Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 2
Hitt og þetta Mikiðaf sfld í Barentshafí ■ RANNSÓKNIR norsku hafrannsóknastofnunarinn- ar í Barentshafi sýna að þar er mikið af ungsíid. Árgang- amir 1991 og 1992 eru tald- ir 3,5 til 4 milljónir tonna, en það er tvöfalt meira en áður hafði verið talið. Frá þessu er skýrt í Fishing News Intemational. Þó vist sé talið að vaxandi þorsk- stofn muni éta mikið af síld- inni, telja fiskifræðingar að síldarstofninn muni vaxa mikið þar tfl síidin verði veiðanleg 1996 tU 1997. Rannsóknirnar, sem unnar voru i samvinnu við Rússa leiddu einnig i ljós að minna var um loðnu, en reiknað hafði verið með. Talið er að stofninn sé um tveimur miiy- ónum tonna minni en mönn- um hafði áður reiknazt til, eða alls um þijár mifljónir tonna. Talin er hætta á að loðnan hverfi úr Barentshaf- inu 1994 til 1995, eins og hún gerði 1962 til 1963. ----------- Bæklingur um EES og sjávarútveg ■ VIÐSKIPTASKRIF- STOFA utanríkisráðuneytis- ins gaf nýlega út bæklinginn EES-samningurinn, sjáv- arútvegsmál, en upplýsinga- rit þetta er tekið saman af Haraldi Aspelund fyrir utan- ríkisráðuneytið og er ætlað til kynningar á þeim áhrif- um, sem samningur EFTA- ríkjanna og Evrópubanda- lagsins (EB) um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur á sjávarútvegsmál. Þá eru I bæklingnum þijú fylgisiyöl, þ.e.a.s. bókun nr. 6 við frí- verslunarsamning íslands og Evrópubandalagsins frá 1972, bókun nr. 9 við samn- inginn um Evrópska efna- hagssvæðið og töflur, fyrir hvert tollskrárnúmer, yfir tolla á sjávarafurðir, í inn- flutningi til EB, bæði fyrir og eftir gildistöku EES- samningsins. ----♦-♦-«-- Rekakkeri hefðu bjargað ■ TRILLURNAR Vilborg og Heppinn, sem sukku ný- lega skammt undan Búða- hrauni, hefðu bjargast ef þær hefðu notað rekakkeri, að sögn Valdimars Samúels- sonar í Reykjavík en hann hefur selt 60-70 rekakkeri frá Bandaríkjunum sl. þijú ár. „Þessi rekakkeri eru hönnuð sem öryggistæki og þau hafa bjargað mörgum bátum við Alaska. Með einu handtaki eru akkerin sett I sjóinn og þau halda bátnum örugglega upp í veður og vinda. Til eru sjö stærðir af þessum akkerum og allt að 200-300 tonna bátar geta notað þau en ódýrustu akk- erin kosta 10 þúsund kr. Það er því til betri kostur en að keyra upp í, jafnvel heilu sólarhringana, með þverr- andi olíubirgðir. Bátar, sem sækja langt út, hafa einnig legið úti við rekakkeri og þá er nær enginn veltingur á þeim.“ MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 MÁLAÐ FYRIR ÚTGERÐINA Morgunblaflið/Alfons ÓLAFSVÍK - UNGUR listmálari, Hreinn Stephensen frá Neskaupstað, stundaði sjóinn héðan í sum- ar og brá sér nú í haust vestur á Nesið til að mála bátamyndir fyrir útgerðarmenn, sem hafa sýnt þessu framtaki mikinn áhuga. Um viku tekur að fuUgera eina mynd en þær eru allar innrammað- ar. Myndimar eru unnar í oliu en Hreinn hefur sótt fjölmörg námskeið hjá Myndlistarskóla Reykja- víkur. Hér sést hann með tvær af bátamyndum sínum. „Bátar enn að veiðum þó kvótinn hafi verið seldur“ mmmm^mi^mmmmmmmmmmmm^ „íslenski fiski- Keflvíkingar spá mikið í írSÆ bátakaup, því þeir fá að n“t sreiða kvótann á 4-5 árum hefur verið ffrður 0 af, eru enn að veið- um. T.d. er mjög algengt að slíkir bátar séu leigðir í nóvember til febrúar, þegar helmingur aflans er utan kvóta, því