Morgunblaðið - 07.01.1993, Síða 6
dagskrá 6 C
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
SJÓNVARPIÐ
9 00 pinyirryi ► Morgunsjón-
DHHnHtrm varp barnanna
11.15 ► Hlé
14.00 ►Nýárskonsert í Vín Fílharmóníu-
sveitin í Vínarborg leikur tónlist eft-
ir Jóhann Strauss eldri og yngri og
Josef Lanner undir stjóm Ricardos
Mutis, og dansarar við Ríkisóperuna
í Vínarborg dansa undir stjóm Ger-
linde Dill.
16.00 ►Sveitapiltsins draumur Heimild-
arkvikmynd eftir Hilmar Oddsson og
Ólaf Rögnvaldsson gerð í tilefni af
óskarsverðlaunaútnefningu Bama
náttúrunnar eftir Friðrik Þór Frið-
riksson.
16.55 ►Öldin okkar - Lokaþáttur (Notre
siécle) Franskur heimildarmynda-
flokkur um helstu viðburði aldarinn-
ar. í þessum þætti era tekin fyrir
árin frá 1980 tii 1990.
17.50 ►Sunnudagshugvekja Guðlaugur
Gunnarsson trúboði flytur.
18.00 ►Stundin okkar Garpur og Emelía
halda upp á þrettándann með tilheyr-
andi söngvum, nemendur Karls Jón-
atanssonar spila á harmónikkur og
Móeiður Júníusdóttir syngur Móðir
mín í kvf-kví. Ágúst Kvaran eðlis-
og efnafræðingur gerir tilraun, frú
Giýla kemur í heimsókn og Felix
Bergsson syngur lagið Snjókarlinn
með Þvottabandinu. Umsjón: Helga
Steffensen. Upptökustjóm: Hildur
Snjólaug Braun.
18.30 ►Ævintýri á norðurslóðum —
Hannis Bjartur og Rannvá, systkini
frá Þórshöfn í Færeyjum, fara til
sumardvalar hjá ömmu sinni á Skúf-
ey. Þar kynnast þau dularfullum og
einrænum manni sem bömin í þorp-
inu hafa að skotspæni. Systkinin
komast um síðir að sannleikanum
um gamla manninn og reyna að
breyta viðhorfi þorpsbamanna til
hans. En það er ekki fyrr en gamli
maðurinn deyr að þau skilja hvað
þau hafa gert honum og hvaða mann
hann hafði að geyma. Höfundur og
leikstjóri er Katrín Óttarsdóttir.
18.55 ►Táknmálsfréttir
19.00 hJCTTID ►Auölegó og ástríð-
HICIIIH ur (The Power, the
Passion) Ástralskur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi: Ýrr Bertels-
dóttir. (66:168)
19.30 ►Fyrirmyndarfaðir (The Cosby
Show) Bandarískur gamanmynda-
flokkur um fyrirmyndarföðurinn Cliff
Huxtable og fjölskyldu hans.
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 hlCTTID ►^ésið i Kristjáns-
r ILI IIK höfn (Huset pá Christ-
ianshavn) Sjálfstæðar sögur um
kímiiega viðburði og kynlega kvisti,
sem búa í gömlu húsi í Christians-
havn í Kaupmannahöfn og nánasta
nágrenni þess. Aðalhlutverk: Ove
Sprogee, Helle Virkner, Paul Reic-
hert, Finn Storgaard, Kirsten Hans-
en-Meller, Lis Severt, Bodil Udsen
og fleiri. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir.
(2:24)
21.00 ►Fjallamenn á Fimmvörðuhálsi
Árið 1940 reistu nokkrir framheijar
í fjallamennsku og ferðalögum skála
á Fimmvörðuhálsi. Árið 1990, fimm-
tíu áram síðar, var skálinn riflnn og
annar reistur í staðinn. í þættinum
er farið yfir sögu félagsins Fjalla-
manna. Gamlar kvikmyndir og ljós-
myndir, sem Guðmundur frá Miðdal
tók, sýna hvemig þessi hópur leitaði
á vit fjallanna, stundaði klettaklifur
og skíðamennsku og fékk erlenda
menn til að leiðbeina um fjalla-
mennsku. Meðal annars kom hinn
frægi garpur sir Edmund Hillary
hingað til lands á vegum Fjallamanna
og hélt fyrirlestur. Textahöfundur
og þulur er Arí Trausti Guðmundsson
en dagskrárgerð annaðist Hjálmtýr
Heiðdal.
