Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
Einkavæðing
Sparisjóðimir leiðandi eignar-
aðili Búnaðarbanka ?
Formaður einkavæðingamefndar viðrar hér nýjustu hugmyndir hennar, þ. á m. um einkavæð-
ingu húsbréfakerfis og um þátttöku erlendra fjárfesta í hlutafjárkaupum í Búnaðarbanka
SAMNINGUR hefur verið undirritaður um kaup fjögurra trygginga-
félaga á hluta ríkisins í íslenskri endurtryggingu, með þeim fyrir-
vara að frumvarp sem liggur fyrir Alþingi verði samþykkt. Trygg-
ingafélögin fjögur eru Tryggingamiðstöðin, Trygging, Sjóvá-
Almennar og Vátryggingafélag Islands. Fleiri mál hafa verið í sigti
einkavæðingarnefndar að undanförnu og má t.d. nefnda hugmynd-
ir um að sparisjóðirnir verði leiðandi aðili í Búnaðarbankanum en
annars verði leitað til erlendra fjárfesta. Að sögn Hreins Loftsson-
ar, formanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, er nefndin
með í vinnslu hugmyndur um róttækar breytingar á húsbréfakerf-
inu, þ. á m. þær að starfsemin verði flutt til banka og sparisjóða og
að ríkisábyrgð verði afnumin.
EINKAVÆÐING — í framkvæmdanefnd um einkavæðingu
sitja Steingrímur Ari Arason, Hreinn Loftsson, formaður, og Björn
Friðfínnsson. Starfsmenn nefndarinnar eru tveir, Jón Ragnar Blöndal,
sem er yst til vinstri á myndinni við hlið Steingríms Ara, og Skarphéð-
inn Berg Steinarsson, sem er yst til hægri á myndinni við hlið Björns
Friðfinnssonar.
Segja má að á árinu 1992 hafí
markast upphaf að nokkuð um-
fangsmikilli sölu ríkisfyrirtækja hér
á landi, þrátt fyrir að markmiðum
fjárlaga um tekjur af sölunni hafi
ekki fyllilega veriðnáð. Prentsmiðj-
an Gutenberg hefur verið seld fyrir
86 milljónir króna, framleiðsludeild
ÁTVR fyrir 15 milljónir, þriðjungur
í Ferðaskrifstofu Islands fyrir 19
milljónir, Þróunarfélag íslands fyrir
130 milljónir og stefnt er að því
að selja 22% hlut í Jarðborunum
fyrir áramót fyrir 100 milljónir. Á
fjárlögum yfirstandandi árs var
gert ráð fyrir 1.075 milljón króna
tekjum af sölu ríkiseigna. Auk sölu
framangreindra fyrirtækja upp á
um 350 milljónir króna eru undir
þeim fjárlagalið tekjur af fast-
eignasölu sem nú eru orðnar um
260 milljónir króna á árinu. Þannig
að samtals er eignasala ársins und-
ir þessum fjárlagalið orðin um 610
milljónir króna. Auk þessa hafa
eignir Skipaútgerðar ríkisins verið
seldar fyrir um 220 milljónir og
57 milljónir fengust fyrir eignir
Menningarsjóðs. Þeim tekjum hef-
ur verið ráðstafað upp í skuldir
viðkomandi fyrirtækja. Samtals
hafa því verið seldar eignir ríkis-
sjóðs fyrir um 890 milljónir króna
á árinu 1992. Tekjur af sölu ís-
lenskrar endurtryggingar færast
inn á næsta ári en þær eru 162
milljónir króna.
_ Tryggingafélög kaupa
íslenska endurtryggingu
í framhaldi af umfangsmikilli
einkavæðingu ársins var í gær
undirritað samkomulag annars
vegar á milli heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs
og Tryggingastofnunar ríkisins og
hins vegar fjögurra tryggingafé-
laga um að þau kaupi hlut ríkisins
og Tryggingastofnunar í væntan-
Iegu hlutafélagi sem stofnað verður
um íslenska endurtryggingu. Hin
fjögur tryggingafélög eru Trygg-
ingamiðstöðin hf., Sjóvá-Almennar
hf„ Trygging hf. og Vátrygginga-
félag Islands hf. En samtals er um
að ræða 39,23% hlut í íslenskri
endurtryggingu. Tryggingafélögin
áttu fyrir stóran hlut í íslenskri
endurtryggingu.
Að sögn Hreins Loftssonar er
samningurinn með fyrirvara um að
frumvarp sem nú er í meðförum
Alþingis um stofnun hlutafélagsins
verði samþykkt þegar þing kemur
saman eftir áramótin. „Kaupin
verða staðgreidd um leið og frum-
varpið hefur verið samþykkt, en
kaupverðið er 162,2 milljónir
króna. Verðbréfamarkaður ís-
landsbanka gerði úttekt á fyrirtæk-
inu, t.d. um hvemig bæri að standa
að sölunni, og hvert verðmæti eign-
arhluta ríkisins væri. Einkavæðing-
amefnd telur þetta mjög góða nið-
urstöðu.
