Morgunblaðið - 09.12.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
FBjfcl JiR MIÐVIKUDAGUR
9. DESEMBER 1992
FFSÍ vill staðfestingu
á samningnum um EES
Eigínkonan
notuðí
hákarlabeitu
■ JAPANSKAlögreglan
handtók á dðgunum japansk-
an fískimann fyrir að nota
kerlu sína í hákarlabeitu.
Hinn 40 ára gamli Japani frá
Ehime Prefecture í sunnan
verðu landinu, kom 22 ára
gamalli eiginkonu sinni fyrir
í neti og dró hana á eftir sér
á bátnum sinum í um hálfa
klukkustund eftir að þau
hjónakornin hðfði rifizt
heiftarlega. Japönsk yfir-
vðld töldu meðferðina á kon-
unni ganga á skjön við lög
og handtóku þvi manninn.
Frá þessu er greint í Físhing
News Interaatioaal, en þar
er hvorki getið um afdrif
konunnar, hvort hákarlarair
fengu bita, né hver refsing
var dæmd eiginmanni henn-
ar. Þess er heldur ekki getið
um hvað hjónin deUdu.
Mikilvægt að
tryggja eignarhald og
nytjarétt náttúruauðlinda
FORMANNARÁÐ-
STEFNA FFSÍ, sem
haldin var í Nes-
kaupstað, samþykkti
ályktun þar sem
mælt var með að Al-
þingi staðfesti aðild
íslands að samningi um Evrópskt efnahagssvæði. „FFSÍ gerir sér
grein fyrir því að samningurinn um EES hefur í för með sér víðtæk-
ar breytingar á fjölmörgum sviðum, sem hafa að geyma bæði kosti
og galla. Augljós ávinningur er m.a. greiðari aðgangur fyrir íslensk-
ar vörur inn á Evrópumarkað, sérstaklega á þetta við um sjávarafurð-
ir, sem bæði munu skila heim hærra skilaverði og leggja grunn að
nýjum sóknarfærum í íslenskum sjávarútvegi," segir í ályktuninni.
„FFSÍ telur þó að innan ramma
EES-samningsins sé mikilvægt að
tryggja eignarhald og nytjarétt nátt-
úruauðlinda undir forræði íslend-
inga. Þetta á sérstaklega við um
eignarhald útgerðar og fiskvinnslu
og stjórn fiskveiða.
FFSÍ telur einnig að við frágang
á tvíhliða samningi milli íslands og
Evrópubandalagsins um gagnkvæm-
ar veiðiheimildir, þurfí að gæta þess
að hagsmunir íslendinga séu tryggð-
ir á sem bestan hátt, þ.e. að skipti
á veiðiheimildum milli samningsaðila
séu sanngjörn og tryggt sé strangt
eftirlit með veiðum útlendinga innan
íslensku fiskveiðilögsögunnar.
FFSÍ álítur að með opnun íslenska
vinnumarkaðarins ínnan ramma
EES-samningsins geti skapast
ójafnvægisástand, þar sem kjörum
og vinnuskilyrðum launafólks væri
ógnað. Til að koma í veg fyrir slíkt
ástand telur FFSÍ nauðsynlegt að
eftirfarandi atriði séu tryggð á hin-
um íslenska vinnumarkaði.
1. Á íslandi gildi íslenskir kjara-
samningar. Undirboð kaupgjalds
meðal útlendinga á íslenskum vinnu-
markaði verði óheimil með setningu
á viðeigandi löggjöf frá Alþingi.
2. Forgangsréttarákvæði kjara-
samninga stéttarfélaga séu virt,
óháð ríkisfangi launþega í viðkom-
andi stéttarfélagi,“ segir í ályktun
ráðstefnunnar.
FLAKAÐ I SOÐIÐ
Morgunblaðiö/Þorgeir Baldursson
ÞAÐ fylgir sjómennskunni að „gramsa“ eins og sumir kalla það,
eða að fá sér í soðið. Það er hann Arnoddur Guðmannsson á
Árbaki einmitt að gera, en hann er að flaka ýsu að áliðnum túr.
Mótmæla hugmyndum um fjölgun
skattþrepa í álagningu tekjuskatts
TILBOÐSVERÐIÐ
STENDUR
- ÞRÁTT FYRIR
GENGISFELLINGU
...á meöan bírgöir endast!
FORMANNARAÐSTEFNA Farmanna- og
fiskimannasambands Islands haldin í Nes-
kaupstað 11. og 12. nóvember 1992, fagnar
framkomnu frumvarpi til laga á Alþingi
um kaup á fullkominni björgunarþyrlu.
Jafnframt er skorað á Alþingi að frumvarpið fái afgreiðslu sem fyrst. Farmanna- og
fiskimannasamband íslands leggur áherslu á að unnið verði hratt að þessu máli og fjár-
veitingavaldið sjái Landhelgisgæslunni fyrir fjármunum til rekstrar þyrlunni.
