Morgunblaðið - 31.01.1993, Page 16

Morgunblaðið - 31.01.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 X / Janel Andres, sem undanfarió hefur stjórnaó bandariska sendiráóinu i Reykja- vík fyrst kvenna, held- ur nú til starfa hjá bandarisku leyniþjón- ustunni CIA. eftir Steingrím Sigurgeirsson JANET Stoddard Andres sendi- fulltrúi hefur undanfarna mánuði stjórnað starfsemi bandaríska sendiráðsins hér á landi og er hún fyrst kvenna til að gegna því hlut- verki frá því ísland og Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband. Það hefur verið mikið um umskipti í bandaríska sendiráðinu undan- farna mánuði vegna forsetakosn- inganna í fyrra. Fyrst hætti Char- les Cobb sendiherra störfum til að starfa við kosningabaráttu Ge- orge Bush fyrrverandi Banda- ríkjaforseta. Eftirmaður hans, Sig Rogich, hafði starfað mikið fyrir Bush í forsetakosningunum árið 1988 og þegar líða tók á kosninga- baráttuna í fyrra tók hann sér frí frá störfum til að geta liðsinnt Bush á ný. Andres, sem verið hafði næst æðsti stjórnarerindrekinn í sendiráðinu tók þá við stjórninni. Nú er hún hins vegar á förum þar sem James Woolsey, sem nýi for- setinn Bill Clinton skipaði nýlega yfirmann leyniþjónustunnar CIA, hefur ráðið hana til sín sem að- stoðarmann. Hún hverfur því til starfa í höfuðstöðvum CIA í Lan- gley í Virginíuriki nú um mánaða- mótin. að var lengi markmið Andres að gerast blaðamaður og lauk hún háskólanámi í blaðamennsku. Á meðan á náminu stóð fékk hún hins vegar mikinn áhuga á stjómmálafræði, það mikinn að hún hóf nám í faginu og lauk annarri BA-gráðu í stjómmála- fræði. Að því búnu hélt hún til Þýska- iands í framhaldsnám og nam al- þjóðastjómmál við háskólann í Ham- borg. „Ég er þeirrar skoðunar að blaðamennska og stjómmálafræði eigi mjög vel saman," segir Andres. „A meðan ég var að vinna að lokarit- gerðinni minni fékk ég hins vegar æ meiri áhuga á að starfa í utanríkis- þjónustunni. Ritgerðin fjallaði um þátt Bandáríkjanna í viðræðunum um gagnkvæma og jafna fækkun heija ,MBFR (Mutual Balanced Forc- es Reduction), og ég átti í samskipt- um við fjölmarga sem höfðu tekið þátt í þeim viðræðum. Mér fannst þetta mjög athyglisvert og fór svo að ég tók hluta prófs fyrir starfs- menn bandarísku utanríkisþjón- ustunnar í Hamborg og lauk prófinu svo þegar ég sneri aftur til Banda- ríkjanna. Árið 1978 hóf ég svo störf 5 utanríkisþjónustunni." Hún gegndi ýmsum störfum fyrir utanríkisþjónustuna fyrstu árin og starfaði m.a. í sendiráði Bandaríkj- anna í Súdan. Á árunum 1982-1986 var Andres hins vegar send til Berh'n- ar sem á þeim tíma var tvískipt borg og að forminu til undir stjórn banda- manna síðari heimsstyijaldar, Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Rússa. „Þetta var um það leyti sem Vesturlönd voru að framfyigja ákvörðuninni um uppsetningu meðal- drægra eldflauga í Evrópu þar á meðai í Þýskalandi. Það varð að vinna mikið upplýsingastarf í kring- um það mál og við fórum og ræddum Janet Andres við fjölmarga hópa.“ Frá Berlín hélt hún að nýju til Washington og starfaði þar í tvö ár í eftirlitsmiðstöð utanríkisráðuneyt- isins, sem opin er allan sólahringinn. Það leið þó ekki langur tími þar til hún var send utan á ný - í þetta skipti til Vínar. Tvær gerðir Rússa „MBFR-viðræðumar voru enn í gangi á þessum tíma og margir kunningja minna skildu ekki af hveiju í ósköpunum ég hefði áhuga á að fara til Vínar að taka þátt í þeim. Ég svaraði þeim hins vegar að ég byggist við að nýjar viðræður myndu brátt hefjast. Það reyndist rétt til getið hjá