þeir eru enn með veiðiheimildir, enda þótt allur kvóti hafi verið seldur af þeim. Þessir bátar eru einnig leigðir og keyptur á þá árskvóti, einkum þegar krókaleyfisbátar mega ekki veiða,“ segir Brynjar ívarsson þjá skipasölunni Bátum og búnaði. Hann segir sveitarfélög, t.d. Keflavíkurbæ, hafa keypt og staðgreitt „varanlegan" kvóta, sem útgerðarmenn fái að greiða á 4-5 árum. Keflvíkingar hafi því mik- ið verið að spá í bátakaup að undanförnu. Brynjar Ívarsson segir verð á íslenskum fiskiskipum ekki hafa lækkað, þrátt fyrir erfiðleika hjá útgerð nágrannalandanna. Mikið sé um fyrirspurnir um notaða báta, t.d. frá Angóla, Portúgal, Eng- landi, Danmörku og Austur-Evr- ópulöndum, og Kínveijar vilji kaupa hér togara. Ekkert hafi þó orðið úr sölu, enda þótt verðið sé lágt, en þegar skip séu seld úr landi fá- ist einnig greidd 30% af vátrygging- armati þeirra úr Hagræðingarsjóði sjávarútvegsins. „Þegar staðgreiða þurfti „varan- legan“ kvóta höfðu einungis stór fyrirtæki efni á að kaupa skip með kvóta. Eftirspurn eftir „varanleg- um“ aflakvóta hefur hins vegar minnkað og nú þarf einungis að staðgreiða hluta af honum. Verð á skipunum sjálfum hefur stórlækk- að, þannig að verð á þeim með kvóta er í raun svipað og verð á skipum áður en kvótinn kom til en fyrir skipin sjálf fást 30-60% af vátryggingarmati þeirra." Brynjar segir töluvert lif hafa verið í skipasölu sl. 6-8 vikur og framboðið hafi aukist, þó aðallega á kvótalausum bátum. „Mesta salan hefur verið í 30-100 tonna bátum. Sumir kaupa kvótalausa báta og árskvóta eftir hendinni en margir veiða fyrir togaraútgerðir og fá þá kvóta hjá viðkomandi útgerð. Þeir landa aflanum hjá sama fyrirtæki fyrir ákveðið verð, t.d. 70 krónur fyrir kílóið af þorski. Mikið framboð er af árskvóta og það hefur ýtt undir þessi viðskipti. Fiskverkanir eru farnar að kaupa „varanlegan“ kvóta og láta fiska hann fyrir sig en kvótinn verður alltaf að vera skráður á skip,“ segir Brynjar. Hann segir að m.a. vegna sölu á kvóta Hagræðingarsjóðs í haust hafi verð á árskvóta lækkað en verð á „varanlegum" kvóta hafi ekki lækkað. „Við höfum fengið 190 krónur fyrir kílóið af „varanlegum" þorskkvóta en ég hef heyrt um allt að 205 krónur fyrir kílóið." Vinnslaii þarf nú helming sfldarinnar sem óveidd er ÞOKKALEG síldveiði var í síðustu viku og á föstudag var búið að veiða um 85 þúsund tonn af tæplega 120 þúsund tonna síldarkvóta á þessari vertíð. Af þeim 35 þúsund tonn- um, sem þá voru óveidd, þurftu frystihús og söltunarstöðvar að fá helminginn, þ.e.a.s. um 17 þúsund tonn af síld upp úr sjó, til að geta staðið við samninga um sölu á síld í vetur og vinnslan óttast að það takist ekki. Hægt væri að selja allt að 13 þúsund tonn af freðsíld og 65.000 tunnur af saltsíld Á föstudag var eftir að salta síld í liðlega 20 þúsund tunnur til að hægt væri að standa við samninga um sölu á saltsíld í vetur. Þá var búið að salta í rúmlega 44 þúsund tunnur, þar af 31.700 tunnur af hausskorinni síld og 12.400 af flök- um, en samið hefur verið um sölu á 38 þúsund tunnum af hausskor- inni síld og 27 þúsund tunnum af flökum í vetur, að sögn Kristjáns Jóhannessonar hjá Síldarútvegs- nefnd. Kristján segir að búið sé að salta svipað magn af síld á þessari vertíð og saltað var á tveimur dög- um fyrir Rússlandsmarkað, þegar sú söltun var í fullum