Morgunblaðið - 24.12.1992, Side 5

Morgunblaðið - 24.12.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNDLÍF FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 C 5 . Fjármál Heimildum til fjárfestinga í erlendum verðbréfum frestað Ýmsar aðrar takmarkanir falla hins vegar úr gildi um áramótin eftir Kristin Briem NOKKUR þáttaskil verða í gjaldeyrismálum íslendinga um næstu ára- mót samkvæmt lögum um gjaldeyrismál og reglugerð viðskiptaráðu- neytisins sem tekur gildi um áramótin. Þá falla m.a. niður takmarkanir á fjárfestingum í atvinnurekstri og fasteignum á erlendri grundu. Á hinn bóginn hefur verið ákveðið að fresta því að aflétta hömlum af fjárfestingum í erlendum verðbréfum þar til EES-samningurinn tekur gildi. Skammtímahreyfingar fjármagns eru einnig takmarkaðar um sinn en skv. EES-samningnum nýtur Island tveggja ára aðlögunartíma til að afnema hömlur í því efni. Nánar er kveðið á um breytingar í gjaldeyrismálum í reglugerð við- skiptaráðuneytisins frá árinu 1990 og nýrri reglugerð sem viðskiptaráð- herra gaf út í gær, lögum um gjald- eyrismál sem voru samþykkt í nóv- ember sl. og auglýsingum Seðlabank- ans um fjárfestingar í erlendum verð- bréfum og kaup á fasteignum erlend- is frá árinu 1990. Þær heimildir sem þama er að finna um langtímafjár- magnshreyfingar hafa smám saman verið rýmkaðar þannig að fjárhæðir hafa farið hækkandi sem heimilt er veija til fjárfestinga erlendis. Með þessum lögum og reglum era íslendingar að aðlaga sig að þeim aðstæðum sem almennt ríkja í Evr- ópu. Þannig er í samningi um Evr- ópskt efnahagssvæði í meginatriðum ákveðið að reglur EB á sviði gjaldeyr- ismála gildi um svæðið allt. Það þýð- ir að engar hömlur má leggja á gjald- eyrisviðskipti í tengslum við inn- og útflutning vöra og þjónustu, ferðalög og búferlaflutninga og fjármagns- hreyfingar. Einstaklingur má nú kaupa bréf fyrir 750 þúsund Fjárfestingar íslendinga í atvinnu- rekstri erlendis máttu nema að há- marki 7,5 milljónum á þessu ári en þetta fellur niður um áramótin. Kaup á fasteignum máttu einnig nema 7,5 milljónum að hámarki á árinu og fellur þetta hámark nú niður. Hvað verðbréfaviðskipti snertir hefur reglan verið sú að einstakling- ar hafa mátt kaupa í ótakmörkuðum mæli verðbréf sem innlendir aðilar hafa gefið út erlendis. Ef hins vegar var um að ræða erlend markaðsverð- bréf mátti hver einstaklingur kaupa fyrir 750 þúsund krónur á þessu ári og var fyrirhugað þetta hámark félli niður nú um áramótin. Verðbréfa- sjóðir máttu aftur á móti kaupa fyr- ir 150 milljónir á árinu og átti þetta sömuleiðis að falla niður um áramót- in. Hér er einungis átt við verðbréf sem era með gjalddaga einu ári frá kaupdegi eða langtímaverðbréf. Þessar takmarkanir verða hins vegar áfram við lýði þar til EES samningurinn hefur tekið gildi en þó ekki lengur en til loka næsta árs. Hins vegar er í hinni nýju reglugerð kveðið á um að hægt er sækja um undanþágu frá þessum takmörkun- um til Seðlabankans. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er frestun EES-samningsins ein meg- inástæðan fyrir því að horfið var frá fyrri áformum. Einnig er ekki talið tímabært að veita óheftar heimildir til kaupa á erlendum verðbréfum meðan óróleiki ríkir á gjaldeyris- mörkuðum. Hvað skammtímahreyfíngar snertir hefur viðskiptaráðherra heim- ild til að leggja hömlur á viðskipti bæði innlendra og erlendra aðila með skammtímabréf til ársloka 1994. Þetta er í samræmi við EES-samn- inginn er þar er íslandi veitt heimild til slíkra takmarkana til þessa tíma. Þama er m.a. átt við skuldabréf og vixla í erlendri mynt með gjalddaga allt að einu ári frá útgáfudegi, fram-' virk viðskipti, gjaldmiðla