Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 4
i B £■*' S- t '** MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPN! BIKARHAFA Morgunblaðið/RAX Valsmenn voru í vamarhlutverki gegn Maistas Klaipeda. Besti maður Litháa Juoskaudas sækir að marki Vals- manna. Ólafur Stefánsson og Geir Sveinsson eru til vamar. Krappurdans VALSMENN lentu heldur betur í kröppum dansi í seinni leik sínum gegn Maistas Klaipeda frá Litháen í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld. Eftir að þeir höfðu unnið fyrri Evrópuleikinn með fjögurra marka mun töldu flestir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá, en svo var ekki. „Það verður að segja eins og er að mér leið ekki alltof vel á bekknum þegar Litháarnir voru með þriggja marka forustu og með knöttinn. Það var óþægileg tilfinning, enda mátti ekkert bregðast til að illa færi,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Valsmanna, sem töpuðu með eins mark mun, 21:22, en það dugði þeim til að komast áfram 6 samanlagðri markatölu 49:46. Valsmenn byijuðu leikinn vel og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins, 3:0. Litháamir léku þá Valdimar Grímsson: Ætluðu að valta yfir okkur Byijun leikmanna Maistás Kiaipeda gegn okkur var aðeins liður í sálfræðinni hjá þeim. Þó svo að við skoruðum fyrstu þijú mörkin voru þeir yfirvegaðir og rólegir - síðan settu þeir á fulla ferð og ætluðu sér að valta yfir okkur,“ sagði Valdimar Grímsson. „Eftir fyrri leikinn voru allir búnir að afskrifa Maistas og í kjölfarið komu fréttirnar um að Maistas myndi gefa seinni leík- inn þar sem liðið væru á förum. Þessa uppákomu settu forráða- menn félagsins á svið til að rugla okkur í ríminu og dreifa huga okkar frá seinni leiknum. Ég var alltaf viss um að seinni leikurinn yrði erfiður. Lið frá austurblokkinni koma alltaf sterkari til leiks í seinni leiki þeirra og munurinn á liði Maist- as frá því á föstudaginn var eins og svart og hvítt. Leikmenn liðs- ins léku vel og við áttum í erfið- leikum. Sem bestur fer náðum við að rífa okkur upp undir lok- in ogjafna leikinn," sagði Valdi- mar. flata vörn, en fljót- Sigmundur Ó. leKa breyttu þeir og Steinarsson fóm að ganga langt skrilar út gegn Valsmönn- um. Það með misstu Valsmenn, sem áttu í miklum erfið- leikum með að finna svar við varn- arleiknum, taktinn. Leikmenn Ma- istas náðu að jafna 6:6 og síðan náðu þeir þriggja marka forskoti, 8:11 og voru yfir í leikhléi 9:12. „Ég vissi að leikurinn yrði erfið- ur og að leikmenn Maistas myndu ieggja allt sem þeir ættu í hann. Þeir era með gamalreynda leik- menn sem kunna ýmislegt fyrir sér. Þegar ég ræddi við mína menn í leikhléi gerði ég þeim ljóst að þeir yrðu að vanda sig og halda jafnvægi þó að móti blæsi. Strák- unum tókst það þó svo að þeir væra að leika gegn liði sem notaði vamarleikaðferð sem er ekki leikin hér á landi. Þegar við náðum að keyra á vörn þeirra losnaði um nokkra hlekki," sagði Þorbjöm Jensson. Leikmenn Maistas vora með Valsmenn í stálgreipum í seinni hálfleik og yfírleitt með þriggja marka forskot. Þeir náðu aldrei að ná fjögurra marka forskoti - sem betur fer fyrir Valsmenn, sem náðu að rífa sig upp eitt augnablik um miðjan hálfleikinn er staðan var 15:18. Þeir náðu að skora þijú mörk á stuttum tíma úr hraðaupp- hlaupum og jafna, 18:18. Þegar sjö mín. voru til leiksloka var stað- an 20:22 og Maistas fékk vítak- ast, sem Guðmundur Hrafnkelsson varði. Eftir það var eins og allt loft væri úr leikmönnum liðanna og aðeins eitt mark var skorað á sjö mín. - það skoraði Dagur Sig- urðsson, 21:22, rétt fyrir leikslok. Valsmenn gátu andað léttar þegar leiknum lauk. Þeir náðu sér aldrei á strik og var sóknarleikur þeirra hugmyndasnauður. 