Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 1
1.M (lídA BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3$l<rr$u»f»Iafót> B 1992 ÞRIÐJUDAGUR 17. NOVEMBER BLAÐi adidas Landslið Króatíu í handknattleik leikur í Adidas SKIÐAGANGA Rögn- valdur hætlurí lands- lidinu RÖGNVALDUR Ingþórsson, skíðamaður frá Akureyri, hefur sagt sig formlega úr íslenska landsliðinu f skfðagöngu. Hann sendi Skíðasambandi Islands bréf þess efnis fyrir skömmu. Ástæðan er Iftill stuðningur og stefnuleysi stjórnar SKÍ f sam- bandi við undirbúning göngu- manna fyrir HM og næstu Ólympíuleika. Rögnvaldur er 24 ára og hefur verið við nám í Umeá í Svíþjóð jafnframt því að æfa göngu. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og hefur verið í landsliðinu undanfarin ár. Hann tók þátt í Vetrarólympíu- leikunum í Albertville síðasta vetur og hefur æft vel undanfarið og tekið þátt í þeim samæfingum sem fram hafa farið á vegum SKÍ í sumar og haust og stefndi að þátttöku í HM í Falun í febrúar. „Ég sé mér ekki fært að taka þátt í landsliði þar sem allt hefur verið í óvissu með æfíngaáætlun frá því vor og engan fjárhagsstuðning að fá,“ sagði Rögnvaldur Ingþórsson í sa- matali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það virðist ekki vera nein alvara eða stefna á bak við undirbúning fyrir heimsmeistaramótið í Falun. Þar sem ég er kominn með fjölskyldu og þarf að sinna skólanum sá ég ekki fram á að geta skipulagt vetur- inn og yrði því að lifa í óvissu. Ég tók þá ákvörðun að hætta í landslið- inu og skipuleggja mínar æfmgar sjálfur út frá þeim forsendum sem ég veit að eru öruggar og ég ræð við. Ég hef ákveðið að gleyma heims- meistaramótinu í Falun og snúa mér alfarið að undirbúningi fyrir Ólymp- íuleikana í Lillehammer 1994,“ sagði Rögnvaldur Ingþórsson. Rögnvaldur og Daníel Jakobsson voru aðeins tveir í A-Iandsliðinu og er því Daníel orðinn einn eftir. Skíða- sambandið er með sænskan þjálfara, Bo Ericsson, á sínum snærum og er hann ráðinn fram í mars á næsta ári. HM í Falun í Svíþjóð fer fram í febrúar og síðan verða Ólympíuleikar í Lillehammer eftir rúmlega ár. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/RAX Gelr Svelnsson, fyrirliði Vals (11), Jón Kristjánsson og Ingi Rafn Jónsson. í baksýn er Guðmundur Hrafnkelsson. KNATTSPYRNA Dervic til KR IZUDIN Dervic frá Bosníu Herzegóvínu skrifaði undir fé- lagaskipti úr Vai í KR um helg- ina og leikur því með Vestur- bæjarliðinu næsta tímabil. Dervic hefur leikið á íslandi und- anfarin þrjú tímabil; fyrst með Selfossi í 2. deild, síðan FH og loks Val sl. sumar. Að sögn Lúðvíks S. Georgssonar, formanns knatt- spymudeildar KR, vildi Dervic ganga til liðs við KR fyrir síðasta tímabil og þráðurinn hefði verið tekinn upp aftur nú, því Dervic væri alhliða leikmaður, sem kæmi til með að styrkja liðið mikið. KORFUBOLTI Grissom til UBK David Grissom gekk seint í gær- kvöldi til liðs við úrvalsdeildarlið Breiðabliks. Hann kemur í stað Bandaríkjamannsins Joe Hurst sem hafði samið við Blika en fór síðan til Svíþjóðar er honum barst tilboð þaðan. Grissom, sem hefur verið