Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 12
12 C dagskrá
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
Upplýsingar fengnar
með fjarstýringunni
Textavarpi má
líkja við bók
með efnis-
yfirliti og
blaðsíðutali
á fremstu síðu
TEXTAVARP er nokkuð sem marg-
ir vita sáralítið um og gefa skjámynd
þess ekki meiri gaum en stillimynd-
inni. Fyrirbærið var reyndar óþekkt
hér þar til fyrir rúmu ári síðan. Að
sögn Geirs Magnússonar, forstöðu-
manns textavarps, er markmiðið að
gera sjónvarpsnotendum kleift að
afla sér upplýsinga um eitt og annað
á einfaldan hátt.
Textavarpinu má líkja við bók
með efnisyfirliti og blaðsíðutali á
fremstu síðu. Margir hafa þó ekki
hugmynd um hvemig á að fletta.
Ef sjónvarpið er með þar til gerð-
an útbúnað og fjarstýringu þarf
ekki mikla tæknikunnáttu til.
Flest dýr tæki eru þannig útbúin
og einnig mörg ódýr sjónvarps-
tæki. Nú er áætlað að 19-20
þúsund heimili hafi yfir slíkum
tækjum að ráða.
Þótt efnisyfirlit textavarpsins
sé ekki á skjánum má kalla það
fram með því að ýta á einn takka
á fjarstýringunni. Takkinn er
jafnan auðkenndur með ferningi
og þremur línum, eða á honum
stendur „TEXT“ í bókstöfum. í
efnisyfírliti er tilgreint á hvaða
blaðsíðum ýmiskonar upplýsingar
eru. Þeir sem vilja t.d. fá upplýs-
ingar um handboltaúrslitin sjá á
efnisyfirliti að íþróttir eru á síðu
250. Þá er ýtt á tölurnar 2, 5 og
0 á fjarstýringunni og efnisyfírlit
fyrir íþróttir birtist á skjánum.
Gefið er upp að handboltaúrslitin
séu á síðu 262, þá er ýtt á takka
2, 6 og 2 á fjarstýringunni og
úrslitin birtast.
Á þennan hátt er hægt að fá
yfirlit um helstu atriði innlendra
og erlendra frétta, veður, fjár-
mál, neyðamúmer, söfn, flug,
strætisvagnaferðir og sitthvað
fleira. Þá geta auglýsendur komið
boðskap sínum á framfæri á sér-
stökum síðum í textavarpi.
Hrafnhildur Sigurðardóttir,
markaðsstjóri textavarps, segir
að slíkt sé einkar handhægt fyrir
þá sem þurfa að koma frá sér
löngum texta.
Ef til vill fmnst mörgum sem
nota textavarp að jafnaði útskýr-
ingar af þessu tagi óþarfar. Geir
segir að þrátt fyrir að þeim fjölgi
stöðugt sem notfæri sér þjón-
ustuna sé fjöldi fólks sem ekki
viti hvernig á að notfæra sér
textavarpið eða hvort sjónvarpið
á heimilinu sé útbúið fyrir slíkt.
Ríkisútvarpið hafi undanfarið
efnt til víðtæks kynningarátaks
til að kynna textavarpið og mögUA
leika þess. í þeim tilgangi var
efnt til ferðagetraunar í septem-
ber. Þátttaka var góð og segir
Geir að fleiri getraunir séu fyrir-
hugaðar og ekki sé vanþörf á að
halda kynningarstarfinu áfram.
« > y -V - inni. fréttir 'C2 Ei-i. fréttir Veður Dagskrá . . iþrottir Dagbok Fél.heyrnarl. 42” Lukkusíður. . . Fasteignir. . . F jármál Versiun Tilkynningar. Veitingahús.. Um textavarp.
Textavarp — Efnisyfirlit textavarpsins.
