Morgunblaðið - 19.01.1993, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1993
KNATTSPYRNA
Þorvaldur settí
punktinn yfíri-ið
Þorvaldur Örlygsson innsiglaði 3:0 sigur Nott-
ingham Forest gegn Chelsea í ensku úrvals-
deildinni á laugardag, þegar hann gerði síðasta
markið úr þröngu færi undir lokin.
„Á föstudaginn var
mér tilkynnt að ég
væri ekki í hópnum,
en þegar klukkuna
vantaði 10 mínútur í
eitt á laugardag var
hringt og mér sagt að
ég væri varamaður,“
sagði Þorvaldur við
Morgunblaðið. „Fyrir-
varinn var skammur,
en mér var skipt inná,
þegar 10 til 15 mínút-
ur voru til leiksloka."
Þorvaldur sagði að
eftir hraðaupphlaup á
vinstri vængnum
hefði hann fengið
boltann við Qærstöng og náð að vippa yfír mark-
vörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég
hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í
þessu. Um hveija helgi eru gerðar breytingar á
liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að
standa sig, þegar tækifærið gefst.“
Fyrsta mark Guð-
mundarhjá Ekeren
Guðmundur Benediktsson er kominn á fulla
ferð eftir langvarandi meiðsli og skoraði í
fyrsta skipti fyrir Ekeren í Belgíu á föstudags-
kvöldið. „Það var í leik með varaliðinu gegn Club
Briigge — ég skoraði með skalla, sem ég hef
nú aldrei verið þekktur fyrir,“ sagði Guðmundur
við Morgunblaðið. Ekeren tapaði reyndar 2:3 á
heimavelli, en aðallið félagsins vann svo Brúgge
á útivelli um helgina, 3:1, en Brúgge er belgísk-
ur meistari. „Ég er þar með búinn að bijóta ís-
inn og vonandi verður framhald á þessu. Aðallið-
inu hjá okkur hafði gengið heldur illa að skora
og ég var farinn að gera mér vonir um að fá
að spila, en um síðustu helgi vann liðið Boom
7:0 og síðan meistarana á útivelli um helgina,
þannig að maður verður að bíða og sjá,“ sagði
Guðmundur.
hetja Mónakó
j^ýski miðheijinn Júrgen Klinsmann, sem gerði
fjögur mörk gegn Auxerre í síðustu viku,
tryggði Mónakó 1:0 sigur gegn Nimes um helg-
ina og er Mónakó nú í efsta sæti frönsku deildar-
innar, einu stigi á undan Nantes.
Auxerre, sem hefur ekki tapað heima í rúm-
lega tvö ár, átti í basli með Nantes, sem náði
forystunni á 29. mínútu, þegar miðheijinn Nicol-
as Oudec skoraði með skalla. En vamarmaðurinn
William Prunier jafnaði á 63. mínútu, einnig með
skalla, og þar við sat.
París SG var einnig nálægt því að tapa á
heimavelli. Ástralinn Frank Farina náði forystu
fyrir Strasbourg á 69. mín. en vamarmaðurinn
Álain Roche náði að jáfna tveimur mín. fyrir
leikslok, eftir að tvö mörk höfðu verið dæmd af
Parísarliðinu i seinni hálfleik vegna rangstöðu
og George Weah átt skot í stöng.
Meistarar Marseille fengu skell í Metz; töpuðu
1:2. Heimamenn gerðu bæði mörk sín í fyrri
hálfleik, David Zitelli og Lubos Kubik (víti) vom
þar að verki, en miðjumaðurinn Frank Sauzee
minnkaði muninn með glæsilegu skoti um það
bil stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Clough: gleymið
andlátspistíunum
Breskt dagblað gerði að því skóna í síðustu
viku að Brian Clough væri alvarlega veikur
og breska ríkisútvarpið, BBC, var í viðbragðs-
stöðu. Clough fagnaði sigri með Nottingham
Forest á laugardag og skaut til baka. „Ég sá í
vikunni að einhver var tilbúinn að skrifa „hvfldu
í friði" á eftir nafni mínu, en ég vil undirstrika
að hugmyndin er ekki frá mér komin og ég hef
engar áætlanir gert um að breyta til. Þvert á
móti ætla ég mér að vera um kyrrt hjá Forest
og stuðla að því að liðið komist á sigurbraut á
ný. Framtíðin ein skiptir máli og ég ætla mér
að vera til staðar til að tryggja að rétt verði
staðið að hlutunum."
Reuter
Jean-Plerre Papln, franski landsliðsmiðherjinn hjá AC Milan, sem hér þrumar að marki, hefur náð sér vel á strik, að undanfömu. Frakkinn
var mjög góður í leiknum gegn Brescia um helgina þó ekki hafí hann náð að skora.
I\lú var það Massaro
sem sá um sigurinn
AC Milan á nú 51 leik að baki í röð án taps í deildinni
AÐEINS fimmtán mörk voru gerð í ít-
ölsku 1. deildinni á sunnudaginn, og
hafa ekki verið færri á einum leikdegi
ívetur. En eitt markanna, sem Daniel
Massaro gerði, tryggði AC Milan sigur
gegn Brescia á útivelli, og þar með eru
leikirnir orðnir 51, sem liðið á að baki
í röð án taps.
