Morgunblaðið - 19.01.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.01.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1993 B 3 íslenski hópurinn gengur inn á Ólympíuleikvanginn í Barcelona á Spáni laug- ardagskvöldið 25. júlí síðastliðið sumar, við setningu 25. Ólympíuleika nútímans. Hópurinn í sumar var sá þriðji fjöl- mennasti sem íslendingar hafa sent á ólympíuleika, örlítið fleiri voru á leikun- um í Los Angeles 1984 og í Seoul í Suður Kóreu 1988. Morgunblaðið/RAX til að kosið verði á milli Bjama Friðrikssonar, sem Júlíus hefur lagt til, og Einars Vilhjálmssonar. Þá eru eftir tvö sæti og er hart barist um þau, en á meðal þeirra, sem vilja komast inn, eru Bima Bjömsdóttir, Jón Ármann Héðins- son og Örn Eiðsson. Eins er mikill ágreiningur um þau þrjú sæti, sem enn eru laus í framkvæmdastjórn. Ljóst er að Júlíus fær miklu ef ekki öllu um það ráðið hver verður gjaldkeri í stað Gunnlaugs Briem, sem hætt- ir, en margir eru kallaðir í tvær stöður meðstjórnenda og stöðu rit- ara, þó samkomulag liggi fyrir um að Ari verði kjörinn í eina þeirra. Ágúst Ásgeirsson og Kolbeinn Pálsson eru í framkvæmdastjórn- inni og hafa fullan hug á að halda áfram. Guðfinnur Ólafsson ákvað að draga sig í hlé eftir öll lætin, en Sundsambandið teflir fram Torfa Tómasssyni. Hreggviður Jónsson hættir í stjórninni og Sig- urður Einarsson vill komast að sem fulltrúi skíðamanna. Margrét Bjarnadóttir er einnig í umræð- unni. Formönnum stærstu sam- bandanna, Eggerti Magnússyni hjá Knattspyrnusambandinu og Jóni Ásgeirssyni hjá Handknattleiks- sambandinu, finnst eðlilegt að eiga mann í framkvæmdastjórn og hef- ur Eggert ekki farið dult með þá skoðun sína. Og svo mætti lengi telja. Öldugangur Allir í núverandi og verðandi forystusveit eru sammála um að eining verði að ríkja, en þrátt fyr- ir góðan samstarfsvilja, hugsa margir innan sérsambandanna fyrst og fremst um sig og sína. Ándrúmsloftið hefur verið raf- magnað að undanfömu og því var skrefið ekki stigið til fulls. Menn gefa sér ár til að lægja öldurnar, en eftir stendur að Gísli Halldórs- son, sem hefur lagt sitt af mörk- um í hálfa öld, er sameiningartákn íslenskrar íþróttahreyfingar. Ólympíunefnd íslands í brennidepli: Gísli sameiningartákn íþróttahreyfingarínnar AÐALFUNDUR Ólympíunefnd- ar íslands verður eftir tvo daga og er kosning sjö manna framkvæmdastjórnar til næstu fjögurra ára mál mál- anna. Til þessa hafa aðalfund- ir Óí almennt ekki vakið mikla athygli en nú stef ndi í viss tímamót — formannsskipti voru boðuð s.l. haust og Ijóst að fleiri breytingar yrðu á stjórn. Með nýrri forystu hugsuðu margir sér gott til glóðarinnar, en þegar stefndi í klofning íþróttahreyfingar- innar beitti Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands ís- lands, sér fyrir því að Gísli Halldórsson, formaður Óí, gæfi áfram kost á sér og gegndi stöðunni eitt ár til við- bótar. Ennfremur var gert samkomulag um það að þeir tveir, sem íhuguðu að bjóða sig fram til formanns, yrðu kjörnir í framkvæmdastjórn og að öllu óbreyttu tæki annar þeirra við stjórninni að ári. Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur eflst mjög mikið á undanförnum árum og hafa ólymp- AF íunefndir aðildar- INNLENDUM ríkja notið góðs af. VETTVANGI Verkefnum á veg- um IOC hefur fjölgað og fjár- styrkur nefnd- arinnar til ólymp- íunefnda þátttöku- Eftir þjóða aukist. Þó Steinþór Olympíunefnd ís- Guöbjartsson lands, sem starfar samkvæmt sáttmála IOC, hafi ekki með beina stjórn íþróttamála að gera er hún fjárhagslega sjálfstæð og hefur í raun mikil völd innan hreyfingarinnar; hún hefur pen- inga og hefur frekar en íþrótta- samband íslands getað styrkt sér- sambönd vegna þátttöku í aiþjóð- legum mótum. Forseti íþróttasambands íslands hefur vissar áhyggjur af gangi mála og hefur lagt áherslu á sam- eiginlega yflrstjórn innan íþrótta- hreyfíngarinnar. Ifyrir tæplega ári sagði hann í viðtali við Morgun- blaðið að íþróttahreyfingin yrði að starfa saman sem ein heild, þannig að ekki færi á milli mála hver færi með æðsta vald í málum henn- ar. Náið samband yrði að vera á milli Ólympíunefndar og ÍSÍ og ef vilji væri fyrir hendi væri hægt að hafa eina stjórn. Hins vegar hafa talsmenn nokkurra minni sérsam- banda, sem eru með einstaklings- greinar á sinni könnu, talið hags- munum sínum betur borgið innan Ólympíunefndar og þegar formað- ur nefndarinnar tilkynnti opinber- lega í september s.l. að hann ætl- aði að hætta á næsta ársþingi, sáu þeir sér leik á borði og undirbjuggu framboð til formanns og annarra stjórnarstarfa á sínum vegum. Tvær fylkingar í Ólympíunefnd eru 24 fulltrúar, sem kjósa sjö manna fram- kvæmdastjórn á fjögurra ára fresti. 