mér og þegar ég kom til Vínar voru undirbúningsvið- ræður um niðurskurð á sviði hefð- bundins herafla í Evrópu, CFE (Con- ventional Forces in Europe), þegar hafnar. Það var mjög sérstök staða þama um tíma því MBFR-viðræðum- ar héldu áfram á meðan undirbúning- sviðræður CFE stóðu yfir. Það voru því tvær gjörólíkar rússneskar sendi- nefndir á staðnum. Annars vegar gamla liðið í MBFR sem sagði nei við öllu og hins vegar ný sendinefnd fyrir CFE sem var mjög jákvæð og tók vel í flestar hugmyndir." Andres sagði að ekki hefði verið talið æskilegt að slíta MBFR-viðræð- unum fyrr en endanlega hefði verið búið að koma CFE á koppinn. Það mætti segja að Rússum hafí verið haldið í gíslingu þar til allt hafi ver- ið tilbúið. Þegar undirbúningsviðræð- unum lauk og búið var að undirrita samkomulag um CFE-viðræðumar voru MBFR-viðræðumar látnar deyja drottni sínum. „Ég starfaði í Vín allan þann tíma sem CFE-viðræðumar stóðu. Þetta var mjög sérstakur tími því að á meðan á þeim stóð horfðum við upp á austurblokkina leysast upp allt í kringum okkur. Það náðist loks sam- komulag í nóvember 1990 um fækk- un hermanna og hefðbundinna víg- tóla en ekki er þar með sagt að bjöm- inn hafi verið unninn. Sovétmenn neituðu í fyrstu að framfylgja samn- ingnum og við þurftum að fara þijár ferðir til Moskvu til að gera við þá viðbótarsamkomulag. Að því loknu hélt ég til Washington á ný. Þar beið síðasta hindrunin því skömmu eftir að James Baker utanríkisráð- herra kynnti CFE-samninginn fyrir öldungadeildinni var gerð valdaráns- tilraun í Sovétríkjunum. Það fór samt allt vel að lokum og í nóvembermán- uði var samningurinn staðfestur á Bandaríkjaþingi." Þáttaskilin urðu með Gorbatsjov Þegar Janet var spurð hvar þátta- skilin hefðu orðið í samskiptum risa- veldanna að hennar mati sagðist hún telja að þau hefðu orðið í undirbún- ingsviðræðunum fyrir CFE. ,,í þeim viðræðum var ljóst að Sovetmenn Morgunblaðið/Kristinn höfðu raunverulegan áhuga á að ná samkomulagi. Þetta var ekki lengur leikur. í MBFR-viðræðunum var aldrei raunverulegur samningavilji til staðar. Ríki Varsjárbandalagsins lögðu meiri áherslu á Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) þar sem þau gerðu kröfu um að festa jandamæri eftirstríðsár- anna I sessi. í staðinn voru þau reiðu- búin að sæta gagnrýni vegna stefnu sinnar í mannréttindamálum," segir Andres. Hún segir að jafnræði hafí að mestu leyti ríkt milli austurs og vest- urs hvað kjamorkuvopn varðar en það sama hafi ekki átt við um hefð- bundin vopn og herafla. Það hafi verið verulegt vandamál og hugtakið „finnlandisering" hafi víða átt við í raun. „Um fimmtán ára skeið sátum við við samningaborðið og spiluðum okkar rullu í MBFR-viðræðunum án þess að neinn árangur að ráði næðist. Ég tel samt ekki að þetta hafi verið algjör tímasóun. Við héldum þeim að mjnnsta kosti við samningaborðið á meðan. Þetta breyttist allt með CFE því þá var í fyrsta skipti farið að ræða um herafla allra Varsjár- bandalagsríkjanna. í MBFR vorum við að fást við gömlu dínósárana sem sögðu ekkert nema nei. í CFE voru viðhorf samninganefndanna beggja vegna borðsins mjög áþekk. Þama var loks pólitískur vilji til að semja en hans varð ekki vart fyrr en með Míkhaíl Gorbatsjov. Þá má nefna að Ungveijar gegndu mjög mikilvægu hlutverki í viðræðunum en þeir áttu ríkan þátt í því að báðir aðilamir náðu saman.