Morgunblaðið - 09.12.1992, Síða 6

Morgunblaðið - 09.12.1992, Síða 6
6 D MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Samtals fóru 317,8 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnar- fjarðar fóru 29,1 tonn og meðalverðið 90,54 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 71,9 tonn á 99,05 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 216,9 tonn á 99,37 kr./kg. Af karfa voru seld 7,8 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 50,19,63,68 á Faxagarði og 66,551 syðra. Af ufsa voru seld 16,3 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 34,09,41,11 á Faxagarði og 41,12 hvert kíló á Suðumesjum. Af ýsu voru seld 89,8 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 103,29 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur mmmmm Karfi mmmmm UfSÍ mmmmm Tvö skip seldu afla sinn í Bremerhafen í Þýskalandi í síðustu viku. Breki VE 61 seldi 142,5 tonn á 153,76 kr./kg og Hegranes SK 2 seldi 122,3 tonn á136,36kr7kg. Þar af voru 222,1 tonn af karfa á 151,39 krJkg og 28,02 tonn af ufsa á 93,72 kr. hvert kíló. KrAg 160 140 120 100 80 60 40 20 Eingöngu var seldur afli úr gámum í Bret- landi í síðustu viku, samtals 419,4tonnog meðalverðið 139,96 kr.Þar af voru 269,3 tonn af þorski á 151,68 kr./kg, 222,3 tonn af ýsu á 126,48 kr./kg og 43,8 tonn af kola á 173,03 kr. hvert kíló. Okt. 44.vika Aflaverðmæti 7 vannýttra tegunda 3,5 milljarðar kr. Veiða má 61.5001 af langhala, tindabikkju, búra, gulllaxi, háfi, úthafskarfa og geirnyt SAMAN- LAGT aflaverð- mæti sjö vannýttra fiskteg- unda hér gæti orðið allt að 3,5 milljarðar króna, miðað við 61.500 tonna afla, en tegundirnar eru úthafskarfi, búri, langhali, tindabikkja, gulllax, geimyt og háfur. Geir Þráinsson, sem útskrifaðist frá Háskóla Islands í haust, kemst að þessari niðurstöðu í kandidatsrit- gerð sinni í viðskiptafræði. Geir er nú skipveiji á nýja Vigra RE og er sonur Þráins Kristinssonar, fyrrverandi skipstjóra á Sjóla HF, sem hefur stundað úthafskarfaveiðar með góðum árangri. Úthafskarfaveiðar gætu gefið af sér 650-1.530 milljónir króna á ári, miðað við 15-30 þúsund tonna afla, en gera má ráð fyrir stórauk- inni sókn strax á næsta ári, auk þess sem veiðitímabilið lengist ár frá ári. I lok sl. sumars fengu úthafs- karfaveiðar aukinn meðbyr er frystitogarinn Sjóli HF „fann“ djúpkarfa á úthafskarfaslóðinni. Vitað var af þessum stofni á þess- um slóðum en einhverra hluta vegna hafði hann ekki veiðst. Djúpkarfinn er mun betri en út- hafskarfinn, þar sem sáralítið er um sníkjudýr eða dökka flekki á honum. Hann er því mun betri vara, stærri og fallegri en úthafs- karfinn og svipar mjög til þess karfa, sem íslenskir togarar hafa siglt með á ferskfiskmarkaði í Þýskalandi með góðum árangri. Búrinn verðmætur Miðað við að hér verði veidd 1.000-3.000 tonn af búra á ári og aflinn verði seldur óunninn úr landi, getur aflaverðmætið orðið 120-420 milljónir króna. Verði afl- inn hins vegar unninn hér eykst verðmætið og getur orðið 162-683 milljónir. Búrinn er þekkt og eftir- sótt markaðsvara, þannig að ekki ættu að skapast erfiðleikar í sölu, en óvissan um aflamagnið og hátt afurðaverð valda því að hugsan- legar tekjur af þessari tegund hlaupa á stóru bili. Reynsla Nýsjálendinga og Ástr- ala af búraveiðum er sú að búrinn veiðist í frekar skamman tíma ár hvert en í miklu magni. Miðað við þetta mikla magn kann að þykja helst til varfæmislegt að gera ráð fyrir að við veiðum 1.000-3.000 tonn á ári. Freistandi er að hugsa sér búraveiðina hér við land mikla, jafnvel tugþúsundir tonna á ári, en enn sem komið er eru engar forsendur fyrir slíkri bjartsýni. 10.000 tonn af langhala Fiskifæðingar telja óhætt að veiða allt að 10 þúsund tonn af langhala á ári. Heildarverðmæti aflans er undir því komið hvort hagkvæmara reynist að vinna fisk- inn hér eða selja hann heilfrystan en verðmæti unnins langhala gæti orðið 102-600 milljónir króna, mið- að við 2.000-10.000 tonna ársafla. Ef fiskurinn er seldur heilfrystur er verðmætið minna en á móti kemur minni tilkostnaður við framleiðslu. Verðmæti heilfrystra afurða getur verið á bilinu 72-420 miHjónir. Togarasjómenn vita að víða er hægt að veiða langhala og fengist hafa stór langhalahöl en skort hefur vitneskju um sölumöguleika, sem hefur orðið þess valdandi að allur langhali hefur ekki verið hirt- ur. 2.700 tonnum af tindabikkju hent árlega Verðmæti tindabikkju gæti orð- ið 56-96 milljónir kr., miðað við 2.500-3.500 tonna ársafla, en áætlað er að 2.700 tonnum af tindabikkju sé hent hér árlega. Ef ekki tekst að selja allar afurð- irnar í Belgíu og Frakklandi verð- ur að leita víðar. Þama er ekki um mjög mikið magn að ræða og því ætti, með dugmikilli markaðs- starfsemi, að vera hægt að selja afurðirnar á verði, sem verkendur geti sætt sig við. Erfiðleikar tengdir gulllaxi hafa frekar verið veiðitækni- eða vinnslulegs eðlis en vegna erfið- leika í sölu. Miðað við .