Morgunblaðið - 31.01.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
Jí4\ÍtfMCiA§i!
nuuuH
W IlVn GOTT KVOLD!
eftir Guðna Einarsson
VINALÍNA Rauða krossins
hefur verið opin á hverju
kvöldi í rúmlega eitt ár.
Sjálfboðaliðar Vinalínunnar
hafa átt um 800 samtöl við
fólk sem hringt hefur til
þess að ræða um hin fjöl-
breyttustu málefni.
Rauði kross íslands hóf að
starfrækja símaþjónustu
fyrir böm og unglinga árið
1987. Sú þjónusta er opin allan sólar-
hringinn og hefur löngu sannað gildi
sitt. Starfsfólk bama- og unglingasí-
mans varð fljótlega vart við að tals-
vert var um að fullorðnir hringdu og
vildu fá að ræða mál sín. Á félags-
málafundi Ungmennahreyfingar
Rauða kross íslands (URKÍ) kom upp
sú hugmynd að
setja á stofn síma-
þjónustu fyrir 20
ára og eldri og
hófst undirbún-
ingur að því í maí
1991. Leitað var
upplýsinga víða
um þjónustu af
þessu tagi, eink-
um var tekin til
fyrirmyndar starf-
semi í Bretlandi
sem kallast
„Samaritan"
(Samveijinn).
Flestir hringja í
Vinalínuna til þess
eins að spjalla við
einhvem, enda er
Vinalínan ekki síst
hugsuð í þeim til-
gangi. Ingunn
Jónsdóttir kenn-
araháskólanemi er
ein af frumheijum
sjálfboðaliða
Vinalínunnar.
„Samtölin eru alls
ekki öll á nei-
kvæðu nótunum,
sumir hringja til
að spjalla um góða
tónleika sem þeir
voru á eða um
daginn og veginn. Gamalt fólk hring-
ir og vill bara tala við einhvern. Það
býr í stóru húsnæði og á stóra fjöl-
skyldu, en samt kemur enginn í heim-
sókn. Atvinnulausir, öryrkjar og
sjúklingar hringja oft til að ræða
málin,“ segir Ingunn. Fólk með geð-
ræn vandamál hefur talsvert hringt,
eins viðkvæmar sálir sem taka
vandamálafréttimar mikið inn á sig
og líður illa. „Nafnið Vinalínan hefur
stundum valdið misskilningi," segir
Ingunn. „Þetta er ekki skyndikynna-
þjónusta," bætir hún við og kímir.
Að hjálpa sér sjálfur
Símaþjónusta Vinalínunnar kemur
ekki í stað félagsráðgjafar, eða fé-
lagsmálastofnunar. Sjálfboðaliðun-
um er uppálagt að fá þann sem hring-
ir til að skoða sjálfur sín mál og
koma með tillögur um hvað hægt sé
að gera til bóta. „Við hlustum á við-
komandi og spyijum síðan: Hvað vilt
þú gera?“ segir Ingunn. „Tilgangur
okkar er fyrst og fremst að fá fólk
til að hjálpa sér sjálft. Það á sjálft
að axla ábyrgðina á eigin jífí, en
ekki velta henni yfír á aðra.“ Starfs-
fólk Vinalínunnar hefur útbúið
gagnabanka sem geymir upplýsingar
um nær alla samfélagsþjónustu í
landinu. Reyndin er sú að fólk er illa
upplýst um hvert það á að snúa sér
þegar það 'lendir í vanda. Með hjálp
gagnabankans er hægt að vísa við-
komandi á réttan áfangastað til að
vinna úr sínum málum, hvort sem
þau snerta áfengisfíkn, sifjaspell eða
geðrænan vanda svo eitthvað sé
nefnt.
„Við ákváðum að svara símhringing-
um milli klukkan 8 og 11 á kvöld-
in,“ segir Ingunn. „Símtölin standa
oft langt fram yfir lokunartíma og
ekki óalgengt að tólið sé lagt á eftir
miðnættið. Sum kvöld hringir ekki
neinn og önnur kvöld er meira að
gera. Það er lítið hringt um helgar
en þess meira á fimmtudögum, föstu-
dögum og laugardögum. Fólk hefur
helgamar til að hugsa sín mál og
gerir svo eitthvað í þeim eftir helg-
araar. Ég er ekki frá því að það sé
meira að gera þegar ekki eru Kvöld-
sögur á útvarpsstöðinni Bylgjunni."
Beinn útlagð-
ur kostnaður
vegna Vinalín-
unnar nam um
1.200 þúsund
krónum í fyrra,
að sögn Skafta
Jónssonar hjá
Rauða krossin-
um. Inni í þeirri
tölu var talsverð-
ur stofnkostn-
aður vegna aug-
lýsinga og sér-
fræðiaðstoðar.
