Morgunblaðið - 31.01.1993, Page 10
eeui flAúHAt .if; >rjOAuuMMU8 aiaAJanuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNlJDAGUR-31; JANUARr-t99?
UEKFLÉTTUR lll
SEflLABAHKASTOL
eftir Agnesi Brogodóttur
SEGJA má að afar flókin
staða sé komin upp, bæði
í banka- og stjórnmála-
heiminum, við þá ákvörð-
un dr. Jóhannesar Nor-
dals seðlabankastjóra að
láta af störfum á miðju
þessu ári, eða hálfu öðru
ári áður en hann hefði í
raun og veru þurft að
standa upp úr stól seðla-
bankastjóra. Eflaust hefur
Jón Sigurðsson bankaráð-
herra gert sér vonir um
að Jóhannes gegndi starfi
lengur, því þar með hefði
Jón ekki þurft að leita
millileikja til þess að brúa
bilið þar til hann er reiðu-
búinn að hætta afskiptum
af stjórnmálum, láta af
ráðherraembætti og taka
við þessari virðingarstöðu,
sem ávallt hefur legið í
loftinu að hann myndi á
endanum gera. Flestir
virðast telja að Jón Sig-
urðsson sé hæfasti ein-
staklingurinn til þess að
taka við af Jóhannesi.
Hann hafi mikla þekk-
ingu á hagfræði og efna-
hagsmálum, en hann mun
þó síður en svo óumdeild-
ur. Jafnframt búast menn
við að hans seðlabanka-
stjórastörf yrðu lituð
sterkari pólitískum litum
en störf Jóhannesar hafa
verið í rúm 30 ár. Jóhann-
es hefur jafnan gætt þess
vandlega að vera ekki
bundinn á klafa hjá nein-
um stjórnmálaflokkanna,
en Jón, sem fyrrverandi
þingmaður og ráðherra
Alþýðuflokksins, yrði
sjálfsagt í mörg ár að þvo
af sér kratastimpilinn,
hefði hann á annað borð
áhuga á slíkum þvotti.
Ekki er endilega þar með sagt aðþótt Jón Sigurðsson vilji
bæði eiga kökuna og eta hana, að hann fái að komast upp
meðþað, einfaldlega vegnaþess aðpersónulegirhagsmunir
hans verðiað víkja fyrirmeirihagsmunumþjóðarinnar.
Nú er rætt um að banka-
ráðherrann eigi í raun
aðeins tvo kosti. Annar
sé sá, að flýta ákvörðun
sinni um brotthvarf úr
pólitík og taka við af
Jóhannesi um mitt þetta
ár. Þannig tæki Guð-
mundur Arni Stefáns-
son, bæjarstjóri í Hafnarfirði og
varaþingmaður Jóns í Reykjanes-
kjördæmi, sæti hans á þingi. Eng-
um blöðum er um það að fletta, að
Guðmundur Árni væri að sönnu
reiðubúinn til þess að taka sæti
Jóns í ríkisstjóm einnig, ef svo
bæri undir. En honum mun ekki
verða að þeirri ósk sinni. Guðmund-
ur Ámi hefur verið í harðri flokks-
legri andstöðu við þá Jóna Hanni-
bals og Sigurðar á fjölmörgum svið-
um og ólíklegt er að flokksforystan
muni launa honum þá andstöðu með
ráðherrastól á silfurfati.
Mikil gerjun hjá krötum
Raunar er vandfundinn kandídat
í þingflokki Alþýðuflokksins, sem
væri sjálfsagt ráðherrakandídats-
efni. Ekki verður það Gunnlaugur
Heydalaklerkur, bróðir Guðmundar
Árna, ekki verður það Sigurbjörn
frá Akureyri og ólíklegt er að það
verði Össur þingflokksformaður. Þá
eru eftir tveir kandídatar, og ég
hallast að því að þau eigi nokkuð
jafna möguleika á að hreppa hnoss-
ið. Það em Reykjanesþingmennirnir
Rannveig Guðmundsdóttir, prúður
og vel látinn þingmaður, samvisku-
söm og svo er hún líka kona, og
Karl Steinar Guðnason, verkalýðs-
tengdur vel, formannshollur með
afbrigðum, og sætti sig auk þess
við það að Jóhanna Sigurðardóttir
hafði af honum félagsmálaráð-
herrastól við stjórnarmyndunina
fyrir tæpum tveimur árum, án þess
að gera allt vitlaust. Karl Steinar
mun að vísu ekki hafa gert upp hug
sinn um það hvort hann getur hugs-
að sér að taka boði Eggerts Þor-
steinssonar um að taka við af hon-
um sem forstjóri Tryggingastofn-
unar ríkisins.
Þá kann að koma upp alveg ný
staða með vorinu, því samkvæmt
upplýsingum mínum mun Eiður
Guðnason umhverfisráðherra hafa
látið í veðri vaka að hann gæti vel
hugsað sér að hætta afskiptum af
stjómmálum og þiggja að launum
sendiherraembætti. Þannig gætu
tvö ráðherraembætti orðið á lausu
meðal krata með vorinu, og ef Karl
Steinar fer í Tryggingastofnun, þá
liggur iíklegast beinast við að
álykta sem svo að þau Rannveig
og Össur séu líklegust til þess að
hljóta ráðherratitil.
Biðleikssamsæri
Vilji Jón á hinn bóginn fá að sitja