og vaxta- skipti og viðskipti með hlutdeildar- skírteini sem fjárfesta í skammtíma- verðbréfum. Stefnt hafði verið að því að stíga fyrsta skrefíð um áramótin í að aflétta hömlum1 af heimildum vegna kaupa á skammtímaverðbréf- um og lántökum til skemmri tíma. Var gert ráð fyrir að í byijun næsta árs yrði innlendum aðilum heimilað að kaupa skammtímaverðbréf fyrir 750 þúsund. Þá átti að heimila verð- bréfasjóðum fyrir 125 milljónir. í nýju reglugerðinni er horfíð frá þess- um áformum og þeim frestað um eitt ár. Ekki er að vænta fjármagnsflótta úr landi Ólíklegt má telja að þær auknu heimildir sem fyrirhugað er að veita íslendingum til að fjárfesta erlendis á næsta ári valdi miklu streymi fjár- magns úr landi. Lífeyrissjóðir eru einu fjárfestamir hér á landi sem burði hafa til að ijárfesta í erlendum verðbréfum í einhverjum mæli og talsmenn þeirra hafa margoft lýst því yfír að mjög hægt verði farið af stað. Þá má nefna að þær heimildir sem þegar eru fyrir hendi hafa verið nýttar í takmörkuðum mæli. í grein- argerð með framvarpi til laga um gjaldeyrismál er á það bent að rýmk- un á gjaldeyrisreglum 1990 hafí ekki enn sem komið er haft umtalsverð áhrif á fjármagnshreyfingar til og frá landinu. Sem dæmi er nefnt að bein fjárfesting innlendra aðila er- lendis umfram beina ijárfestingu er- lendra aðila hér á landi á síðasta fjórðungi ársins 1990 nam um 344 milljónum og 160 milljónum allt árið. Á árinu 1991 snerist þetta við og bein fjárfesting erlendra aðila hér á landi varð 820 milljónum króna hærri en beinar fjárfestingar innlendra aðila erlendis. Á árinu 1991 námu fasteignakaup innlendra aðila er- lendis 143 milljónum umfram fast- eignakaup erlendra aðila hér á landi. Ósennilegt að áhrifin verði mikil á þjóðhagsreikninga Engar ákveðnar vísbendingar liggja fyrir um þjóðhagsleg áhrif af fjárfestingum erlendis og hvort hætta sé á að þrýstingur skapist á gengi íslensku krónunnar við það að gjaldeyrir streymir úr landi á þennan hátt. „Við höfum talið líklegast að í byijun myndu menn fyrst og fremst kynna sér hvernig þetta gengi fyrir sig og prófa sig áfram frekar en að fara í stórfelldar fjárfestingar í bréf- um erlendis," sagði Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar í samtali við Morgunblaðið. „Varðandi þrýsting á gengi krónunnar hefur gengisbreytingin í lok nóvember auð- vitað dregið úr líkum á því. Hún fel- ur í sér að minni iíkur verða taldar á því að frekari breytingar verði á þeim vettvangi. Mér fínnst ósennilegt miðað við háa raunvexti hér á landi og tiltölulega öruggum kostum að farið verði út í mjög umfangsmikil viðskipti erlendis. Ef þetta yrðu minni fjárhæðir breytir það ekki þjóðhagsdæminu neitt að ráði.“ Aðspurður um hvort hætta sé á spákaupmennsku með íslensku krón- una eins og gerðist með sænsku krónuna fyrir skömmu, sagði Þórður að fyrst og fremst væri verið að lyfta þakinu af langtímafjárskuldbinding- um. „Það er ekki fyrr en í lok árs 1994 sem breytingar ná til skamm- tímahreyfínga óg hömlum verður aflétt. Þá opnast möguleikar með spákaupmennsku með krónuna." Þórður benti á að þjóðimar í ná- lægum löndum væra opnari fyrir spákaupmennsku með sína gjald- miðla bæði vegna þess að þar væru skammtímahreyfingar ijármagns fijálsar og eins er mikið af gjald- miðli hlutaðeigandi landa hjá fyrir- tækjum og fjárfestum erlendis. Miklu minna væri um það að krónan væri í eigu annarra aðila en íslendinga. Þórður segir aðspurður að það sé mjög mikilvægt umhugsunarefni að jafnvægi sé milli fjárfestinga íslend- inga eriendis og fjárfestinga útlend- inga hér á landi. Mikilvægt sé að straumurinn sé í báðar áttir. „Til lengri tíma litið era nokkuð góðar líkur á mikilli fjárfestingu í tengslum nýtingu orkulindanna. Hins vegar er til skamms tíma ekki eins auðvelt að koma auga á möguleika. Það ber einnig að hafa í huga að fjárfesting í Evrópu er í lægri kantinum vegna efnahagslægðar.