Morgunblaðið - 31.01.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
Út úr búrinu
_________Leiklist_____________
Jóhann Hjálmarsson
Þíbilja: Brúðuheimili eftir
Henrik Ibsen. Þýðing: Sveinn
Einarsson. Leikstjóri: Asa Hlín
Svavarsdóttir. Leikmynd: Guð-
rún Sigríður Haraldsdóttir.
Lýsing: Árni Baldvinsson. Að-
stoðarleikstjóri: Helga Braga
Jónsdóttir.
Brúðuheimili Henriks Ibsens er
meðal þekktari verka norrænna
leikbókmennta og hafa áhrif þess
náð langt út fýrir Norðurlönd. Það
er nú orðið meira en hundrað ára
gamalt, en er enn leikið og rætt.
Meginþema þess, frelsi eða ófrelsi
kvenna, er enn til umræðu, en list-
rænir kosti verksins gera gæfu-
muninn. Við hlið Augusts Strind-
bergs er Henrik Ibsen kunnasta
og að flestra dómi 'mesta leikrita-
skáld Norðurlanda.
Sýning Þíbilju á Brúðuheimili í
áheyrilegri þýðingu Sveins Ein-
arssonar rifjar upp að Ibsen er
samur við sig. Grundvallaratriði
leikritsins haggast ekki þótt heim-
Urinn breytist. Uppreisn Nóru í
lokin var vissulega afdrifarík á
tímum Ibsens, nú þætti afstaða
hennar ekki sæta tíðindum. En
allar þær þjáningar sem liggja að
baki ákvörðun hennar að yfirgefa
eiginmann og börn, leggja út í
óvissuna, skipta máli og verða að
drama og skáldskap í höndum
Ibsens, lifna á sviðinu.
Þegar eiginmaður Nóru, Þor-
valdur Helmer lögfræðingur, er
skipaður bankastjóri fer það ekki
fram átakalaust. Nóra hefur gerst
sek um skjalafals vegna láns sem
undirmaður manns hennar í bank-
anum, Krogstad málafærslumað-
ur, hefur útvegað henni. Lánið
var tekið til að greiða götu þeirra
hjóna, en án vitundar Helmers.
Þetta veldur því að tilveru heimil-
isins er ógnað, einkum frama
bankastjórans nýja. Gömul vin-
kona Nóru, ekkjan Kristín Linde,
kemur til bæjarins í atvinnuleit
og á með hjálp Nóru að fá starf
hins brottræka Krogstads. Koma
Kristínar Linde raskar jafnvægi
þess lífs sem Helmer hefur búið
Nóru. Heimilisvinurinn Dr. Rank
er trúnaðarvinur hjónanna. Hann
er helsjúkur, en reynir að færa
birtu inn í fjölskyldulífið, þó ekki
án eigingirni eins og síðar kemur
í ljós.
Helmer kallar Nóru söngfugl-
inn sinn og ýmsum öðrum gælu-
nöfnum. Hann telur sig eiga hana
og hamingju hennar og þeirra
beggja fólgna í því. Þegar vand-
ræðin leysast vegna óvæntrar lið-
veislu, gamalla kynna þeirra
Kristínar og Krogstads, er honum
fyrst og fremst borgið, kona hans
er aðeins aukapersóna, brúða í
leiknum um peninga, álit og völd.
Þjóðfélagið sem Helmer er hluti
af, dettur ekki í hug að breyta,
er Nóru framandi. Hún lítur á sig
sem skipbrotsmann á reki og
reyndar eru þau hjón bæði skip-
reika að hennar mati. Hún vill
horfast í augu við líf sitt og fórna
öllu til að átta sig á tilverunni,
leita nýrra leiða til að verða sátt,
hamingjusöm í alvöru.
Sviðið í Tjarnarbíói býður upp
á að horft sé á það í nokkrum
verkinu. Leikritið er í lengra lagi,
en erfitt að koma auga á hvernig
ætti að stytta það. Ég fylgdist
að minnsta kosti með af áhuga
allan tímann og hugur minnn
hvarflaði ekki frá því sem gerðist
á sviðinu eins og ég játa að stund-
um vill verða.
Rósa Guðný Þórsdóttir náði
góðum tökum frá upphafi á hlut-
verki Nóru. Blíða og ofsi fóru
saman í túlkun hennar. Henni var
það einkar lagið að birta áhorf-
endum þá mynd Nóru sem er í
senn bamsleg og einlæg og kon-
una sem veit sínu viti, heldur reisn
sinni þrátt fyrir undirokun fjöl-
skyldulífsins.
Eggert Þorleifsson lék með
ýmsum blæbrigðum og kannski
ekki nógu festulega þegar jafn
voldugur maður og Helmer á í
hlut. Eggert átti auðvelt mneð að
túlka veikleika Helmers, en var á
köflum of farsakenndur. í heild
sinni komst hann þó vel frá hlut-
verkinu.
Það sambland af kaldhæðni og
uppgjöf sem persóna Ranks lækn-
is lýsir komst vel til skila hjá
Kjartani Bjargmundssyni. Krist-
ínu Linde lék Inga Hildur Haralds-
dóttir af öryggi og gæddi hlut-
verkið lífi. Ari Matthíasson lék
líka vel, en framsögn hans er
nokkuð eintóna. Bamfóstra Ingrid
Jónsdóttur er ekki veigamikið
hlutverk. Henni tókst þó afar vel
að spegla auðmýkt þessarar konu
sem á engra annarra kosta völ
en vera hlýðin húsbændum sínum.
Það er ánægjulegt, ekki síst
samhengis leikbókmenntanna
vegna, að fá að sjá Ibsen öðm
hveiju í sinni upprunalegu mynd.