21.30 ►Don Quixote (E1 Quixote) Upphaf
á nýjum, spænskum myndaflokki
sem byggður er á hinu mikla verki
Miguels de Cervantes um Don Kí-
kóta. Leikstjóri: Manuel Guitierrez
Aragon. Aðalhlutverk: Fernando
Rey, Alfredo Landa, Francisco Mer-
ino, Manuel Alexandre og Emma
Penella. Þýðandi: Sonja Diego. (1:5)
22.55 ►Sögumenn (Many Voices, One
World) Þýðandi: Guðrún Amalds.
23.05 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SUNNUPAGUR IO/1
STOÐ TVO
9.00 ► f bangsalandi II Teiknimynda-
flokkur með íslensku tali fyrir yngstu
kynslóðina.
9.20 ► Úr ævintýrabókinni Ævintýrið
um Hans og Grétu í teiknimynd.
9.45 ► Myrkfælnu draugarnir Teikni-
myndaflokkur fyrir yngstu kynslóð-
ina.
10.10 ► Hrói höttur(Young Robin Hood)
Teiknimyndaflokkur um þjóðsagna-
persónuna og hetjuna Hróa hött.
(1.13)
10.35 ► Ein af strákunum (Reporter
Blues) Mynd um unga stúlku sem á
erfitt uppdráttar í blaðamannaheim-
inum. (9.26)
11.00 ► Brakúla greifi Fyndinn teikni-
myndaflokkur fyrir alla- aldurshópa.
11.30 ► Fimm og furðudýrið (Five Childr-
en and It) Framhaldsþáttur fyrir
böm og unglinga. (2.6)
12.00
13.00
► Sköpun (Design) Efnishyggja
þessa áratugar hefur getið af sér
magnframleiðslu ýmissa hluta sem
neytendur kaupa sem stöðutákn. í
þessum athyglisverða þætti verður
spjallað við hönnuði sem hafa getið
sér gott orð við framleiðslu á slíkum
stöðutáknum. Þar á meðal Ferdinand
Porsche og Nick Ashley. Þátturinn
var áður á dagskrá f janúar 1991.
(5.6)
ÍÞRBTTIR
► NBA tilþrif (NBA
Action) Skemmtileg-
ur þáttur þar sem liðsmenn banda-
risku úrvalsdeildarinnar era teknir
tali.
13.25 ► ftalski boltinn Leikur í beinni
útsendingu frá fyrstu deild ítalska
boltans í boði Vátryggingafélags fs-
lands.
15.15 ► Stöðvar 2 deildin Fylgst með
íslandsmótinu í 1. deild karla í hand-
knattleik.
15.45 ► NBA körfuboltinn Leikur í banda-
rísku úrvalsdeildinni í boði Myllunn-
17.00 hlCTTID H Listamannaskálinn
r ILI IIH í þessum þætti sláumst
við í för með breska grínistanum
Lenny Henry en hann kynnir sér
sögu „funk“ tónlistarinnar.
18.00 ► 60 mínútur Fréttaskýringaþáttur.
18.50 ► Aðeins ein jörð Endurtekinn
þáttur frá síðastliðnu flmmtudags-
kvöldi.
19.19 ► 19:19 Fréttir og veður.
