Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 22

Morgunblaðið - 29.01.1993, Page 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 rf= ÁSBYRGI <f Su&urlandsbraut 54, 108 Reykjavik, sími: 682444, fax: 682446. INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SÖLUMENN: Örn Stefánsson og Þórður Ingvarsson. Opið laugard. 11-13 2ja—3ja herb. Borgarholtsbraut — 2ja 65 fm mjög góð íb. á 2. hæð í nýl. steinh. Þvottaherb. og geymsla innan íb. Áhv. byggsj. 3,3 millj. Verð 6,4 millj. Nýbýlavegur m/bílsk. 2ja herb. falleg íb. á 2. hæð í góðu steinh. Parket. Innb. bílsk. á jarðh. Verð 6,4 millj. Veghús — 3ja Fullb. 3ja herb. ca 90 fm íb. á 2. hæð ásamt 26 fm bílsk. Áhv. 3,5 millj. veðd. Verð 9,1 millj. Úthlíd Mjög lítið niöurgrafin kjallaraíb. sem skiptist í góða stofu, stór svefnherb., nýtt eldhús og nýtt baðherb. íb. fylgir einnig 2-3 íb- herb. sem eru á sérgangi og hægt er að leigja út. Ákv. sala. Austurbrún — 2ja Snotur 2ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuh. ca 56 fm. Parket. Nýtt baðherb. Húsvörður. Áhv. 2,6 millj. húsbr. Verð 5,3 millj. Krummahólar — 3ja Rúmg. 3ja herb. íb. ca 74 fm á 5. hæð í lyftuh. ásamt stæði í bílskýli. Stórar suð- ursv. Mikið útsýni. Húsvörður. Húsið nýtek- ið í gegn að utan. Áhv. 1 millj. Verð 6,4 millj. Vallarás — laus 2ja herb. góð íb. á 4. hæð í lyftuh. Mikið útsýni. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Klukkuberg — Hf. 2ja. 2ja herb. skemmtil. íb. á jarðh. íb. selst tilb. u. trév. eða fullb. til afh. fljótl. Mikið útsýni. Verð 5,0 millj. Furugrund — 3ja 3ja herb. 85 fm góð endaíb. á 1. hæð. Laus fljótt. Skógarás — 3ja Góð 93,7 fm íb. á 1. hæð ásamt 25,4 fm fokh. bílsk. Áhv. 3,0 millj. byggsj. Verð 7,8 millj. Framnesvegur — 3ja 3ja herb. 60 fm góð risíb. í steinh. Áhv. húsbr. 2250 þús. Laus fljótl. Ofanleiti — 3ja 3ja herb. 87 fm falleg íb. á 3. hæð i fjölbh. Vandaöar innr. Parket. Þvottah. og búr innaf eldh. Btlskýli. Laus strax. Verð 9,5 millj. Blikahólar - 3ja Góð 89 fm íb á 3. hæð í lyftuh. Mikið útsýni. Seljavegur — ris Góð 3ja herb. 69 fm íb. á rishæð. Laus strax. Verð 5,7 millj. Ástún — 3ja Ca 90 fm íb. á 3. hæð. Góðar innr. Útsýni. Laus 1. mars ’93. Húsið nýviðg. að utan. Ofanleiti — 3ja Vönduð 3ja herb. íb. á jarðh. 85,7 fm. Sér- inng. Húsið nýviðg. og málað. Áhv. 2,5 millj. Verð 8,7 millj. Asparfell — útsýni 90 fm 3ja herb. íb. á 5. hæð. þvherb. á hæöinni. Verð 6,2 millj. Fyrir aldraða - 3ja Fullbúin 3ja herb. 89 fm íb á 3. hæð í nýju fjölbýli fyrir eldri borgara við Snorrabraut. Frábær staðsetn, Glæsil. útsýni. Tll afh. strax. Verð 9,1 millj. Álfholt - Hf. Skemmtil. 61,8 fm íb. á 1. hæð. íb. er fullb. til ahf. fljótl. Sameign fullfrág. Víðimelur — kj. Góð 59,6 fm 2ja herb. samþ. íb. i þríbhúsí. Laus. Verð 5 millj. Hverafold — 2ja. Góð 56 fm íb. á jarðh. Áhv. 3,1 millj. byggsj. Verð 6,1 millj. Laus fljótl. 4ra—5 herb. Frostafold — 4ra 119,1 fm íb. á efri hæð í fjórb. Frá- bært útsýni. Áhv. 5,0 mlllj. byggsj. Verö 10,8 millj. Æsufell — 4ra Gðoö 105 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. 3 svefn- herb. 2 saml. stofur. Húsvörður. Verð 7,6 millj. Egilsborgir - „penthouse" Glæsil. 