldalóns. 1.00
Haraldur Jóhannsson. 6.00 Ókynnt tónlist.
STJARNAN FM 102,2
9.00 Sigga Lund. 11.05 Samkoma. Vegur-
inn, kristið samfélag. 14.00 Samkoma.
Orð lifsins. kristilegt starf. 16.00 Sam-
koma. Krossinn. 18.00 Lofgjörðartónlist.
24.00 Dagskráriok.
Bænastund kl. 9.30, 13.30. Fréttir kl.
12, 17, 19.30.