Ekki sakaði þó að freista þess að
færa hann í nýjan búning þótt í
ljós kæmi að ekkert annað hefði
breyst. Við emm líklega alveg eða
næstum eins og þegar Henrik
Ibsen lagði til atlögu við vanann
og hefðina.
Morgunblaðið/Kristinn
Eggert Þorleifsson og Rósa Guðný Þórsdóttir í hlutverkum sínum
í Brúðuheimili Henriks Ibsens.
fjarska og persónur leikritsins
með því móti gerðar fjarlægar,
jafnvel óviðkomandi áhorfendum.
Þetta leysir leikstjórinn, Ása Hlín
Svavarsdóttir, meðal annars á
þann hátt að leikendur em allan
tímann viðstaddir þótt þeir séu
ekki að leika, en koma ekki og
fara eins og í hefðbundnum leik-
ritum. Leikmynd Guðrúnar Sig-
ríðar Haraldsdóttur og lýsing
Árna Baldvinssonar em í anda
stofuleikrita þar sem orðið ríkir
fyrst og fremst, ekkert á að draga
athyglina frá samtölunum.
Það eru fáein atriði í sýningu
Þíbilju á Brúðuheimili sem em
daufari en önnur og ekki beint
eftirtektarverð. En sýningin glat-
ar ekki þeirri spennu sem felst í
Breiðuvíkurhreppur
Otíð til lands og sjávar
Laugarbrekku.
TÍÐARFAR hefur verið rysjótt, mikill snjór er nú kominn og illa
hefur gengið að flytja börnin til og frá skóla. Sjaldan hefur gefið á sjó.
Síðan í nóvember hefur tíðarfar
verið slæmt, sífelldir stormar og rok
af öllum áttum. Tjón hefur ekki orð-
ið hér í sveit af völdum veðurs. Frá
áramótum hefur snjóað og sífellt
vefið að bætast við snjóinn og em
nú snjóþyngsli orðin mikil. Skafið
hefur í stóra skafla og hefur snjó-
mokstur oft ekki komið að gagni
nema samdægurs vegna sífelldrar
snjókomu.
Erfitt hefur verið með flutning
skólabama til og frá skóla. Sem
dæmi má nefna að í síðustu viku
komust börnin ekki nema einn dag
í skóla.
Einn bátur rær nú frá Arnarstapa
með línu, Bárður SH 81. Formaður
og eigandi bátsins er Pétur Péturs-
son, Malarrifi, en með honum rær
Geir Högnason, Bjargi, Arnarstapa.
Síðan á áramótum hafa þeir róið sex
róðra og aflinn í sex róðmm er 18
tonn. Þeir fá fólk frá Hellnum og
Arnarstapa til að beita. Fiskurinn fer
allur á Breiðafjarðarmarkað. Vegna
ónógra hafnarskilyrða verða þeir að
setja bátinn upp þegar illa lítur út
með veður.
- Finnbogi.
SÉRÚTGÁFA Á SUNNUDEGI
PENINGAR
og Qármál Qölskyldunnar
7. FEBRÚAR
Askorun til stgórnarnefnd-
ar Ríkisspítala og ráðherra
ALMENNUR kennarafundur námsbrautar í hjúkrunarfræði Háskóla
Islands skorar á sljórnarnefnd Ríkisspítala, heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra og fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að lausn fáist
á þeim vandamálum sem fyrirsjáanleg eru vegna uppsagna hjúkrunar-
fræðinga og ljósmæðra á Ríkisspítölum 1. febrúar nk., segir í fréttatil-
kynningu frá kennarafundi námsbrautar í hjúkrunarfræðum.
1. febrúar verða 67 hjúkmnar-
fræðinemar í klínísku námi á Ríkis-
spítölum. Ljóst er að þessir nemend-
ur verða fyrir mikilli röskun í námi
og að námslokum þeirra seinki komi
fyrrgreindar uppsagnir til fram-
kvæmda.
Útboð ríkisbréfa
Meðalávöxtun sam-
þykktra tilboða 12,47%
MEÐALÁVÖXTUN samþykktra tilboða í sex mánaða ríkisbréf í útboði
sem fram fór á miðvikudag var 12,47%, sem svarar til 11,41% for-
vaxta. Lægsta ávöxtun tilboða var
Með útboðinu á ríkisbréfum skuld-
batt ríkissjóður sig til að taka tilboð-
um á bilinu 100 til um 600 milljónir
króna. Alls bárust 66 gild tilboð í
ríkisvíxla að fjárhæð 758 milljónir.
11,97% og hæsta 12,59%.
Samþykkt var að taka við tilboðum
frá 46 aðilum og var heildarupphæð
þeirra 518 milljónir kr. Lánasýsla
ríkisins hyggst halda næsta útboð á
ríkisbréfum 24. febrúar.
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 7. febrúar nk. fylgir sérútgáfa
sem á erindi til þeirra sem vilja hafa fjármálin í lagi og fá sem
mest fyrir peningana. Sparnaður í heimilisrekstri,
heimilisbókhald.áætlanagerð og endurskipulagning
fjármála, möguleikar á að lækka skatta og
tryggja sér betri afkomu í framtíðinni eru
umfjöllunarefni þessa blaðs.
Þeim, seni úhuga liafa á að auglýsa í þessu blaði er benl á
að tekið crvið auglýsingapöntununi til kl. 16.00
inánudaginn 1. febrúar.
Nánari upplýsingar veiía Petrína Ólafsdóttir og Helga
Guðmundsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar
í síma 691111/símbréf 691110
JHvrjöiwWíitHÍ*
8
I