20.00 hlCTTID ^ Bernskubrek (The
rlL I IIK Wonder Years) Banda-
rískur myndaflokkur um unglings-
strákinn Kevin Amold. (5.24)
20.25 ► Lagakrókar (L.A. Law) Lokaþátt-
ur bandaríska framhaldsmynda-
flokksins um félagana hjá Brachman
og McKenzie. Næsta sunnudag hefur
göngu sína á ný framhaldsmynda-
flokkurinn Heirha er best. (22.22)
21.15 ► Dýrgripir (Jewels) Framhalds-
mynd í tveimur hlutum sem gerð er
eftir samnefndri metsölubók Danielle
Steel. Sagan hefst árið 1936 á Long
Island í New York með ævintýralegu
brúðkaupi hinnar nítján ára gömlu
Sörah Thompson og Freddie Van
Deering sem hafa þekkst frá bam-
æsku. Þegar Freddie niðurlægir hana
opinberlega með því að koma með
tvær gleðikonur í brúðkaupsafmæli
þeirra taka foreldrar hennar í taum-
ana, krefjast þess að hún skilji og
fara með hana til Evrópu. Annar
hluti er á dagskrá á mánudagskvöld
23.15 ► Gítarsnillingar (Guitar Legends)
Þriðji og síðasti hluti tónleikaupptöku
frá Sevilla á Spáni en þar komu fram
margir fremstu gítarleikarar heims.
o.2o tfu|tfi|Y|in ►Nadine
HvlHnlIHU Kynbomban Kim
Basinger kom öllum á óvart í þess-
ari mynd er hún sýndi að hún er
ágætis leikkona. Myndin gerist árið
1954 og Kim Basinger leikur barns-
hafandi hárgreiðslukonu sem er um
það bil að skiija við manninn sinn.
Fyrir tilviljun verður hún vitni að
morði á meðan hún er að reyna að
ná aftur „listrænum" nektarmyndum
sem teknar vora af henni á hennar
yngri áram. Aðalhlutverk: Kim Bas-
inger, JeffBridges og Rip Torn. Leik-
stjóri: Robert Benton. 1987. Bönnuð
börnum. Maltin gefur ★ ★ ★ og
Myndbandahandbókin gefur ★ ★ 'h
1.40 ► Dagskráriok
Skúfey - Systkinin Bjartur og Rannvá meðal þorpsbarn-
anna í Skúfey.
Systkinin kynnast
dularfullum manni
SJÓNVARPIÐ KL. 18.30 Þriðja
og síðasta myndin í flokknum Æv-
intýri á norðurslóðum er færeyska
myndin Hannis. Þar er sagt frá
systkinunum Bjarti og Rannvá frá
Þórshöfn, sem fara til sumardvalar
hjá ömmu sinni í Skúfey. Þau kynn-
ast einrænum og dularfullum manni
sem bömin í þorpinu hafa að skot-
spæni. Systkinin komast um síðir
að sannleikanum um gamla mann-
inn og reyna að breyta viðhorfí
þorpsbarnanna til hans. En það er
ekki fyrr en gamli maðurinn deyr,
að þau skilja hvað þau hafa gert
honum og hvern mann hann hafði
að geyma. Höfundur og leikstjóri
myndarinnar er Katrín Óttarsdóttir.
Ástirogörlög
ríka fólksins
Þegar gamli
maðurinn deyrf
skilja börnin
hvern mann
hann hafði að
geyma
Dýrgripir,
mynd í tveimur
hlutum, byggð
á metsölubók
eftir Danielle
Steel
STÖÐ 2 KL. 21.15. Sagan hefst í
New York árið 1936. Hin nítján ára
gamla brúður, Sarah Thompson,
geislar af ánægju þegar hún horfir
á æskufélaga sinn og eiginmann,
Freddie van Deering. Hjónabandið
verður skammvinnt því Freddie
reynist mesti drykkjurútur og of-
beldismaður. Foreldrar Söru krefj-
ast þess að hún skilji við hann og
komi með þeim til Evrópu. Þar
kynnist Sarah efnuðum manni,
William Whitfíeld, og játar bónorði
hans. Sama dag og England og
Frakkland lýstu yfír stríði á hendur
Þýskalandi eignast þau dreng sem
fær nafnið Phillip. William verður
að fara með hersveit sinni og ekk-
ert er vitað um afdrif hans fyrr en
löngu síðar þegar Sarah er kvödd
að sjúkrabeði hans. Hann er í dái,
illa særður og lamaður á báðum
fótleggjum. Sarah gefst ekki upp
og að lokum snúa þau aftur til
sveitaseturs síns. Þau hjónin kaupa
talsvert magn skartgripa og opna
fyrstu verslunina. Þeim fæðist son-
urinn Julian og stuttu síðar tvíbur-
arnir Xavier og Isabelle. Afbrýði-
semi Phillips gagnvart yngri bróður
sínum, Julian, er takmarkalaus.