FÓLK
UHELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, hefur tamið sér ákveðna reglu
þegar hann rís
úr rekkju á
morgnana:
Hann forðast
eins og heitan
eldinn að horfa
á morgunfrétt-
irnar í sjónvarp-
inu.„Ég missi
kaffilystina við
það eitt að horfa
á fréttamenn og
stjórnmálamenn, sem bera fýllyndið
utan á sér vegna þess að þeir þurfa
að fara svo snemma á fætur,“ sagði
kanslarinn á blaðamannafundi í
Bonn. Snemma á síðasta ári hófu
ríkisreknusjónvarpsstöðvarnar tvær
þar í landi útsendingar á morgnana
eftir að fijálsu stöðvarnar höfðu rið-
ið á vaðið. Kohl er ekki ýkja hrifinn
af þessari þróun, sem hann segir
einungis til þess fallna að gera lífið
og tilveruna grárri og leiðinlegri en
ella.
MFYRIRTÆKIÐ LA Gear, sem
framleiðir samnefndar íþróttavörur,
ætlar að lögsækja poppstjörnuna
Michael Jackson fyrir brot á samn-
ingum. Jackson átti að kynna LA
Gear-íþróttaskó, fatnað, úr og sitt-
hvað fleira. Að sögn talsmanna fyr-
irtækisins hafði hann fengið greidd-
ar fjórar og hálfa milljón dollara í
reiðufé og 3
milljónir dollara í
hlutabréfum.
Fyrirtækið sakar
Jackson um van-
efndir. Honum
hafi, samkvæmt
samningum, bor-
ið að vera við-
staddur á blaða-
mannakynning-
um, vera ljós-
myndaður og kvikmyndaður í bak
og fyrir klæddur umræddum íþrótta-
fatnaði. Pilturinn ku ekki hafa sinnt
þessum skyldum sínum fullnægjandi
og LA Gear krefst þess að hann
greiði tíu milljónir dollara í skaða-
bætur.
Helmut Kohl
Nýstárleg þjálfun
starfsmanna BBC
Lego-kubbar
eru notaðir á
námskeið-
um fyrir
starfsfólk
sjónvarpsins
BRESKA sjónvarpið, BBC, virðist hafa
tröllatrú á dönsku Lego-kubbunum ef
marka má frétt sem nýverið birtist í Daily
Telegraph. Þar segir að starfsmenn BBC
séu á námskeiðum þar sem þeir byggi
turna úr Lego-kubbum, leysi ýmsar þraut-
ir og fari í fjársjóðsleit. Þessi nýstárlega
starfsþjálfun á að auka afköst, efla hóps-
amvinnu og stjórnunarhæfileika einstakl-
ingsins og gera hann jafnframt
samkeppnishæfari.
Á námskeiðum þessum er farið
í ýmsa aðra leiki. Þátttakendur
taka einskonar persónuleikapróf,
þeir þurfa að finna út hvernig
hægt er að láta egg síga niður
úr glugga á efstu hæð, án þess
að það brotni, og leysa verkefni,
sem er í því fólgið að ávarpa ann-
að starfsfólk á réttan hátt.
Fyrirtækið sem skipulagði nám-
skeiðin sérstaklega fyrir BBC hef-
ur haft veg og vanda af svipuðum
námskeiðum fyrir umsvifamikil
fyrirtæki á borð við Kóka-Kóla
o.fl. Hjá BBC er öllum deildarstjór-
um skylt að sækja námskeiðin og
gildir einu hvort um er að ræða
yfirmann förðunardeildar, hönn-
unardeildar eða þann sem hefur
yfirumsjón með tæknibrellum.
Talsmenn BBC eru sannfærðir
um að námskeiðin skipti miklu
máli við þjálfun starfsfólks vegna
breytinga á rekstri, þar sem dag-
skrárgerðarmenn fá fijálsar hend-
ur með að kaupa þjónustu utan
að frá.
