Morgunblaðið - 09.12.1992, Qupperneq 7
D 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
ISO-9000 og HACCP
eru sambæríleg kerfi
Fyrri grein
Sá atburður hefur nú gerst að
ný lög um meðferð sjávarafurða og
eftirlit með þeim sem hafa hlotið
brautargengi á Alþingi. Þessi lög
eru tvímælalaust stórtíðindi fyrir
sjávarútveginn
enda felast í þeim
afdráttarlausar
kröfur um að fyrir-
tæki, allt frá hinu
smæsta til hins
stærsta, komi sér
upp og noti gæða-
kerfi strax á næsta
ári. Ekki svo að
skilja að einhver
tíðindi felist í því
einu að nota gæða-
kerfi, því allir fiskverkendur og sjó-
menn nota slíkt að einhverju leyti.
Hins vegar mun ekki duga reynsla
starfsfólks og hyggjuvit einvörð-
ungu heldur bætast við kröfur um
skráningu eftirlitsatriða, sýnatökur,
meðferð gagna og skriflegar vinnu-
reglur. Þessar auknu kröfur um
innra eftirlit fyrirtækisins sjálfs er
ætlað að einfalda, auðvelda og
draga verulega úr kostnaði við opin-
bert eftirlit.
Gæðastjórnun er lausnarorðið
íslendingar eru fjarri því að .vera
einir um að feta þessa slóð innra
eftirlits og gæðastjórnunar, því
sömu þróunar gætir víða um heim.
Hvarvetna umhverfis okkur velja
stjórnvöld og fyrirtæki þá leið að
færa eftirlitið sem næst fyrirtækinu
og starfsfólki þess. í stað opinbers
afurðaeftirlits skal koma á viður-
kenndu gæðakerfi í fyrirtækinu.
Hlutverk stjórnvalda eða annarra
aðila í umboði þeirra verður því
fyrst og fremst að votta að gæða-
kerfi framleiðandans virki sem
skyldi. Með þessu fæst m.a.;
— lægri tilkostnaður hins opin-
bera
— aukin vitund starfsfólks um
ábyrgð sína
— fyrirbyggjandi ráðstafanir í
stað skoðunar á lokaafurð
— minna af vöru fer til spillis
vegna galla
— yfirsýn stjórnenda verður
betri
— fyrirtækið öðlast skýrari
markmið
Gæðastjórnun er lausnarorð tí-
unda áratugarins, en þá stendur
eftir hvernig á að hrinda henni í
framkvæmd.
Á meginlandi Evrópu ráða fyrst
og fremst tveir meginstraumar
hvað matvælaiðnað varðar;
HACCP-aðferðin (Hazard Analysis
Critical Control Point) og ISO-9000
staðlaröðin. Hér í þessari grein og
annarri sem birtist síðar verður leit-
ast við að bera saman þessar að-
ferðir og draga fram helstu kosti
og galla.
ISO-9000 er röð alþjóðlega viður-
kenndra gæðastjómunarstaðla og
er m.a. hluti þeirrar viðleitni EB
að afnema tæknilegar viðskipta-
hindranir með því að samræma lög
og reglur aðildarríkjanna. Dæmi
má taka af vandræðum þeim sem
íslenskir framleiðendur hafa átt við
að etja vegna útflutnings á freð-
fiski á Ítalíu, en þarlend stjórnvöld
hafa krafist ýmiss konar gagna og
upplýsinga um hérlend frystihús
sem hafa torveldað mjög allan út-
flutning. Ef sambærilegar kröfur
giltu í báðum löndum og hvort land
um sig viðurkenndi og samþykkti
reglur hins, væri þessi steinn úr
götu numinn og viðskiptin gætu
gengið snurðulaust fyrir sig. Lykill-
inn að rofi viðskiptamúranna er að
neytandinn geti gengið að því vísu
að aðstæður við framleiðslu séu
sambærilegar landa í millum.
ISO-9000 staðlaröðin
ISO-9000 samanstendur af fimm
stöðlum, hvar þrír þeirra gefa
möguleika á sk. vottun. Með vottun
er átt við að óháður aðili (vottunar-
stofa, á íslandi Vottun hf.) taki út
gæðakerfi fyrirtækisins til að stað-
reyna að þau markmið sem fyrir-
tækið hefur sett sér séu uppfyllt.
