Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 12
12 B dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 iv(> * .i '■'■i ittí’jvn1-’i1! (í;oa ;íaf;:-;í ~h FÓLK MSTÖÐ 2 áformar að taka nýtt símkerfí í notkun 1. desember næstkomandi um leið og þjónustu- deild verður sett á laggimar. Henni er ætlað að veita áskrifendum betri þjónustu, því tvær deildir verða samræmdar, annars vegar sá stað- ur í húsinu sem upplýsingar eru veittar og hins vegar áskriftadeild- in. Að sögn Hrannar Pétursdótt- ur, rekstrarstjóra Stöðvar 2, er ekki gert ráð fýrir fjölgun á stöðu- gildum heldur betri nýtingu á starfsfólki. MNÝJA símkerfí Stöðvar 2 býður upp á beint innval og styttir þannig biðtímann við að ná sambandi við starfsfólk. „í dag lenda viðskipta- vinir á símsvara og það tekur 15-17 sekúndur að fá samband við síma- stúlkumar,“ sagði Hrönn Péturs- dóttir. „Með nýja kerfínu dettur símsvarinn út og með möguleikum á beinu innvali léttir álaginu af skiptiborði." ■ SKILAFJtESTUR í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur verið framlengdur til 10. nóv- ember vegna fjölda óska, að sögn Sveins Einarssonar, dagskrár- stjóra innlendrar dagskrárgerðar Sjónvarpsins. Hann sagði enn- fremur að fjöldi laga hefði borist og væri enn að berast. Engin hefð er fyrir því hversu mörg lög lenda " f undanúrslitum, en í fyrra voru þau tíu. Sjónvarpsgláp fullt starf fyrir eftirlaunaþega í NÝRRI rannsókn í Bretlandi kemur í ljós að eftirlaunaþegar og þeir sem hættir eru störfum eyða að meðaltali 40 klukkustund- um í sjónvarpsgláp í viku hverri. Þar með eru eftirlaunaþegar orðinn sá hópur sem mest horfir á sjónvarp í Bretlandi, enda eyða þeir tvöfalt meiri tíma í að horfa á sjónvarpi í viku hverri en börn. Þrátt fyrir þetta kemur fullorðið fólk sjaldan fyrir í dagskránni. Fyrir hvern fullorðin einstakl- ing sem birtist á skjánum, birtast þrír úr öðrum aldurshópum. Þetta telja forsvarsmenn rann- sóknarinnar allsendis ófullnægjandi. Rannsóknin sem um ræðir er hluti af svo- nefndri Camegie-rannsókn á þriðja æviskeiðinu, en hún nær til flestra þátta ævikvöldsins. For- svarsmenn aldraðra í Bretlandi taka undir þær niðurstöður rannsóknarinnar að nauðsynlegt sé að finna fleiri hlutverk fyrir fullorðna í sjón- varpsdagskránni. Þeir benda ennfremur á að ímynd aldraðra í sjónvarpi sé yfirleitt frekar neikvæð, oftast sé um að ræða níska fýlupúka sem fetti fíngur út í allt og alla. í skýrslunni er meðal annars sagt að jákvæð- ara viðhorf sé æskilegt. Þar er til dæmis bent á bandarísku þáttaröðina Klassapíur (The Gold- en Girls) sem dæmi um jákvætt viðhorf til eftir- launaþega og fullorðinna, en sá þáttur er ein- mitt til sýningar á Stöð 2 um þessar mundir. Þátturinn Klassapíur er tekinn sem dæmi um jákvætt viðhorf til aldraðra Óskabörnin - Edda Andrésdóttir með sonum sínum Sindra Þór nýfæddum og Stefáni Andra 4 ára. Óskabam í stað Óskastundar ÓSKASTUNDIN verður ekki á dagskrá Stöðvar 2 í vetur, enda er umsjónarmaður henn- ar frá