Morgunblaðið - 19.01.1993, Page 6

Morgunblaðið - 19.01.1993, Page 6
6 B < í J ;*l MORGUNBLAÐIÐ iÞRorrw ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1993 KORFUKNATTLEIKUR / UNDANURSLIT BIKARKEPPNINNAR Komnir í Höllina! sungu stuðningsmenn Snæfellsfrá Stykkishólmi eftirað liðið tryggði sérsæti í úrslitum bikarkeppninnar í fyrsta skipti „VIÐ erum komnir í Höllina!" sungu stuðningsmenn Snæfells kampakátir eftir sigurinn á Tindastóli ífjögurra liða úrslitum bikarkeppni KKÍ á sunnudaginn í Stykkishólmi — sigur sem tryggði liðinu sæti i úrslitaleik keppninnar ífyrsta skipti í sögu félagsins. „Þetta er mikilvægasti sigur Snæfells frá upphafi. Við náðum að hrista af okkur slenið sem var yfir liðinu í Borgarnesi síðastlið fimmtudagskvöld," sagði Ríkharður Hrafnkelsson, liðs- stjóri Snæfells við Morgunblaðið íleiksiok. Ivar Ásgrímsson, þjálfari og leik- maður Snæfells, var að vonum ánægður með sína menn: „Við náð- um upp góðri bar- áttu eftir tapið í Guðnadóttir Borgarnesi á skrifar fimmtudaginn," sagði hann. „Við vorum taugaóstyrkir í sókn til að byija með, en bættum það upp með góðri vörn,“ sagði ívar. Rólegt Bæði lið fóru rólega af stað enda mikið í húfi, sjálfur úrslitaleikurinn í bikarkeppni Körfuknattleikssam- bandsins. Jafnræði var fyrstu tíu mín. fyrri hálfleiks, en þá tóku leik- menn Snæfells við sér og komust sex stigum yfir, 20:14, með þriggja stiga körfum Rúnars og Kristins. Tindastólsmenn náðu að minnka muninn með góðri baráttu, og jafna undir lok fyrri hálfleiks með tveim- ur vítaskotum sem Valur Ingimund- arson skoraði úr, 27:27. Eins og hálfleikstölur gefa til kynna einkenndist leikurinn af gíf- urlegri baráttu beggja liða. Bæði lið spiluðu sterka vöm en mikið var um sóknarmistök. Valur Ingimundarson hóf seinni hálfleikinn með því að gera þriggja stiga körfu, en Ivar jafnaði, 30:30. Síðan höfðu Tindastólsmenn for- ystu fram í miðjan hálfleik, en þá jöfnuðu Snæfellingar - 42:42, eftir að hafa skorað úr tveimur hrað- aupphlaupum í röð. í fluggírinn Eftir það skildu leiðir og Snæfell náði mest ellefu stiga forystu, 61:50. En Tindastólsmenn voru ekkert á því að gefast upp, Karl Jónsson skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og munurinn var allt í einu orðin fimm stig. Þegar ein og hálf mín. var eftir var munurinn aðeins tvö stig, 66:64, en þá settu Snæfellingar í fluggírinn og skor- uðu síðustu tíu stigin, og sigruðu með glæsibrag, 76:64. Bestir í liði Snæfells vom Damon Lopez, Kristinn Einarsson, ívar Ásgrímsson og Bárður Eyþórsson; spiluðu allir mjög góðan vamarleik. í liði Tindastóls voru Valur Ingi- mundarson og Páll Kolbeinsson bestir. Bandaríkjamaðurinn Raym- ond Foster náði sér ekki á strik, enda vel gætt af landa sínum Lopez. Stemmningin var mjög góð á leiknum; áhorfendur beggja liða studdu vel við bakið á sínum mönn- um, en fjöldi fólks kom í rútu frá Sauðárkróki til að hvetja lið Tinda- stóls. Þurftum að taka á honum stóra okkar Jonathan Bow lék vel með Keflavíkurliðinu gegn Borgnesingum. - til að knésetja Borgnesinga, sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvík- inga eftirað liðið komst í bikarúrslitaleikinn „ÞETTA var sannkallaður bikarleikur og ég dáist að baráttu Borgnesinga. Þeir veittu okkur mikla mótspyrnu