Tryggafélögin eru einu við-
skiptavinir íslenskrar endurtrygg-
ingar, þar sem fyrirtækið sér um
að endurtryggja fyrir þau erlendis.
Það stendur því tiyggingafélögun-
um næst að kaupa hlutafélagið.
Upphaflega er fyrirtækið sprottið
upp úr stríðstryggingum fyrir skip-
afélögin og þvi á Eimskip m.a. hlut
í fyrirtækinu. Með þessu samkomu-
lagi er áætluð sala ársins vegna
einkavæðingar liðlega 500 milljónir
króna og því erum við ekki fjarri
markmiðum fjárlaga og sumir hafa
talið, en að vísu verður sala ís-
lenskrar endurtryggingar ekki
tekjufærð fyrr en á næsta ári.“
Sparisjóðir verði leiðandi í
Búnaðarbanka
Þau mál sem ber á borð einka-
væðingamefndar eru misumfangs-
mikil en segja má að einkavæðing
ríkisbankanna sé það stærsta hing-
að til. Þegar hefur komið fram í
Morgunblaðinu að nefnd sem við-
skiptaráðherra skipaði hefur gert
tillögur um að Landsbanki íslands
hf. og Búnaðarbanki íslands hf.
taki til starfa og yfirtaki starfsemi
ríkisbankanna 1. júlí nk. Sérstök
kynningamefnd hefur verið skipuð
sem mun sjá um undirbúning og
kynningu málsins gagnvart við-
skiptamönnum, starfsmönnum og
almenningi.
„Þrátt fyrir breytingu bankanna
í hlutafélög þarf sérstakt frumvarp
til að hægt sé að hefja sölu á hluta-
bréfum í bönkunum. Það hefur
komið fram, m.a. frá Friðrik Soph-
ussyni fjármálaráherra, að það sé
forsenda fyrir þeim tekjum, sem
ráð er fyrir gert í fjárlögum ársins,
að sala á Búnaðarbanka hefjist á
því ári. Hins vegar hefur orðið vart
við áhyggjur starfsmanna og ann-
arra aðila um að fjársterkir aðilar
séu einir færir um að kaupa bank-
ann og hann lendi í einhverri sam-
þjöppun fjármálavalds. Einkavæð-
ingamefnd leggur hins vegar
áherslu á að virkja almenning til
kaupa á hlutabréfum og gera bank-
ana að virkum almenningshlutafé-
lögum, en um leið beri að skoða
mjög gaumgæfilega þann kost að
sparisjóðimir, einir sér eða í sam-
einingu, komi inn í myndina og
kaupi 15-20% hlut í Búnaðarbank-
anum þegar á næsta ári, lauslega
áætlað eru það um 500-600 millj-
ónir króna. Það væri til þess fallið
að efla bankann og myndi leiða til
aukinnar hagræðingar í banka-
starfsemi. Með þessu yrði það jafn-
framt tryggt að það væm ekki
örfáir fjársterkir einstaklingar og
fyrirtæki í Reykjavík sem kæmu
inn í þessa mynd.
Ef þetta er ekki talinn fýsilegur
kostur væri jafnvel ástæða til að
leita til erlendra aðila um kaup á
15-20% hlutafjár í Búnaðarbank-
anum. Þetta væri upphafið á sölu
bankans og síðan yrði farið út í
almennt hlutafjárútboð.
Þó að eðlilegt og skynsamlegt
sé að stefna að dreifingu á eignar-
haldi á þessum stóm ríkisfyrirtækj-
um þá hefur það verið andstætt
hagsmunum fyrirtækja ef ekki er
í hluthafahópi öflugur aðili með
framkvæði og ábyrgð. Við verðum
að búa þannig um hnútana að fyrir-
tæki sem em einkavædd verði
öflugri eftir en áður en jafnframt
að markmiðum samkeppni og auk-
innar skilvirkni í hagkerfmu verði
náð.“
Afnám ríkisábyrgðar á
húsbréfum
Einkavæðingarefndin hefur ver-
ið í samstarfi við félagsmálaráðu-
neytið vegna ákveðinna þátta sem
tengjast Húsnæðisstofnun og hús-
næðismálum. Hreinn segir að þar
hafi tekist gott samstarf sem halda
muni áfram á næsta ári, en ekki
sé hægt gefa frekari upplýsingar
um það.