4if8% sóknarnýting Vals 21 mark, 43 sóknarlotur Fyrrí hálfleikur: 12 11 1 * o| o 3 Q 1.-15. mín. | 50,0% L16.-30. mín.| 27,2% . Seinni hálfleikun 11 63,6% i46.-60. mín.i 55,5% , 39,1% 60,0% KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Grindvík- ingamir íham Grindvíkingar sóttu liðsmenn Skallagríms heim í Borgarnes. Skallagrímur hafði yfirhöndina fram í miðjan fyrri hálfleik, en þá tóku Grindvíkingarnir öll völd á vellinum og héldu mik- illi keyrslu í vörn og sókn alit til leiksloka og sigruðu heima- menn 86:93. LLiðsmenn Skallagríms fóru vel af stað í þessum leik og þeir leiddu leikinn fram í miðjan fyrri hálfleik. Þá tóku Grindvíkingarnir við sér, stórbættu vömina og keyrðu upp hraðann. Við þessu áttu liðsmenn Skallagríms lengi vel ekk- ert svar og fljótlega í síðari hálfleik komust Grindvíkingar í 20 stiga forystu. Þegar nokkrar mínútur vora eftir af leiktímanum var eins og lið Skallagríms vaknaði aftur til lífsins og náðu þeir að saxa á for- skotið en kippurinn hjá þeim kom of seint til að þeir ættu möguleika á sigri í þessum leik. Bestu menn hjá Grindvíkingum vora þeir Dan Krebs og Guðmundur Bragason en hjá Skallagrími vora þeir Alexandre Ermolinskij og Birg- ir Mikaelsson bestir. „Liðsheildin stóð sig mjög vel hjá okkur í þessum leik. „Okkur tókst að stoppa Bigga og Ermolinskij og hafa gát á skyttunum hjá þeim. Eins tókst okkur halda fullum krafti út allan leikinn. Ungu strákarnir koma mjög vel út hjá okkur og ég er þvi bjartsýnn á framhaldið," sagði Guðmundur Bragason leik- maður Grindvíkinga. „Það er alltaf svekkjandi að spila undir getu, eins og við gerðum í þessum leik“, sagði Birgir Mikaels- son þjálfari og leikmaður Skalla- gríms. FOLK ■ PAUL Colton, þjálfari Njarð- víkinga, var rekinn eftir tapleikinn gegn Skallagrími á föstudagsköld. Þá höfðu Njarðvíkingar tapað fímm af níu leikjum sínum í deild- inni. Teitur Orlygsson var ráðinn þjálfari í hans stað og stjórnaðL lið- inu í fyrsta sinn gegn ÍBK á sunnu- dagskvöld. ■ STURLA Jónsson aðstoðar- þjálfari Hauka í körfubolta bar for- láta slaufu í leiknum gegn Tinda- stóli á laugardaginn. „Ég setti hana einhvern tímann upp fyrir leik sem við unnum. Síðan hef ég alltaf verið með slaufuna og við alltaf unnið svo að ég þori bara ekki að taka hana niður,“ sagði Sturla en slaufan er aldrei borin nema á leikjum. ■ LEIK Hauka og Tindastóls var seinkað um klukkustund frá áður auglýstum tíma vegna beinnar sjón- varpsútsendingar RÚV. Þeir áhorf- endur sem mættu fyrir kl. 14 komu að lokuðum dyrum þar sem hékk uppi miði sem sagði að leikurinn hæfíst ekki fyrr en kl. 15 og urðu því frá að hverfa. ■ VALDIMAR Grímsson skoraði fyrsta mark Valsmanna af línu eft- ir 34 mín. leik - fékk þá sendingu frá Jóni Kristjánssyni. ■ INGI Hrafn Jónsson var eini leikmaður Vals sem var rekinn af leikvelli - hann fékk brottvísun fyr- ir mótmæli þegar fímm mín. voru til leiksloka. ■ VALDIMAR Grímsson skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Hann skor- aði fjögur mörk eftir hraðaupp- hlaup, eitt úr vítakasti, eitt af línu og eitt úr homi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.