Morgunblaðið - 26.11.1992, Side 1

Morgunblaðið - 26.11.1992, Side 1
imÍaBBli JUí —^...■■■__ _ ____ y- atTíHfrrmtm fHcu.iHVt;K).HOM VERÐBRÉF: Eftirmarkaöurinn er aö styrkjast /4 FfáRMÁL: Viöbrögð viö efnahagsráðstöfunum stjórnvalda /6 vmsnpn/AraNNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1992 BLAÐ c Vátryggingar Rýmrí heimildir tryggingar- félaga til fjármálaþjónustu — samkvæmt nýju frumvarpi um vátryggingar í nýju frumvarpi um vátrygging- arstarfsemi sem kynnt hefur ver- ið í ríkisstjórn er gert ráð fyrir að heimildir tryggingafélaganna til að hafa með höndum aðra starfsemi en váttryggingarstarf- semi verði rýmkaðar. Nái frum- varpið fram að ganga verður félögunum heimilað að stunda fjármálaumsýslu af ýmsu tagi án þess að um það þurfi að stofna sérstakt félag. Jafnframt opnast möguleikar fyrir tryggingafé- lögin til að stofna dótturfélög t.d. verðbréfafyrirtæki eða banka. Þessi ákvæði eru sam- bærileg ákvæðum í nýju frum- varpi um viðskiptabanka og sparisjóði þar sem þeim er með sama hætti heimilað að starf- rækja vátryggingastarfsemi í dótturfélögum. í núgildandi lögum mega vá- tryggingafélögin í grófum dráttum ekki hafa með höndum aðra starf- semi en vátryggingarstarfsemi. Félögin hafa þó á undanförnum árum að einhverju marki tekið þátt í stofnun annarra fjármálafyrir- tækja. Þannig eru t.d. Brunabótafé- lag íslands og Sjóvá-Almennar hluthafar í eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Tryggingamiðstöðin er hluthafi í Féfangi og Fjárfestingar- Auk einangraðra röra fyrir hita- veitur hefur Set framleitt frárennsl- isrör, raflagnarör, snjóbræðslurör, vatnsrör og slöngur. Þá hafa enn- fremur verið framleidd hlífðarrör fyrir ljósleiðaralagnir Pósts og síma. Að sögn Bergsteins Einarssonar, framkvæmdastjóra, hefur gætt vax- andi erlendrar samkeppni á liðnum árum í sölu á hitaveiturörum. Við þessu hefur verið brugðist með ýms- um hætti. Set reisti nýja og full- komna verksmiðju á árunum 1990- 1991 þar sem saman fór endumýjun húsakosts og framleiðslutækja. Sam- hliða því var ráðist í uppbyggingu félaginu sem áður starfrækti verð- bréfamarkað. Þessar rýmkuðu heimildir er til samræmis við það sem víða gerist í ýmsum nágrannalöndum en einnig var horft_ til reglna Evrópubanda- lagsins. í mörgum löndum hefur þróunin verið sú hin síðari ár að tryggingafélög hafa farið út í að bjóða víðtækari þjónustu á fjár- málasviðinu en áður. gæðakerfis sem byggist á Evrópu- staðli um framleiðslu á einangruðu lagnaefni fyrir hitaveitur. Vegna góðs árangurs af verkefninu er ráð- gert að gæðakerfíð nái ti! allra fram- leiðsluþátta fyrirtækisins. Bergsteinn segir ennfremur að nýir og áður óþekktir möguleikar hafí opnast til útflutnings þar sem framleiðsla fyrirtækisins standist nú samanburð við erlend fyrirtæki hvað snertir verð og vörugæði. Fram- leiðsla Sets hafi fengið mjög góðar viðtökur hjá hinum erlendu kaupend- um og þeir lýst áhuga á frekari kaup- um. miJIIM.ll.lJIU Set hf. flytur út hita- veituefni tíl Svíþjóðar FYRIRTÆKIÐ Set hf. á Selfossi sem framleiðir einangruð rör fyrir hita- veitur og plaströr af ýmsum gerðum hefur um skeið flutt út nokkurt magn einangraðra tengistykkja til Svíþjóðar. Þessi útflutningur hefur verið í samvinnu við sænska fyrirtækið Powerpipe AB sem einnig er framleiðandi hitaveituefnis. Fulltrúar Powerpipe eru væntanlegir hingað til lands í desember til viðræðna við forráðamenn Sets en áhugi hefur komið fram um frekari kaup á næsta ári. íslenski lífeyrissjóðurinn - Séreignasjóður í umsjá Landsbréfa M. Öllum íslendingum ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð. Þeir sem ekki verða lögum samkvæmt að vera í ákveðnum lífeyrissjóði, geta greitt allt framlag sitt í íslenska lífeyrissjóðinn. Allir einstaklingar, sem samkvæmt lögum greiða í aðra lífeyrissjóði, geta greitt viðbótariðgjald í sjóðinn. Framlag hvers sjóðfélaga og mótframlag atvinnurekenda, auk vaxta og verðbóta, er séreign hans og nýtist honum einum eða erfingjum hans. Árið 1991 skilaði sjóðurinn 8,11% ávöxtun umfram lánskjaravísitölu. Sótt er um aðild að íslenska lífeyrissjóðnum á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi hjá Landsbréfum og umboðsmönnum Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur I Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 £ Löggilt verðbréfafyrírtæki. Aðili að Verðhréfaþingi fslands. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.