Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
KVIKMYNDIR/Nýjasta spennumynd leikstjórans Alans J. Pakula heitir „ Consent-
ing Adults“. Kevin Kline fer með hlutverk sakleysingjans, skúrkinn leikur Kevin
Spacey. Konurþeirra kumpána leika Mary Elizabeth Mastrantonio og Rebecca Miller.
Leikstjórinn
Alan J. Pakula (t.v.) leiðbeinir aðalleikurunum Kevin
Kline og Mary Elizabeth Mastrantonio á tökustað.
Meistari sálar-
Hættulegir nágrannar
NÝJASTA spennumynd Alans J. Pakulas,
„Consenting Adults“, er væntanleg til sýninga
í Sambíóunum innan tíðar. Myndin fjallar um
farsæl miðstéttarhjón og það sem gerist þegar
þriðji aðili hagnýtir sér duldar langanir þeirra
í eigin þágu. Hér segir af fólki sem dregið er
á tálar og óvæntri niðurstöðu af þeim táldrætti.
Richard Parker (Kevin
Kline) og kona hans
Priscilla (Mary Elizabeth
Mastrantonio) kynntust í
háskóla og gengu í hjóna-
band að námi loknu. Þau
búa í fallegu húsi í góðu
hverfi, eiga myndarlega
dóttur á táningsaldri og
reka arðvænlegt auglýs-
ingafyrirtæki. Líf þeirra
hefur einkennst af þrot-
lausri vinnu við uppbygg-
ingu auglýsingastofunnar,
þau rétt' hafa undan að
greiða reikninga og það er
aldrei neitt afgangs til að
fara í skemmtilegt frí, ekki
einu sinni rómantíska helg-
arferð. Líf þeirra er við-
burðasnautt og vanabundið.
Þau gætu vel hugsað sér
að njóta einhvers af allri
þeirri spennu og rómantík
sem nýju nágrannamir,
Eddy og Kay Otis (Kevin
Spacey og Rebecca Miller)
virðast eiga í svo ríkum
mæli.
í hlaði hjá Otis hjónunum
stendur þýskur sportbíll og
glæsilegur hraðbátur af
fínustu gerð. Þau guma
af viðburðaríkum æv-
intýraferðum og dag-
legt amstur lífsins
virðist ekki íþyngja
þeim hið minnsta. Það
er því ekki að furða að
hversdagsleg tilvera
Parker-hjónanna
blikni í sam-
anburði við
þessa dýrð.
Kynni
takast
með ná-
grönnunum og Parker-hjón-
in láta fljótlega glepjast af
áhyggjulausri og viðburða-
ríkri tilveru Otis-hjónanna.
Þau taka upp nýja siði og
laga sig að ævintýralífemi
því sem viðgengst hjá herra
og frú Otis. Þar kemur sögu
að Eddy Otis manar Richard
Parker til að taka áhættu-
sama ákvörðun,
Richard er hik-
andi í fyrstu
lætur
hafa sig út í
að voga öllu
sem hann á
til þess
eins að láta eftir óstjórn-
legri þráhyggju sinni.
Það kemur á daginn að
Eddy Otis hefur notfært sér
sakleysislega einfeldni ná-
granna síns og Richard Par-
ker er sakaður um glæp sem
hann hefur ekki drýgt.
Flæktur í lyga- og svikavef
verður Richard að horfast í
augu við ógnvekjandi sann-
indi. Við tekur æðisgengið
kapphlaup þar sem Parker
verður að leggja allt undir
til að bjarga sjálfum sér og
fjölskyldu sinni, ella eru
þeim búin ill örlög. í þeirri
tryllingsför kemst hann að
ýmsu miður fallegu um fjöl-
skyldu sína, vini og ekki
síst sjálfan sig.
Kevin Kline hefur sagt
að sér hafí þótt gaman að
fara með hlutverk sakleys-
ingjans Richards Parkers.
„Hann er svo stífur per-
sónuleiki og þess vegna er
gaman að leika hann. Flest-
ir tjá sig þannig að þeir
afneita sínum innstu tilfinn-
ingum og þörfum. Þetta á
einmitt við um Richard,
hann er alltaf með grímu.
Richard fínnst Eddie Otis
óttalaus og fylginn sér.
Honum þykir það eftirsókn-
arverðir eiginleikar, því
sjálfur er Richard varkár
og til baka. Hann lætur
blekkjast af krafti Eddys.“
Virtur leikari, með fjölþætta
leikreynslu, í aðalhlutverki
spennunnar
LEIKSTJÓRI og framleiðandi myndar-
innar „Consenting Adults“, er Alan J.
Pakula. Hann á fjölda stórmynda að baki,
bæði sem framleiðandi, leikstjóri og höf-
undur. Pakula hefur tvívegis verið til-
nefndur til Óskarsverðlauna og hlotið
margar viðurkenningar fyrir verk sín.
Nágrannar
Með þeim tókst góð vin-
átta, en hún endaði með
heldur nöturlegum
hætti. F.v.:
Rebecca Mill-
er, Kevin
Kline, Mary
Elizabeth
Mastran-
tonio og
Kevin
Spacey.
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Kevin Kline
fer með aðalhlutverk í „Consenting Adults“.