það, sem þegar er vitað um markaði fyrir gulllaxmarning, ætti að vera nokk- uð öruggt að hægt sé að selja hann. Miðað við 4.000-10.000 tonna afla yrði verðmætið 96-330 milljónir. Tilraunir með vinnslu á geimyt og háfi em sennilega skemmst á veg komnar af þeim tegundum, sem em til umfjöllunar í ritgerð- inni. Vinnsla á búra á sér ekki langa sögu hérlendis en á móti kemur að vitneskja um aðferðir annarra þjóða hefur verið fyrir hendi og án efa hjálpað verkendum í byijun. Hversu miklu magni er- lendir markaðir taka við er hins vegar lítið vitað um. Miðað við 1.000-4.000 tonna afla á ári getur geimytin fært íslenskum fyrir- tælgum 25-120 milljónir króna. í reykingu getur verðmæti háfs orðið 100-420 milljónir króna, mið- að við 500-1.000 tonna ársafla. Flakafrystingin gefur minna af sér en á móti kemur að tijkostnaður verður minni. Verðmætið við fryst- ingu gæti orðið 50-180 milljónir. FISKELDI Vartaraeldi gæti hafist hér í apríl UNDIRBÚNINGSFÉLAG fyrir eldi heitsjávarfiska í Skagafirði er að ljúka starfsemi og komið er að stofnun framkvæmdafé- lags með 15 milljóna króna hlutafé, segir í fréttablaðinu Feyki á Sauðárkróki. Að sögn Guðmundar Arnar Ingólfsson- ar, líffræðings og aðalfrum- kvöðuls heitsjávareldis hér, er stefnt að því að hlutafjársöfnun verði lokið fyrir áramót og eld- ið sjálft hefjist í apríl nk. Ein- ungis ein fisktegund, vartari, eða barri öðru nafni, verður í þessu eldi, a.m.k. til að byrja með. „Forsendan fyrir því að þetta stefnumið náist er að ijármögnun takist og húsnæði og innflutnings- leyfí liggi fyrir,“ segir Guðmundur Öm Ingólfsson. Ekki hafa enn fengist endanleg svör um húsnæði en nokkur hús eru í sigtinu. Til dæmis hafa verið kannaðar að- stæður hjá Fljótalaxi í Fljótum en sú stöð er ekki í rekstri núna og eigendur hennar em jákvæðir fyr- ir samstarfi, að sögn Guðmundar. Hann segir að sjö vísindamönn- um frá frönsku hafrannsókna- stofnuninni, sem heimsóttu ísland nýverið, hafi litist mjög vel á að- stæður til eldis heitsjávarfíska hér. Stofnunin mæli eindregið með að þetta eldi verði reynt og vís- indamönnunum hafi litist mjög vel á mannvirki til fiskeldis og nátt- úmauðlindir hér á landi. KARFI Sala karfa á fiskmörkuð- um í Þýskalandi ’91 og '92 Jafnvægi í karfasölunni SALA á ísuðum karfa til Þýzkalands hefur nánast stað- ið í stað milli ára. í lok nóvem- ber höfðum við selt þangað 22.066 tonn, sem er 2,1% aukn- ing miðað við sama tima í fyrra. Verðið er að meðaltali 100 krónur á kíló, sem er 2% lækkun frá árinu áður. í mörk- um talið er lækkunin 3,9%. Sala karfa á mörkuðum innan lands hefur fallið um 44% milli ára, þrátt fyrir að verð hafi hækkað um 8,3%. Meðalverð á karfa á mörkuðunum hér heima er aðeins 39 krónur. UFSI ------------------------- Sala ufsa á fiskmörkuð- um í Þýskalandi ’91 og '92 31. ág. 1992, BOTNFISKUR Annar botnfiskur 19.307 22.435 Botnfiskafli R S E 2.376 a Tegundir Tonn Þorskur 258.811 Karfi 99.153 Ufsi 81.162 Ýsa 45.322 Grálúða 28.679 Steinbítur 14.117 Skarkoli 9.199 Annar afli 29.924 Samtals 566.367 ÚTFLUTNINGIJR á ferskum ufsa hefur fallið um 23,8% frá áramótum, en verð um 20% í mörkum og 16,8% í krónum. Alls hafa verið flutt utan um 3.300 tonn og er meðalverð 79 krónur. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.360 tonn farið utan og verðið var 95 krónur að meðal- tali. Umtalsverðar sveiflur hafa orðið á verði. í nóvember nú var það aðeins 66 krónur á móti 107 í fyrra. Sala á mörkuðum innan lands hefur dregizt saman um 16,6% og verð lækkað um fjórðung. Nú hafa verið seld 9.623 tonn á 40 krónur hvert kíló að meðal- tali.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.