því fyrra, Edda Andrés- dóttir, í bameignafríi. Að sögn Þóru Gunnarsdóttur hjá innkaupa- og markaðsdeild Stöðvar 2 er ekki fyrirsjáanlegt að svipaður þáttur verði á dag- skrá í vetur. „Það má segja, að Imbakassinn með þeim Gys- bræðrum hafí komið að nokkru í staðinn sem innlend dagskrár- gerð,“ sagði Þóra í samtali við Morgunblaðið. Edda Andrésdóttir eignaðist þriðja son sinn, Sindra Þór, þann 7. október síðastliðinn. „Það er alveg óráðið hvað verður þegar ég hef lokið barneignafríinu, ég er ekki farin að hugsa svo langt ennþá,“ sagði Edda. „Það kemur hvort tveggja til greina í mínum huga, að fara í dagskrárgerð eða fréttir. Fréttirnar hafa alltaf ákveðið aðdráttarafl." Island þátttakandí í norrænu samstarfi NORRÆNU ríkissjónvarps- stöðvarnar, þar með talið Ríkis- útvarpið-Sjónvarp (RÚV), standa að gerð nýrrar sænskrar óperu, sem kallast Bakkynjurn- ar. Óperan verður sýnd í Sjón- varpinu um jólin. Bakkynjurnar er eftir Daniel Börtz, en byggir á texta Evripí- des. Leikstjóri er Ingmar Berg- man, sem hefur einu sinni áður stýrt óperu fyrir sjónvarp. Það var Töfraflautan og er sú upptaka orðin klassísk. Binda forráðamenn sjónvarpsstöðvanna því miklar vonir við þessa nýju óperu. Framlag RÚV er eingöngu í formi fjárframlags og þrátt fyrir að kostnaður sé hár, að sögn for- svarsmanna Sjónvarpsins, er hlut- ur íslands ekki mikill í heildinni. BÍÓIIM í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Systragervi ★★★ Vitnið Goldberg erí felum um sinn í . nunnuklaustri þar sem það tekur við • kórstjórninni. Áreynslulaust grín og gaman. Hinir vægðarlausu ★ ★ ★ ★ Óborganlegur vestri frá Clint East- wood um gamlan byssubófa og harðj- axl sem tekur sér aftur byssu í hönd eftir langt hlé. Eastwood er stórkost- legur. Hann er síðasti harðjaxlinn. Veggfóður - erótísk ástarsaga ★ ★ 'h Ekki gallalaus mynd, sagan barnaleg og slitrótt og tónlistarmyndbanda- menningin til ama en myndin er drifm áfram af frumkrafti, svörtum húmor og hispursleysi sem virkar endumýj- andi fyrir íslenska kvikmyndagerð. Steinn Ármann Magnússon er senu- þjófurinn. Systragervi (sjá Bíóborgina). Kali- forníu-maðurinn ★ 'h Krómagnonmaður fínnst í garði bekkjaraulanna og eykur á virðingu þeirra. Lapþunn vitleysa. Alien3 ★★★ Vel gerður en grimmur lokakafli Alien myndbálksins. Heiðarlegur og sam- kvæmur sjálfum sér í hrottalegu of- beldi og miskunnarleysi. Seinheppni kylfingurinn ★ ★ 'h Þó að Aberg fari ekki holu í höggi nær hann sæmilegu skori í lág- stemmdri háðsádeilu á almennan fíg- úruhátt. Mjallhvít og dvergarnir sjö ★★ ★ ★ Fyrsta Disney-teiknimyndin í fullri lengd er unaðsleg skemmtun og hefur engu glatað á 55 árum. Klassísk perla. Hvítir geta ekki troðið ★★★ Wesley Snipes og Woody Harrelson fara á kostum í hlutverkum tveggja ólíkindalegra vina sem spila körfubolta á götum Los Angeles fyrir peninga. Góður húmor og skemmtilegar per- sónugerðir og hörkuskemmtilegur körfubolti í ofánálag. Tveir á toppnum 3 ★★★ Sprengidúettinn og fylgihnötturinn