Þeir þrír staðlar um ræðir eru:
— ISO-9001: Allt framleiðslu-
ferlið er vottað, allt frá vöruþróun
til innkaupa á hráefni og einnig
þjónusta eftir að sala hefur átt sér
stað.
— ISO-9002: Er algengastur í
matvælaiðnaði og má nefna að
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
Lýsi hf. hafa fengið vottun skv.
þessum staðli. Svarar til ISO-9001
utan krafna um stjómun og vöru-
þróun og þjónustu eftir sölu.
— ISO-9003: Þegar einvörðungu
er gerð krafa um athugun á lokaaf-
urð.
Hinir tveir staðlarnir, ISO-9000
og ISO-9004, eru fyrst og fremst
til skilgreiningar og leiðbeiningar
um einstaka þætti í gæðakerfinu.
ISO-9000 leiðinni vex mjög ás-
megin um þessar mundir og sem
dæmi má nefna hafa rúmlega 100
dönsk fyrirtæki fengið vottun og
miklu fleiri nota staðlana þótt ekki
sé sóst eftir vottun. Enn er þó langt
í land, t.d. er ISO að mestu leyti
óþekkt í Ameríku. Þaðan er hins
vegar mnnin önnur aðferð til gæða-
stjórnunar sem nefnist HACCP (í
Kanada kallast hún QMP).
HACCP-aðferðin
HACCP-aðferðin hefur mjög at-
hyglisverða kosti og nýtur mikillar
velgengni, sérstaklega í matvæla-
iðnaði. Þess má geta að í dag beita
bandaríkjamenn sér mjög fyrir
notkun kerfisins í sjávarútvegi og
í Kanada er hún lögbundin. Meðal
kosta sem nefna má er:
— Fyrirtækið þarf að skilgreina
markmið um gæði og lýsa aðgerð-
um til að ná fram markmiðinu.
— Áhersla er lögð á að vakta
framleiðsluferlið í stað skoðunar á
lokaafurð.
— Auðvelt er að koma aðferðinni
á.
— Fjölhæfni þ.e.a.s. HACCP-
greiningu má nota víða.
HACCP-aðferðin tekur þó ekki á
öllu sem ISO-9000 tekur á.
Þar má nefna:
— ítarlegri kröfur um samninga-
gerð og gagnasöfnun.
— innra eftirlit með að gæða-
kerfi virki.
— kröfur um menntun og endur-
menntun starfsfólks eru ítarlegar
og raunar lykilatriði í ISO-9000
stöðlunum.
— ítarlegri kröfur um mælitæki.
Við þetta bætist að HACCP er
ekki staðlað. Það ber á því að kerf-
in séu mismunandi frá einu landi
til annars og frá einni menningu
til annarrar. Það er að sjálfsögðu
óheppilegt, því alþjóðleg þróun
hnígur öll í átt til staðlaðra gæða-
kerfa. Hins vegar mælir ekkert í
mót stækkun á HACCP-kerfinu svo
að allir þættir, t.d. ISO-9002, séu
þar innifaldir. Raunar hlýtur slíkur
samruni að teljast æskilegur í fisk-
vinnslufyrirtækjum, því saman
myndu fara stöðluð vinnubrögð
samkvæmt ISO og hinir sérstöku
kostir HACCP fyrir matvælafram-
leiðendur.
I næstu grein verður fjallað um
að leiða þessi tvö kerfi saman í eina
sæng og birt verður mögulegt efnis-
yfirlit gæðahandbókar þar sem
kerfin væru sameinuð. Einnig birti
ég flæðirit sem leiðbeinir framleið-
andanum til að þekkja mikilvæga
eftirlitsstaði í framleiðsluferlinum,
en slík greining verður skylda á
næsta ári.
