Morgunblaðið - 31.01.1993, Qupperneq 5
WBjm.
, M()RGL,N131At)ID SUNNUPAGUR gfy J^p^,18?3
rrríí-
Opinn fundur í Valhöll á þriðjudag
Borgarstjóri ræðir
um atvinnumálin
OPINN fundur um atvinnumál í Reykjavík verður haldinn
þriðjudaginn 2. febrúar nk. á vegum Félags sjálfstæðismanna
í Austurbæ og Norðurmýri. Framsögumaður og gestur verð-
ur borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson. Fund-
urinn hefst kl. 20.30 og er haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
f frétt frá félaginu segir að sjálfstæðismenn og allir áhuga-
menn um borgarmál séu hvattir til að mæta.
I fréttinni segir ennfremur: „Að
undanförnu hefur atvinnuleysi farið
vaxandi hér á landi. Víða er hugað
að úrræðum til að bægja atvinnu-
leysisvofunni frá og blása nýju lífi
í atvinnulífið svo hægt sé um leið
að vinna okkur út úr þeirri efnahags-
lægð sem við höfum búið við um
nokkurn tíma. Nýlega samþykkti
borgarstjórn fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir yfirstand-
andi ár. Þar kemur fram að þrátt
fyrir samdrátt í tekjum borgarinnar
eru fyrirhugaðar jafnmiklar fram-
kvæmdir bæði hjá Reykjavíkurborg
og fyrirtækjum hennar á þessu ári
og árinu 1992. Til þess að þetta
Reynt að
lækka ferða-
kostnaðinn
Á VEGUM Bláfjallanefndar er
verið að leita leiða til að lækka
kostnað vegna ferða barna og
unglinga sem stunda skíði á veg-
um íþróttafélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu. Að sögn Kol-
beins Pálssonar, formanns
nefndarinnar, eru uppi hug-
myndir um að lagt verði upp frá
einum stað í borginni með skíða-
fólkið i stað þess að smala saman
fólki um alla borg, en það hleyp-
ir upp kostnaði.
Kolbeinn sagði að dýrt væri að
leggja stund á skíðaíþróttina. Bún-
aður kostar hvem og einn allt að
300 þús. kr., þá er æfingágjald,
lyftugjald og kostnaður vegna ferða
en venjulegt gjald er 550 krónur
fyrir 12 ára og eldri, fram og til
baka, og 420 krónur fyrir börn 8
til 11 ára. Sagði Kolbeinn að
íþróttafélögin semdu hvert og eitt
við sérleyfishafa um afslátt og er
hann um 40%. Þá styrki Reykjavík-
urborg skíðadeildir félaganna sem
nemur 8.800 krónum á hvern
keppnismann og er það svipuð upp-
hæð og félögin fá í styrk fyrir kepp-
endur í handbolta og körfubolta.
Theodór Ottósson formaður
skíðadeildar Fram sagði að félagið
hefði fyrir nokkrum árum brugðið
á það ráð að flytja félaga sína með
hópferðafyrirkbmulagi í Bláfjöll.
Áætlun sérleyfishafa hefði ekki
hentað félagsmönnum og fargjöld
hefðu reynst hagstæð með þessu
móti, 400 kr. fyrir börn yngri en
11 ára en 500 fyrir eldri börn, fram
og til baka.
♦ ♦ ♦
náist þarf borgin að taka lán en er
um leið að gera sitt til að viðhalda
atvinnustiginu hér í borginni. Hver
má vænta í þróun atvinnumála í
höfuðborginni í náinni framtíð og
hver verður hlutur Reykjavíkurborg-
ar í þeirri þróun.“
Markús Örn Antonsson
Pé-leikhópurinn
sýnir Húsvörðinn
Pé-leikhópurinn frumsýnir leikrit Harolds Pinter, Húsvörðinn, í
kvöld, sunnudagskvöld kl. 20.30 í íslensku óperunni. íslenska þýð-
ingu gerir Elísabet Snorradóttir, Andrés Sigurvinsson leikstýrir,
Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd og búninga en lýsingu ann-
ast Jóhann B. Pálmason og Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikarar
eru Róbert Arnfinsson, Arnar Jónsson og Hjalti Rögnvaldsson.
Húsvörðurinn er þriðja verkefni
Pé-leikhópsins frá stofnun hans, en
hið fyrsta var einnig eftir Pinter,
Heimkoman, sem sýnt var árið 1988.