120 fm „penthouse“-íb. á tveimur hæðum ásamt bílskýli. íb. selst tilb. u. trév. og máln., sameign fullfrág. Verð 9,0 millj. Til afh. strax. Klapparstígur 1 — tvœr íbúðir 111 fm íb. á 1. og 2. hæð í nýju húsi. Útsýni yfir sundin. Áhv. 5,0 millj. byggsj. Til afh. strax. Verð 9,0 millj. Hólar — „penthouse" Góð 125,7 fm íb. á tveimur hæðum ásamt stæði í bílskýli. Frábært útsýni. Verð 8,8 millj. Laus fljótl. Dúfnahólar — 4ra Falleg 103 fm íb. á 3. hæð. Góðar innr. Nýtt gler. Húsiö er nýviög. að utan. Útsýni. Stelkshólar 3ja-4ra herb. 109 fm falleg íb. á jarðh. 2 svefnh., 2 saml. stofur, sérgaröur. V. 7,5 m. Smáíbúðahverfi — 4ra Mjög góð mikið endurn. 84,3 fm íb. á 1. hæð í þríb. á rólegum stað. Áhv. ca 3,0 millj. húsbr. Verð 7,5 millj. Laus. Þverbrekka — útsýni Glæsil. 4-5 herb. ib. á 6. hæð í lyftuh. Þvottaherb. innan íb. Húsvörður. Mögul. skipti á 3ja herb. Kársnesbraut — hæð. Góð efri hæð i tvíb. 98 fm ásamt 36 fm bílskúr. Verð 8,7 millj. Alviðra — lúxusíbúð Glæsil. 190 fm íb. á 2 hæðum, í nýju fjölb- húsi v. Sjávargrund, Garðabæ. íb. afh. tilb. u. trév. og máln. í júlí nk. og sameign og lóð fullfrág. fyrir árslok. Glæsil. útsýni yfir Arnarvog og til Bessastaða. Verð 11 millj. Dofraberg - Hf. 5-6 herb. 5 herb. ca. 130 fm íb. á 2 hæðum. íb. er í dag tilb. u. trév. og máln. en sameign ófrág. Til afh. strax. Verð 7,5 millj. Eyrarholt — Hf — útsýni Til sölu ca 120 fm glæsil. turníb. á 8. hæð í nýju fjölb. íb. selst fullb. Til afh. í júní nk. Eignask. mögul. Raðh./einbýli Dalhús — raðh. Glæsil. fullb. 188,4 fm raöh. á tveim- ur hæöum m. Innb. bflsk. Vandaöar innr. Parket, flísar. Áhv. 3,6 millj. bygasj- Daltún — parhús Fallegt parhús, kj., hæö og ris. Húsið skipt- ist m.a. í stórt eldh. m. vönduöum innr., 2 saml. stofur, 3 svefnh., 2 baöh. o.fl. Séríb. í kj. Innb. bílsk. Bein sala eða skipti á minni eign í Kóp. eða nágr. Krókabyggð — Mos. Gott 108 fm endaraöh. á einni hæð. Vandað- ar innr. Áhv. 4,8 millj. byggsj. Verð 9,5 millj. Völvufell — raðh. 128 fm gott raðh. á einni hæð. Húsið sk. m.a. i góða stofu, 4 svefnherb., eldh. og bað, þvottaherb. og geymslu. Góður bil- skúr. Fallegur garður. Kársnesbraut — einb. Nýl. 159,4 fm einbhús á tveimur hæðum ásamt 31,3 fm bilsk. Vandaðar innr. Glæsil. útsýni. Skipti mögul. Prestbakki — raðh. Falleg 189,2 fm raðhús m. innb. bílskúr. 4 svefnherb. Parket. JP-innr. Húsið nýklætt utan. Útsýni. Verð 14 millj. Seljahverfi — skipti Gott 200 fm endaraðh. á 2 hæðum. Innb. 25 fm bílsk. m. héum inn- keyrsludyrum. Vandaðar JP-innr. Skipti mögul. á 4ra herb. Ib. I Selja- hverfi. Verð 13 millj. Seljahverfi — útsýni 280 fm fallegt einbh. á tveimur hæð- um. Á efrí hæð eru m.a. stórar stofur m. arní, 4 svefnh. og stórt sjónvhol. IVIögul. á góðri 2ja herb. séríb. á neðri hæð. Tvöf. innb. bilsk. auk geymslna. Falleg lóð. Mikið úteýni. Rauðagerði — tvíb. Glæsil. 