Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
EFNI
Fóðurfrekt tíðarfar
Morgunblaðið/J6n Sigurðsson
ÞAÐ SEM af er vetri hefur tíðarfar verið erf-
itt og víða jarðbönn. Af þeim sökum hefur
þurft að gefa hrossum mun meira en undan-
farna vetur. Fyrir þessu finnur hrossmargur
bóndinn bæði í fóðri og vinnu. Haukur bóndi
Pálsson á Röðli í Torfalækjarhreppi á fleiri
hross en margir bændur í Austur-Húnavatns-
sýslu og gefur það augaleið að hann hefði kos-
ið sér hagfelldara veðurfar en nú hefur ríkt.
Það heyrir nánast sögunni til að ekki sé til
nægilegt fóður fyrir þann búpening sem á vet-
ur er settur en það getur verið æði torsótt og
erfitt viðureignar að koma heyfóðri til hross-
anna. Þrátt fyrir frostkalt rysjuveður að undan-
fömu þá var Haukur bóndi nokkuð lésaralegur
þegar hann var að gefa hrossum sínum rúllu-
baggahey á dögunum, viss í þeirri trú að bráð-
um kæmi betri tíð með blóm í haga.
Hmm ára Irfshorfur
karla með krabbamein
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0,-----------------------------------i
1956-60 1981-85
Sjatdkirtiiskrabbamein
Þvagblððrukrabbamein
Blððruhálskirtils-
krabbamein
Hvítblæði^
Eitlasarkmeín
Hmm ára lífshorfur
kvenna með krabbamein
Magakrabbamein
1956-60
1981-85
Lífslíkur krabba-
meínssjúkra batna
LÍFSHORFUR fólks með krabbamein hafa batnað mikið
síðustu áratugi. í tímaritinu Heilbrigðismálum kemur
fram að fjórir af hverjum tíu sem fá krabbamein geta
vænst þess að lifa að minnsta kosti í fimm ár eftir að
sjúkdómurinn er greindur.
í nýjasta tölublaði Heilbrigðis-
mála kemur einnig fram að um
34% karla og 46% kvenna sem
greindust á árunum 1981-85
lifðu í fimm ár eða lengur. Er
þetta mikil breyting frá því sem
var aldarfjórðungi áður, árin
1956-60. Þá lifðu 15% karla og
26% kvenna í fimm ár.
Það kemur fram í frétt Heil-
brigðismála að krabbameinssjúkl-
ingar eru yfirleitt í mestri hættu
á fyrsta ári eftir sjúkdómsgrein-
ingu en síðan dregur smám saman
úr hættunni. Eftir fimm til sex
ár eru lífshorfur þeirra síst verri
en annarra. Það er þó mjög mis-
munandi eftir meinum hvernig
sjúklingum reiðir af.
Lífshorfur þeirra sem fá ristil-
krabbamein, magakrabbamein
eða hvítblæði hafa meira en tvö-
faldast á undanförnum áratugum.
Horfur sjúkinga með heilaæxli,
skjaldkirtilskrabbamein og vél-
indakrabbamein hafa einnig batn-
að mikið.
Það kemur fram í frétt Heil-
brigðismála að lífshorfur sjúkl-
inga með lungnakrabbamein eru
lakastar; 10%. Hins vegar eru lífs-
horfur karla sem fá krabbamein
í eistu 95%.
Brutust inn og stálu
250-300 kg af ýsu
250-300 KG af ýsu var stolið í innbroti í fiskverkunarfynrtæki við
Eyjaslóð á Grandagarði aðfaranótt Iaugardags. Fiskurinn var í 20
kg pakkningum og hurfu 12-15 slíkar. Einnig var brotist inn í Gúmmí-
vinnustofuna við Skipholt og þar komust þjófar yfir 140 þúsund
krónur í reiðufé og ávísunum, að
Þá var lögreglu tilkynnt um inn-
brot í fyrirtæki við Sundaborg en
þar hafði tveimur myndbandstækj-
um verið stolið og einnig var brot-
ist inn í bíl og hljómflutningstæki
fjarlægð.