búsettur hérlendis síðustu ár og bíð- ur eftir íslenskum ríkisborgararétti, hefur æft með KR síðustu misseri. Litháarnir hótuðu að fara heim og mæta ekki í seinni leikinn gegn Val: Settá sviðtil að reyna að slá okkur út af laginu - sagði Valdimar Grímsson. Forráðamenn Maistas gáfu sig ekki lyrr en IHF var komið í málið FORRÁÐAMENN litháíska félagsins Maistas Klaipeda hótuðu að mæta ekki í seinni leikinn gegn Val í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik um helgina. Þeir höfðu breytt ferðaáætlun sinni frá því sen) áður hafði verið ákveðið og fóru fram á það við Valsmenn að síðari leikurinn færi fram á sunnudagsmorgun. Þegar forráðamenn Vals féllust ekki á það hótuðu Litháarnir að fara samt á sunnudag og mæta ekki til leiks um kvöldið. Sam- komulag náðist á endanum og tóku Valsmenn þátt i'kostnaði sem varð við breytingu á áður ákveðinni ferðaáætlun gestanna. egar ég frétti um þessa uppá- komu brá mér óneitanlega, en ég vissi strax af gamalli reynslu að þama var um brellu að ræða. Lið austan járntjalds hafa verið þekkt fyrir uppákomur af þessu tagi,“ sagði Valdimar Grímsson, homa- maður úr Val. „Þetta var greinilega gert til að reyna að slá okkur út af laginu." Búið var að semja við Litháana um að þeir kæmu til íslands 11. nóvember og léku gegn Valsmönn- um 13. og 15. nóvember kl. 20.30, en færu síðan frá landinu til Kaup- mannahafnar mánudaginn 16. nóv- ember. Alþjóða handknattleikssam- bandið, IHF, var búið að samþykkja leikdagana. Þegar Litháamir komu til landsins vildu þeir leika seinni Ieikinn á laug- ardag, en þar sem búið var að fast- setja leikinn á sunnudag var það ekki hægt. Litháamir sögðu að flug- ið til Kaupmannahafnar á mánudag- inn hentaði þeim ekki, því að þeir myndu missa af flugi til Vilníus og kæmust ekki heim fyrr en á miðviku- dag. Þar sem þeir voru ekki með vegabréfsáritun til Danmerkur hefðu þeir þurft að dveljast í flug- höfninni á Kastrup-flugvellinum tvær nætur. Forráðamenn Maistas Klaipeda voru búnir að breyta brottför sinni þanriig að liðið færi með flugi héðan til London á sunrrúdaginn kl. 16 og þaðan beint til Vilníus. Eftir að Valsmenn neituðu að láta seinni leik- inn fara fram á laugardag fóm Lit- háarnir þá fram á að leikið yrði á sunnudagsmorguninn. Það tóku Valsmenn ekki í mál og forráðamenn Maistas létu ekki segjast fyrr en Kjartan K. Steinbach, formaður dómaranefndar HSÍ, hafði rætt við þá og tilkynnt þeim að framkoma þeirra gæti kostað sektir og jafnvel langt bann frá Evrópukeppni. Það var ekki fyrr en Kjartan hafði haft samband við Otto Schwarz, stjóm- armann hjá IHF, sem ræddi síðan við Valdas Trinkunas úr fararstjórn Maistas, að forráðamenn félagsins settust niður með Valsmönnum. Samkomulag varð um að Valur tæki þátt í kostnaði við breytingu á flugi - að Litháarnir færu í gegnum Lond- on en ekki Kaupmannahöfn. á leið sinni heim á mánudag. Aukakostn- aður Valsmanna við þessar breyt- ingu á flugi var vel yfir 100 þús. krónur. ■ Lelkurlnn / B4 FJÁRMUNIR: MICHAEL JORDAN TEKJUHÆSTIÍÞRÓTTAMAÐUR HEIMS / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.