Yfirmaður hönnunardeildar
BBC, Alan Jones, er ánægður með
námskeiðin og segir þau einkar
gagnleg. Ekki eru allir sammála
honum og sumir hafa látið hafa
eftir sér að námskeiðin séu bæði
tíma- og peningasóun. Einn ónafn-
greindur var lítið hrifinn og sagði:
„Þetta er fáránlegt. Ég hef 20 ára
starfsreynslu og veit í hveiju ég
er góður og í hveiju ekki. Nám-
skeiðið kom mér að engu gagni
því það hafði ekkert með þá hæfi-
leika að gera sem nýtast mér í
starfi. Eini ljósi punkturinn var
að þarna fékk maður viku til að
kynnast starfsfélögum sínum bet-
ur.“
Áður en starfsmenn sækja nám-
skeiðið þurfa þeir að gera heilmik-
ið „persónuleikamat“ á sjálfum sér
til þess að finna út hvaða starf
henti þeim best. „Allt var þetta
ósköp amerískt - enginn átti að
finna til vanmáttar. Hins vegar
var hveijum og einum bent á þann
þátt skapgerðarinnar sem betur
mátti fara til þess að viðkomandi
gæti betur unnið í hópvinnu,"
sagði einn þátttakandi.
Að loknu námskeiði var engum
þátttakanda ljóst hvaða þýðingu
fjársjóðsleitin hafði né hvaða til-
gangi þjónaði að láta egg síga
niður af efstu hæð.
BÍÓIIM í BORGIIMIMI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIIM
Lffvörðurinn ★ ★'A
Skemmtiiðnaður og sápuópera í bland.
Eitthvað fyrir alla.
Aleinn heima 2 — Týndur í New
York ★ ★ ★
Úthugsaður iðnaðarvamingur úr
Hughes-verksmiðjunni sem nær fylli-
lega tilgangi sínum; kemur gestum í
gott skap. Skúrkarnir firnagóðir.
Myndin er betri en forverinn.
Jólasaga Prúðuleikaranna ★ ★ ★
Ljúf og vel gerð jólamynd þar sem
afbragðsleikur Michaels Caines sem
Skröggur skyggir næstum á frábæra
Prúðuleikarana.
Friðhelgin rofin ★★★
Vel gerður og spennandi tryllir um
vinsamlega löggu sem gerist kolóð og
ofsækir hjón nokkur. Ray Liotta er
sérstaklega góður.
Systragervi ★ ★ ★
Vitnið Goldberg er falin um sinn í
nunnuklaustri þar sem hún tekur við
kórstjórninni. Áreynslulaust grín.
Fríða og dýrið ★ ★ ★ ★ (sjá Sagabíó).
BÍÓHÖLLIIM
Eilffðardrykkurinn ★ ★ ‘A
Kaldhæðnisleg svört kómedía um af-
leiðingarnar sem leitin að eilífri fegurð
getur haft í för með sér. Ekki mikið
innihald þegar til kemur en útlitið og
brellumar em fyrsta flokks.
Kúlnahríð ★★
Miðlungsgóð sparkmynd með syni
Bmce Lee. Ofbeldið er krassandi en
líka mjög leikrænt.
Systragervi ★ ★ ★ (sjá Bíóborgina).
Jólasaga Prúðuleikaranna ★ ★ ★ (sjá
Bíóborgina). -
Blade Runner ★ ★ ★
Útgáfa leikstjórans er lítið frábmgðin
fmmmyndinni en breytingamar gera
þó góða mynd betríT
HÁSKÓLABÍÓ
Karlakórinn Hekla ★★
Bestu stundir Karlakórsins Heklu em
söngatriðin þegar kórinn syngur sig
inní hjörtu áhorfenda. Gamanþáttur-
inn brokkgengur.
Howards End ★★★
Frábærlega vel leikin og gerð bíóút-
gáfa af sögu E. M. Forsters sem ger-
ist um aldamótin síðustu. Bókmennta-
leg, bresk og býsna skondin.
Hákon Hákonsen ★ ★ 'A
Ævintýramynd um léttadrenginn Há-
kon sem kemst í hann krappann í
Suðurhöfum, kynnist sjóræningjum,
finnur fjársjóð og strandar á eyðieyju.
Ágæt saga fyrir yngri kvikmynda-
húsagesti.
Dýragrafreiturinn 2 ★
Blóðugar senur, afturgöngur og
þungarokk. Má ekki á milli sjá hvað
af þessu er ómerkilegast.
Ottó — Ástarmyndin ★'/«
Ottó á sín augnablik í sinni fjórðu
ærslamynd, sem geymir nokkra góða
brandara.
