Morgunblaðið - 19.01.1993, Qupperneq 12
I
f
í
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ INNANHUSS
Morgunblaðið/Sverrir
íslandsmeistarar Þórs í karlaflokki
Morgunblaðið/Sverrir
Ánægður fyrirliði
Aftari röð frá vinstri: Ragnar B. Ragnarsson, stjómarmaður, Rúnar Antonsson, formaður knattspymudeildar, Oddur Óskars-
son, liðsstjóri með Davíð son sinn, Lárus Orri Sigurðsson, Þórir Áskelsson, Öm Viðar Amarson, Páll Gíslason, Hlynur Birgis-
son, Lárus Sigurðsson, Sigurður Lámsson þjálfari, Rúnar Steingrímsson stjómarmaður. Fremri röð frá vinstri: Júlíus Tryggva-
son, Gísli Gunnarsson, Birgir Þór Karlsson, Sveinn Pálsson, Kristján Öm sonur Sigurðar þjálfara og Sveinbjöm Hákonarson.
Fyrir framan, við bikarinn, er Stefán sonur Sveinbjamar fyrirliða.
Sveinbjöm Hákonarson, fyrirliði Þórsara frá Akureyri, hampar íslands-
meistarabikamum eftir sigur á Akumesingum í úrslitaleik innanhúss-
mótsins á sunnudag. Sveinbjörn brosti ekki er honum var vikið af velli
í úrslitaleiknum gegn sfnum gömlu félögum, en sparaði ekki brosið
þegar úrslit lágu fyrir.
Þór meistari í fyrsta sinn
ÞÓR frá Akureyri varð á sunnudaginn íslandsmeistari í knattspyrnu
innanhúss, og var þetta jafnframt fyrsti íslandsmeistaratitill félags-
ins í meistaraflokki í knattspyrnu. Þórsarar léku til úrslita við Skaga-
menn, sem hömpuðu titlinum fyrir ári, og sigruðu með einu marki,
4:3, eftir jafnan og spennandi leik. Lárus Sigurðsson markvörður
Þórs átti stórleik í úrslitaleiknum, varði eins og berserkur og kórón-
aði frammistöðuna með því að skora sigurmarkið.
órsarar byrjuðu úrslitaleikinn vel
og skoruðu þrjú fyrstu mörkin.
Þegar fjórar mínútur voru til leikhlés
var Þórsarinn Svein-
„ ,, bjöm Hákonarson
Einksson rekinn út af fyrir að
■•sknfar verja með hendi á
marklínu, dómur sem
hann var langt frá því að vera sáttur
við. Sigursteinn Gíslason skoraði úr
vítaspymu sem fylgdi í kjölfarið og
bjuggust flestir við því að róður Þórs-
ara yrði erfiður eftir það, en þeir
léku einum færri næstu fimm mínút-
umar. En Þórsarar gáfu ekkert eftir
og pökkuðu í vöm. Láms Orri, Hlyn-
ur Birgisson og Júlíus Tryggvason
stóðu vaktina fyrir utan og fyrir aft-
an þá var Lárus sem klettur í mark-
inu. Skagamenn náðu aðeins að
skora eitt mark á þessum fímm mín-
útum.
Þegar tæpar þijár mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik skoruðu Þórs-
arar mark sem reyndist vera sigur-
markið. Lárus Sigurðsson markvörð-
ur fékk boltann á miðjum eigin vall-
arhelmingi, lék örlítið áfram og
þrumaði síðan knettinum yfír völlinn
og í bláhomið vinstra megin; einkar
glæsilegt mark. Skagamenn sóttu
stíft það sem eftir var, Þórður Guð-
jónsson skoraði þriðja mark þeirra
þegar fímm mínútur voru eftir, en
Láms Sigurðsson hleypti þeim ekki
lengra, varði íjölmörg skot á síðustu
mínútunum og tryggði þar með Þórs-
umm fyrsta Islandsmeistaratitilinn.
„Þetta er góð byrjun á árinu. Ég
setti okkur það markmið að vinna
Kóka kóla-mótið, Bautamótið [sem
bæði fóru fram á Akureyri] og ís-
landsmeistaramótið og það gekk allt
saman eftir,“ sagði Sigurður Láms-
son þjálfari Þórs. Aðspurður sagðist
hann ekki hafa verið alltof bjartsýnn
þegar Sveinbjöm var rekinn út af.