Þrátt fyrir að Milan hafí ekki sýnt neina
snilldartakta var sigurinn í Brescia aldr-
ei í hættu. Heimamenn urðu að sætta sig
við að leika aðeins tíu nánast allan leikinn;
■■■■ Raducioiu var rekinn af velli
Birgir strax á 7. mín. fyrir mót-
Breiðdal mæli. Þjálfari Milan, Capello,
skrifar frá segjr ag orsökin fyrir því
hversu illa lið hans hafí Ieikið
í síðustu tveimur leikjum, sé sú að æfínga-
svæði félagsins, Milanello, hafi verið í lag-
færingu og því hafí leikmenn hans ekki get-
að æft sem skyldi!
Inter ð fleygtferö
Inter Milan er á fleygiferð þessa dagana.
Þriðji sigurinn í röð leit dagsins ljós hjá lið-
inu þegar það sigraði Parma, 2:1, á heima-
velli sínum, San Siro. Eftir að hafa verið
undir, 0:1, í hálfleik, náðu heimamenn að
tryggja sér sigurinn með mikilli baráttu. Það
voru þeir Ruben Sosa og Nicola Berti sem
gerðu mörkin; hvor eftir undirbúning hins.
Walter Zenga, markvörður Inter, varð að
yfirgefa völlinn snemma leiks vegna meiðsla
á fæti. Varamarkvörðurinn Abate kom inná
í hans stað, og sýndi að hann er heldur bet-
ur liðtækur; átti stórleik milli stanganna og
bjargaði einu sinni á hreint undraverðan
hátt. Sveif eins og köttur og sló knöttinn
út eftir fastan skalla af stuttu færi.
Roberto Baggio, sem varð á sínum tíma
dýrasti knattspymumaður heims er Juventus
keypti hann frá Fiorentina, tryggði liði sínu
bæði stigin á heimavelli gegn botnliði Pesc-
ara með báðum mörkunum í 2:1 sigri. Ann-
ars er það að frétta af Baggio að hann hef-
ur lýst yfír áhuga á að leika með stjömuliði
AC Milan á næsta keppnistímabili ef tæki-
færi til þess býðst!
Gianluca Vialli, sem Juventus keypti fyrir
offjár fyrir þetta tímabil, hefur ekki náð sér
nægilega vel á strik og ákvað Arrigo Sacc-
hi, landsliðsþjálfari, að velja hann ekki í lið
sitt fyrir viðureignina við Mexíkó á morgun.
Napolí á upplelð
Eftir vægast sagt hörmulega byijun í vet-
ur hefur Napolí náð að rétta úr kútnum,
með þremur sigrum í röð. Nú sigraði liðið
Lazio 3:1. Napolí lék frábærlega allan tím-
ann. „Loksins héldum við góða sýningu,"
sagði framheijinn Daniel Fonseca eftir leik-
inn. Hann gerði eitt markanna. „Við höfum
fundið auðmýktina og illskuna. Það vantar
aðeins vopnin," sagði þessi snjalli Úrugvæi
ennfremur í sigurvímunni.
Markaskorarinn mikli hjá Lazio, Giuseppe
Signor, gerði eina mark liðsins seint í leikn-
um; með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu,
sem var 17. mark hans á tímabilinu.
Áður en flautað var til leiks lofaði Paul
Gascoigne, Englendingurinn hjá Lazio,
stuðningsmönnum liðsins að hann skyldi
skora, en það brást. Englendingurinn þurfti
að yfírgefa völlinn í leiknum; var tekinn út
í hálfleik vegna meiðsla í baki eftir samstuð
við Svíann Jonas Them.
AS Roma hefur ekki verið jafn neðarlega
og nú í ítölsku 1. deildinni síðan það féll
síðast. Það var veturinn 1950-51 sem Róm-
veijarnir höfðu aðeins náð tíu stigum eftir
fyrstu 16 umferðimar og vora næst neðstir.
Torino gerði á sunnudag sjötta marka-
lausa jafnteflið í vetur og hefur liðið ekki
náð að sigra í síðustu sjö leikjum, eða síðan
8. nóvember er það sigraði ÁS Roma 2:1 í
Róm.
Urslit / BIO
Staflan / B10
FOLX
■ DIEGO Maradona átti stóran
þátt í 2:0 sigri Sevilla gegn Burgos
á útivelli í spænsku 1. deildinni um
helgina. Hann lagði upp bæði mörk-
in skömmu fyrir leikhlé.
H BERND Schuster, þýski leik-
maðurinn snjalli, sem hafði misst
úr níu leiki vegna meiðsla, var með
Atletico Madrid að nýju á laugar-
dag í nágrannaslagnum gegn Real.
■ SCHUSTER var besti maður
liðsins og maðurinn á bak við þunga
sókn þess; Atletico var sterkara lið-
ið en leiknum lauk með jafntefli, 1:1.
■ CHRIS Waddle, enski landsliðs-
maðurinn fyrrverandi, sem orðinn
er 32 ára, var besti vallarins er
Sheffield Wednesday vann Tott-
enham 2:0 á útivelli um helgina í
ensku úrvalsdeildinni.
■ TREVOR Francis, stjóri Wed-
nesday, hældi Waddle á hvert reipi.
„Hann gerði hluti, sem aðrir á vellin-
um gátu ekki látið sig dreyma um
að gera. Waddle er enn á meðal
þeirra bestu.“
H BRIAN Dean gerði öll mörk
Sheffield United { 3:0 sigri gegn
Ipswich. .Þetta var önnur þrenna
miðheijans á fimm dögum.
H MIXU Paatelainen frá Finn-
landi skoraði fjórum sinnum, þegar
Aberdeen vann Airdrie 7:0 í
skosku úrvalsdeildinni.
H PAUL Merson tryggði Arsenal
1:0 sigur gegn Manchester City og
hefur þar með gert fjögur mörk á
tímabilinu.