2ja íb. hús á tveimur hæðum sam- tals 400 fm. Verð 28,0 millj. Mögul. skipti á minni eign. Lindarbr. — Seltj. — parh. 150 fm fallegt parhús á tveímur hæð- um auk bllsk. Á neðri hæð eru eld- hús, snyrting, stofa og garöskáli. Á efri hæð eru 3 svefnherb., sjðnvhol og bað. Húsið er fullb. Parket. Beyki- ínnr. Áhv. 4,0 mlllj. byggsjóður. Suðurhlíðar — Rvík Ca 270 fm fallegt endaraðh. á þremur hæð- um ásamt 25,7 fm bílsk. Góðar innr. Mögul. á sérib. i kj. Skipti mögul. á minni eign, helst i Hliðahv. Gerðhamrar — einb. 139 fm vel skipul. einbhús á einni hæð. ásamt 39 fm bílsk. Vandaðar innr. Til afh. strax. Verð 15,0 millj. Gullengi — 3ja 3ja herb. 104 fm mjög skemmtil. íb. tilb. u. trév. og máln. Til afh. strax. Sameign fullfrág. Laus strax. Lindarsmári — raðh. 180 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 24 fm bílsk. Húslð afh. tilb. u. trév, að innan og fullfrág. að utan, lóð grófjöfnuð. T!l afh. strax. Stakkhamrar — einb. 162 fm timburhús á einni hæð m. innb. tvöf. bílsk. Selst fokh. innan, fullfrág. utan. Berjarimi — parhús 170 fm skemmtil. parhús á tveimur hæðum. Stór bilsk. Húsin seljast fullfrág. að utan og fokh. að innan. Mururimi — parhús 180 fm skemmtil. parhús á tveimur hæðum. Arinn i stofu. Innb. bilsk. Húsið selst fullfrág. að utan, fokh. að innan. Afh. í jan. nk. Vesturbaer — raðhús Til sölu glæsil. raðhús samt. 207 fm m. innb. bílsk. Húsið selst tilb. u. trév. og máln. að innan og fullfrág. að utan þ.m.t. lóð. Til afh. strax. Atvinnuhúsnæð Laugav. — versihúsn. 61,2 fm verslhúsnæði ásamt 71,4 fm skrifst.- og lagerhúsn. á 2. hæð á besta stað v. Laugaveg. Auð auki fylgja ca 40 fm I kj. Steinhús. Verð 12,8 millj. Laugavegur - skrifst. 160 fm góð skrifstofuhæð í steinh. ofarl. v. Laugaveg. Laus fljótl. Bæjarhraun Hf. - verslhæð 135 fm verslunarhúsn. á jarðh. Til afh. strax. Húsnæðiö er mjög vel staðsett og hentugt f. hverskonar þjón. Grensásvegur 500 fm versl- og lagerhúsn. á góðum stað við Grensásveg. Til afh. strax. Hringbraut 119 Tvö þjónusturými, 180 og 270 fm. Til afh. strax. Hagstæð greiöslukjör. Sigtún 150 fm góð skrifsthæð á 2. hæð og 350 fm mjög gott lagerhúsn. í kj. með góðum innk- dyrum. Lofthæð ca 3,2 m. SAHTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI EIGNASAIAN INIMAIMSTOKKS OG UTAIM Rreytíngar sem borga sig og aórar sem borga sig ekki —Hver segir að peningar vaxi ekki á trjánum? Grónir og fallegir garðar auka verðgildi fasteigna langt fram yfir það sem til þeirra er kostað. Breytingar sem gerðar eru á eldra húsnæði eru í flestum til- fellum til góðs. Eigendurnir leggja í breytingarnar vegna þess að þeir vilja gera húsnæðið fallegra, þægilegra eða hentugra á einhvern hátt. Sumir af illri nauðsyn, aðrir af einskærum áhuga. Flestir ná markmiði sínu. Mörgum verður hugsað til þess hvort eignin verði seljanlegri eða dýrari í verði á eftir,- hvort breytingarnar borgi sig fjár- hagslega. Það er alls ekki eins víst og menn telja stundum. Margir hafa lagt í breytingar á húsnæði beinlínis til að auka möguleika á sölu eða hækka fast- eignaverðið. Algengustu leiðirnar til þess hafa verið að bæta í húsin gufubaðsklefa (sauna), heitum potti, ami, garð- stofu og jafnvel íþróttaaðstöðu eða sundlaug! Þessar fram- kvæmdir eru auð- vitað dýrar og það má stórlega efa að þær skili sér í beinhörðum pening- um ef selt er. Hitt er svo annað mál, að ef vel til tekst verða þessar breytingar ef til vill til þess að gera eignina seljanlegri. Það sama gildir um ýmsar framkvæmdir til að fegra húsið (íbúðina), þær kosta talsvert, en þó er hreint ekki víst að væntan- legir kaupendur kunni að meta þær og í sumum tilfellum láta þeir verða sitt fyrsta verk að breyta því aftur. Ef á að breyta húsnæði til þess að gera