“ Andres segir að undir lok viðræðn- anna hafi hinar pólitísku breytingar í Austur-Evrópu verið orðnar það yfirþyrmandi að þær hafi nánast verið teknar að hamla viðræðunum. „Það var farið að skorta á aga hjá Varsjárbandalagsríkjunum innbyrðis og stundum var allt að því ókleift að fá afstöðu þeirra. Við fulltrúar Vesturlanda vorum komnir í það hlutverk að þurfa ekki bara að skipu- leggja okkur sjálfa heldur einnig samningsaðila okkar. Það virtust alls staðar vera Ijón á veginum, t.d. þeg- ar Sovétríkin leystust upp.“ Þennan „upplausnarvanda" tókst hins vegar að leysa og nýju lýðveldin fengu aðild að samkomulaginu með sérstökum viðaukum. Eðli CFE- samningsins auðveldaði þá vinnu þar sem í honum var Sovétríkjunum út- hlutað ákveðnum kvóta hefðbund- inna vopna. Þegar Sovétríkin leyst- ust upp varð einfaldlega að skipta þeim kvóta á milli nýju lýðveldanna. „Eftirlitsákvæði samningsins eru mjög ströng og fylgjast hundruð eft- irlitsmanna með að honum sé fram- fylgt. Það er því hægt að segja með vissu að samningurinn hafi haldið þrátt fyrir allt.“ Þægilegt að starfa í Reykjavík Þegar Andres var komin til Wash- ington á ný eftir að CFE-samningur- inn lá fyrir var henni skýrt frá því að næsta verkefni hennar yrði staða sendifulltrúa við sendiráð Bandaríkj- anna í Reykjavík. „Staðan í Reykja- vík var mjög áhugaverð frá mínum bæjardyrum séð þar sem í henni fólst að ég fékk á ný starf sem byggðist á tvíhliða samskiptum ríkja. 011 mín verkefni frá því ég var í Súdan höfðu verið mjög spennandi en annars eðl- is. Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegur tími hér. íslendingar eru mjög opnir; það er þægilegt að starfa hér og auðvelt að ná utan um viðfangsefnin. Málefni varnarstöðv- arinnar í Keflavík er eitt af mínum helstu viðfangsefnum og öll sam- skipti hvað hana varðar ganga vel og greiðlega fyrir sig.“ Hún sagði að vissulega hefði það sett sinn svip á undanfarið ár að nú ætti sér stað endurskoðun á ýmsum þáttum vamarsamstarfs vestrænna ríkja þar sem kalda stríðinu væri lokið. Það væri líka stefna nýju ríkis- stjómarinnar að draga úr bandarísk- um herafla á erlendri grundu. Það væri hins vegar ljóst að þó einhver samdráttur yrði óhjákvæmilega á íslandi, kannski um 25%, þá yrði hann aldrei jafn umfangsmikill og á meginlandi Evrópu. „Samdráttur í herafla á meginlandinu gerir ísland að jafnvel enn mikilvægari hlekk í vamarsamstarfinu. Það gera allir ráð fyrir að Keflavíkurstöðin muni gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni og að á þvi verði engin breyting með nýrri ríkisstjórn," segir Andres. Mik- ilvægi Keflavíkur hafi til dæmis kom- ið greinilega í ljós í Persaflóastríðinu en þá hafi þúsundir bandarískra her- flugvéla millilent í Keflavík. Spennandi tímar í vændum hjá CIA Janet Andres hverfur nú til starfa hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA þar sem hún verður aðstoðarmaður James Woolseys, sem Bill Clinton forseti skipaði nýlega í embætti yfir- manns stofnunarinnar. Woolsey var einn af aðalsamningamönnum Bandaríkjanna í CFE-viðræðunum og áttu þau Andres þar mikið sam- starf. „Woolsey er mjög hæfur samn- ingamaður og hefur einstaka hæfi- leika til að fá fólk til að ná saman. Hann er mjög þægilegur í samstarfi og við höfum alltaf átt mjög góða samvinnu. Það er sífellt mikið að gerast í kringum Woolsey og ég hlakka því til að halda þarna til starfa. CIA er þar að auki alveg nýr vettvangur fyrir mig og það eru spennandi tímar framundan. Það verður að ákveða það á næstu árum hvert verði hlutverk leyniþjónustunn- ar í ljósi breyttrar heimsmyndar. Ég held að Woolsey sé rétti maðurinn til að gegna forystuhlutverki hjá CIA í þessu ljósi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.