16 sérsambönd tilnefna hvert einn mann [ stóru nefndina, fjórir koma frá ÍSÍ og þar á meðal forseti sambandsins, en fulltrúar á aðalfundi kjósa fjóra fulltrúa. Morgunblaðið greindi frá því í lok september s.l. að Gísli ætlaði að hætta sem formaður Ólympíu- nefndar á næsta aðalfundi, en þó Ellert B. Schram Júlíus Hafsteln Gísli Halldórsson nokkru áður hafði hann tilkynnt samstarfsmönnum sínum í nefnd- inni ákvörðun sína. Hún kom því ekki á óvart. Gísli, sem verður 79 ára í ágúst n.k., á að baki hálfrar aldar farsælt starf í þágu íþrótta- hreyfíngarinnar, hefur verið for- maður íþróttabandalags Reykja- víkur, forseti íþróttasambands ís- lands og formaður Ólympíunefnd- ar síðan 1972. Innan framkvæmdastjómar Óí var unnið að því að Ari Bergmann Einarsson, þáverandi formaður Siglingasambandsins og stjómar- maður ÓÍ, tæki við af Gísla, en Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur, íhugaði einnig framboð. Formannsefnin vom varkár í yfirlýsingum, en hjá þeim kom fram að ekki yrði um framboð að ræða nema ömggur meirihluti hjá sérsamböndunum stæði að baki. Ari og stuðningsmenn hans treystu fyrst og fremst á að starf í Ólymp- íunefnd undanfarin ár yrði metið að verðleikum, en vinnubrögð stuðningsmanna Júlíusar vom mun markvissari, þó lítið bæri á eiginlegum kosningaslag. Innan sérsambandanna hefur réttilega verið rík óánægja með lítil áhrif þeirra innan ÍSÍ og magn- aðist óánægjan eftir ÍSÍ-þingið í lok október. Ákveðinn hópur for- manna sérsambanda ákvað því að beina spjótum sínum að Ólympíu- nefnd og að frumkvæði Guðfinns Ólafssonar, formanps Sundsam- bandsins og ritara Ólympíunefnd- ar, Margrétar Bjarnadóttur, for- manns Fimleikasambandsins, og Sigurðar Einarssonar, formanns Skíðasambandsins, var ákveðið að stefna að því að ná sterkri stöðu innan nefndarinnar. Þau boðuðu til fundar með formönnum fimm sérsambanda til viðbótar, Bad- mintonsambandinu, Borðtennis- sambandinu, Frjálsíþróttasam- bandinu, Glímusambandinu og Jú- dósambandinu og sami hópur kall- aði síðan formannsefnin á sinn fund og lagði fyrir þau spurning- ar, sem Guðfinnur undirbjó. Júlíus kom þar fram með nýjar hugmynd- ir, sem féllu í góðan jarðveg og var ókrýndur sigurvegari, en á fundi með öllum sérsamböndum kom klofningurinn innan sérsam- bandanna fyrst almennilega í ljós. Framkoma minnihlutans var harð- lega gagnrýnd; hann var ásakaður um að vera að kljúfa Ólympíunefnd frá ÍSÍ og átalinn fyrir baktjalda- makk. Formenn 13 sérsambanda, sem reyndar eru ekki allir fulltrúar sambanda sinna á ársþingi Óí, auk annarra fulltrúa á Ól-þingi og ut- anaðkomandi aðila skrifuðu undir Ari B. Einarsson yfirlýsingu um stuðning við Júlíus, en forseta ÍSÍ blöskraði vinnu- brögðin, sem á undan höfðu geng- ið, og tók til sinna ráða. Samkomulag Forseti ÍSÍ, sem verður fyrsti varaformaður Óí, samkvæmt lög- um nefndarinnar, var allt annað en ánægður með að stjórnarkjör Óí væri undirbúið án samstarfs við sig og þegar stefndi í klofning hreyfingarinnar í tvær ósættanleg- ar fylkingar fékk hann því fram: gengt að núverandi formaður Óí sæti áfram eitt ár til viðbótar. Samkomulag var einnig gert um að Júlíus yrði annar varaformaður og tæki að öllu óbreyttu við for- mannsstöðunni að ári. Ari tók ekki þátt í þessu samkomulagi, en lagt var til að hann yrði kjörinn í fram- kvæmdastjórn. Sverðin voru slíðr- uð og þeim misskilningi eytt að stefnt hefði verið að því að kljúfa Óí frá ÍSÍ. En samkomulagið, sem allir virðast vera sáttir við á yfirborðinu, dró dilk á eftir sér. Sem fyrr sagði kýs aðalfundurinn óra fulltrúa í 24 manna stjórn Í og verður Júlíus einn þeirra. Ein af hugmyndum hans er að íþróttamaður eigi sæti í stóru stjórninni eins og IOC leggur reyndar áherslu á og bendir allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.