Ölvun var lítil í Reykjavík aðfara-
nótt laugardagsins, að sögn lög-
talið er.
reglu. Sjö manns gistu fanga-
geymslur, sem ekki þykir tiltöku-
mál, fremur en það að einn ökumað-
ur hafí verið grunaður um ölvun
við akstur. Lögreglan í Kópavogi
hefur þijá ökumenn grunaða um
akstur undir áhrifum aðfaranótt
laugardagsins.
Hlutabréfaviðskipti minnka í janúar
Vísitala hefur
lækkað um 4%
frá áramótum
Hlutabréf í Sameinuðum verktökum
seld fyrir 3 millj. á genginu 6,38
TALSVERÐ viðskipti hafa verið með hlutabréf í Sameinuðum
verktökum hf. á Opna tilboðsmarkaðnum að undanförnu og
á fimmtudag námu viðskiptin að söluverðmæti tæplega 3
milljónum króna á genginu 6,38. Gengi bréfanna hefur lækk-
að úr 7,2 í 6,60 og nú síðast í 6,38. Hlutabréfasala var í fyrsta
sinn skráð hjá Sameinuðum verktökum á Opna tilboðsmarkað-
inum sl. mánudag en Verðbréfamarkaður Islandsbanka (VÍB)
hefur metið verð bréfanna á 7,2-földu gengi. Síðdegis í gær
höfðu borist þijú sölutilboð hlutabréfa í Sameinuðum verktök-
um hf. á genginu 7,2 til 7,50 og kauptilboð á genginu 5,80.
Landsvísitala hlutabréfa sem
mælir meðalverð hefur lækkað um
4% frá áramótum en vísitalan
hækkaði um nálægt 4% í desember
þegar viðskiptin jukust mjög undir
áramótin. Viðskiptin á hlutabréfa-
markaði hafa verið tiltölulega lítil
frá áramótum en þó sveiflast nokk-
uð að sögn Ásgeirs Þórðarsonar hjá
VÍB.
Fyrstu þijár vikumar voru skráð
viðskipti á verðbréfaþingi 11,5
milljónir og í lok þessarar viku voru
þau komin í nálægt 20 milljónir
króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsbréfum námu heildarviðskipti
með hlutabréf á föstudag 2,3 millj.
kr. Seld voru hlutabréf í Þróunarfé-
lagi íslands að verðmæti tæplega 2
millj. kr. á genginu 1,30. Þá urðu
viðskiptí með hlutabréf í Hluta-
bréfasjóðnum hf. á genginu 1,30
og' auk þess voru í fyrsta skipti
seld hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar á genginu 2,50 og var verð-
mæti þeirra viðskipta 250 þús. kr.
Búist við auknum kaupum
lífeyrissjóða
Ásgeir sagði að búast mætti við
auknu lífi á hlutabréfamarkaði á
næstu mánuðum ef lífeyrissjóðimir
kæmu inn á markaðinn í auknum
mæli eins og þeir hefðu boðað en
lífeyrissjóðimir hefðu að undan-
fömu verið að afla sér upplýsinga
um markaðinn. „Ef þeir standa við
það að sinna þessum hluta markað-
arins em það fjárhæðir sem skipta
strax máli. Framboðið er ekki það
mikið að svo stórir kaupendur
myndu óneitanlega hafa áhrif á
verðið,“ sagði hann.
Launadeila
veðurfræð-
inga leyst
SAMNINGAR tókust í launadeilu
veðurfræðinga og Veðurstofu ís-
lands á föstudagskvöld. Veður-
fræðingar fengu framgengt þeirri
meginkröfu sinni að fá greitt fyr-
ir bakvaktir og auk þess náðist
samkomulag um aukna og eflda
endurmenntun.