fyndni komnir aftur og nú er öll áhersl- an lögð á hasarinn á kostnað inni- haldsins. Góða skemmtun. HÁSKÓLABÍÓ - Frambjóðandinn ★★★ Leikarinn Tim Robbins skrifar og leik- stýrir skemmtilegri háðsádeilu á bandaríska íhaldsemi og sýnir ótví- ræða hæfileika þegar hann fetar í fótspor Orsons Welles í heimildar- myndastílnum. Tvídrangar ★★ Ef þú þekkir þættina þá veistu allt um málið og ef þú sást þá ekki er bíómyndin líklega óskiljanleg. Háskaleikir ★★★ Fyrrum leyniþjónustumaður lendir í útistöðum við hryðjuverkamenn. Æsi- spennandi og afar vel gerð, einkum tæknilega. Fordarinn í essinu sínu. Sódóma Reykjavík (sjá Regnbogann). Svo á jörðu sem á himni ★ ★ ★ Metnaðarfull mynd byggð á snilldar- hugmynd um manninn og máttarvöld- in og hið yfimáttúrulega á tvennum tímum og heimum. Hin tíu ára gamla Álfrún Örnólfsdóttir skilar veigamiklu hlutverki af ótrúlegum þroska. LAUGARÁSBÍÓ Eitraða Ivy ★★ Drungalegur og dimmur tryllir sem aldrei verður neitt spennandi en Barry- more er ljós í myrkri. Lygakvendið ★ ★ 'h Steve Martin og Goldie Hawn ljúga andskotann ráðalausan í heldur ómerkilegri gamanmynd. Aukaleikar- amir standa vel fyrir sínu. Ferðin til Vesturheims ★ ★ 'h Löng og mikil stórmynd Ron Howards stendur vel fyrir sínu með leikarahjón- unum Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum íra sem halda til fyrirheitna landsins, Ameríku. REGNBOGINN Leikmaðurinn ★★★ Robert Altman tekur Hollywood-kerf- ið á beinið í baneitraðri og kaldhæðnis- legri úttekt á iífi þeirra sem sjá okkur fyrir bíómyndunum. Frábærlega gerð og á köflum unaðslega fyndin svört kómedía. Sódóma Reykjavík ★★★ Þrælskemmtileg gamanmynd eftir hugmyndaríkan húmorista um álappa- legar glæpaklíkur sem takast á í Reykjavík. Leikhópurinn er góður og frásögnin hröð. Ekta grín- og gysmynd. Prinsessan og durtarnir ★ ★ 'h íslenska talsetningin er mjög vel heppnuð og eykur sannarlega skemmtigildi þessarar ungversk/ bresku teiknimyndar, sem gerð er fyr- ir yngri börnin í fjölskyldunni. Ógnareðli ★★★ Ógnarþriller, hraður, sexí og skemmti- legur um leit lögreglunnar að fjölda- morðingja. Óvenju djörf, enda um- deild. Sagan reyndar glompótt og end- irinn ófullnægjandi. Stone er hrikaleg bomba. SAGABÍÓ Blóðsugubaninn Buffy 'h Afspymulélegur blóðsugubanabrandari. Lygakvendið ★ ★ 'h Steve Martin og Goldie Hawn ljúga andskotann ráðalausan og halda uppi heldur ómerkilegri gamanmynd. Aukaleikaramir standa vel fyrir sínu. STJÖRNUBÍÓ Bitur máni ★ ★ ★ Polanski á skuggavegum holdsins. Langur en því magnaðri erótískur sálfræðitryllir. Ofursveitin ★ ★ Harðhausarnir Van Damme og Lund- gren takast á eins og steraguðir í heilmikilli hasarmynd, sem lítið vit er í en því meira af slagsmálum. Börn náttúrunnar ★★★’/2 Frábær bíómynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar um gamalt fólk sem strýkur af elliheimili til æskustöðvanna. Gísli Halldórsson og Sigriður Hagalín eru stórgóð í aðalhiutverkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.