Morgunblaðið - 24.12.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 24.12.1992, Síða 1
EINKAVÆÐING: Hugmyndir um róttækar breytingar á húsbréfakerfinu /4 VERÐBRÉF: Heimildum til erlendra fjárfestinga frestaö /6-7 VIDSKIFTIAIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 BLAÐ Iðnaður Henson setur á fót Spá: 233 mrð. Áætlað: 225 mrð. / gegnum I 200 milljarða 1 -l'iok september1992 voru löng erlend lán að upphæð kr. 200,9 milljarðar. Eftirtaldir eru helstu lántakendur verksmiðju í Ukrainu Stefnt að markaðssetningu íþróttafatnaðar erlendis HALLDÓR Einarsson, íþróttavöruframleiðandi og eigandi Henson sportfatnaðar hf., hefur sett á fót fataverksmiðju í borginni Odessa við Svartahaf í Úkraínu. Verksmiðjan er byggð í félagi við þarlent fyrirtæki, Odessa Portplant, sem hingað til hefur sérhæft sig í framleiðslu á áburði. Hjá Odessa Port- plant hafa menn nú fært út kvíarnar og hyggjast reyna fyrir sér í fataframleiðslu líkt og þeirri sem Halldór hefur sérhæft sig í síðustu tvo áratugi. Henson sportfatnaður hf. mun að sögn Halldórs halda áfram óbreyttri starfsemi hér á landi. Verksmiðjan í Úkraínu hefur verið í byggingu frá síðastliðnu vori. Lokið hefur verið við aðal- verksmiðjuálmuna, en vinna er enn eftir við skrifstofuálmuna. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að um töluverða seinkun hafi verið að ræða vegna seinagangs í bygg- ingarframkvæmdum úti, en nú væri framleiðslan komin í gang. Sérstak hlutafélag, Ukris, var stofnað vegna framleiðslunnar og á Odessa Portplant meirihluta í félaginu. „Þetta er stærsta fyrir- tækið í Odessa og þegar fyrirhug- aðri stækkun áburðarverksmiðj- unnar var hafnað vegna mótmæla umhverfisverndarsinna tóku þeir þá ákvörðun að auka við reksturinn á öðrum sviðum, enda hvílir á þeim ákveðin kvöð sem umfangsmiklum og mikilvægum atvinnurekanda þarna úti. Þó ekki sé hægt að segja með vissu hver heildarfjöldi starfs- manna verður má reikna með að í lok apríl nk. verði þarna um átta- tíu manns í vinnu,“ sagði Halldór. „Þetta var mjög góður samningur fyrir mig, en erlenda fyrirtækið var fyrst og fremst að sækjast eftir þekkingu minni og reynslu í þessari grein.“ „Þeir sem framleiða íþróttafatn- að í dag hafa fyrst og fremst áhuga á því hvar hægt er að framleiða með minnstum tilkostnaði," sagði Halldór. „Heimurinn er orðinn svo lítill að það skiptir ekki höfuðmáli þó leita þurfi á fjarlægar slóðir með framleiðsluna. Með minni framleiðslukostnaði eru menn fyrst og fremst að tala um ódýrara vinnuafl. Stóru fyrirtækin í íþrótta- vöruframleiðslu hafa leitað allra leiða til að lækka framleiðslukostn- að, enda voru þau einna fyrst til þegar fataframleiðsla fór í ríkum mæli að færast til Asíu.“ Halldór sagði verðlag í Úkraínu vera ótrúlega lágt og því væri hægt að bjóða íþróttafatnað á verði sem menn hefðu ekki séð áður hér á landi. Hér væri því um að ræða frábært tækifæri fyrir marga að- ila, ekki síst íþróttafélögin og þá sem hvort eð er væru að flytja hræódýra erlenda framleiðslu til landsins." Henson sportfatnaður mun starfa áfram hér á landi á sömu nótum og áður. Halldór sagði að starfsemin hér heima fælist í ýms- um sérverkefnum, bæði í fram- leiðslu og merkingu á fatnaði. „Við erum nú komnir í mjög góða aðstöðu við að þjohusta þennan markað hér heima jafnframt því sem við stefnum að því að taka upp þráðinn þar sem frá var horf- ið þegar Henson var að verða nokk- uð athyglisvert merki úti í heimi. Nú eru að skapast almennilegar aðstæður til þess og ef það gengur upp mun það geta haft góð áhrif hér á landi í atvinnusköpun t.d. varðandi ýmsa þjónustu sem ég kaupi hér heima,“ sagði Halldór Einarsson. múrínn-------------------► 191,0mrð. Löng erlend lán H 1985 til 1993 mrð. I í lok hvers árs * ■ og á verðlagi mré I hvers árs. IT Bi Hf 76,0 mrð. Einkaaðilan 11,0% f samgöngum 15,2 milljarðar ILánastofnanir: 30,9% Atvinnuvegasjóðir 17,1 milljarðar Opinberir tánasjóðir 21,0 milljarðar | Viðskiptabankar ■ j 24,0 milljarðar Fjárfestingariánasjóðir 38,1 milljaröar Opinberir aðilar: 58,1% 66,1 mrð. ’851 ’861 ’871 ’881 ’891 '901 '91 Ríkisfyrirtæki 34,3 milljarðar Ríkissjóður og stotnanir 76,1 milljarðar LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, simi 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.