Páll Bergþórsson veðurstofustjóri
sagði að launabreytingamar væru
allar innan fjárhagsramma Veður-
stofunnar.
Ákveðið var að stofnunin stæði
fyrir, í samvinnu við starfsfólk og
veðurstofustjóra, ítarlegri athugun á
framtíðarþróun Veðurstofunnar, sér-
staklega með tilliti til þjónustuhlut-
verks hennar. Páll sagði að almennar
veðurspár yrðu í líku formi áfram
en einkum væri um að ræða sérþjón-
ustu ýmiss konar. Til að mynda yrði
unnt selja fólki spár í áskrift, sem
sendar yrðu til þess í gegnum bréf-
síma eða tölvu.
Páll sagði að sjö manns hefðu
sótt um stöðu veðurstofustjóra sem
hann víkur úr um næstu áramót.
Flest bendir til þess að nýr veður-
stofustjóri verði ráðinn strax í næstu
viku til þeirra sérverkefna sem að
ofan greinir, að sögn Páls.
A
► 1-44
Leikf léttur um Seðla-
bankastól
►Segja má að flókin staða sé
komin upp, bæði í banka- og
stjómmálaheiminum, við þá
ákvörðun dr. Jóhannesar Nordals
seðlabankastjóra að láta af störf-
um á miðju þessu ári./lO
Rómantík í pólitík
►innbyrðis giftingar í dönskum
stjómmálum vekja athygli./14
Frá Reykjavík til CIA
►Janet Andrews, sendifulltrúi í
bandaríska sendiráðinu á íslandi
heldur nú til starfa hjá bandarísku
leyniþjónustunni, CIA./ 16
Vínalínan, gott kvöld
►Margir telja að einmana fólki
fíölgi og ýmsir aðilar hafa bmgð-
ist við þessari þróun og bjóða fólki
félagsskap í gegnum síma. Þeirra
á meðal er Vinalína Rauða kross-
ins./18
Elturský og atómagnir
á Kólaskaga
►Tvær grímur hafa mnnið á
menn þegar gerðir em upp reikn-
ingar hemjulauss þunga- og
vopnaiðnaðar Sovétríkjanna sál-
ugu og óhugnanlegra áhrifa hans
á umhverfismál í Rússlandi./37
B
►1-28
Dansað í austri
►Undanfarin fimm ár hefur Jó-
hannes Pálsson verið aðaldansari
við Alheimsdansflokkinn í Seoul í
Kóreu. Hann var staddur hér á
landi ásamt kóreanskri unnustu
sinni sem er upprennandi stjama
hjá sama dansflokki./l
Heimspekin er nauð-
synleg lífinu
►Sigríður Þorgeirsdóttir, fyrsta
íslenska konan sem hlýtur doktors-
nafnbót í heimspeki, ræðir um
Nietzche og siðfræði Kvennalist-
ans./6
Réttur maður á réttum
stað
►Svipmynd af Poul Schluter, fyrr-
um forsætisráðherra Danmerk-
ur./9
Axel á Gjögri
►Axel Thorarensen á Gjögri segir
frá ýmsu skemmtilegu á milli þess
sem hann tekur hraustlega í nef-
ið./lO
Þjóðarsálin í loftinu
►Sigurður G. Tómasson, dag-
skrárstjóri Rásar 2, stýrir Þjóðar-
sálinni, einum umdeildasta þætti
Ríkisútvarpsins./14
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 13b
Leiðari 22 Fólk í fréttum 18b
Helgispjall 22 Myndasögur 20b
Reykjavíkurbréf 22 Brids 20b
Minningar 26 Stjömuspá 20b
íþróttir 38 Skák 20b
Útvarp/sjónvarp 40 Bíó/dans 21b
Gárur 43 Bréftil blaðsins 24b
Mannlífsstr. 4b Velvakandi 24b
Kvikmyndir 12b Samsafnið 26b
INNLENDAR FRETTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4