Húsvörðurinn var upphaflega sýndur
hér á landi í Þjóðleikhúsinu árið
1962, en við uppfærsluna nú er
stuðst við nýja þýðingu. Húsvörður-
inn er eitt frægasta verk Harold Pint-
er, sem kom fram á sjónarsviðið um
svipað leyti og „reiða kynslóðin" í
breskri leikritun en tók verk sín tölu-
vert öðrum tökum, og þykir eiga
meira sameiginlegt með „absúrdist-
um.“ Húsvörðurinn fjallar á mein-
fyndinn og napran hátt um tvo bræð-
ur og flæking sem kemur inn í líf
þeirra. Gestakoman hefur ýmislegt
óvænt í för með sér og vekur áleitn-
ar spurningar, sem verður e.t.v. aldr-
ei fullsvarað.
Þórscafé
gert upp
SKIPTUM í búi ÞórshaUar hf.
er nú lokið en félagið rak veit-
ingastaðinn Þórscafé. Forgangs-
kröfur fengust greiddar að fullu
en aðeins 2,2% fengust upp í al-
mennar kröfur.
Þórshöll hf. var tekið til gjald-
þrotaskipta í ágúst 1991 og Ingi-
mundur Einarsson hdl. skipaður
bústjóri þrotabúsins. Samþykktar
forgangskröfur námu 492.000
krónum og greiddust þær að fullu.
Almennar kröfur námu hinsvegar
rúmlega 166 milljónum króna og
greiddust upp í þær 3,7 milljónir
eða 2,2%. Ekkert greiddist upp í
eftirstandandi kröfur.
Hjalpargagn
fyrír heimilisbókhaldið
og skattframtalið
Eitt af markmiöum íslandsbanka er aö standa vel
aö upplýsingagjöf til viöskiptavina bankans. Þeir eiga því kost á aö fá
heildaryfirlit yfir viöskipti sín viö bankann á árinu 7 992.
Á viöskiptayfirlitinu kemur fram staöa innlána og skulda viöskiptavinarins
um áramót, ásamt ýmsum upplýsingum um vexti og margt fleira.
Hér er um aö rœöa hjálpargagn sem kemur aö góöum notum viö heimilis-
bókhaldiö og þá ekki síöur viö gerö skattframtalsins.
Þú pantar yfirlitiö í nœstu afgreiöslu íslandsbanka, þjónustugjald er 7 90 kr.
Innlánsreikningar:
Fram koma allar bankabœkur, Sparileibir, orlofsreikningar,
gjaldeyrisreikningar og abrir sparireikningar sem skrábir
eru á kennitölu vibskiptamanns. Tilgreindir eru innborg-
abir vextir og verbbcetur á árinu og staba í árslok.
Tékkareikningar:
Fram koma, auk innvaxta og stöbu um áramót,
þeir yfirdráttarvextir sem vibskiptamabur hefur greitt
á árinu vegna yfirdráttarheimildar.
Víxlar:
Sýnd er upphœb víxla, gjatddagi, forvextir og
kostnabur vib kaup á víxium (þ.m.t. stimpilgjöld),
vanskilakostnabur og staba í árslok
(ógreiddir víxlar).
Skuldabréf:
Fram koma gjaldfallnar afborganir, verbbœtur
og vextir, afborganir af nafnverbi, greiddir
dráttarvextir og vanskilakostnabur. Áfallnir
vextir frá síöasta gjalddaga til áramáta og
eftirstöbvar skulda um áramót.
'SLa\'Dsb.
f - -... - ... Ba \>K/
Si»ur(iUr
/ 102 R’X*Í*vlk
SlS *!3<S6
Sis ll^eB *‘nk*b6k
Sl3 «67s ®Paru *
37s^e ?rloe,£* J
. fy-ídoyri,taUo»Xr
.....- " DSO
w°Sk/,
'pTAYFl
titlit
FyTllFl
l207<
1992
-233S
®rj
66
52j
5JS 67S67s
6a»lU
5<7
I6703
31.
547
l6703
s«®tal3 "
uPPh«s
/“■ooo
- S°Ooo
,“o.°oo-
V°XtÍ"*o,tn
A,V-rtir
.....
.....--36;666
Sk"IcUr.
Í0í-236"""'"'""--
UpPh*«
....f_,os6
,,ff.; 056 '
:-.f ;f59
ISLANDSBANKI
- í takt við nýja tíma!