Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 1
0 seei naaMaaaa .e HUOAauaivaiM aiaAua/iUOHOM SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 BLAD Féiagsmái Aflabrögð Markaðsmál Greinar 3 Samþykktir frá formannaráð- stefnu FFSÍ 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna 0 Aflaverðmæti 7 vannýttra teg- unda 3,5 milljarð- ar króna 7 Þórður Friðgeirs- son hjá Ríkismati sjávarafurða KARFIIMN ÍSHÚÐAÐUR Morgunblaðið/Halldór Jónasson SVEINÞÓR, skipverji á nýja frystiskipinu Vigra RE íshúðar, eða „glass- erar“, hér karfa fyrir Japansmarkað. Karfimi var veiddur i Skeijadýpi en þar hefur verið góð karfaveiði í flottroll. Þórshamar með yfir 4.000 tonn af sfld í Neskaupstað Síldin fer nánast öll til ýmiskonar vinnslu SÍLDARBÁTURINN Þórshamar GK 75 hefur reynzt Norðfirðing- um dtjúgur í haust. Hann hefur Iandað rúmlega 4.000 tonnum af síld á vertíðinni og fer hún öll í vinnslu hjá Sfldarvinnslunni. Þórshamar kemur reglulega með hæfilegan skammt til sólarhringsvinnslu, svo reglulega að „Nobbararnir" kalla hann dagróðrabátinn og reyndar má kalla Þórshamar „Vetrarhjálpina" með nokkrum sanni, því mikil vinna er í frystihúsi Síldarvinnslunnar fyrir vik- ið. Þar er byijað í síldinni klukkan fjögur á morgnana og unnið til mið- nættis á tveimur vöktum. Síðan er gefin fjögurra tíma hvíld yfir blá nótt- ina áður en tekið er til við að vinna næsta skammt af „dagróðrabátnum“. Ádís Pálsdóttir, yfirverkstjóri í frystihúsi Sfldarvinnslunnar, sagði í samtali við Verið, að viðskiptin við Þórshamar væru ákaflega góð. Miklu máli skipti að fá reglulega hæfilegan skammt til vinnslu og það eina, sem skyggði á, væru þrálátar brælur. Þær hefðu rofið samhengið nokkuð. Sfldin er heilfryst og flökuð á markað í Jap- an, flökuð fyrir söltun, rúnnsöltuð, hausskorin og slógdregin og er mikil vinna við síldina. „Við höfum nóg að gera og kvörtum því að minnsta kosti ekki yfir aðgerðarleysi," segir Ásdís. „í síldinni vinnum við frá fjögur á morgnana til miðnættis og það er líka ágæt vinna í bolfiskinum, þó þorsk- fiskirí sé tregt. Trillumar hafa líka bjargað miklu, meðal annars meðan Bjartur fór í slipp, en þær hafa fiskað vel, þegar gefur. Það er mikið spurt um vinnu hjá okkur og nú er allt orðið fullt, við getum ekki tekið við fleira fólki, en allar líkur eru á að vinna falli ekki niður nema yfir helgustu dagana um jól og áramót. Mikið er um að fólk sé að flytja í bæinn, bæði hafa brott- fluttir Norðfirðingar snúið heim á ný og nýtt fólk er einnig að koma. Því hafa margar fjölskyldur bætzt í hóp Norðfirðinga á undanförnum misser- um,“ segir Ásdís. Gísli Gíslason, hafnarstjóri, segir að í haust hafi borizt 28.000 tonn af loðnu til bræðslu, miklu meira en í fyrra. Þess má í leiðinni geta, að Norðfirðing- ar hafa keypt helminginn í Hilmi SU 171, sem landar allri sinni loðnu í Neskaupstað og hefur gert svo í tvö ár. Þá hefur um 10.500 tonnum af síld verið landað í Neskaupstað og var hlutur Þórshamars af því um helgina 4.242 tonn í 26 veiðiferðum. Nánast allur afli hans hefur farið til vinnslu, en hitt allt í bræðslu að undanskildri einni löndun hjá Amey KE. Fréttir Markaðir Fiskiflotinn minnkar ekki ■ ÍSLENSKI fiskisklpaflot- inn hefur ekki minnkað, þar sem flestir þeirra báta, sem kvóti hefur verið færður af, eru enn að veiðum. T.d. er mjög algengt að slíkir bátar séu leigðir í nóvember til febrúar, þegar helmingur aflans er utan kvóta, því þeir eru enn með veiðiheim- ildir, enda þótt allur kvóti hafi verið seldur af þeim. Þessir bátar eru einnig leigðir og keyptur á þá ársk- vóti, einkum þegar króka- Ieyfisbátar mega ekki veiða,“ segir Brynjar ívars- son hjá skipasölunni Bátum og búnaði./2 ----------- Þróa nýja fiskafurð ■ í SLEN SKT-FR ANSKT eldhús og Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins hafa unnið að því verkefni að þróa úr vannýttu hráefni paté-vörur fyrir Hollandsmarkað, þannig að afurðirnar henti til framleiðslu í lítilli verk- smiðju og framleiðslan geti skilað hagnaði. Niðurstöður verkefnisins, sem Rann- sóknaráð hefur styrkt, benda til að unnt verði að framleiða þessar afurðir á hagkvæman máta./8 Enn er minna seltaf þorski Sala þorsks á fiskmörkuð- um í Bretlandi ’91 og ’92 ■ SALA ísvarins þorsks á fiskmörkuðunum í Hull og Grimsby var um síðustu mánaðamót um 40% minni en á sama tíma í fyrra. Verð hefur lækkað í krón- um talið, en staðið í stað í pundum. Alls hafa 7.401 tonn verið seld umrætt tímabil í ár fyrir 152 krónur að meðaltali. í lok nóvem- ber í fyrra höfðu verið seld 12.250 tonn á 156 krónur hvert kíló að meðaltali. Sala þorsks á innlendum fisk- mörkuðum hefur aukizt um 10% miðað við sama tímabil og verð lækkað um 4,5%. Salan innanlands nú nam 35.104 tonnum en 32.001 í fyrra og var meðalverð nú 88 krónur./6 Guðmundur Ibsen, deildarstjóri veiðarfæradeildar íslenskra sjóvarafurða hf. ■g tel að íslensk veiðarfæri séu best til ess fallin að standast okkar erfiðu að- ræður. Þau eru einfaldlega hönnuð I þess. Þess vegna mæli íeð veiðarfærum frá ampiðjunni við mína iðskiptavini.“ HAMPIÐJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.