Aðspurður um framtíðaráform
nefndarinnar á kjörtímabili ríkis-
stjómarinnar ber Húsnæðisstofnun
aftur á góma. „Ég tel að halda
eigi áfram að einkavæða þau fyrir-
tæki sem þegar hefur verið talað
um og fmmvörp liggja fyrir á Al-
þingi. Þar er af nógu af taka.
Nefndin telur einnig að það eigi
t.d. að skoða húsbréfakerfið og
færa það í auknum mæli út á hinn
almenna markað. í vissum áföng-
um fari húskaupendur í viðskipta-
banka sinn eða sparisjóð og fái þar
húsnæðislán afgreidd eins og önnur
lán. Húsbréfadeild Húsnæðisstofn-
unar sjái um að fjármagna lánin
og starfi sem nokkurs konar heild-
söluaðili, haldi t.d. regluleg útboð
á húsbréfum sem lífeyrissjóðir og
aðrir fjárfestingaraðilar gerðu til-
boð í.
Þetta væri svipað fyrirkomulag
og nú gildir um ríkisverðbréf en
svona fyrirkomulag gæti leitt til
aukinnar festu á húsbréfamarkaðn-
um. Fjármunir sem fengjust á
þennan máta yrðu notaðir til að
„kaupa“ lán hjá bönkum og spari-
sjóðum. Hver banki og sparisjóður
myndi halda utan um þau lán sem
hann veitir, innheimta vexti og af-
borganir og skila þeim til húsbréfa-
deildar. Smám saman yrði ríkis-
ábyrgð afnumin. Þetta er ekki ólíkt
fyrirkomulag og í Bandaríkjunum,
þar sem svipuð áhersla á séreignar-
stefnu gildir og hér á landi.
Þessi hugmynd kallar væntan-
lega á þá gagnrýni að hún leiði til
hækkunar á vöxtum en á móti má
halda því fram að alveg eins sé Iík-
legt að vextir á spariskírteinum og
fleiri ríkisverðbréfum lækki og þar
með almenna vaxtastigið í land-
inu,“ segir Hreinn.
Þetta em án efa umdeilanlegar
hugmyndir líkt og þær sem einka-
væðingamefnd setti frá sér fyrri
hluta þessa árs. Þá kom m.a. fram
að ein af hugmyndum nefndarinnar
væri að breyta fyrirkomulagi Fisk-
veiðasjóðs, hlutur sjóðsins í Islands-
banka yrði seldur og andvirðið lát-
ið renna í ríkissjóð. Um hvort þetta
væri enn á dagskrá sagði Hreinn
að í ljós hefði komið að Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra væri
á öndverðum meiði við nefndina í
þessu tilliti. „Þetta vom einungis
hugmyndir nefndarinnar sem urðu
undir í umræðunni, a.m.k. í bili.
Það er ekki þar með sagt að engar
breytingar verði á næstu ámm á
rekstrarformi Fiskveiðasjóðs.
Málefni fjárfestingalánasjóð-
anna hljóta almennt að vera til
endurskoðunar þegar reynt er að
koma ríkinu út úr almennri fy'ár-
málastarfsemi."
Eiga sveitarfélögin
Brunabótafélagið?
Á næstunni er ýmislegt á döf-
inni. í Morgunblaðinu hefur t.d.
verið greint frá hugmyndum nefnd-
arinnar um einkavæðingu fríhafn-
arinnar og verslana þar, Lyfjaversl-
ununar og Þvottahúss Ríkisspítal-
anna. Einnig em hugmyndir um
aukna þátttöku einkaaðila í bif-
reiðaprófunum og faggildingu og
vottun.
Þá liggur fyrir Alþingi fmmvarp
um að selja Síldarverksmiðju ríkis-
ins og telur Hreinn að það eigi að
skoða sérstaklega af sérfræðingum
hvemig standa eigi að þeirri sölu.
Hvort t.d. eigi að selja fyrirtækið
í hlutum þannig að hver verk-
smiðja geti verið seld til sinna
heimaaðila þannig að forræðið fær-
ist út á land.
Hreinn segir einkavæðingar-
nefnd vera með til athugunar sam-
mna Bmnabótafélags Islands og
Samvinnutrygginga árið 1989 í
Vátryggingafélag íslands, en hvort
félag á helming í VÍS. Hann kveð-
ur stöðu Brunabótafélags íslands
og eignaraðild vera í athugun hjá
lögfræðingi vegna samrunans. „Við
teljum að Bmnabótafélagið sé
hugsanlega eign sveitarfélaganna
og að þá eign sé hægt að selja og
láta andvirðið t.d. renna í Jöfnunar-
sjóð sveitarfélaganna. En það er
eingöngu Alþingi sem getur tekið
á því máli." Hagnaður Vátrygg-
ingafélagsins var liðlega 40 milljón-
ir króna á sl. ári og eigið fé var
um sl. áramót yfír 700 milljónir
króna.