“ Engar hömlur vegna náms og ferðalaga En það er á fleiri sviðum fjármál- anna sem hömlum er aflétt og verða allar greiðslur vegna vöra og þjón- ustuviðskipta að fullu fijálsar um áramótin. Hingað til hafa ákveðnar takmarkanir verið í gildi varðandi námskostnað og ferðakostnað þó ekki hafí orðið vart við að þeim sé framfylgt af hörku. Þannig er nú innlendum aðilum heimilt að yfirfæra í erlendan gjaldeyri allt að 200 þús- und krónur til að greiða ferðakostnað í sérhverri ferð til útlanda. Vegna viðskiptaferðar er þessi fjárhæð 400 þúsund krónur og skal notkun greiðslukorta skv. reglum vera innan þessara marka. Þá hafa verið tak- markanir á gjaldeyrisyfírfærslum vegna námskostnaðar og er miðað við mat Lánasjóðs íslenskra náms- manna á framfærslu og námskostn- aði. Allar þessar hömlur og fjárhæð- artakmarkanir falla niður í byijun næsta árs. Þá má nefna að fjárhæðarmörk áttu að falla niður varðandi inneign- ir á erlendum bankareikningum um áramótin. Þær era heimilaðar ef reikningseigandi eignast hinn er- lenda gjaldeyris í samræmi við gild- andi gjaldeyrisreglur. í nýju reglu- gerðinni er kveðið á um að fjárhæð- armörkin gildi til loka árs 1993. Hins vegar falla niður allar takmarkanir vegna erlendra langtímalána. HUGBÚNAÐUR jvar Pétur Guðnason Þegar keyptur er hugbúnaður í þessari grein vil ég gera grein fyrir því sem mestu máli skiptir þeg- ar hugbúnaður er keyptur. Einkum verður fjallað um sérsmíðuð forrit, en minna um fjöldaframleidd. Frá sjónarhóli neytenda skiptir engu máli hvort verið er að kaupa hugbúnað eða einn lítra af nýmjólk og munurinn kemur fyrst í ljós þegar varan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar era til hennar. Ef mjólkin er ekki ný, hún stenst ekki mál, eða er vatnsblönduð, ijúkum við upp til handa og fóta, skilum henni og fáum í staðinn vöru sem uppfyllir allar okkar kröfur — að sjálfsögðu okkur að kostnaðarlausu! Með hugbúnað gegnir því miður allt öðra máli. Ef hugbúnaður getur ekki sinnt þeim störfum sem lofað var að hann gegndi og hann var keyptur til að gera er því miður öðra að gegna. Þetta á þó sérstaklega við um sérsmíðuð forrit. Þá er hringt í seljandann, hann kemur á staðinn, lagfærir hugbúnaðinn þannig að hann vinnur eins og til stóð í upp- hafí og sendir síðan reikning! Því miður era þeir reikningar nær undan- tekningalaust borgaðir. Ef fjölda- framleiddur hugbúnaður á borð við ritvinnslu eða töflureikna uppfyllir að okkar mati ekki skyldur sínar sitj- um við uppi með hann. Eina undan- tekningin á því er ef seljandinn hefur lofað að hugbúnaðurinn gæti annað einhveiju verki, sem greinilega er honum ofviða. Þá eigum við ekki annarra kosta völ en að skila hugbún- aðinum og hefja leit að öðra forriti sem getur leyst úr vanda okkar. Að kaupa forrit Stundum er hægt að fara út í búð og kaupa hugbúnað sem nýtist okkur í daglegu amstri, hvort sem við vinnum við lagerstörf, kennslu, bókhald, orða- vinnslu, eða eitthvað annað. Stundum er það ekki hægt og þá þarf að leita á náðir hugbúnaðarhúsa og fá þau til þess að sérsmíða forrit fyrir okkur. Þegar keypt er vinna við hugbúnað era margar gildrar á vegi kaupand- ans og það er honum fyrir bestu að gerður sé skriflegur verksamningur um hvað hugbúnaðurinn eigi að gera, hvenær og hvemig. í verksamningn- um er kveðið á um hvað sé innifalið í verðinu og kröfur um hraða og af- köst. Ef eitthvað kemur upp er hægt að skoða samninginn og ákveða hvort lagfæring