það meira virði verða það að vera breytingar sem eru jafn mikils virði í annarra augum og þínum eigin. Bót en ekki fjárfesting. Sem betur fer láta menn þó ekki annarra þarfír eða skoðanir al- mennt ráða framkæmdum sínum. Breytingarnar eru gerðar til þess að þeim sem þar búa líði betur og það kemur síðar í ljós hvort arftak- ar kunna að meta þær eða ekki. Dæmi um framkvæmdir sem koma eigendunum til góða en verða ekki endilega til að glæða áhuga væntalegra kaupenda eða hækka verð eru m.a. þessi: Málun eða veggfóðrun, skipti á gólfefnum og fleiri útlitsbreytingar á gólfum, veggjum og lofti. Þessar breytingar eru allar byggðar töluvert á smekk manna en ekki gæðum eða nýtingu og þess vegna er alltaf hætta á að aðrir séu ekki sammála um ágæti þeirra, Það virðist ekki skipta fólk nokkru mál hvort íbúðir eru tísku- legar eða ekki þegar það skoðar þær, enda ætla flestir að móta þær að eigin smekk. Rándýrt nýtt vegg- fóður hefur t.d. oft verið kaupanda þyrnir í augum þegar hann hefur hugsað sér umhverfí sitt í nýju íbúð- inni allt öðru vísi. Allar fram- kvæmdir sýna þó áhuga íbúanna og benda til góðs viðhalds á eign- inni og það kunna margir að meta. Seljanlegra húsnæði Sumar dýrar fjárfestingar verða til þess að auka verðgildið og vekja áhuga annarra á húsnæðinu. Ef breytingarnar eru mjög dýrar og viðamiklar er ekki víst að verð- hækkun á húsnæðinu vegi á móti því sem lagt hefur verið í það. Áhugi á húsnæðinu eykst kannski og sölumöguleikarnir með, en þó gæti breytingin fælt vissan hóp fólks frá, því áhugasvið manna er misjafnt. Dæmi um svoleiðis breytingar eru: Garðstofa, gróðurhús, gufubaðs- klefí, heitir pottar, sundlaug, arinn, nýjar innréttingar (t.d. í eldhús eða baðherbergi). Það er möguleiki að sumt af þess- um framkvæmdum skili sér til baka í auknu fasteignaverði en það fer talsvert eftir því hvert ástand húss- ins er fyrir breytinguna. Því verra sem ástandið er áður en ráðist er í lagfæringar, því meiri verðaukn- ingu má búast við eftir að þeim er lokið. Það er mikils virði að allar breytingar séu vel undirbúnar og skynsamlega unnar ef þær eiga að skila einhverju því augljós “redd- ing“ hlýtur ekki náð fyrir augum almennings. Ef húsið sjálft er í lélegu ástandi breytir engu þótt við það sé bætt óþarfa lúxus,- greni er og verður greni, með eða án sundlaugar! Hærra verð Sumar breytingar verða beinlínis til þess að hækka verð eignarinnar. Þessar breytingar eiga það flestar sameiginlegt að vera til þess fallnar að bæta húsið sjálft eða vera pen- ingasparandi á einhvern hátt. Dæmi um þær er: Viðbygging (hæð ofan á, fleiri herbergi, bílskúr eða útihús), þaki lyft, sprunguviðgerðir, nýir gluggar, einangrun eða hitakerfí bætt og síðast en ekki síst,- gróður- setning í garðinn. Það ræðast af þörfinni hversu vel þessar breytingar skila sér og einnig því hveiju er til kostað. Þeir sem eru svo heppnir að geta unnið að einhveiju slíku sjálfír í frítíma sínum fá hæstu launin, en hinir munu líka njóta uppskeru erfiðis síns. Það er þó vert að hafa í huga að allur sýnilegur “fúskarabragur" er síst til að auka sölumöguleikana svo menn skyldu ekki spara sér vinnulaun ef eigin kunnátta er tak- mörkuð. eftir Jóhönnu Horðardóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.