og við máttum svo sannarlega taka á honum stóra okkar til að knésetja þá,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkigna eftir að lið hans hafði sigrað Skallagrfm frá Borgarnesi 76:72 í undanúrslitum Bikarkeppninnar f Keflvík á sunnudaginn. Þetta verður í þriðja sinn sem Keflvíkingar leika til úrslita um bikar- meistaratitilinn sem þeim hefur enn ekki tekist að vinna. skrifar frá Keflavík Leikur liðanna í Keflavík á sunnudagskvöldið var bæði jafn og spennandi. Borgnesingar komu heimamönn- Björn um á óvart með Blöndal góðri baráttu í vörninni og í sókn- inni léku þeir skyn- samlega. Þeir náðu að halda hrað- anum — sem hefur verið eitt beitt- asta vopn Keflvíkinga — niðri, og áttu þar með í fullu tré við íslands- meistarana. Borgnesingar voru atkvæðameiri í fyrri hálfleik og í hálfleik höfðu þeir tveggja stiga forskot 43:41. Gestimir seinir í gang Keflvíkingar voru hins vegar mun ákveðnari í síðari hálfleik og voru fljótir að ná frumkvæðinu. Borgnesingar voru seinir í gang og það tók þá 5 mínútur að skora fyrstu stigin. Þeim tókst þó að halda í við heimamenn þar til að um 5 mínútur voru til leiksloka og staðan 62:61 fyrir ÍBK. Þá kom afar slæmur kafli af hálfu Borg- nesinga sem fengu á sig 8 stig í röð án þess að ná að svara fyrir sig. Þetta reyndist of mikil munur og þrátt fyrir góð tilþrif og mikla baráttu tókst Borgnesingum ekki að vinna hann upp. „Það var sárt að tapa þessum leik á síðustu mínútunum eftir það sem á undan var gengið. Við voru vægast sagt ákaflega óheppnir undir lokin, það gekk hreinlega ekkert upp. Þá fannst mér dómararnir missa tökin í lokin og leyfa Keflvíkingum of mikið, “ sagði Birgir Mikaelsson þjálfari Skallagríms. Bestir í liði ÍBK voru þeir Nökkvi Már Jónsson og Jonathan Bow en hjá Skallagrími þeir Sig- urður Elvar Þórólfsson, Hennig Henningsson og Alexander Ermol- ínskíj. Bikarleikírnir I tölum / BIO BLAK Það var ekkert gefíð eftir í Stykkishólmi í lei Lopez hjá Snæfelli og Páll Kolbeinsson leikmai HK tóksl að HK tókst að beygja Stúdenta í fyrsta inn í langan tíma og hafa sigur i þremur hrinum gegn tveimur í 1. deild karla í blaki í íþróttahúsi Hagaskóla á sunnu- daginn. Leikmenn Þróttar R. gengu vasklega til leiks gegn Stjörnunni og höfðu sigur í þremur hrinum. Stúdínur áttu náðugan dag gegn HK. Leikmenn HK mættu ákveðnir til leiks gegn Stúdentum og höfðu sigur í fyrstu hrinunni, 15-10, eftir einungis 15 mínútur. Eftir slaka byijun lifn- aði heldur betur yfir leik Stúdenta og þeir svöruðu fyrir sig með Guðmundur Helgi Þorsteinsson skrifar því að sigra í annarri hrinu. Strax í þriðju hrinu þegar leikar voru jafnir mættust stálin stinn, gífurleg barátta tók við og stigin voru ekki auðfengin. Jafnt var á flestum tölum en Stúdent- um tókst að bijóta ísinn í stöðunni 10-10 og klára hrinuna með góðri rispu en þá höfðu liðin snúið fimm hringi og leikið í 30 mínútur. Fram- haldið varð Stúdentum hins vegar ekki hagstætt, þeir áttu afleita fjórðu hrinu þar sem ekkert gekk og það nýtti HK liðið sér til fullnustu og rassskellti Stúdenta, 15-2. Úrslita- hrinan varð aldrei spennandi. Stúd- entar byijuðu betur en síðan ekki söguna meir. HK liðið var mun ákveðnara, hélt sínu striki út hrinuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.