á hugbúnaðinum eigi að vera á kostnað kaupanda — af því hann gleymdi að tilgreina atriðið í verklýsingu — eða seljanda af því hann gleymdi að hafa það með. Af þessu sést að hag seljandans er líka best borgið með slíkum samningi — seljandinn á líka rétt á að kaupandi tilgreini nákvæmlega hvað hann vill en sé ekki með óskýrar, reikular eða jafnvel villandi óskir. Hugbúnaðarkaupendur eiga ekki að borga fyrir lagfæringar á mistök- um forritarans heldur bara fyrir við- bætur og umbeðnar endurbætur. Það er því miður ennþá of algengt að forritum er skilað án handbóka og leiðbeininga og mörg dæmi era um að seljandi hefur ekki einu sinni próf- að hvort forrit vinni rétt! Kaupandi á þannig að setja þá kröfu í verk- samning að hann fái handbók með forritinu og það sé fullreynt og próf- að. Það er aumt að vera að þjálfa starfsfólk í notkun hugbúnaðar og þurfa að hringja í seljandann tíu sinn- um á dag — og borga 2.500 krónur fyrir símtalið ... Verksamningur kveður líka á um hver á forritið. Er seljanda heimilt að nota forritið eða hluta úr því til þess að smíða forrit fyrir aðra? Þeir eru e.t.v. keppinautar kaupandans og njóta þannig afrakstursins af þró- unarfé hans og brautryðjendastarfi. Á hinn bóginn er eðlilegt að ef vinn- an við forritið er endumýtanleg njóti kaupandinn þess með lægra verði. Nýlega mátti lesa í dagblaði frétt um að breskir forritarar gerðu gölluð forrit til þess að skapa sér vinnu. Ljótt er ef satt er en ég hygg að við íslend- ingar þurfum ekki að óttast að forrit- arar okkar leiðist til þess ama. ís- lenskir forritarar era miklir kunnáttu- menn og þeir leggja sig alla fram um skila vönduðu og góðu verki. Hins vegar hijá þá eins og okkur hin þjóða- reinkennin — að lofa upp í ermina á sér, að draga allt fram yfir eindaga og klára síðan með bægslagangi og ósiðurinn að telja ákveðinn skiladag gilda sex mánuði fram í tímann! Að lokum Að framan fór lauslegt yfírlit um hugbúnaðarkaup. Efnið er of yfír- gripsmikið til þess að hægt sé að gera því full skil í því plássi sem skammtað er, en ef ég verð var við áhuga á nánari umfjöllun verður það gert bráðlega. Nú vil ég fjalla örlítið um deiliforrit. Nýlega hófst mikil dreifing á forrit- um í gegnum síma- og disklingaþjón- ustu sem auglýstar era í smáauglýs- ingum. Forritin sem era í boði era flest frambærileg og vönduð en þau eru seld of dýra verði miðað við að þeim á að dreifa ókeypis. Það er sjálf- sagt að greiða fyrir disklinga, póst- burðargjöld og fyrirhöfn við afritun, en það sem sett er upp fyrir þessa þjónustu héma er of mikið. Leið gegn því getur verið að kunningjar taki sig saman, panti eitt sett og afriti síðan heima hjá sér. Það er bæði löglegt og siðlegt. Annað sem ég hef við þessa þjón- ustu að athuga er að viðskiptavinum skuli ekki vera gerð grein fyrir því að ókeypis forrit er ekki sama og ókeypis forrit. Ókeypis forrit skiptast í tvo flokka; annars vegar forrit til almannanota og hins vegar deiliforrit. Forrit til almannanota (e. public domain) era framseld af höfundi öllum til heilla og ókeypis notkunar. Ekki má gera þau að söluvöra og forritið á alltaf að vera merkt höfundi sínum, en önnur notkun er takmarkanalaus og öllum fijáls. Deiliforritum (e. shareware) má aftur á móti dreifa án takmarkana en lögð er sú skylda á herðar notenda að ef þeir nota forrit- ið borgi þeir fyrir. Deiliforrit era þann- ig ókeypis sýnishom og ef viðtakand- inn notar forritið og sendir greiðslu (oft USD 20-30) fær hann nýjustu útgáfu forritsins og handbók. Vel mætti hugsa sér að sama fyrirkomu- lag verði tekið upp annars staðar. Höfundur er áhugamaður um tölvur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.