Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 3

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNCLÍF FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 3 C Mjög stór hluti veltu okkar í þessu árl sem er að líða er sala tll fyrirtækja sem leggja áhaíip^ í|l|||egt og snoturt umhverfi. Við. tfiljuin'm| ykkur þessi viðskipti og vonum að okkar góð||i fallegu hðsgögr hafj geff^^rjirtékjum ykkarfl- Hiftuinst BIU)SHÖFÐA20 Fyrirtæki Tölvusamskiptí hf. semja við dreifingar- aðila á Norðurlöndum Samþykkt að auka hlutafé um allt að 25 milljónir að nafnvirði TÖLVUSAMSKIPTI hf. hafa náð samningum við stærstu dreifingar- aðila á hugbúnaði á öllum Norðurlöndunum um að annast dreifingu á svonefndu Skjáfaxi. Er þetta eina kerfi sinnar tegundar sem hin- ir norrænu dreifingaraðilar hafa á boðstólum. Eins og komið hefur fram hér í blaðinu hafa Tölvusamskipti náð nokkrum árangri í sölu á Skjáfaxi í Bretlandi og víðar í Evrópu jafnframt því sem fyrirtæk- ið hefur í undirbúningi markaðssókn í Bandaríkjunum. Með Skjáfaxi er unnt að senda telefax beint af tölvuskjá í stað þess að skjalið sé prentað út og síðan sent gegnum telefaxtæki. Tölvusamskipti kynntu nýju útgáfu af Skjáfaxi í Evrópu sl. haust und- ir heitinu „Object-Fax“ og hefur hugbúnaðurinn þegar hlotið já- kvæðar viðtökur. Nýja útgáfan þykir hafa ýmsa kosti umfram fyrstu útgáfuna sem verið hafði á markaðnum um nokk- urra ára skeið. Þar er m.a. um að ræða nýjungar sem einfalda notkun kerfisins og gera það öruggara. Á annað hundrað kerfi hafa selst frá því í haust Þegar hefur tekist að selja 40 kerfi hér innanlands á tveimur mánuðum og hafa svo til öll fyrir- tækin sem notuðu gamla kerfið endurnýjað það. Á þessum tíma hafa jafnframt selst um 120 kerfi í Noregi og Bretlandi. Skjáfax hef- ur hlotið jákvæða umsögn í tímarit- inu PC-user í Bretlandi og sænskt tímarit komst að þeirri niðurstöðu að kerfið væri meðal sex bestu kerfa af þessu tagi í heiminum. Tölvusamskipti starfrækja í samvinnu við breska aðila fyrirtæki í Bretlandi, Traffic Software UK, sem annast sölu á hugbúnaðinum í Evrópu. Er hlutur Tölvusamskipta 40%. Þannig hefur náðst að selja kerfið til útibúa Pepsi í Bretlandi og Noregi og að sögn Frosta Sigur- jónssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs, var kerfið nýlega sett upp í útibúi Pepsi í Tyrklandi. Þá hefur norska fyrirtækið Helly Hansen keypt tvö kerfi sem hvort um sig getur annað 100 notendum. Útibú frá alþjóðafyrirtækjunum Shell og Kodak í Noregi hafa ný- lega ákveðið kaup á kerfum svo og tölvufyrirtækið Dell í Bretlandi en það nýtur nú mikillar velgengni. Hefur Dell í hyggju að hefja sölu á Skjáfaxi til sinna viðskipta- vina. Vegna aukinna umsvifa hefur verið ákveðið að fjölga starfsmönn- um bæði á þróunar- og markaðs- sviði fyrirtækisins. „Við lítum á Norðurlöndin sem okkar heimamarkað og ætlum þess vegna að ná forýstu. þar og þýða kerfíð yfir á öll norrænu tungumál- in,“ segir Frosti. „Þannig náum við samkeppnisforskoti á okkar banda- rísku keppinauta. Það er mjög auð- velt að þýða okkar kerfí á önnur tungumál jafnframt því sem það er mjög einfalt í notkun. Kerfín frá keppinautunum eru mun flóknari.“ Unnið að því að kynna Skjáfax í Bandaríkjunum Hluthafafundur Tölvusamskipta samþykkti í sl. viku heimild til stjómar um að auka hlutafé um allt að 25 milljónir að nafnvirði og í framhaldi. af því var ákveðið að he§a þegar útboð á 3 milljónum. Hlutháfar höfðu forkaupsrétt til 21. desember og keyptu tæplega ijórðung bréfanna. Gert er ráð fyr- ir að afgangurinn verði í boði á almennum markaði milli jóla og nýárs en bréfín gefa einstaklingum möguleika á skattfríðindum. Bréfin verða seld á genginu 3,5 til hlut- hafa en 4,0 á almennum markaði. Með hinu nýja hlutafé er ætlunin að auka styrk fyrirtækisins bæði vegna þróunar hugbúnaðarins og markaðssetningar. Að sögn Frosta er í undirbúningi að kynna hugbúnaðinn í Bandaríkj- unum. „Hugbúnaðurinn verður til sýnis á tölvusýningu í Boston í jan- úar sem er sú stærsta fyrir net- kerfi. Við höfum leitað eftir því við stóra söluaðila um að annast dreif- ingu á hugbúnaðinum en það kom í ljós að þeir em ekki reiðubúnir að taka að sér erlendan búnað sem ekki hefur sannað sig á markaðn- um. í mörgum