„Ég hélt að við myndum sprengja
okkur, þeir börðust það vel, en þetta
gekk allt upp.“
„Þetta var rosalega erfítt þegar
við lékum einum færri, og ég er
mjög ánægður með að við náðum
að halda forystunni. Við spiluðum
vel, vorum einum færri í fímm mín-
útur en unnum samt, og áttum þetta
svo sannarlega skilið," sagði Láras
Sigurðsson markvörður og hetja Þórs
eftir leikinn.
Þórsarar léku vel á mótinu og
voru vel að sigrinum komnir. Þeir
voru ákveðnir, spiluðu vel og sýndu
góðan varnarleik auk þess sem mark-
varslan var frábær. Skagamenn
sýndu líka ágæta takta, en vom full
æstir í úrslitaleiknum og fóm illa
með góð færi.
Gullið í Garðabæ!
Auður Skúladóttirtryggði Stjömunni sigur-
inn með marki á síðustu sekúndunum
STJARNAN úr Garðabæ eign-
aðist á sunnudag fyrstu ís-
landsmeistara sína í kvenna-
knattspyrnu þegar meistara-
flokkur félagsins sigraði í inn-
anhússmótinu. Það var fyrirlið-
inn, Auður Skúladóttir sem var
hetja liðsins í úrslitaleik gegn
KR, hún skoraði sigurmarkið
gegn KR í úrslitaleik liðanna
þegar tfu sekúndur voru til
leiksloka.
Leikar vora jafnir 1:1 á lokamín-
útunni þegar Stjaman fékk
aukaspymu. Auður var fljót að átta
sig og þmmaði
knettinum framhjá
óskipulögðum vam-
arvegg KR og Sig-
ríði Fanneyju mark-
verði og tryggði þar með Garðabæj-
arfélaginu titilinn.
„Það var stór glufa í vamar-
veggnum, vamarmennimir stóðu
fyrir miðju markinu og markvörður-
inn líka og það var því ekkert um
Frosti
Eiösson
skrifar
annað að ræða en að skjóta á mark-
ið,“ sagði Auður. „Þetta er fyrsti
alvömúrslitaleikurinn okkar og sig-
urinn vísar vonandi á bjarta framtíð
hjá liðinu," sagði hún ennfremur.
Helena Ólafsdóttir skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir KR en Laufey
Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir
leikhlé. Síðustu mínútumar vom
æsispennandi og bæði lið nálægt
því að skora. Sigurlín Jónsdóttir
átti skot í stöng Stjömumarksins
og stuttu síðar sluppu KR-ingar
með skrekkinn þegar Sigríður varði
skot Laufeyjar í stöng. Þjálfarar
beggja liða vora eflaust farnir að
huga að framlengingu þegar Auður
tryggði Garðabæjarliðinu sigurinn.
„Þetta var jafn leikur og hálfgert
taugastríð. Sigurinn gat lent hvom
megin og það var í raun bara spurn-
ing hvort liðið mundi skora á und-
an. Þetta var frekar klaufalegt hjá
okkur í lokin, það var það lítill tími
eftir og best hefði verið að leggja
höfuðáherslu á að komast fyrir
aukaspymuna,“ sagði Arna Stein-
Morgunblaðið/Frosti
íslandsmeistarar Stjörnunnar í kvennaflokki
Aftari röð frá vinstri: Bergþóra Sigmundsdóttir, Freyja Sverrisdóttir, íris Hákonardóttir, Lára Eymundsdóttir, Kristín
Þorleifsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Fjóla Árnadóttir, Brynja Ástráðsdóttir, Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir, Helgi
Þórðarson þjálfari, Ólína Halldórsdóttir form. kvennaráðs. Fremri röð frá vinstri: Guðný Guðnadóttir, Rósa Dögg Jóns
dóttir, Klara Bjartmarz, Auður Skúladóttir, Helga Helgadóttir, Laufey Sigurðardóttir, Heiða Sigurbergsdóttir og Gréta
Guðnadóttir.
sen þjálfari KR eftir leikinn.
Þess má geta að bæði liðin léku
í D-riðli. KR hafði betur í riðla-
keppninni, sigraði í innbyrðisleik lið-
anna 3:1. íslandsmeistararnir frá
því í fyrra, UBK féllu út í undanúr-
slitunum eftir tap í spennandi leik
gegn KR._____________________
■ Öll úrsllt / B10
Gt l RAUNIRí
l Oll Ö;
+