Boomerang ★ ★
Gamanglansmynd, ámóta merkileg og
eftirminnileg og sápuópera í sjónvarpi.
Háskaleikir ★ ★ ★
Fyrmm leyniþjónustumaður lendir í
útistöðum við hryðjuverkamenn. Æsi-
spennandi og afar vel gerð, einkum
tæknilega. Fordarinn í essinu sínu.
Svo á jörðu sem á himni ★ ★ ★
Metnaðarfull mynd byggð á snilldar-
hugmynd um manninn og máttarvöld-
in og hið yfimáttúrulega á tvennum
tímum og heimum. Hin tíu ára gamla
Álfrún Ömólfsdóttir skilar veigamiklu
hlutverki af ótrúlegum þroska.
LAUGARÁSBÍÓ
Eilífðardrykkurinn ★ ★'/«
Kaldhæðnisleg svört kómedía um af-
leiðingamar sem leitin að eilífri fegurð
getur haft í för með sér. Ekki mikið
innihald en útlitið og brellurnar eru
fyrsta flokks.
Babe Ruth ★ ★ ★
Skemmtileg og vel gerð og fyrst og
fremst heiðarleg mynd um ævi Babe
Ruth. John Goodman fer á kostum í
titilhlutverkinu.
Tálbeitan ★ ★ 'A
Hefur tilhneiingu til að taka sig alvar-
lega, þess utan vel frambærileg hasar-
mynd um vandamál sem em ofarlega
á baugi.
REGNBOGINIM
Síðasti Móhikaninn ★ ★ ★ ★
Frábærlega gerð ævintýramynd,
spennandi, rómantísk og skemmtileg.
Day Lewis er kostulegur í titilhlut-
verkinu og Michael Mann fær prik
fyrir góða leikstjórn.
Tommi og Jenni máia bæinn rauðan
★ ★
Lítið fer fyrir gamla góða ástar/hat-
urssambandi félaganna í mynd sem
einkum ætti að hugnast yngsta fólk-
inu.
Miðjarðarhafið ★ ★ ★
Dátar finna draumalandið í Eyjahaf-
inu á tímum seinni heimsstyijaldarinn-
ar. Afar vel leikin, hlý og mannleg
Óskarsverðlaunamynd. Sannkallaður
sólargeisli í skammdeginu.
Á réttri bylgjulengd ★★
Forfallinn sjónvarpsfíkill lendir á
rangri bylgjulengd. Góð hugmynd fær
miðlungsúrvinnslu.
Leikmaðurinn ★★★
Robert Altman tekur Hollywood-kerf-
ið á beinið í baneitraðri og kaldhæðnis-
legri ádeilu. Mjög skemmtileg mynd
með hafsjó af stjörnum.
Sódóma Reykjavík ★ ★ ★
Þrælskemmtileg gamanmynd eftir
hugmyndaríkan húmorista um álappa-
legar glæpaklíkur sem takast á í
Reykjavík. Leikhópurinn er góður og
frásögnin hröð. Ekta grín- og gys-
mynd.
SAGABÍÓ
Lífvörðurinn ★ ★ '/« (sjá Bíoborgina).
Aleinn heima 2 ★★★ (sjá Bíóhorg-
ina).
Fríða og dýrið ★ ★ ★ ★
Gullmoli frá Disney um sigur innri
fegurðar yfir ljótleikanum. Bráðfjörug
og fyndin og skemmtileg teiknimynd
fyrir alla þá sem trúa á töfra ævintýr-
anna.
STJÖRNUBÍÓ
Meðleigjandi óskast ★★★'/«
Sérstaklega spennandi og vel gerður
sálfræðitryllir sem dregur þig fram á
sætisbrúnina. Frábær leikur og leik-
stjórn Barbets Schroeders er mögnuð.
í sérflokki ★ ★ ★
Velheppnuð gamanmynd um kvenna-
lið í hafnabolta á stríðsárunum. Góður
leikur, þægilegur húmor og ekki síst
góður hafnabolti fleytir henni áfram.
Bitur máni ★ ★ ★
Polanski á skuggavegum holdsins.
Langur en því magnaðri erótískur
sálfræðitryllir.