gangi. Fimmtudagur í sl. viku var stærsti söltunardagurinn á þessari vertíð en þá var saltað í 3.102 tunnur. Frystihús, sem aðild eiga að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, þurfa að fá 8-10 þúsund tonn af síld upp úr sjó í viðbót til að geta fryst þau 8-9 þúsund tonn, sem SH hefur samið um sölu á í vetur, en SH-hús hafa fryst rúm 4 þúsund tonn af síld í haust. Þar af er rúm- ur fjórðungur heil síld og hlutfallið er svipað í þeim samningum, sem búið er að gera, að sögn Sveins Guðmundssonar hjá SH. Sveinn segir að einhver hús muni frysta síld í janúar nk. en síld var bæði fryst og söltuð fram í febrúar á síðustu vertíð. „Við hefðum getað selt tæp 4 þúsund tonn af freðsíld í vetur, til helminga flök og heila síld, en okk- ar hús eru búin að frysta 900 tonn af síld í haust og meirihlutinn af því er heil síld,“ segir Teitur Gylfa- son hjá íslenskum sjávarafurðum hf. Hann segir lítið hafa veiðst af síld í nóvember sl. og ef loðnuskip hefðu ekki stundað síldveiðar á þessari vertíð væri óvíst að allur síldarkvótinn næðist núna. Fréttir vikunnar Þorskeldið lofar g-óðu ■ TVEIR sjómenn á Stöðv- arfirði hafa frá því í vor alið undirmálsþorsk í tveim- ur sjókvíum við bæinn og hefur þetta eldi gengið von- um framar. Á síðustu fjórum mánuðum hefur þorskurinn í kviunum tvöfaldað þyngd slna og segir BjÖrn Björns- son, fiskifræðingur, sem fylgzt hefur með þessu eldi, að sá vöxtur sé mun betri en áætlað hafði verið. Birgir Albertsson, sjómaður, annar þeirra, sem liafa annazt eld- ið, segir að þeir reikni með að slátra fyrsta þorskinum öðru hvoru megin við ára- mótin. ----»_♦-♦-- Lágt verð fyrir kvótann ■ TILBOÐUM í 3.333 tonn þorskígilda af veiðiheimild- um Hagræðingarsjóðs sjáv- arútvegsins hefur verið tek- ið að loknu útboði. Meðal- verð, sem tekið var fyrir þorskígildiskilóið, er 31 króna. Ef allar veiðiheimild- ir sjóðsins verða seldar á svipuðu verði, er (jóst að söluandvirði þeirra verður mun lægra en áætiað var af hálfu ríkisins, eða um 370 milljónir króna í stað 448 milljóna, sem áætlað var er sjávarútvegsráðuneytið gaf út viðmiðunarverð vegna forkaupsréttarútboðs í sept- ember. Upphaflega stóð til að ríkið hefði 525 mifljóna króna tekjur af sölu veiði- heimilda Hagræðingarsjóðs. ----♦-*_»-- Sýningáný næsta haust ■ VIÐAMIKIL sjávarút- vegssýning verður haldin i fjórða sinn í LaugardalshöU- inni og næsta nágrenni dag- ana 15. til 19. september næstkomandi. Það er fyrir- tækið Reed Exhibition í Bretlandi, sem annast alla skipulagningu, en tveir sér- hannaðir tjaldskálar verða leigðir frá hollenzku fyrir- tæki. Samsvarar hvor um sig stærð Laugardalshallarinn- ar. Á sýningunni gefst aðil- um í sjávarútvegi kostur á að skoða nýjustu tækni í fiskveiðum og vinnslu víða að úr heiminum. ----¥-*-*-- Ragnheiður til Globefísh ■ RAGNHEIÐUR Guð- mundsdóttir, sljórnmáia- fræðingur, hefur verið ráðin til Globefish í Róm, en það er hluti af F AO, matvæla og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna. Verkefni Ragnheiðar verða meðal annars þau að sjá um við- hald á gagnagrunni gagna- banka Globefísh, skipu- leggja samskipti við þá er veita bankanum upplýs- ingar, svara almennum fyr- irspurnum sem berast, gagnaleit í bankanum og undirbúa þau rit, sem Glob- efish gefur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.