Ályktanir samþykktar á
formannaráðstefnu FFSÍ
Hér fara á eftir nokkrar af helztu samþykkt-
um ráðstefnunnar, aðrar en samþykktin um
Evrópska efnahagssvæðið:
Ráðstefnan skorar á dómsmálaráðherra að
hafist verið handa við að útbúa og gefa út
handbók vegna leitar- og björgunarþjónustu
fyrir sjófarendur við ísland. Jafnframt skorar
Farmanna- og fiskimannasamband íslands á
íslensk stjórnvöld að ísland gerist aðili að al-
þjóðasamþykktinni um leit og björgun.
NeyðartfAnl á rás 16
Þá er lagt til að samgönguráðherra beiti sér
fyrir því að tilkynningarskylda og önnur við-
skipti verði færð af neyðartíðninni rás 16. Þessi
breyting taki gildi frá og með 1. janúar 1993.
Atvinnumál farmanna
Formannaráðstefna FFSÍ lýsir áhyggjum
sínum yfír sífellt fækkandi störfum íslenskra
farmanna á undanfömum árum. Til að snúa
þessari óheillaþróun við krefst fundurinn þess
að stjómvöld geri hveijar þær ráðstafanir sem
til þarf svo útgerðir islenskra farskipa manni
skip sín íslenskum farmönnum svo ekki verði
hætta á að íslensk farmannastétt heyri sög-
unni til að nokkram áram liðnum.
Þá mótmælir fundurinn því harðlega að er-
lend skip með erlendum áhöfnum, skuli áram
saman stunda áætlunarsiglingar til og frá ís-
landi á vegum íslenskra skipafélaga.
Þá er mótmælt öllum hugmyndum um að
fjölga skattþrepum vegna álagningar tekju-
skatts einstaklinga. Að áliti Farmanna- og
fískimannasambands íslands er verið að auka
óhagræði við skattlagningu með fjölgun skatt-
þrepa, bæði fyrir hið opinbera og einstaklinga,
vegna þess að endanleg uppgjör aukaskatt-
þrepa kæmu eftirá og er þá verið að draga
veralega úr hagræði og gildi staðgreiðslukerfís
skatta.
Frjálst flskverð
Ráðstefnan fagnar þeim áfanga sem verður
um næstkomandi áramót að fískverð verði al-
mennt frjálst samkvæmt lögum. Jafnframt er
því beint til sjávarútvegsráðherra að innan
skamms tíma verði allt sjávarfang, sem selt
er innanlands, boðið til sölu á löggiltum fisk-
mörkuðum. Með slíkum ákvæðum um sölu sjáv-
arfangs í gegnum fískmarkaði, sem hér um
ræðir, opnast víðtækari möguleikar til fy'öl-
breyttari fískvinnslu innanlands samfara opn-
ara markaðssvæði innan ramma EES.
Hvalvelðar
Skorað er á stjómvöld að leyfa hvalveiðar
þegar á næsta ári. Ákvörðun um veiðikvóta
verði gefín út fyrir lok vetrarvertíðar 1993,
um þær tegundir hvala, sem talið er að nýta
megi innan skynsamlegra marka. Leitað verði
samþykkis hjá NAMMCO eða hjá einstökum
þjóðum við Norður-Atlantshafíð vegna veið-
anna.
Línuvelðar útlendinga
Þá skoraði ráðstefnan á Þorstein Pálsson,
sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að
einungis íslendingar hafi heimild til að stunda
línuveiðar innan íslensku fískveiðilögsögunnar.
Þeim eindregnu tilmælum var einnig beint til
sjávarútvegsráðherra að reglugerðir um vemd-
un og/eða veiðisvæði verði framvegis birt með
a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara.
Rekstrargrundvöllur sjávarútvegslns
FFSÍ skorar á stjómvöld að hefja þegar
aðgerðir til að skapa fyrirtækjum sjávarútvegs-
ins viðunandi rekstrargrandvöll.
Farmanna- og fiskimannasamband íslands
telur að rekstrargrandvöllur fjölmargra fyrir-
tækja í sjávarútvegi sé brostinn. Framundan
blasir við gjaldþrot fyölda fyrirtækja í greininni
með alvarlegum afleiðingum fyrir sjávarbyggð-
ir víðsvegar um landið. Almennar aðgerðir
verða að koma til skjalanna fyrir atvinnulífíð
til að viðhalda stöðugleika í afkomu fyrirtækja
og Heimila landsins.
Lögskráning sjðmanna
Ráðstefnan skorar á samgönguráðherra að
beita sér fyrir því að lög um lögskráningu sjó-
manna verði endurskoðuð. Einnig að lögskrán-
ing sjómanna verrði tölvuvædd hið fyrsta.
Þá skoraði ráðstefnan á ríkisstjómina að um-
svif Vitastofnunar íslands verði færð undir
Landhelgisgæzlu íslands og þeir tekjustofnar
sem viðfangsefninu fylgja.
Formannaráðstefna FFSÍ er haldin annað-
hvert ár á móti þingi sambandsins hin árin á
milli.
FL©T¥liiy=
CaALLAR
(SNJÓSLEÐAGALLAR)
Frábær hlifðarfatnaöur
gegn kulda, bleytu og
vindi — léttur, þægilegur.
Hægt að losa fóðriö úr
þegar hlýnar í veðri.
Leitið nánari upplýsinga.
Framlag þitt skilar árangri
\' ' ■
HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
- með þinni hjálp
Gíróseðlar liggja frammi
í bönkum og sparisjóóum
V