Þess er vænst að
reksturinn verði
mun ódýrari á
þessu ári. Mikil
vinna sjálfboðal-
iða er ekki færð
í bókhaldinu, en
ef sú vinna væri
launuð er víst að
tölumar yrðu
margfalt hærri.
Nú starfa um 50
sjálfboðaliðar hjá
Vinalínunni og
em þeir á aldrin-
um 24-70 ára,
flestir á þrítugs-
og fertugsaldri.
Um 20 af þeim
sem hófúst
handa í janúar 1992 eru enn að störf-
um.
Margir kallaðír, færri útvaldir
Rauði krossinn hefur fjórum sinn-
um haldið kynningarfundi um Vina-
línuna. Að loknum kynningarfundum
er þeim sem hafa áhuga á að gerast
sjálfboðaliðar við símsvömn boðið að
koma í viðtal. Þar hittir hinn áhuga-
sami fyrir 2-3 fyrirspyijendur sem
kanna viðbrögð hans við ýmsu því
sem upp á kann að koma. Mikil
áhersla er lögð á að fólk blandi ekki
eigin vandamálum eða skoðunum í
starfið. „Við leitum að fólki sem vili
gefa af sér á réttum forsendum,"
segir Ingunn. Til þessa hefur um
helmingi þeirra, sem koma í viðtal,
verið boðið að taka þátt í þjálfun-
amámskeiði. Þar fer fram þjálfun í
símsvömn, samtalstækni, að binda
enda á símtöl. Fólki er kennt að
bregðast við vanda annarra án þess
að bugast sjálft. Hver sjálfboðaliði
undirritar trúnaðaryfírlýsingu um að
greina ekki frá neinu sem hann verð-
ur áskynja í starfi sínu hjá Vinalín-
unni.
Ævinlega em tveir á hverri síma-
Ingunn Jónsdóttir
Símaþjónusla Rauóa
krossíns ffyrir fólk sem
vill deila sorgum sinum
og gleói meó nafnlaus-
um simavini
vakt, helst karl og kona. Sjálfboðalið-
amir em hvor öðmm til trausts og
halds þegar erfið símtöl berast. Sum-
ir símavinir vilja einungis tala við
sjálfboðaliða af ákveðnu kyni, aðrir
vilja tala við einhvem á tilteknum
aldri. Hver sjálfboðaliði velur sér
„símanafn", dulnefni sem hann notar
í starfinu. Ein af starfsreglunum er
að aldrei má gefa upp nafn eða heim-
ilisfang neins sem hjá Vinalínunni
starfar, þar em allir nafnlausir.
Sjálfboðaliðunum er skipt í þijá
14 manna hópa og gengur hver hóp-
ur vaktir sem standa frá miðvikudegi
til þriðjudags, þriðju hveija viku. Að
lokinni hverri vaktviku er haldinn
handleiðslufundur með Sigtryggi
Jónssyni sálfræðingi, sem hefur unn-
ið með Vinalínunni frá upphafi. Á
handleiðslufundunum er tekið á erf-
iðum málum sem kunna að hafa
komið upp undanfarna viku. Þar er
fólki einnig kennt að taka vandamál-
in ekki of mikið inn á sig. Mánaðar-
lega em haldnir fræðslufundir fyrir
alia sjálfboðaliða. Þar hafa samtök
á borð við Nýja dögun, SÁÁ, Sam-
tökin ’78 og Vemd kynnt starfsemi
sína.
Fleiri konur hringja
Haldnar eru skrár yfir símtöl sem
berast, þeim sem hringir er í sjáifs-
vald sett hvaða upplýsingar hann kýs
að gefa. Ævinlega er þó skráð hve-
nær var hringt, hvers kyns hringj-
andinn var og hve lengi símtalið stóð.
Fyrstu sjö mánuðina hringdu 440
manns, hringingum fjölgaði eftir því
sem á leið og voru flestar í október
og nóvember, alls bámst um 800
símtöl. Hvert símtal stóð að meðal-
tali í 25 mínútur. Meirihluti þeirra
sem hringir em konur á miðjum aldri.
Körlum fjöigaði talsvert í árslok og
vom margir atvinnulausir í þeirra
hópi. Það er mun algengara að ein-
hleypir, fráskildir, ekkjur og ekklar
hringi en þeir sem em í sambúð af
einhveiju tagi. „Þetta eru tvímæla-
laus meðmæli með hjónabandinu,"
segir Ingunn.
Einmana fólk virðist í vaxandi mæli leita félagsskapar gegnum síma.
Morgunblaðið/Kristinn