Morgunblaðið - 19.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÖJUDAGUR 19. JANÚAR 1993
nB 5
HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA
Borin von hjá FH-ingum
FH-INGAR geta borið höfuðið
hátt eftir seinni leikinn gegn
Evrópumeisturum bikarhafa
og Þýskalandsmeisturum
Wallau Massenheim íátta liða
úrslitum Evrópukeppni meist-
araliða í handknattleik. Það er
íraun sigur að ná 19:19 jafn-
tefli gegn þessu sterka liði,
en það var borin von hjá FH
að láta sig jafnvel dreyma um
að komast áfram í undanúrslit.
Parkviss og yfirvegaður leikur
*■■■ hefði hugsanlega fært
heimamönnum sigur, en allt tal um
að vinna upp sex
marka mun úr fyrri
Guðbjartsson leiknum var byggt á
skrilar óskhyggju frekar en
raunsæi. Meiðsl lyk-
ilmanna, Kristjáns og Trúfans,
gera það að verkum að ógnunin í
sókninni er einhæf, breiddin er
ekki fyrir hendi og erfiðleikarnir í
deildinni sýna að ekki var hægt að
búast við meiru í Evrópukeppninni
en á varð raunin.
FH-ingar komust í 3:0 á fyrstu
þremur mínútunum, en samverk-
andi þættir eins og frábær mark-
varsla Peters Hofmanns, óná-
kvæmar sendingar FH-inga og óða-
got í sókninni ásamt slakri mark-
vörslu Bergsveins Bergsveinsson-
ar, sem reyndar lék veikur — var
með 39 stiga hita — , gerðu það
að verkum að leikurinn snerist fljótt
Massenheim í vil og tveggja marka
munur í hálfleik, 13:11, bætti gráu
ofan á svart.
Seinni hálfleikurinn var nánast
formsatriði fyrir þýska liðið. Leik-
menn þess fóru sér að engu óðslega
í sókninni og hugsuðu fyrst og
fremst um að halda fengnum hlut.
Um miðjan hálfleikinn skoruðu
þeir ekki í átta sóknum í röð á jafn-
mörgum mínútum, en FH-ingar
læddu inn fjórum og komust yfir
19:17, þegar níu mínútur og 40
sekúndur voru til leiksloka. Hof-
mann varði víti og hélt hreinu til
loka, en félagar hans jöfnuðu, þeg-
ar tvær mínútur og 37 sekúndur
voru eftir og þar við sat. FH-ing-
ar, sem skoruðu ekki úr níu síðustu
sóknunum voru með 29,6% sóknar-
nýtingu eftir hlé, en Wallau Mass-
enheim gerði aðeins sex mörk í
seinni hálfleik og var með 22,2%
nýtingu.
FH-ingar geta sagt sem svo að
ef þeir hefðu nýtt betur færin einn
á móti einum, skorað úr öllum vít-
unum og leikið yfirvegaðan sóknar-
leik, hefðu þeir getað sigrað, en
ef-ið er stórt og það er annað að
segja hlutina en framkvæma þá,
þegar vinna þarf upp sex marka
mun gegn reynslumiklu atvinnu-
mannaliði.
Morgunblaðið/RAX
Guðjón skorar
Guðjón Ámason, fyrirliði FH, var helsta ógnun heimamanna gegn Massenheim á sunnudags-
kvöld. Hér að ofan gerir hann eitt sjö marka sinna án þess að Stephan Schene komi nokkrum
vömum við. Til hliðar er Peter Hofmann í óvenjulegri stöðu — verður að horfa á eftir boltanum
í netið, en annars var hann frábær í marki þýska liðsins.
Hofmann
erfiður
sem fyrr
Peter Hofmann reyndist ís-
lenska landsliðinu oft erf-
iður, þegar hann lék í marki
austur-þýska landsliðsins, og
hann sýndi gegn FH að þó hann
verði 38 ára í haust, er hann
sami erfiði þröskuldurinn.
Ekki sigurvissir
„Við bárum virðingu fyrir
móthetjunum og mættum ekki
sigurvissir til leiks,“ sagði hann
afslappaður við Morgunblaðið
skömmu eftir að flautað var til
leiksloka. „Við vissum að með
vel útfærðum hraðaupphlaupum
er alltaf sá möguleiki fyrir hendi
að vinna upp sex marka forskot
á 10 mínútum og byijun FH-
inga, þijú mörk á þremur mínút-
um, sýndi að við gátum ekki
tekið lífinu með ró. Um miðjan
seinni hálfleik, þegar við vorum
tveimur mörkum yfír og munur-
inn þá samtals átta mörk, var
ég farinn að gæla við sætið í
undanúrslitum, en var ekki
sannfærður fyrr en ég leit á
klukkuna og sá að þijár mínútur
voru til leiksloka og við marki
undir.“
Hofmann sagðist ekki vita
hvaða lið væru í hattinum í und-
anúrslitum, „en mér er sama
hvaða liði við mætum nema hvað
ég vil losna við Spánverjana."
BIKARKEPPNI KVENNA
Morgunblaðið/Sverrir
Slgrún Mðsdóttir úr Stjömunni og Ólafía Kvaran, Fram, beijast um boltann
í bikarleiknum á laugardaginn.
Stjaman í úrslit
STJARNAN sigraði Fram í fyrri
undanúrslitaleik bikarkeppni
kvenna í Garðabænum á laug-
ardag, 16:11. Fyrri hálfleikur var
jafn, en Stjarnan tók völdin
eftir hlé.
Magnús Teitsson, þjálfari
Stjörnunnar var ánægður
með stelpumar sínar í leikslok.
„Þetta var sætur sig-
Stefán ur- Stelpurnar voru
Stefánsson taugaveiklaðar í
skrifar fyrri hálfleik, en
góðar í þeim seinni
því þá ætluðu þær að vinna, voru
grimmari og beittari og þegar þær
náðu nokkurra marka forskoti kom
sjálfstraustið," sagði Magnús um lið-
ið sitt í viðtali við Morgunblaðið eft-
ir öruggan sigur. „Allt liðið hefur
samt ekki æft saman nema fímm
sinnum síðan um miðjan desember,
því þrír leikmenn eru úr Vestmanna-
eyjum og §órir í landsliðinu."
Vamir voru svo góðar að sóknar-
leikurinn varð frekar endaslepptur
og harkan mikil enda kom nærri
helmingur marka í fyrri hálfleik úr
vítaskotum, þó voru tvö vítaskot
varin og tvö fóru í stöng. Ekki bætti
úr skák að dómaramir flautuðu
grimmt til að halda leiknum niðri
en þeim er líklega vorkunn því þetta
var ekta bikarleikur með tilheyrandi
spennu í húsinu. Jafnræði var með
liðum fyrir hlé en Fram náði að
komast einu marki yfir með marki
úr vítaskoti á síðustu sekúndu fyrir
hlé.
Eftir hlé hrundi Fram-liðið og
Stjarnan fann fjölina sína, gerði níu
mörk á fyrstu tuttugu mínútunum
en gestimir eitt og þar með voru
úrslitin ráðin. „Fyrri hálfleikur var
góður en eftir hlé gerðu þær ekki
eins og þeim var sagt og á að gera,“
sagði Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari
Fram.