tilvikum hafa erlend fyrirtæki horfíð af markaðnum og skilið eftir viðskiptavinina með öll sín vandamál. Við reiknum því með að opna söluskrifstofu í New York til að koma keif.nu á beint á fram- færi við söluaðila og höfum þegar stofnað fyrirtæki í Bandaríkjunum í því skyni. Hugsanlega gætu þó opnast aðrir möguleikar á sýning- SKJAFAX — Á myndinni eru starfsmenn Tölvusamskipta, f.v. Anna R. Ingvarsdóttir, skrifstofustjóri, Ásgrímur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Magnús Bergsson, markaðsfulltrúi, John Toohey, þróunarstjóri, Frosti Siguijónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, Daníel Teague, upplýsingafulltrúi og Bima Jónsdóttir, þjónustufulltrúi. unni í Boston ef einhveijir stórir dreifiaðilar vilja taka þetta að sér. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að spá fyrir um vöxt á markaði fyrir tölvufax telja að salan á svona kerfum í Bandaríkjunum á þessu ári verði um 100 milljónir dollara og 200 milljónir árið 1995. Síðan má reikna með jafnmikilli sölu í Evrópu. Það er enginn sterkur að- ili búinn að sölsa undir sig þennan markað þannig að við teljum okkur eiga góða möguleika á að ná hluta hans. Við vonum að íslenskir fjár- festar átti sig á þessu tækifæri en við höfum hitt erlendan aðila sem hefur sýnt fyrirtækinu áhuga. Það væri blóðugt ef fyrirtækið væri selt úr landi nú þegar erfíðasti tíminn er að baki.“ Tölvusamskiptum var boðið á ráðstefnu áhættufjármagnsfyrir- tækja sl. haust í Stokkhólmi og fengu þar tækifæri til að kynna fyrirtækið og hugbúnaðinn. „Við vorum stolt af því að vera þar, í hópi 25 fyrirtækja sem taiin eru vænlegustu íjárfestingarkostimir á Norðurlöndum. Viðtökurnar vom góðar en áhættufjármagnsfyrir- tækin sýndu hins vegar mestan áhuga á að fjárfesta í fyrirtækjum í sínu heimalandi," sagði Frosti Siguijónsson. Stærstur hluthafar Tölvusam- skipta era Þróunarfélagið með um 22% hlut, Silfurþing hf. 15,5%, Ásgrímur Skarphéðinsson 6,4%, Dröfn Hreiðarsdóttir 6,4%, Isteí 6,16%, og Gísli V. Einarsson 5,1%. Raforka Vattenfall viðrar þátttöku ífjármögnun sæstrengs SÆNSKA fyrirtækið Vattenfall, sem er ráðgefandi fyrir Lands- virlqun í sæstrengsmálum, er nú að fara yfir hagkvæmniathugun sem ítalsk/breska fyrirtækið Pirelli vann fyrir Landsvirkjun. Áformað er að drög að niðurstöðum Vattenfalls liggi fyrjr á næstu dögum, að sögn Rolf Ruritz, sem er verkefnisstjóri Vattenfalls vegna athugunarinnar. Fyrirtækið, sem er alfarið í eigu sænska ríkisins, hefur áhuga á að taka frekari þátt í verkefninu og hefur m.a. viðrað þá hugmynd við forsvarsmenn Landsvirkjunar að taka þátt í fjármögnun sæstrengsverkefnisins. Rolf Ruritz sagði í samtali við Morgunblaðið að greina þyrfti á milli ólíkra þátta sæstrengsverk- efnisins. „Tæknilega séð er ljóst að verkefnið er hagkvæmt en við erum nú að kanna efnahagslega þætti þess og þær niðurstöður liggja ekki fyrir, en þetta er m.a. í athugun hjá Landsvirkjun og Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðu- neytis og Landsvirkjunar." Aðspurður um hvort Vattenfall hefði hugsað sér að taka frekari þátt í verkefninu sagði Ruritz að fyrirtækið hefði mikinn áhuga á því. „Það myndi gleðja okkur ef Landsvirkjun hefði áhuga á Vatt- enfall sem frekari samstarfsaðila. Vattenfall hefur sýnt forsvars- mönnum Landsvirkjunar áhuga um að ræða möguleikanna á að Vattenfall verði eignaraðili að sæ- strengnum. Þar sem markaðsrannsóknum er ekki lokið er hins vegar of snemmt að Landsvirkjun ræði þetta formlega við Vattenfall eða aðra hugsanlega fjármögnunarað- ila. Við þurfum frekari upplýsingar t.d. um heildarkostnað verkefnisins og áhættumat sem þarf af gera eftir að markaðsrannsókn er lok- ið.“ Mikill áhugi hefur verið að und- anförnu í Noregi á útflutningi raf- orku í gegn um sæstreng og að- spurður'um hvort íslendingar væra samkeppnishæfír við Norðmenn sagði Ruritz að hann teldi að svo ætti að vera. „Hugsanlega getur verið hagkvæmt að flytja bæði orku frá íslandi og frá Noregi þar sem eftirspumin eftir umhverfís- vænni orku er mikil í Evrópu." LATUM GÆÐIN GERA GAGN Hagstæð fyrirgreiðsla til iðnfyrirtækja sem vilja koma á vottuðum gæðakerfum IÐN LANASJOÐUR VÖRUÞRÓUNAR- OG MARKAÐSDEILD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.