Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 8
HNEFALEIKAR
Svíarog
Danirí
sérflokki
á Norður-
landa-
mótinu
SVÍAR og Danir skiptu með sér
gullverðlaununum á Norður-
landamótinu í badminton, sem
fór fram í Malmö í Sviþjóð um
heigina. Breyta þurfti niðurröð-
un vegna forfalla, en íslensku
keppendurnir féllu allir út í 1.
umferð, nema Ása Pálsdóttir,
sem komst í 2. umferð einliða-
leiks kvenna. Næsta Norður-
landamót verður á íslandi og
hefur verið sett á f nóvember
1994, en hugsanlega verður
það ekki fyrr en í apríl 1995.
Asa, sem býr og æfír í Danmörku
í vetur, vann norsku stúlkuna
Olavsen 11-5 og 11-5 í 1. umferð
einliðaleiks kvenna, en tapaði síðan
í 2. umferð. Bima Petersen stóð sig
einnig vel að sögn Sigríðar Jónsdótt-
ur, formanns BTÍ, þrátt fyrir 11-6
og 11-7 tap gegn Karólínu Eriksson
frá Svíþjóð. „Þetta var mjög góður
leikur og Bima spilaði vel,“ sagði
Sigríður. Elsa Nielsen tapaði 11-8
og 11-3 fyrir Lotte Andersson frá
Svíþjóð, en landa hennar, Christina
Magnusson varð Norðurlandameist-
ari.
* Broddi Kristjánsson mætti
Finnanum Larse Lindelöff í einliða-
leik karla og tapaði 15-9 og 15-12.
Finninn komst í 12-2 í seinni lot-
unni, en Broddi náði að jafna 12-12.
Þriðja lotan var í augsýn, en Finninn
náði sér aftur á strik áður en til
hennar kom. Jón Pétur Ziemsen tap-
aði 15-3 og 15-1 fyrir Svíanum
Christian Ljungwerk. „Þetta var
fyrsti leikur okkar í mótinu," sagði
Sigríður. „Jón Pétur var tauga-
óstyrkur og lék undir getu.“ Daninn
Tomas Lauritsen varð Norðurlanda-
meistari.
Broddi og Jón Pétur töpuðu 15-7
og 15-8 fyrir Svíum í tvíliðaleik. Að
sögn Sigríðar var um góða viðureign
að ræða. „Þetta var mikið spil og
jafnt framan af í seinni lotunni.“
Danirnir Jon Holst Christiansen og
Jan Paulsen tryggðu sér Norður-
landameistaratitilinn.
Ása og Elsa töpuðu 15-5 og 15-2
fyrir Maríu Bengtsson og Maríu
Borg í tvíliðaleik kvenna, en sænsku
stúlkurnar komust síðan í undanúr-
slit. Christina Magnusson og Lim
fengu gullverðlaunin, en kínverska
stúlkan bjó um hríð á íslandi áður
en hún flutti til Svíþjóðar og er nú
sænskur ríkisborgari.
í tvenndarleik töpuðu Jón Pétur
og Elsa 15-8 og 15-4 fyrir sænsku
pari, sem tapaði í úrslitum fyrir Per
Gunn Jones og Maríu Bengtsson.
Síðar nefnda parið byrjaði á því að
vinna Brodda og Birnu, 15-2 og
15-6.
Sigríður sagði að Danir og Svíar
væru í sérflokki í Evrópu og með
það í huga væri hún ánægð með
árangurinn. „Okkar fólk stóð sig vel
og lék af eðlilegri getu. Það stóð í
Norðmönnum og Finnum og allir
gerðu sitt besta.“
HANDBOLTI
FH vann Fylki
Kvennalið FH sigraði Fylki í 1.
deildinni í handbolta í gær-
kvöldi, 21:17. Leikurinn fór fram í
Austurbergi í Breiðholti, á heima-
velli Fylkisstúlknanna.
Frábær bardagi
Reuter
Keppni áskorandans Riddicks Bowe og heimsmeistarans Evanders Holyfíeld um helgina þótti sú besta sem sést hefur í þungavigt hnefaleika í langan tíma. Hér
eigast þeir við í hringnum í Las Vegas. Bowe er til hægri og í þann veginn að veita Holyfield eitt margra þungra högga.