Árin líða og allt gengur að óskum
þar til William deyr af hjartaslagi.
Phillip tekur við rekstrinum og fest-
ir ráð sitt í ástlausu hjónabandi.
Julian tekur til hendinni við fjöl-
Reglu-
festaní
tilverunni
Hvers vegna
hefur fólk þörf
fyrir
reglufestu?
RÁS 1 KL. 16.03 „Hann fer í
sund á hveijum morgni klukkan
átta og þrífur bílinn alltaf á
laugardagsmorgnum. Á Þor-
láksmessu er borðuð skata og
hangikjöt á jóladag. Fjölskyld-
an fer í sumarfrí í annarri viku
júlímánaðar til Spánar og gistir
alltaf á sama hótelinu og borð-
ar á sömu veitingastöðunum”.
Fornar hefðir og nýjar eru í
heiðri hafðar hjá einstaklingum
og fjölskyldum. Margar þessara
hefða hafa afgerandi áhrif á
lífsmynstur fólks. Sumir telja
regluna kjölfestu lífsins en aðr-
ir tala um þræla vanans.
Hvemig er þessi hrynjandi
samfélagsins? Af hveiju er fólk
svona vanafast? Eru sumir það
vanafastir að þeim líður illa ef
eitthvað breytist? í Kjarna
málsins á Rás 1 á sunnudag
verður rætt við fólk sem verður
mikið vart við vanafestuna í
lífinu og einstaklinga sem lýsa
sínum venjum og hvemig geng-
ur síðan að breyta þeim ef
nauðsyn krefur.
Danielle Steel
skylduviðskiptin. Gegn vilja móður
sinnar giftist Isabelle, sem er óstýri-
látur unglingur, sér miklu eldri
manni. Innan árs kemst hún að
raun um að hún hefur gert hræði-
leg mistök en ítalskur eiginmaður
hennar neitar henni um skilnað.
Móðir hennar leyfír henni að opna
skartgripaverslun í Róm. Verslunin
gengur vel og eiginmaður Isabelle
kemur sér vel við Phillip. Julian
giftist þekktri sýningarstúlku,
Yvonné, þrátt fyrir efasemdir móð-
ur sinnar. Yvonne og Phillip taka
upp ástarsamband en þegar Yvonne
kemst að því að hún er ólétt ákveð-
ur hún að fara í fóstureyðingu.
Phillip reynir að stöðva hana og
Julian býður henni miklar fjárhæðir
fallist hún á að eiga barnið og skilja
við sig. Julian tekur við drengnum
nýfæddum og við skím hans til-
kynnir Phillip að hann hyggist yfir-
gefa konu sína og giftast Yvonne.
Sarah óttast að þetta verði til þess
að fl'ölskyldan sundrist og tekur til
sinna ráða.
Sunnudagsmorgunn með
Svavari Gests í200. sinn
Brot úr
spurninga- og
skemmtiþátt-
um sem Svavar
sá um fyrir
25-30 árum
RÁS 2 KL. 9.03 Þeir eru ófáir sem
kjósa frekar að vakna árla á sunnu-
dagsmorgnum til þess að hluta á
þátt Svavars Gests en að lúra
áfram. Á sunnudag verður 200.
Sunnudagsmorgunn með Svavari
Gests sendur út á Rás 2. í þættinum
sem verður með hátíðarsniði leikur
Svavar meðal annars hljóðritanir
sem nýlega fundust í Segulbanda-
safni Utvarpsins með leik hljóm-
sveitar hans frá arinu 1960. Á þess-
um hljóðritunum er að fínna lög sem
vom efst á vinsældarlistanum þetta
ár. Svavar er enginn nýgræðingur
í útvarpsmennsku. í spjaldskrá Seg-
ulbandasafnsins undir nafni Svav-
ars er að finna þætti eins og Sunnu-
dagskvöld með Svavari Gests frá
árinu 1960, Gettu betur frá 1961,
Með sínu lagi frá 1973, Alltaf á
sunnudögum frá 1975 og 1986 o.fl.