Hann starfaði síðast með leikstjóranum Alan
J. Pakula við gerð myndarinnar „Sophie’s Cho-
ice“ og var þá tilnefndur bæði til Golden Globe
verðlaunanna og til að hljóta viðurkenningu
Bresku kvikmyndaakademíunnar. Kline hefur
leikið áður á móti Mary Elizabeth Mastran-
tonio, sem fer með hlutverk eiginkonu hans í
þessari mynd. Það var í kvikmyndinni „The
January Man“ og í uppfærslu Delacorte leik-
hússins í New York á Hinrik 5..
Kevin Kline nam leiklist
við Juilliard Drama
Center og gerðist síðan
sviðsleikari og ferðaðist með
leikhópum vítt og breitt um
Bandaríkin. Hann tróð fyrst
upp á Broadway árið 1978
í söngleiknum „On the
Twentieth Century" og
hlaut mikið lof fyrir. í kjöl-
farið fylgdu fleiri Broadway
uppfærslur og enn fleiri
viðurkenningar.
Eftir frækilegan leik á
móti Meryl Streep í mynd-
inni „Sophie’s Choice"
fýlgdu kvikmyndir sem
vöktu mismikla athygli,
þeirra á meðal „The Big
Chill“, „Silverado“, „I Love
You to Death" og „Grand
Canyon". Leikhúsið var
aldrei langt undan, þrátt
fyrir æ fleiri kvikmynda-
hlutverk, og Kevin Kline lék
aðalhlutverk í nokkrum
Pakula nam sálfræði
og leiklist við Yale
háskólann. Að námi
loknu flutti hann til
Hollywood og gerðist
aðstoðarmaður for-
stjóra Wamer bræðra.
Hann framleiddi sína
fyrstu kvikmynd „Fear
Strikes Out“ árið 1957,
leikstjóri hennar var
Robert Mulligan. Þetta
var upphafið á árang-
ursríku samstarfi og
gerðu þeir félagamir
sex kvikmyndir saman,
þeira á meðal „To Kill
a Mockingbird", „The
Stalking Moon“ og „Up
the Down Staircase".
urkenningar. Jason
Robards hlaut Óskars-
verðlaun fyrir leik sinn
í þeirri mynd.
Frumraun Pakula í
kvikmyndaleikstjóm
var myndin „The Sterile
Cuckoo" með Lizu Min-
elli í aðalhlutverki, sem
hann gerði 1969. Pa-
kula er á heimavelli, ef
tillit er tekið til mennt-
unar hans og starfsfer-
ils, í myndum hans sem
kallaðar hafa verið „of-
sókaræðis-feman“:
„Klute“, „The Parallax
View“, „All The Presid-
ent’s Men“ og „Pres-
umed Innocent". Þar
veltir hann fyrir sér sál-
fræði mannlegrar þrá-
hyggju og spillingu
meðal valdamanna.
Meðal annarra at-
hyglisverðra mynda Pa-
kula má nefna „Sophie’s
Choice“ og var hann til-
nefndur til Óskarsverð-
launa fyrir þá mynd.
Meryl Streep sópaði að
sér verðlaunum, þeirra
á meðal Óskamum, fyr-
ir leik sinn í myndinni.
Aftur var Pakula til-
nefndur til Óskarsverð-
launa fyrir „All the
President’s Men“, auk
þess sem hann hlaut
verðlaun gagnrýnenda í
New York og fleiri við-
„Consenting Adults“
- Enn um þráhyggju
Það er ekki fjarri lagi
að segja að nýjasta stór-
mynd Pakulas, „Consent-
ing Adults" komi í beinu
framhaldi af „ofsókna-
ræðis-femunni“ fyrrt-
öldu. „.Consenting Ad-
ults’ er kvikmynd um
þráhyggju - hvemig þrá-
hyggja viðkvæms manns
rekur hann inn í atburða-
rás sem hann verður að
lifa af,“ segir Pakula.
„Undir þessum kringum-
stæðum kynnist hann
nýjum þáttum í fari
sínu.“
Sálarspenna er eins
konar vörumerki Alans
J. Pakula enda segir
hann sjálfur: „Framar
öðrum myndgerðum
nálgast spennumyndin
það að vera draumkennd,
líkist jafnvel martröð. En
það er leið út úr martöð-
ðm af þessu tagi. Áhugi
minn vaknaði um leið og
ég las handrit Chapmans
að þessari mynd. Ég sá
að i þessu efni var næg
orka til að endast mér
þá eilífð sem það tekur
að gera kvikmynd."
Leikarinn
Kevin Kline fer með hlut-
verk Richards Parker í
„Consenting Adults“. Hann
verður að taka á öllu sem
hann á til að bjarga fjöl-
skyldu sinni.
Shakespeare uppfærslum,
þar á meðal í „Hamlet",
„Ríkharði 3.“ og „Hinrik
5.“. Kevin Kline hefur tvisv-
ar fengið hin eftir Obie-
verðlaun fyrir sviðsleik.
Árið 1988 hlaut Kevin
Kline Óskarsverðlaun fyrir
aukahlutverk sem geðveikur
leigumorðingi í kvikmynd
Johns Cleese „A Fish Called
Wanda“. Árið eftir hlaut
hann William Shakespeare
verðlaunin fyrir sígilda leik-
list, var það viðurkenning
fyrir framlag hans á leik-
sviði. Nýlega leikstýrði
Kline og lék aðalhlutverk í
uppfærslu á „Hamlet" í New
York Public Theatre. Þessi
leiksýning hlaut hvorki fleiri
né færri en fimm Drama
Desk verðlaun, þar af fékk
Kline sjálfur tvenn verðlaun,
fyrir leikstjórn og aðalhlut-
verk.