Fádæma keppnisharka
meistarans nægði ekki
Evander Holyfield tapaði fyrir Riddick Bowe í keppni um heimsmeistaratitil-
inn í þungavigt. Holyfield íhugarað leggja keppnishanskana á hilluna
„ÉG er maðurinn, ég er meist-
arinn,“ sagði Riddick Bowe eftir
að hafa sigrað Evander Holyfi-
eld á stigum í keppni um heims-
meistaratitilinn í þungavigt í
hnefaleikum. Keppni Banda-
ríkjamannanna í Las Vegas um
helgina þótti ein sú besta um
árabil. Kapparnir gáfu hvergi
eftir og barátta Holyfields, eftir
að hafa verið sleginn niður í 11.
lotu, vakti mikla athygli. „Ég
reyndi það sem ég gat, en það
nægði ekki,“ sagði meistarinn
fyrrverandi. „Þú þarft ekki að
skammast þín fyrir neitt,“ sagði
Bowe, „enda ertu með Ijóns-
hjarta." J
Holyfíeld hafði betur til að byija
með, en báðir náðu góðum
höggum. Eftir fimmtu lotu virtist
sem Bowe væri farinn að þreytast,
en margir höfðu óttast að það að
léttast um 16 kg á síðustu tveimur
mánuðum hefði áhrif á úthaldið, þó
hann væri 13,6 kg þyngri en meistar-
inn. En Bowe sýndi að hávaxinn
góður boxari sigrar nánast alltaf
minni og léttari mann, þó góður sé.
Spennan I hámarki
Til tíðinda dró í 10. lotu og stóðu
áhorfendur á öndinni. Bowe hrein-
lega lúbarði Holyfíeld, en meistarinn
sýndi fádæma keppnishörku og í stað
þess að falla eins og allt benti til
náði hann að svara fyrir sig. Bowe
átti samt síðasta orðið í lotunni og
lét höggin dynja á mótheijanum, en
bjallan kom honum til bjargar.
Um 18.000 áhorfendur voru á
staðnum og þeir, sem voru ekki þeg-
ar risnir úr sætum, stóðu og tóku
þátt með hvatningarhrópum í 11.
lotu. Bowe nýtti sér yfírburðina og
náði tugum góðra högga á mótheija
sinn, en Holyfíeld neitaði að gefast
upp. Jafnvel eftir að hafa verið sleg-
inn niður í fyrsta sinn á ferlinum og
úrslitin virtust ráðin, kraup hann á
meðan dómarinn taldi upp í átta, en
stóð aftur upp og náði að slá frá sér
áður en bjallan glumdi. -
Baráttan hélt áfram í 12. og síð-
ustu lotu og boxaramir voru enn á
tánum, þegar slagurinn var úti. Tveir
dómaranna dæmdu Bowe 117-110
sigur, en einn 115-112. Þetta var
32. sigur hans, en fyrsti ósigur Ho-
lyfíelds eftir 28 sigra í röð.
Hættur
Holyfíeld hefur sennilega aldrei
staðið sig betur, en játaði sig sigrað-
an og sagði að nú væri komið að
kaflaskiptum. „Ég hafði alltaf á til-
finningunni að ég gæti sigrað. Jafn-
vel í síðustu lotu. En hann var ákveð-
inn og hélt áfram að beijast. Hann
tók við höggum og gaf til baka, sem
er einkenni meistara. Hann var ein-
faldlega betri. Box hefur verið hluti
af lífi mínu, en það er leikur, sem
ég geri mér grein fyrir að er ekki
endalaus. Ég gerði mitt besta,“ sagði
fyrrum meistari, sem er 30 ára og
fékk um 986 millj. ÍSK fyrir slaginn.
„Ef ég held að ég eigi möguleika
síðar kem ég aftur," bætti hann við.
Holyfield tryggði sér titilinn fyrir
tveimur árum, þegar hann sigraði
James Douglas og varði meistara-
tignina þrisvar áður en hann mætti
Bowe. „Ég held að þetta sé búið hjá
mér, en ég þarf tíma til að komast
að því.“
Hugrekki í stað hugleysis
Bowe, sem er 25 ára, fékk um 406
millj. ÍSK fyrir sigurinn. Hann var
ásakaður um hugleysi, þegar hann
hætti í keppni við Lennox Lewis um
gullið á Ólympíuleikunum í Seoul
1988, en hugrekki var aðal hans í
Las Vegas um helgina. „Þetta hefur
svarað mörgum spurningum um mig.
Ég lét hann fínna fyrir mér og sýndi
að krafturinn kemur að innan. Ég
sagði að tími væri kominn til breyt-
inga. George Bush varð að fara og
Evander Holyfíeld varð að fara. Ég
er slæmur maður.“
Lewis sigraði Donovan Ruddock í
London fyrir hálfum mánuði og
tryggði sér þar með réttinn sem
næsti áskorandi heimsmeistarans.
BADMINTON
GETRAUNIR: 222 11X 121 1X12
LOTTO: 9 22 25 35 38 + 16