Höfundur er verkfræðingur og
forstöðumaður eftirlitssviðs bjá
Ríkismati sjávarafurða.
eftir
Þórð
Friðgeirsson
VEGGSPJÖLD í VINNSLUNA
Morgunblaðið/Sverrir
RÍKISMAT sjávarafurða og nemendur í grafískri hönnun við
Myndlista- og handíðaskóla íslands hafa sl. vikur haft samvinnu
um gerð veggspjalda, sem hvetja eiga til góðra vinnubragða í
fískvinnslustöðvum, á fiskmörkuðum og í fiskiskipum. Rikismatið
ætlar að láta prenta nokkur af veggspjöldunum og dreifa þeim
til sjávarútvegsfyrirtælga um allt land. Þetta er í fyrsta skipti,
sem hugmyndir og kunnátta nemendanna eru virkjuð í þágu sjáv-
arútvegsins, að sögn Þórðar Friðgeirssonar þjá Ríkismatinu. Á
myndinni sést Þórður afhenda Kristjáni Arnþórssyni verðlaun
fyrir besta veggspjaldið.
ÚTGERÐARMENN LÍNUBÁTA
Bjóðum takmarkað magn af
ÁBÓT NR. 6 d fáheyrðu verði.
Norskir krókar — kínverskir taumar.
»
Verð kr. 3.590,- án vsk.
Baujuljós með hirturofa á kr. 670.- án vsk.
STEFNIR HF.y
Sigtúni 3—105 Reykjavík.
Sími 622866 - fax 623962.
Deilan um „gráa svæðið“
verður tekin fyrir í Haag
DEILA Norðmanna og Dana
Danir og Norðmenn r^rSandí
deila um miðlínu SSLSSLÍf
HoIIandi í janúar næstkomandi. Þegar hafa þó komið fram raddir
um að einn dómaranna, Norðmaðurinn Jens Evensen, sé óhæfur
vegna fyrrum forystu í samningamálum fyrir Norðmenn á ýmsum
sviðum sjávarútvegs, svo sem samningum þeirra við Dani um skipt-
ingu Norðursjávarins 1964, að því er segir í Eurofish Report í
Ýmislegt hefur komið í ljós hvað
varðar þessa deilu Norðmanna og
Dana, en meðal annars hefur hún
haft áhrif á loðnuveiðar okkar ís-
lendinga og Norðmanna, þar sem
Danir hafa álitið sig eiga tilkall til
veiða á gráa svæðinu og hafa
Færeyingar tekið þar nokkurt
magn hin síðari ár.
Danskir fjölmiðlar birtu nýlega
fréttir þess efnis, að norsk stjórn-
völd hafi komið í veg fyrir útgáfu
bókar eftir tvo Norðmenn á þeim
forsendum að hún hefði slæm áhrif
á málstað Noregs. Bókin „Norsk
olíusaga“ eftir þá Tore Jorgen
Hamisch og Gunnar Nerheim, er
sögð fjalla um samningabrögð
Norðmanna í Norðursjávardeilunni
á sjöunda áratugnum. í annarri
nýútgefinni bók eftir danskan
sagnfræðing, er sagt frá endur-
teknum kröfum Dana um að yfír-
ráð þeirra í Norðursjó hafi átt að
ná yfir Ekofisk olíusvæðið norska,
en danski utanríkisráðherrann,
sem leiddi samningaviðræðurnar
þá, hafi ekki verið alsgáður og
fómað þessum hagsmunum, hugs-
anlega fyrir fiskveiðiréttindi Dana
á yfirráðasvæði Norðmanna í Norð-
ursjó.
A þessum tíma hafði olían á
Ekofisk svæðinu ekki verið upp-
götvuð, en niðurstaðan þá er sögð
hafa mikil áhrif á afstöðu Dana í
deilunni um gráa svæðið í Norður-
höfunum nú. Deilan snýst um haf-
svæði sem er 66.000 ferkílómetrar
og helztu hagsmunimir eru loðnu-
veiði og selveiði Grænlendinga.
Norðmenn krefjast miðlínu, en
Danir vilja 200 mílna lögsögu í
Lyfjakista - slysahjálp
Dagana 14.-17. desember nk. verður haldið
námskeiðfyrirskipstjórnarmenn um meðferð
lyfjakistu skipa og slysahjálp við Slysavarna-
skóla sjómanna. Fjöldi nemenda takmarkaður.
Skárning í símum 624884 og 985-20028.
Slysavarnaskóli sjómanna.
KVÓTI
Leigukvóti: Þorskur kr. 37,- Ýsa kr. 26,- Ufsi
kr. 16,- Skarkoli kr. 25,-. Tryggðu þér kvóta
strax. Aldrei lægra verð.
Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.