Sérkennileg vinnubrögð BSRB
og stjórnarandstöðu
í byijun árs 1993 mun nefndin
fara af stað með kynningarátak á
einkavæðingu. „Með aukinni kynn-
ingu áttar fólk sig á því að einka-
væðing er af hinu góða ekki ein-
göngu fyrir neytendum heldur
einnig fyrir starfsfólk fyrirtækj-
anna. í því sambandi má t.d. nefna
Gutenberg sem dæmi en einkavæð-
ing þess fyrirtækis tókst afar vel.“
Hreinn segir einkavæðingar-
nefnd og verðbréfafyrirtæki vera
sannfærð um að hægt hefði verið
að selja fleiri ríkisfyrirtæki eða
hlutabréf í þeim á árinu ef nauðsyn-
legar heimildir hefðu verið til stað-
ar og Alþingi afgreitt þau fmm-
vörp sem fela í sér breytingu á rík-
isfyrirtækjum í hlutafélög. „Nefnd-
in hefur veralegar áhyggjur af sei-
nagangi þingsins og telur að ósam-
ræmi felist í því að samþykkt séu
fjárlög sem gera ráð fyrir sölu ríkis-
fyrirtækjanna en svo em ekki sam-
þykkt fmmvörp um framkvæmd-
ina, sem em forsenda þess að salan
geti hafíst.
Seinagangur þingsins og skortur
á lagaheimildum virðist starfa af
áhyggjum þingmanna af þáttum
sem tengjast starfsmannamálum,
svo sem biðlaunum. í því sambandi
er athyglisvert að ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar samþykkti
að breyta Gutenberg í hlutafélag
með því ákvæði að þeir sem tækju
störf hjá hlutafélaginu afsöluðu sér
biðlaunarétti. Þetta er rökréttur og
eðlilegur skilningur, enda á ríkið
ekki að sjá fólki fyrir tvöföldum
launum í einhvern tíma en nú hefur
stjórnarandstaðan breytt um skoð-
un. Það er einnig athyglisvert að
ekkert liggur fyrir um að BSRB
hafi mótmælt ákvæðinu á þessum
tíma, en félagið lætur ekki á sér
standa nú. Raunar er andstaða for-
ystu BSRB við einkavæðingu skilj-
anleg vegna þess að hún vill ólm
halda sem flestum félagsmönnum
í félaginu en það era ekki hagsmun-
ir félagsmanna sjálfra vegna þess
að kjör starfsmanna verða ekki
endilega verri þótt fyrirtæki sé
einkavætt eins og reynslan t.d. af
Ferðaskrifstofu Islands og Guten-
berg hefur leitt í ljós.“
Einkavæðing í stað
skattahækkana
Aðspurður hvort búast mætti við
svipuðum vinnubrögðum þingsins á
næsta ári sagðist Hreinn vona að
svo yrði ekki. „Ég reikna fastlega
með því að menn geri sér grein
fyrir mikilvægi einkavæðingarinn-
ar. Það hefur sýnt sig að hægt er
að ná góðum árangri með sölu
ríkisfyrirtækja þrátt fyrir bölsýni
og erfiðleika í efnahagslífinu.
Lækkun persónuafsláttar þýðir
tekjur upp á 500 milljónir en eigið
fé fjárfestingalánasjóðanna, bank-
anna og fleiri ríkisfyrirtækja nemur
mörgum milljörðum. Menn þurfa
að átta sig á þessum möguleika til
að ná endum saman hjá ríkissjóði
og koma í veg fyrir skattahækkan-
ir á þessum tímum.
Sala ríkisfyrirtækja á þessu ári
hefur gengið mjög vel. Einkavæð-
ingarnefnd hefur notað þjónustu
verðbréfafyrirtækjanna, sjálfstætt
starfandi endurskoðenda, rekstrar-
ráðgjafa og lögfræðinga og segja
má að við höfum „einkavætt"
einkavæðinguna.
Með þessu er komin mjög dýr-
mæt reynsla sem nýtist í margs
konar tilgangi. Hún nýtist hluta-
bréfamarkaðnum sjálfum og verð-
bréfafyrirtækjununum við verðmat
og undirbúning á sölu fyrirtækja.
Við höfum einnig undirbúið okkur
fyrir stærri verkefni sem enn eru
í meðfömm þingins. Þetta hefur
leitt til þess að vinnubrögð við und-
irbúning og framkvæmd sölu hafa
orðið faglegri en ella hefði orðið.
Jafnframt höfum við forðast að búa
til nýtt bákn í stjómkerfinu til að
meðhöndla einkavæðingu,“ sagði
Hreinn Loftsson, formaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu.
ÁHB